Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 24
þá von, að einhvern tíma mætti halda
slikt mót á Akranesi. Að lokum afhenti
ég svo formönnum sendinefndanna áletr-
aða mynd af Akranesi, sem gjöf héðan,
er þeir þökkuðu innilega. Að ræðu minni
lokinni var íslenzki þjóðsöngurinn sung-
inn. Á sama hátt fluttu svo fulltrúar frá
hinum bæjunum ræður sínar, þó að sjálf-
sögðu væri þar óliku saman að ja'fna,
hvað mál og framsetningu snerti, er þeir
töluðu allir á sínu móðurmáli. Allir minnt-
ust þeir hins nýja vinabæjar, og létu í
ljós gleði yfir, að þarna skyldi einnig
vera mættur Islendingur. Að lokinni
hverri ræðu, var sunginn þjóðsöngur við-
komandi lands. — Ýmsir höfðu innt að
því, að þá langaði til að heyra, hvernig
íslenzkan hljómaði, og varð það til þess,
að ég seint um kvöldið, undir kaffiborðum,
sagði tvær stuttar sögur á íslenzku, hvernig
stæði á nafninu fsland og hvers vegna
Ingólfur byggði bæ sinn í Reykjavik. —
Gerði ég í byrjun grein fyrir því með
nokkrum orðum á minni skandinavisku,
um hvað ég ætlaði að tala, eða um hvað
þessar sögur væru, og minntist í þvi sam-
bandi á, hvernig hinar frægu fornsögur
vorar hefðu orðið til og að á þeim árum
hefðu íslendingar þótt aufúsugestir víða
á Norðurlöndum, sakir sinna sagnakunn-
áttu. Virtust menn skemmta sér vel við
að heyra hljóm hins norrænasta máls
meðal norðmlanda tungnanna, þó fáir
hafi skilið nema lítinn hluta þess. Um
12 leytið sleit Lund-Tangen þessu ánægju-
lega móti og þakkaði gestum komuna. —
Kl. 10V2 á sunnudaginn hófst hátíða-
guðþjónusta í Langesundskirkju, en hún
stendur á fögrum stað i bænum, þar sem
hátt ber á. Er hún um 200 ára gömul, en
er vel við haldið og lítur mjög vel út. —
Nokkuð fyrir framan kirkjuna stendur
4 m. há granitsúla með nöfnum 30 manna
frá Langesund, er létu lífið í þágu fóstur-
jarðarinnar í síðustu heimsstyrjöld. Eru
fögur blóm ræktuð umhverfis súluna og
má á öllu sjá, að bæjarbúar halda mjög i
heiðri minningu þessara föllnu hetja. Að
þessu sinni voru allir bekkir kirkjunnar
þéttskipaðir og var messan hin hótíðleg-
asta. Séra Stennvall frá Narpes flutti stól-
ræðuna, en sóknarpresturinn, séra Knud-
sen þjónaði fyrir altari. Að lokinni guð-
þjónustunni var gengið út að minnismerk-
inu og lögðum við fjórir fulltrúar vina-
bæjanna krans, skreyttan fánalitunum, að
fótstalli styttunnar en að þvi loknu var
norski þjóðsöngurinn sunginn. Skólastjóri
bamaskólans, Alv Lauvstad hafði boðið
mér að snæða með sér hádegisverð þenna
dag. Skólastjórinn var einn þeirra 700
norsku kennara, sem Þjóðverjar fluttu til
norður-Noregs í stríðinu, vegna andstöðu
þeirra gegn nazistunum, svo sem frægt
var á þeim tíma. Sagði hann mér margt
frá þeirri^ óhugnanlegu herleiðingu, því
hann er skýr maður og skemmtilegur, en
sjáanlega fastur fyrir og enginn veifiskati.
Þennan dag var haldin hin svokallaða
Langesunds-hátíð, með miklum myndar-
brag og fjölbreyttum skemmtiatriðum. —-
Eru það ýms félagasamtök i bænum, er
standa fyrir þessari skemmtun, sem er
haldin árlega og er ágóðanum varið til
ýmiss konar menningarstarfsemi í bæn-
um. Er allur undirbúningur og þjónusta
látin í té i sjálfboðavinnu, og sýndist mér
kvenfólkið ekki láta sinn hlut eftir liggja,
en það annaðist um alla veitingasölu, er
víðast fór fram úti, í skjóli laufríkra trjáa.
Var talið, að þennan dag hefðu verið um
5—6 þúsund manns aðkomandi. — Um
kvöldið var dansað á afgirtu svæði við
höfnina, er skreytt var marglitum veifum.
Áður en dansinn hófst, lék Bjölsen-orkest-
erinn nokkur lög við fánaborgina og lauk
þeim hljómleikum með því, að spilaðir
voru þjóðsöngvar allra Norðurlandanna,
byrjað á þeim íslenzka og endað með
þeim norska. Var það mjög hátíðlegt og
höfðu ýmsir orð á því við mig á eftir, hve
islenzki þjóðsöngurinn væri fagur, enda
nýtur hann sín mjög vel, er hann er leik-
inn á þann hátt. Snart það viðkvæma
strengi í brjósti mínu, er ég stóð þarna
undir fána lans míns og hlýddi á hina
fögru tóna þjóðsöngsins ,og hugsaði með
nokkru stolti til þess, að það var vegna
Akraness, að fánarnir blöktu þarna fimm
að þessu sinni í augsýn þúsundanna, er
einnig hlustuðu í þögulli hrifningu á þjóð-
söng fámennustu Norðurlandaþjóðarinnar,
en sem þama var sýndur sérstakur sómi.
Um 12 leytið var skotið flugeldum og
þessum hátíðahöldum, sem að öllu leyti
höfðu farið fram á þann hátt, að bænum
var til sóma, þar með lokið, þó ýmsir hafi
ef til vill átt bágt með að fara að hátta og
ef til vill átt bágt með að ’fara að hátta
og heldur kosið að njóta lífsins og hins
fagra sumarkvölds lengur og reika um
hina friðsælu skógarstíga i fylgd gamalla
eða nýrra vina. Næsta morgun var ég
snemma á fótum, því nú var komið að
því, að yfirgefa þennan ágæta bæ, sem
mér var orðinn svo kær og hugstæður og
leggja upp í siðasta áfangann, til höfuð-
borgarinnar, þar sem ég gerði ráð fyrir
að dvelja i 4 daga. Kvaddi ég mína glað-
lyndu og góðu gestgjafa, herra Nymann
og frú og báðu þau mig fyrir kveðju til
fslands, sem þau bæði höfðu lesið tölu-
vert um og voru ánægð yfir að hafa á
þennan hátt haft tækifæri til að kynnast
nánar. Er niður að höfninni kom, var þar
fyrir fjöldi fólks, þvi að Sviarnir og Finn-
arnir voru einnig á heimleið um Osló, en
Danirnir höfðu farið kvöldið áður. Vorum
við innilegá kvödd af heimamönnum, því
margir höfðu, eins og ég, búið á einka-
heimilum og þannig myndast náinn kunn-
ingsskapur og vinátta, eftir þvi sem um
getur verið að ræða á svo stuttum tima.
Báðu margir mig fyrir kveðju til Akraness
og létu í ljós ósk um að fá einhvem tíma
tækifæri til að heimsækja fsland og kynn-
ast Akranesi af eigin raun. Er lagt var
frá landi, en við fórum á ferju nokkra
leið til járnbrautarstöðvarinnar, var
Langesrmds söngurinn simginn af mikl-
rnn þrótti, en sérstaklega meðal Finnanna
voru ágætir söngkraftar. Bráðlega var svo
Langesund að baki, en endurminningarnar
munu lengi endast þeim, er áttu því láni
að fagna, að dvelja í þessum litla, vin-
gjarnlega norska bæ nokkra sólbjarta júil-
daga og öll munum við óska að eiga þess
kost, að koma þangað aftur og rifja upp
atburði liðna tímans og lifa aðra nýja.
Með lestinni eru fáir farþegar, svo við
getum látið fara vel um okkur i hinum
rúmgóðu vögnum norsku ríkisjárnbraut-
anna. f sumum vögnunum má reykja,
öðrum ekki, og geta allir verið ánægðir
hvað það snertir. Lestin ber okkur óðfluga
áfram, gegnrnn blómlegar byggðir, bæi
og sveitaþorp. Ferðin til Osló tekur tæpa
4 tíma og er þangað kemur dreifist hóp-
urinn og við kveðjumst á járnbrautar-
stöðinni og þökkum ánægjulegar samveru-
stundir. Finnarnir og flestir Svíanna halda
áfram og ætla í einum áfanga alla leið
til Stokkhólms. Tveir Svíanna höfðu feng-
ið herbergi í sama hóteli og ég og urðum
við samferða þangað, Eftir að við höfðum
komið okkur þar fyrir, borðað og hvílt
okkur um hríð, gengum við út að skoða
okkur um í hinni fögru höfuðborg þeirra
Norðmannanna og var þar vissulega margt
að sjá og skoða og hélt ég þeirri iðju áfram
þá daga er ég dvaldi þar. En þar sem
þett er orðinn langur lestur, ef til vill of
langur fyrir þá sem á hlýða, læt ég hér
staðar ninnið að sinni. — En er ég sat
við gluggann minn, að skrifa niður þessar
ferðaminningar, og horfi yfir spegilslétt-
an flóann og fjallahringinn, baðaðan
skini kvöldsólarinnar, með sínum ótelj-
andi litum og blæbrigðum, fannst mér
ég ekki vera í vafa um það, að hvergi sé
meiri fegurð að finna — en hér á þessu
landi voru, sem fyrir leiðinlega tilviljun
hlaut hið kuldalega nafn, nafnið sem við
þó öll viljum kenna okkur við, ísland,
fslendingur, það finnum við aldrei betur
en þegar við erum stödd meðal framandi
þjóða.
GuSmundur Björnsson.
Heilræði.
1. Kannaðu vel hvert mál áður en þú fellir dóm
um það.
2. Verku sannorður og heiðarlegur í öllum við-
skiptum.
3. Gakk þú ekki á rétt náunga þíns.
4. Gleym ei að þakka það, sem þér er gott gert,
hvaðan sem það kemur.
Páll Gufimundsson. . .
AKRANES
96