Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 8

Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 8
ÍJr félagssjóði hefir svo verið gefið til ýmissa mannúðarmála og menningarstofn- ana eftirtaldar upphæðir: Minningargjafir í sjúkrahússjóð . . kr. 12.000,00 Jólagjafir og samúðargjafir, bæði í gleði og sorg .................... — 15.592,83 Kostn. viö gamalmennaskemmtanir — 16.035,27 Til Kristniboðs .................. — 590,00 — björgunarskútu ............... — 2.870,42 — Barnavinafélagsins ........... — 656,81 — Sængurkvennasj. Guðr. Gislad. — 750,00 — leikfimishúss ..................— 1.000,00 — S. 1. B. S................ — 2.020,00 -— Finnlandssöfnunar .............. — 1.001,00 Alls kr. 52.516,33 Auk þessa gáfu konur miklar veitingar nema síðustu árin, og er það án efa tals- verð upphæð. Enn má geta þess, að félags- konur sendu muni á basar kvennaheimil- isins Hallveigarstaða ,er voru af nefndar- konum verðlagðar á kr. 1700,00. Til góðgerðarstarfsemi félagsins má telja með fullum rétti starfsemi sauma- flokkanna, sem saumuðu og prjónuðu fyr- ir bágstödd heimili bæði úr notuðum fatn- aði og nýju efni á erfiðu árunum eftir 1930. Lögðu ýmsar félagskonur á sig mik- ið erfiði við þetta starf, þótt engin nöfn verði hér nefnd, og varð þetta ýmsum heimilum hinn mesti styrkur. Þess skal þó getið og sérstaklega þakkað, að ein kona utan félagsins, Ólafína Ásmundsdóttir, veitti félagskonum ágæta hjálp í starfi þessu. En þótt svo mikið hafi verið unnið að fjársöfnun og líknarstarfi innan félagsins, hefir og talsvert verið unnið að öðrum málum. T. d. hefir félagið gengizt fyrir mörgum matreiðslunámskeiðum, bæði með verklegum æfingum og sýnikennslu. Voru sum þessi námskeið rekin i sameiningu af kvenfélaginu og Verkakvennadeild Akra- ness. Ágætir kennarar störfuðu við nám- skeið þessi, en eigi þurfti að leggja þeim fé úr félagssjóði, þar eð Kvenfélagasam- band Islands og Samband borgfirzkra kvenna veitti þeim nokkurn fjárhagslegan stuðning. Sá kennari, er við flest nám- skeiðin starfaði, var frk. Soffía Skúladóttir. Þá er hún andaðist, tiltölulega ung að ár- um, sýndu nemendur hennar minningu hennar þá ræktarsemi að stofna sjóð til minningar um hana, er á sínum tíma á að verja til verðlauna fyrir efnilega nem- endur í húsmæðraskóla Akraness. Er sá sjóður nú kr. 566,50. Telja má víst, að einmitt þessi nám- skeið hafi orðið til þess að vekja þá hug- mynd, að Akranes þyrfti, er stundir liðu, að eignast sinn eiginn húsmæðraskóla. Var félaginu afhent á fimmtán ára afmæli þess gjöf frá hjónunum Ingunni Sveinsdóttur og Haraldi Böðvarssyni stofnfé að hús- mæðraskólasjóði. Um likt leyti hétu for- ráðamenn bæjarins því, að leggja fram nokkurt framlag árlega næstu tíu árin i sama skyni. Er sjóður þessi nú sem hér segir: Framlag bæjarsjóðs .................. kr. 10.000,00 Stofnfé (gjöf hjónanna I.Sv. og H.B.) — 10.041,67 Aðrar gjafir .......................... — 15.792,00 Ágóði af hlutaveltu og dansleikjum — 8.046,36 Vextir.............................. — 7.936,80 AIls kr. 51.816,83 Varðveitir félagið sjóð þennan og mun ávaxta hann, unz sá tími kemur, að hann verður notaður á þann hátt, sem ætlað var, þá er til hans var stofnað. Fjölmörg saumanámskeið fyrir eldri og yngri hafa verið haldin á vegum félags- ins, bæði á fyrri og síðari árum. Hafa þau sparað heimilum útgjöld ,auk þess sem nemendur hafa lært þar ýmiss konar kven- og barnafatasaum. Má óhætt full- yrða ,að bæði saumanámskeiðin og mat- reiðslunámskeiðin hafa verið eigi all-lítijl verklegur menningarauki fyrir konur bæj- arins. Þá hefir verið stutt að aukinni blóma- og matjurtaræktun, því að á meðan Sam- band borgfirzkra kvenna hafði starfandi garðyrkjukonur utan Skarðsheiðar, unnu þær jafnan nokkuð á Akranesi að tilhlutun félagsins. Kvenfélag Akraness hefir jafnan reynt að leggja hverju því málefni lið, er það hefir talið gagnlegt og séð sér fært að sinna. Má þar t. d. nefna, að þá er dofna tók yfir Hjúkrunarfélagi Akurnesinga, tók félagið að sér að innheimta árgjöldin fyrir áðurnefnt félag og veitti Hjúkrunarfélag- inu þar með óbeinan fjárhagslegan stuðn- ing. Þá hefir Mæðrastyrksnefnd starfað mikið, í samvinnu við Verkakvennadeild Akraness. Félagið hefir haldið samtals 147 fundi, flesta hér í Báruhúsinu, en eftir að húsið var selt, þá voru haldnir fundir í Hótel Akranes við Vesturgötu, þar til að það hús brann. Eftir bruna hótelsins bauð Valdís Böðvarsdóttir, þáverandi formaður félagsins, að halda fundina heima hjá henni og þótti þeim konum, sem mættu á þessum fundum, sérstaklega gott að vera þar, eins og þeir þekkja, sem þangað hafa komið. Félagskonur hafa verið öll þessi ár 64 til 79, þangað til nú síðasta ár 88 og tveir heiðursfélagar að auki, þær: Svafa Þorleifsdóttir og Guðrún Gísladóttir. Félagssjóður var um áramót kr. 8.355,79, og hefir aukist talsvert siðan. Hér hefir í stórum dráttum verið rakið hið helzta úr þessari 25 ára félagssögu. Er það eigi gjört til þess að mikla störf þess, heldur öllu fremur til þess að líta yfir farinn veg, í því skyni að reyna að glöggva sig á, hvort nokkuð hefir áunnizt. Er það auðvitað ósk og von allra þeirra kvenna, sem bæði fyrr og siðar hafa eitthvað á sig lagt í þágu félagsmálanna, að félaginu hafi tekizt að vinna eitthvað til raunveru- legs gagns, jafnframt því sem í huga hverrar félagskonu'hlýtur að vaka sú ósk, að næstu 25 árin beri enn ríkulegri ávexti en þau, sem þegar eru liðin. Að endingu þakka ég öllum félagskonum og stjórn- inni fyrir góða samvinnu öll árin. Guð blessi starfsemi þess í nútíð og framtíð. Ræða Ól. B. Björnssonar: Kæru kvenfélagskonur, háttvirtu gestir! Ég vil mega þakka fyrir þetta ágæta hóf, mat og mikla skemmtun, um leið og ég óska ykkur til heilla á þessum ham- ingjudegi. En umfram allt vil ég þakka vakandi áhuga ykkar og sívaxandi giftu- drjúgt starf á liðnum tuttugu og fimm árum, starf, sem ætíð hefur verið miðað við hag og heill þessa bæjar. I þessu starfi, sem hefur borið mikinn árangur, eigið þið mörg handtök, mikla hugsun og fórnir ,sem fléttaðar eru í 25 ára starf, og er þegar orðinn glæsilegur hluti af lífshamingju ykkar sjálfra. Málgefni kvenna hefur löngum verið við hrugðið, en það er verst við þennan viðsjárverða dóm, að hann er kveðinn upp, og honum við haldið af þeim, sem aldrei geta verið kvenmannslausir, og hvorki lofaðar né ólofaðar konur geta haft frið fyrir. Enda þótt ég hafi ekki verið hinn ósýni- legi andi á fundum ykkar, né átt þess kost að standa á hleri, til þess að rannsaka þennan almenna dóm, sem hvilir eins og mara á kvenþjóðinni, þykist ég geta full- yrt að gagnvart Kvenfélagi Akraness er hann hreinn sleggjudómur, og því mikils- verð, almenn vörn gagnvart stallsystrum ykkar. Þið hafið einmitt varið minnstum tíma í málæði, og mér vitanlega aldrei um einskisverða hluti. Höfuðverkefni ykkar hafa einmitt verið athafnir, efndir, en ekki orðagjálfur, enda sýna verkin merkin. Það vita kunnugir, og það hefur hér verið glögglega rakið. Starf ykkar hefur verið borið uppi og mótast af áhuga og eldmóði tiginborinna kvenna, fyrir heill og hamingju sona ykkar og dætra. Þið hafið lagt í það sál ykkar ,til þess að það gæti sem lengst orðið leiðarsteinn kom- andi kynslóðum. Þetta starf ykkar hefur því verið meira en innantóm orð „fávísra kvenna." Það hefur einmitt haft á sér svipmót þess ,sem sígilt er og seint mun fyrnast. Tryggð og tálleysi við hæstu hug- sjónir, en það er kærleikans ómælanlega vidd, innsigluð í fórn þeiirar vitveru, sem trúir. Þetta megin mark hefur varðað veg ykkar á liðnum tuttugu og fimm árum, og ég vona, að það vísi félagi ykkar þann 80 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.