Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 25
Ólafur B. Björnsson:
Þœttir úr sögu Akraness, V. 34.
HVERSU AKRANES BYGGÐIST
4. kafli. — 1870—1900. — Byggingar batna.
77. Georgshús (framhald).
Árið 1900 kemur í Georgshús Jón Sig-
urðsson frá Haukagili í Hvítársíðu, f. i
Hvammi í Hvítársíðu 13. desember 1871.
Foreldrar Jóns voru: Sigurður Jónsson
bóndi og söðlasmiður á Haukagib, d. 12/2
1918, Benediktssonar prests i Goðdölum
og víðar, og Þorgerður Jónsdóttir, d. 1921,
bónda á Svarfhóli í Stafholtstungum,
Halldórssonar. — Hún var systir Þuríðar
á Svarfhób í Stafholtstungum og Jórunnar
i Rauðanesi. — Jón var þannig ekki hjóna-
bandsbarn, því að kona Sigurðar á Hauka-
gili var Ingibjörg Árnadóttir stúdents
Geirssonar biskuþs Vídalín.
Ingibjörg var fíngerð kona, menntuð og
göfug, og munu bæði hafa verið gáfuð.
Sigurður var hið mesta prúðmenni, en
víst talinn fremur stoltur, þéraði flesta og
hélt sig höfðinglega.
Jón átti hér heima fram á árið 1904
og mun eitthvað hafa haldið uppi veiting-
um og hótelrekstri á þessum árum, sam-
hliða var hann hreppstjóri. Hann tók og
mikinn þátt i félagslífi hér, enda kátur
vel og glaður í vinahóp. Jón var prýði-
lega greindur maður, vel máli farinn og
ágætlega hagmæltur. Meðan Jón var hér,
var ráðskona hjá honum er Þuríður hét
og var Sigurðardóttir, var hún og eitthvað
ráðskona hjá honum einnig eftir að hann
fluttist að Haukagili aftur.
Meðan Jón var hér átti hann barn með
Guðnýju Jónsdóttur frá Múlastöðum,
systur Jóns á Klöpp. Það var stúlka, f. 30.
okt. 1902 og heitir Svava. Hún giftist
Halldóri Guðjónssyni, skólastjóra í Vest-
mannaeyjum, en þau skildu eftir skamma
samhúð. Þeirra son: Sigurður Guðni, f.
13/4 1923, rafmagnsfræðingur í Reykja-
vík, kvæntist 25/12, 1946, Sigrúnu G.
Magnúsdóttur frá Árnagerði í Fljótshlið.
Þeirra börn: Magnús, f. 17. des. 1947 og
Halldór, f. 6. febrúar 1949.
Örlögin báru Jón hingað frá æskustöðv-
um hans, og er talið að það muni hafa
verið út af vonbrigðum í ástamálum. Ekki
rótfestist hann hér, en þó mun Jón hafa
talið þessi ár einhver þau skemmtilegustu
í lífi sínu.
Eins og áður er sagt fluttist Jón aftur
á æskustöðvar sínar i hinni fögru Hvítár-
síðu, að föðurleifð sinni Haukagili. Bjó
hann þar æ síðan og var hreppstjóri þeirra
Hvítsíðinga og sýslun.maður. Hann var og
þingmaður Mýramanna frá 1908—1911.
Jón kvæntist 18. mai 1912 Hildi, d. 3.
júní 1938 Guðmundsdóttur, bónda á Kol-
stöðum í Hvitársíðu, Sigurðssonar frá Há-
felli. Þeirra börn:
1. Sigurður, lögregluþjónn i Reykjavik,
f. 21. marz 1912, kvæntist 19. okt.
!935 Vilborgu Kareisdóttur kaupm.
Hjörtþórssonar frá Eyrarbakka og konu
hans Ástríðar Ölafsdóttur frá Eyrar-
koti í Kjós, Þeirra börn:
Ásthildur f. 25. maí 1936.
Jón, f. 7. okt, 1939.
2. Ingibjörg Vídalín f. 1914 og dáin
sama ár.
3. Björn f. 3. sept 1915, lögregluþjónn í
Reykjavík, kvæntur Kristínu Bjarna-
dóttur 18. nóv. 1950.
4. Guðmundur Bergmann, f. 3. júni 1917,
húsasmiður í Reykjavík, ókvæntur.
5. Ásgerður, f. 22. júni 1918, gift 13. maí
1950 Jóni Ingimundarsyni frá Eyrar-
bakka. Býr á Haukagili.
6. Ingibjörg Vídalín, f. 28. okt. 1922,
ógift, en var heitbundinn Ragnari
Guðmundssyni frá Ferjubakka, en
hann fórst. Þeirra son:
Ragnar Jón, f. 2. okt. 1948.
Jón andaðist á Haukagili 20. september
1935. Hér mun nú verða birt nokkuð af
skáldskap Jóns, sérstaklega það er viðkem-
ur Akranesi, og hann orti er hann átti
hér heima. Ýmislegt fleira orti Jón —
og sumt ágætt — verður eitthvað af því
einnig birt hér í blaðinu við tækifæri.
Helgi Magnússon
drukknaöi 8. marz 1902.
Undir nafni móÖur hans.*
Ég horfi út í goiminn, ég horfi út á sæ
er hrannimar lyftnst i úrsvölum blæ,
þnð vekur í huganum niinningu um margt,
um mótlæti og unað og tötra Qg skart.
Og hugurinn leitar af liðinni tið,
er lék ég sem ungmenni í blómskrýddri hlíð,
með vonina í hjarta og vorið á brá
og vissi eigi um haust eða skammdegi þá.
Ég hugsaði lífið sem gróandi grund
er glóir mót sólu við árdegisstund
og gæfunni ég hugði að hægt væri að ná,
minn himinn var fagur og vonglöð mín brá.
Og fullorðinsaldurinn yfir mig leið,
ég eignaðist leiðtoga, brautin var greið,
og ánægjusólin hún skein ])á svo skært,
í skauti mér sonurinn blundaði vært.
En drynjandi Ægir þá dró fyrir ský
er dauðinn í brimöldu svifti mig því,
sem kærast ég átti á ævinnar braut,
nei, eftir var sonurinn, líkn var með þraut.
Sem renni upp fifill við röðulsins skin,
svo rannst þú upp líka, minn hjartkæri vin,
ei fríðara mannsefni á foldu ég sá,
þú fullkomna gjörðir míns æskuvors þrá.
Þú studdir mitt áform og styrktir minn hug
og staðfestir anda míns hugsjóna flug,
þú sefaðir harminn og bættir mitt böl
og bærilegt gjörðir, það annars var kvöl.
Að meiga þig eiga, minn ástkæri son,
þú akker mins hjarta, min sólbjarta von
það kastaði geislum á gjörvallt mitt líf.
sú gleði var sverð mitt og skjöldur og hlif.
1 annað sinn reið yfir hafaldan há
og hjartanu aldregi snögglegar brá,
á ævinnar dagmálum, ástkæri son,
i Ægis djúp sökkst þú, min huggun og von.
Hver getur það málað, hver getur því lýst,
hve grimmlega hjartað var kramið og nist,
er dunandi ómur að eyranu bar:
þinn ástvinur hniginn í dimmbláan mar.
Ég einmana sit nú og stari af strönd,
ég stari og mæni á ókunnug lönd,
þar vininá aftur ég vona að sjá,
en vonin er brigðul, ])ví kennt hef ég á.
Á hyllingalandinu lifði ég fyrst
svo lifsglöð sem blómið, er sól hefir kysst,
en vonbrigða ströndinni stend ég nú á
og stari út í geiminn með tárvota brá.
En lært hef ég þetta af liðinni tíð
að lukkan er hverful, ])ó virðist hún blíð
og mannanna hjörtum oft hleypir i bál
það hégómi reynist og einskisvert tál.
Og svo þegar röðullinn rennur i sæ
og Ránarbrjóst lyftist i úrsvölum blæ
það vekur í lmganum minninga mergð,
hve mannlifsins tíðum er breytileg ferð.
*) Helgi var hálfbróÖir Guömundar smiÖs Narfa-
sonar, sammϚra.
%
AKRANES
97