Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 14

Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 14
Fold var klæða flá í hug, flenna bæði og grimmúðug. Segir Ölafur. Símon reynir ekki að afmá galla Guð rúnar, hann lætur sér aðeins nægja, að spá aftur í tímann fyrir Ólafi. Fyrst bend- ir hann á, að Guðrún hafi verið vel á sig komin: Græddi hrós um grund og mar Guðrún Ösvífsdóttir, björt sem rósir blómlegar bar af drósum fornaldar. Má segja að þessi vísa sé i venjulegum stíl Símonar, er hann ræðir um kvenlega fegurð, — en svo kemur rúsínan og refs- ingin lögð á Ólaf: Séra Óla-fur uppi þá ef að hefði verið, mörku trafa — mín er spá — mundi hafa litist á. Þarna kveður Simon ekki andstæðing sinn niður með rökum, heldur með þvi 'sem meira er. Símon var löngum bersögull um sjálf- an sig, ýkti tíðum galla sína og ávirðing- ar og henti gaman af sjálfum sér, helzt i sambandi við kvenþjóðina. I gististað — i baðstofu kveður hann: 1 baðstofu inni hér, öllum vofum fjarri, frúin lofar mætust mér meyjum sofa nærri. En í húmi lítið lið, lukkan hratt vill sýna, — tvær i rúmi — og tunglskinið tekur glatt að skína. Sennilega lýsir ekkert Símoni betur, sem manni, heldur en það, hve barngóður hann var, og um leið skin á það, hve mikið barn hann alltaf var í aðra rönd- ina, en gleði hans við börnin á bæjunum þar, sem hann fór um og þær þúsundir vísna sem hann orti um þau, af munni fram — eins og raunar allt sem hann orti — sköpuðu honum meðal annars þær vinsældir, sem vara langan mannsaldur frá efri árum hans talið, til viðbótar við æfi Símonar alla. Þegar því hjónin eignast fyrsta barnið kveður Símon: Hér um letrast: Hinztu vetrar nóttu dóttur fríða Guð mér gaf gæzku blíður sinni af. Hrundin spaklát heitir Jakobína. Gleði sýnir svarteyg mær sinni mínu undurkær. Því miður munu nú flestar af barnavís- um Símonar gleymdar og glataðar. Þessi er ein um ungbarn: Kæti ljáir, kefur pín, Kristín Þórðardóttir, augun bláu blika þin, blessuð smáa stúlkan min. Símon virðist aldrei hafa unnið, að ljóðagerð sinni. Hann ritar ekki niður jafnóðum og lagar og fágar — mest, ao því er virðist sökum þess, að honum er jafnörðugt um ritstörfin eins og honum er létt um að ríma. Þetta skýrir hvernig lélegur frágangur verður honum að vana og ósið. Með betri vinnubrögðum hefði öðruvísi mátt fara. — En hví-lík gáfa og ljóðnæmi að geta sett saman, í einni kviðu 100 vísur eða meira og munað allt án þess að skrifa neitt jafnóðum. Það er von að gæðin yrðu misjöfn. Jafnframt er eðli- legt, að form vísunnar og rímunnar yrði Símoni léttast tiltækt, en kvæðagerðin síð- ur. Um leið láta stutthentu kvæðin hon- um bezt. Samanber t. d. hið skemmtilega kvæði: Ketill og kanna. Ketill og hún kanna kostum búin hjón, veita svölun sanna sveit um lög og Frón, ætíð bundin ást og tryggð, heiðri mestum haldin i heims um víða byggð. Ketill og hún kanna kærust dándishjón, hljóti hylli manna hér um ísa-frón daga, vikur ár og öld, þar til okkar hála heim hinzta ægir kvöld. Og sama má segja um kvœðið Fljótsdalur. Fljótsdalur hinn fríði fegurst byggð vors lands í vors unað prýði augu töfrar manns skemmtilegust sælusveit. Ei vor kæra ættargrund á til betri reit. Elur hjörð í haga, hollur svörður grær. Fegri en fjörður Skaga, fósturjörð mín kær, — fríðri sæmir Fjalla mey — Vatnsdalur hin væna sveit við hann jafnast ei. Það bezta, sem Símon kvað, er þó ekki i neinu af þessu. Það er að finna þar, sem hann afklæðir sig sjálfan mest fyrix mönnunum, talar um ástvini sína og krýpur drottni sinum, þótt engin sálmur sé til varðveittur frá hendi Símonar. Til konunnar kveður hann: Undur fjörugt oft á vörum smáu man ég blíðu brosin þín blessuð fríða konan min. Um mig varma vafðir arma þína. Man ég bjarta menja Gná meðan hjartans æðar slá. Man ég tiðum — mannstu blið það líka — þerrði tár af þinum hvarm þegar sáran barstu harm. Á einni af vetrarferðum sínum kveður Símon: 1 stórgjólum sérhvert sinn svo að hverfi vandi vertu skjól og skjöldur minn skaparinn alls-vitandi. Engu kvíða ég skal þraut eða slysum skæðum þegar fyrir förunaut, fæ þig guð á hæðum. En þessar stökur eru óstaðfestar: Þekkja Guð ei þankar manns þessa lífs í húmi, takmörkuð er hátign hans hvorki af tíð né rúmi. Megnar engin manneskja, moldar hnekkt i dróma hér að skilja himneska herrans leyndardóma. Og þessi: Hvar sem þræði um lönd og lög lífs á mæðudögum. Guð á hæðum mildur mjög minum ræður högum. Og enn: Vonin glæðist þá til þín þar með huggun sanna, fyrirgefðu feilin mín faðir engla og manna. Biðjum, lofum hátign hans — helg er þannig trúa — sem er ofar sjónum manns og sólkerfanna grúa. Nú er kominn tími til að meta þetta merkilega farandskáld eftir því bezta, sem það kvað og eftir því, hvernig það skilaði rímnakveðskapnum í hendur þeirrar kyn- slóðar, sem enn er uppi. Þannig brúuðu Sigurður Breiðfjörð, Bólu-Hjálmar — og Símon þeirra lengst, — á milli hinna ein- hliða rimnaljóðagerðar fyrri tíma og hins Ijóðræna skáldskapar vorra daga, svo að allar horfur eru á, að ríman og vísan eigi enn frjótt líf fyrir hendi í vitund fólks og starfi á landi hér. I5að er timi tilkominn að við hlið hinna venjulegu iþrótta, sem svo eru nefndar, verði farið að iðka aðrar íþróttir í sveitun- um og þar á meðal andlegar íþróttir margs konar. Þá taka ungmennafélögin rímna- kveðskapinn upp sem þjóðlega iþrótt. 86 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.