Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 10

Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 10
14 fóru báðir þessar bátar til viðlegu i Sandgerði á vegum Lofts Loftssonar og Þórðar Asmundssonar, en þeir höfðu þá keypt Sandgerðiseignina af Matthiasi Þórðarsyni. Ekki dró þetta úr kappi og sókn Hákonar og fiskaði vel, ekki siður en á opnu skip- unum. Leið nú ekki á löngu að honum þótti fleytan lítil. Byggðu þeir Loftur því fljótlega annan Svan, — en svo hét bátur- inn, — var hann 28 smálestir, og var Hákon lengi með hann við góðan orðstir. Liðtækur á fleiri sviðum. Hákon var víkingur í lund, traustur maður og trygglyndur, bæði við menn og málefni, þau er hann virti stuðnings. Árið 1902 var stofnað á Akranesi merki- legt félag, sem hér gerði mikið gagn á marga vegu. Þar gerðist Hákon þegar fé- lagi, og var þar ekki hálfur fremur en annars staðar. Árið 1905—6 byggði þetta félag stórt samkomuhús, sem enn stendur. I byggingu þess og aðdráttum öllum átti Hákon einn mesta þátt, og komu þó margir liðtækir menn við sögu. Þar voru lítt mæld eða vegin dagsverkin eða um metizt, þar kom aðeins eitt sjónarmið til greina, að koma húsinu upp og hefja þar öflugt fé- lagsstarf til heilla landi og lýð. Eitt höfuðmál Bárufélagsins á þessum árum var að gera tilraun til þess að bæta verzlun félagsmanna á sölu afurða sinna og að afla þeim sem ódýrastra nauðsynja til heimilisþarfa. Þrátt fyrir hlédrægni Hákonar, varð hann aðal forvígismaður þessara innkaupasamtaka félagsins og vann þar mikið og gott starf. Með þraut- segju sinni og hyggindum útvegaði hann þeim góð kjör hjá verzlununum, en einnig átti hann mikinn þátt í að halda saman mönnum um þessi hagsmunamál sín, en það var oft a. m. k. vandasamt, af ýmsum og ólikum orsökmn. Allt þetta gekk furð- anlega vel og voru viðskipti þessi eftir- sótt af kaupmönnum hér, því að viðskiptin voru allmikil og allt greitt í peningum við móttöku. Þá var ekki keypt til mál- tíðar hverrar eða eins dags eins og nú. Að haustnóttum var a. m. k. dregið í bú það sem svara mundi þörfum vetrarlangt. Hákon var lítt við opinber mál riðinn, var þó nokkur ár i hreppsnefnd. Ekki var ævin öll. Síðari hluta ævinnar var heilsa Hákonar ekki sterk og er líklegt að vanheilsu þá megi að einhverju rekja til uppvaxtarára hans, erfiðis og volks, en m. k. af þessum sökum varð Hákon að hætta sjómennsku á mótorbátunum miklu fyrr en honum gott þótti. Þrátt fyrir óvenjulegan dugnað og afla- föng um áratugi, mun hann ekki hafa 82 verið svo efnum búinn, er hann hætti for- mennsku, að hann gæti „átt það gott,“ eins og stundum er sagt. Og þótt svo hefði verið, hentaði Hákoni annað betur, en að setjast i helgan stein eða halda að sér höndum. Hann hafði alla tíð frá blautu barnsbeini fengist við sjóinn, og var hon- um næstum eins samgróinn sem fuglinn, sem þar elur allan aldur sinn. Það kom því ekki til mála að yfirgefa hann. Hvað átti hann að gera annað? Eins og áður er sagt, misti Hákon Þóru kcnu sína árið 1916, en þá var dóttir þeirra aðeins 9 ára gömul. Árið 1923 mun það hafa verið, er Há- kon kvæntist öðru sinni, Petrínu Narfa- dóttur, ágætri konu, þá fimmtugur að aldri. Þau hafa alla tið búið á Kárastíg 14 í Reykjavík og hafa eignast 4 börn. Það er langt síðan að Hákon fór að hafa alvarleg óþægindi af svokallaðri liða- mús — sérstaklega í öðru hnénu — og átti af þessum sökum mjög erfitt um gang, því fremur, sem nú var sjávargatan orðin lengri en í Lambhúsum. Þrátt fyrir þetta reyndi Hákon að þreyta fangbrögð við sjóinn. Það var fyrir um það bil 14 árum, að hann varð fyrir því óhappi og áfalli, að meiðast alvarlega á öxl og handlegg, við það að fara í spil á mótorbát. Af þessu slysi varð hann að vera margar vikur á sjúkrahúsi, og náði sér í raun og veru aldrei síðan. En eigi var honum í hug að gefast upp eða biðja ásjár. Aftur á opnum bát. Hákon var nú orðinn ómagamaður þetta fullorðinn, heilsan látið ásjá verulega, en átti auk þess við nokkrar áhyggjur að striða. Þrátt fyrir allt þetta kom honum ekki til hugar að hopa, heldur klóra í bakk- ann og halda velli svo lengi sem lífið sjálft entist. Hann keypti sér því trillubát og gerði út í sundin og nærliggjandi grá- sleppumið. Nú þurfti ekki lengur að róa eða setja á land að kvöldi, eins og áður. Nú gekk á ýmsu um áhöfn, mótsett við það, sem var í gamla daga, og á mótor- bátunum. Mörg hin siðari ár réri Hákon einn á trillunni sinni, lagði netin einn og „fór svo með“, eins og það var kallað. Hann sótti einn aflann og seldi hann sjálfiu, en farlama maður gekk heim og heiman. Hann mátti muna tvenna tím- ana. Reykjavík er rausnar-bær, en hún réttir þeim ekki allt, sem aldrei kvaka. Ekkert var Hákoni fjær en að byðjast ölmusu, eða leita á náðir hins opinbera i ellinni, fyrst hann slapp við það í æsku. Síðustu árin varð gangan Hákoni svo erfið, að hann tók það ráð að liggja við um lengri tíma úti í Gróttu. Það fór vel á með hon- um og vitaverðinum, og þeir höfðu ein- hverja sambjörg um aflaföngin. Hann var æði sjó-kaldur. Hákon Halldórsson var það, sem menn kalla á gamalli, góðri islenzku, sjó-kaldur maður. Hann var i eðli sínu fámáll, en hann var meira en það á sjónum. Hann var beinlínis fúllyndur og lét ekki úti nema nauðsynlegustu orð, og það ekki með neinni mýkt. Hákon var ekki einn með þessu marki brendur. Þetta var ekki ótitt um góða formenn, og þeir gátu leikið á als oddi, strax er sjónum sleppti, þótt ekki ætti það heldur við um Hákon, því að hann var fálátur eins og áður er sagt. Þó gat Hákon verið laun-kýminn þótt lítið færi fyrir þvi og manni dytti alltaf fyrst og fremst í hug alvörumaðurinn um fram allt. Þeir, sem bezt þekktu Hákon, gengu þess þó ekki duldir, að heitt hjarta sló undir. Hjarta, sem langaði til að líkna og gera gott, fremur en að auka sviða og sárindi. Það sýndi hann oft, því að hann var tröll tryggur, unni átthögum sínum og öllu góðu. Hann var maður, sem var, en vildi ekki sýnast. Eina undantekning, sem ég þekki. Á yngri árum Hákonar var allmikið drukkið á Akranesi, en hann var þar sem annars staðar þéttur fyrir og fór sér ekki að voða við það gutl. Hann „smakkaði“ vín, eins og það var kallað, en því minnist ég á þetta, að hann er eini maðurinn, sem ég hef fyrir hitt á lifsleiðinni, sem mér þótti skemmtilegri með víni. Eðli hans og mótun uppeldisins höfðu samtvinnað í honum óvenjulegan persónuleika, sem fyrst og fremst vissi að ókenndum almenn- ingi. Vínið var honum ekki hættulegt, af því að hann var einn af þeim örfáu, sem kunni þar hóf á. Hóf, sem gaf öðrum hæfilega innsýn í huga hins dyggðum- prýdda manns, með hjartað á réttum stað, þrátt fyrir harða skel hans, sem að flest- um vissi. Ýmsir munu minnast þessa drengskap- armanns, þakka dugnað hans og dánu- mennsku, eu ég vil gera það opinberlega íyrir hönd Akraness. Honum var mál á hvíldinn, en aldrei liopaði hann. Hákon andaðist 13. marz 1951. Ól. B. Björnsson. KAUPIÐ AKRANES GBEIÐIÐ AKRANES Útvegið blaðinu nýja kaupendur. AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.