Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 9
HETJA, SEM ALDREI HOPADI
Ekki má það minna vera en að kveðja
komi frá Akranesi, er langþreyttur maður
leggst til hvíldar eftir langan og mikinn
starfsdag. Maður, sem hér sá fyrst dags-
ins ljós og vann hér öll sín manndómsár.
Ekki með hangandi hendi, heldur af alúð
og ofurkappi, en það átti með öðrum hans
likum mikinn þátt í framtaki því og fram-
förum, sem hér átli sér stað á þeim árum.
Hákon Halldórsson hét maðurinn og
var fæddur á Akranesi 12. desember 1873.
Foreldrar hans hétu Halldór Árnason og
Guðrún Hákonardóttir. Þau voru fátæk,
enda mikið fiskileysi þá um mörg ár. Þau
hjón áttu 4 börn, en þegar hið elzta þeirra
var 12 ára, andaðist Halldór Árnason. —
Eins og þá áraði, var það þvi ekkjunni
ofraun að annast 4 börnin og fóru því
þrjú þeirra sitt i hvern staðinn eins og
þá var venjan. Eitt þeirra var Hákon,
sem fór til móðursystur sinnar, sem einnig
var ekkja með 3 börn. Heimurinn tólí því
snemma ómjúkum höndum á Hákoni og
fór hann því snemma að vinna fyrir sér
til þess að eiga nokkurn þátt i að forða
sér og frænku sinni frá bjargarskorti. Þá
voru ekki margbreyttir bjargræðisvegir á
Akranesi, og þá var stopull sjávarafli, eins
og oft síðan. Þá þekktist hér engi'n eyrar-
vinna eða nein þau vinnubrögð, sem aðrir
sáu fyrir og hver gat sótt til björg í bú.
Skólinn í Halakoti.
I þessu litla koti ekkjunnar í Halakoti
var þó skóli. Ekki háskóli ,en þó næsta
merkilegur, því að Sigi'iður Hákonardottir
tók þau börn sérstaklega til kennslu, sem
áttu bágt með að læra, eða einhverjir aðrir
gátu ekki tjónkað við. Ekki gat Sigríðuí'
verið nein menntakona, en þó hefur hún
haft þá þekkingu og hæfileika, sem betri
voru en ekki til þess að ýmsir aumingjar
færu ekki alveg á mis við þá þekkingu,
sama veg i óralangri framtíð. Þrátt fyrir
allar framfarir og öll þau gæði, sem þjóð
okkar hafa hlotnazt á siðustu 50 árum,
sem ýmsum hafa fundizt sjálfsagðar —
og ef til vill komið af sjálfu sér, — leynist
því miður ýmislegt milli þess hávaxna
gróðurs ,sem gjalda verður varhuga við.
Ýmislegt, sem eitrað getur og aflagað og
jafnvel gert þrotlaust erfiði ykkar að litlu
eða engu. Já, jafnvel svo, að þetta alls-
nægta timabil gæti orðið þjóð okkar hrein-
asta hefndargjöf. Þvi nefni ég þetta hér
við þetta hátiðlega tækifæri, að það er
mál málanna, og frémur öllum öðrum
undir fórn og forystu kvenna komið,
hvort hinn óholli gróður í þjóðlifsakrinum
sem þá var verið að byrja að bera hér á
borð fyrir þjóðina á þeim tímum.
1 þessum skóla hefur Hákon fengið
„alla“ sína menntun. Hún var náttúrlega
ekki margbreytt eða mikil, líklega aðal-
lega fólgin í því að þekkja stafina, draga
eitthvað til stafs, og „læra gott orð,“ eins
og það var kallað. En þessi fátæklega
menntun nægði þó Hákoni til þess að vera
merkur manndómsmaður.
Út í lífið.
Þegar Hákon var aðeins 15 ára, réðst
hann fyrir vinnumann til Níelsar Magn-
ússonar bónda og útvegsmanns í Lamb-
húsum. Vinnumennskan var þá fyrst og
fremst bundin við sjóinn og varð hinn
ungi sveinn fljótt fullfær til þeirra hluta,
þvi að kappið var nóg, þótt ekki væri hann
ofhaldinn af eldi barnsáranna, og hann
hefði kannað sjóinn áður en hann kom
að Lambhúsum.
Ekki leið á löngu þar til Hákon var
orðinn formaður á skipi Níelsar og síðar
eigandi að því hálfu. Hann þótti þegar
kartinn sjómaður og sækinn vel ,vissi
hvað hann vildi og leitaði lítt til annarra
um álit og tillögur um eitt eða annað.
Hann var aldrei borinn á gullstólum eða
dúðaður í værðarvoðum, en varð að eiga
það allt undir sjálfum sér að komast á-
fram. Hákon ætlaði sannarlega ekki að
vera upp á neinn kominn, eða a. m. k.
ekki fyrr en í fulla hnefana.
Heimasætan fór með honum.
Tvær efnilegar heimasætur voru þá í
Lambhúsum. Hákon batt tryggðir við þá
yngri, Þóru Níelsdóttur, giftu þau sig og
fóru að búa árið 1901. Árið 1908 byggðu
þau stórt og vandað hús, er þau nefndu
Hofteig, var það byggt nálægt þar sem
verður upprættur eða honum varnað að
festa varanlegar rætur.
Hér þarf að hefja nýtt lif og starf, efla
hið þrautreynda, gamla þrivelda banda-
lag milli heimila, kirkju og skóla, sem
á seinustu áratugum er ekki orðið nema
nafnið tómt. Engum ætti að vera ljósari
þörf þessa en konunum, og engum er
betur trúandi en konum ,til þess að koma
á aftur þessari ómissandi samvinnu fyrir
sálarheill komandi kynslóða, og fyrir ver-
aldlegri velferð þeirra ,sem aðeins er
saman en ekki sundurgreint, lausn og lif
þegnanna og þjóðanna einasta von.
Ég þakka þjónustu ykkar við framtíðar-
heill þessa bæjar, við land okkar og þjóð.
Snæbjarnarhús og Thorshús höfðu áður
staðið.
Þar áttu þau fagurt og friðsælt heimili
og eignuðust eina dóttur barna. Hún heitir
Níelsína Helga, gift Magnúsi-Ólafssyni,
bifreiðastjóra i Reykjavík, og eiga þrjú
börn. Heimilið á Hofteigi var hið mesta
myndarheimili, hann duglegur og aðdrátt-
arsamur, en hún hyggin og ráðdeildar-
söm. Þóra var óvenjulega vel að sér til
munns og handa og kenndi hér hvort
tveggja meðan henni entist aldur til, en
hún varð ekki langlif, þvi að hún andaðist
g. nóvember 1916.
Fast sótt ’aiin sjóinn.
Eins og áður er sagt, byrjaði Hákon
snemma að sækja sjóinn og hætti því
seint, eins og síðar mim að vikið. Úm og
eftir síðustu aldamót tíðkaðist það mjög,
að dugmestu formenn af Akranesi færu
á sexmannaförum sínum suður í Garð til
netjaveiða á vertiðum. Hákon var einn af
þessum mönnum og þótti sóma sér vel i
þeirri sveit, vegna kapps, sem þó ætíð
einkenndist aí forsjá og fyrirhyggju. Hann
var feikna mikill fiskimaður og hlífði
hvorki sér eða sínum mönnum við sókn
og mikilli vinnu, enda hafði hann jafnan
úrvalsmönnum á að skipa. Þá settu menn
ekki fyrir sig hvaðan róið væri, — heima
eða heiman, — þá var sótt þangað, sem
afla var von og afrakstrar, þá var ekkert
hugsað um svefn eða sælu, aðeins um
sókn og styrka vörn.
Stærri skip.
Fyrstu ár tuttugustu aldarínnar rugg-
uðu duglega við framsæknum mönnum
og þeim, sem einhver töggur var i. Hákon
hafði ekki dregið af sér, hann vissi hvað
hann mátti sin og aðrir sáu hvað í hon-
mn bjó. Nú var vélaöldin hafin, það var
farið að smíða þilskip knúin vélum. 1
samræmi við þetta var það 1912, sem
Hákon og Loftur Lofsson létu byggja á
Akranesi vélbát, sem þá þótti ekki lítil
fleyta, þótt ekki væri hann nema 8,94
smálestir. Samhliða þessum bát lét Loftur
og Halldór bróðir lians byggja sams konar
bát, 9,40 lestir. 1 sambandi við þessa smið
var um nýmæli að ræða, þvi að hingað
til höfðu bátarnir verið súðbyrtir og tví-
stefnungar, en báðir þessir bátar voru
plankabyggðir fyrir ofan sjó og hekk-
byggðir. Þetta þótti hvort tveggja hent-
ugra og fallegra. Sérstaklega þótti súð-
byrtum bátum meiri hætta búin við
bryggjur, ef vont var í sjóinn. Yfirsmiður
við byggingu bátanna var kunnur skipa-
smiður, Otti Guðmundsson úr Reykjavik,
(faðir Péturs Ottasonar), og mun hann
hafa verið fyrsti bátasmiður, sem smíðaði
báta af þessari gerð hér. Veturinn 1913—
AKRANES
81