Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2004, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2004, Side 2
2 FIMMTUDACUR 15. APRÍL 2004 Fyrst og fremst W Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjórar: lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um i g? 1 Hvaða karl og kona léki aðalhlutverkin í myndinni Börn náttúrunnar? 2 Hvað hét sá kvikmynda- klúbbur framhaldsskólanna sem Friðrik Þór rak einu sinni? 3 Hvað hét galleríið við Suð- urgötu sem hann rak á sín- um tíma með öðrum? 4 Hvaða íslendingasögu hefur hann kvikmyndað? 5 Hvaða tónlistarmaður var í forgrunni í myndinni Kúrekar norðursins? Svör neðst á síðunni Terry kennirTony Fyrrverandi Monty Python-meðlimurinn Terry Jones skrifar í Guardian í gær. Hann finnur þar verulega að frammistöðu Tonys Blair í málefnum lraks. Hann setur sig í Guardian stellingar barnaskóla- kennara sem er að fara yfir ritgerð hins unga Blairs. „Kæru herra og fní Blair,“ skrifar Jones og bætir síðan við að í grein um helgina um baráttuna í frak, hafi Blair gert sig sekan um stórfellda vankunnáttu á viðfangsefninu. „Hann hefði getað lært jafn mikið á að horfa út um gluggann," segir grínarinn. Hann telur Blair sýna samvisku- semi og sannfæringu en skorta mikla þekkingu og vera einfaldur í ályktunum sínum um afstöðu Bandaríkja- manna til Mið-Austur- landa. „Ég get því mið- ur ekki gefið Tony meira en þrjá af tíu fyr- ir þennan stíl,“ segir Terry Jones. Humátt Að fara eða koma I humátt- ina á eftir einhverjum merkir eins og allir vita að koma fljótlega á eftir ein- hverjum, en ekki ofnærri þó. Ekki er til neitt Málið „humátt" heldur er orðið afbökun aforðinu „hámót" og samkvæmt bókinni Mergi málsins eftir Jón G. Friðjónsson þýðir það i reynd„hælfar“.„Há-“ merkir hér„hæl“. Orðtakið þýðir því að koma í hælfar- ið á einhverjum. 1. Gísli Halldórsson og Sigríður Hagalín - 2. Fjalakötturinn - 3. Suðurgata 7-4. Brennu-Njálssögu (bókina sjálfa!) - 5. Hall- björn Hjartarson Friðrik Þór og fótboltinn au vandræði sem Friðrik Þór Friðriks- son kvikmyndagerðarmaður er lentur í með fyrirtæki sitt, íslensku kvik- myndasamsteypuna, eru að sjálfsögðu afar sorgleg fyrir hann sjálfan en líka fyrir ís- lenska kvikmyndagerð almennt. Fyrirtækið hefur um langt árabil verið langöflugasta kvikmyndafyrirtæki landsins og hafði lengst af bolmagn til að hrinda af stokkunum stærri og metnaðarfyllri verkefnum heldur en flestallir aðfiar aðrir í landinu. Óskandi er að sá lffróður sem Friðrik Þór rær nú til að bjarga fyrirtæki sínu muni heppnast, enda ljóst að skarð verður fyrir skfidi ef Friðrik Þór og Steypan hans fara á hausinn. Það er helsta kennisetning nútímans að leyfa eigi markaðsöflunum að hafa sinn gang í hvívetna. Opinberir aðilar eigi ekki að koma til bjargar fyrirtækjum sem lenda í vandræðum. „Sértækar aðgerðir" var þetta kallað í gamla daga og hefur orðið að skammaryrði síðustu misserin. Þessi kennisetning er áreiðanlega rétt. Það var helsta ástæðan fyrir óheilbrigðu við- skiptalífi landsmanna f áratugi að fyrirtæki sem höfðu réttu pólitísku samböndin þurftu ekki að standa á eigin fótum. Þau gátu alltaf treyst á „sértækar aðgerðir" ef illa áraði eða ef forstjórar þeirra voru óhæfir. Davíð Odds- son forsætisráðherra hefur ævinlega talið sér einna helst til tekna að hafa afnumið hefð hinna „sértæku aðgerða" og það með réttu. Friðrik Þór hafði leitað til Ríkissjónvarpsins í von um björgun. Hann bauð sýningarrétt á öUum kvikmyndum Steypunnar gegn vissri upphæð sem greiðast átti á 30 árum. Ríkis- sjónvarpið hafði látið lfklega en hefur nú dregið í land og vUl ekkert slíkt samkomulag við Friðrik Þór gera. Spurningin er sú hvort hér hafi verið um að ræða þess konar „sértækar aðgerðir“ sem við vUjum nú flestöU að séu útlægar úr við- skiptalífi okkar. Því verður ekki á móti mælt að Friðrik Þór bauð vissulega umtalsverð verðmæti fyrir þá peninga sem hann vUdi fá frá RÚV; hann var ekki að biðja um gjöf eða styrk eins og plagsiður var að veita fyrir- tækjum hér áður fyrr. Hins vegar er verulega ámæUsvert ef það er rétt sem Friðrik Þór hélt fram hér í DV á dögunum að RÚV hefði kippt tUboði sínu tíl hans tíl baka vegna þess að við núverandi fj árhagsvandræði stofnunarinnar hefði hún ekki bolmagn til að kaupa þessar fslensku kvikmyndir - sér í lagi ekki vegna þess að í ár þyrfti að eyða svo og svo miklu tU að kosta sýningar á fþróttaviðburðum í útlönd- um. íþróttaviðburðir eru sjálfsagt sjónvarpseftú. Eg get vel notið þess að horfa á góðan fót- boltaleik rétt eins og hver annar. Það er aft- ur á móti ekki forsvaranlegt af ríkisrekinni sjónvarpsstöð að færa fram því tíl afsökunar að ekki sé gengið tíl samninga við íslenskt menningarfyrirtæki að eyða þurfi pening- unum í útlenska fþróttakappleiki. Illugi Jökulsson 03 O *o £ m mannréttindum borgaranna. Ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar alla O'ð haldið þessum öflum í skefjum ogstaðið vörð um gnmdvaii- ar réttindi borgaranna. Nú virðast þessi sjónarmið hafa fengið að vaða stjómlaust uppi í dómsmálaráðu- neytinu og okkur vantar tilfínnanlega þá festu og skörungshátt sem ein- kenndu hin góðu störf Bjöms Bjarna- sonar í menntamálaráðuneytinu. “ VIÐ Á DV höfum hvað eftir annað undanfarið verið spurð að því hvort okkur „sé illa við“ Bjöm Bjamason dómsmálaráðherra. Ástæðan er sú að við höfum skrifað sitthvað um fram- ferði hans að undanfömu og munum ekki mótmæla því hástöfum ef ein- hver dregur þá ályktun að í sumum þeim skrifum haíi verið nokkur gagn- rýnistónn fólginn. Þá eigum við að sjálfsögðu aðeins við leiðara og dálka þar sem beinh'nis er ætlast til að skoð- anir komi fram. Skoðanir okkar koma hins vegar ekki fram í fréttaskrifum, hvað svo sem Björn kann að fullyrða umþað. EN OKKUR ER EKKERT iila við Bjöm, eins og annar ritstjóri blaðsins benti á í leiðara um daginn. Björn og ákvarð- anir hans hafa einfaldlega verið í sviðsljósinu imdanfarið og hafa sum- ar verið afar umdeildar, svo ekki sé meira sagt. Það er einfaldlega stórmál ef ráðherra dómsmála í landinu virð- ist hafa gengið á svig við góða stjóm- sýsluhætti og jafnvel langslög eins og útlit er fyrir í þessu tilfelli. Og við erum langt frá því þau einu sem hafa orðið til að gagnrýna ráð- herrann. Nú síðast lásum við á Deigl- unni.com grein eftir Andra Óttarsson um skipan Björns í embætti hæsta- réttardómara og þau eftirköst sem sú skipan hefur haft. Andri segir meðal annars: ÞESSI MÁLFLUTNINGUR [að jafnrétt- islögin hafi sett á hann ósanngjarnar kvaðir, séu börn sins tíma o.s.frv. og því hafi hann ekki virt þau] hefur ekki slegið á gagnrýnisraddir og er til þess fallinn að leiða athyglina frá aðalat- „Við fáum ekki lengur að heyra að allir séu jafnir fyrir lögunum heldur að sumir þurfi ekki að fara eftir vitlausum lögum. Ekki lengur að allir séu jafnir hér á landiheldur að út- lendingar séu annars flokks borgarar. Friðhelgi einkalífs skiptir ekki lengur máli heldur eru símhleranir án dómsúr- skurðar ekkert mál. í hverju málinu á fætur öðru er gert ráð fyrir að réttindi borgara og almennings víki fyrir ráð- stjörn og lögreglu." Fyrst og fremst indasáttmála Evrópu hafí villst afleið. Við fáum ekki lengur að heyra að alfír séu jafnir fyrir lögunum heldur að sumir þurfí ekki að fara eftir vitlaus- um lögum. Ekki lengur að afíir séu jafnir hér á landiheldur að úúending- ar séu annars flokks borgarar. Frið- helgi einkalífs skiptír ekki lengur máli heldur em símhleranir án dómsúr- skurðar ekkert mál. íhverju málinu á fætur öðm er gert ráð fyrir að réttindi borgara og almennings víki fyrir ráð- stjóm oglögreglu. Þetta erhvorkiþað sem Sjálfstæðisflokkurinn né Bjöm Bjamason hafa staðið fyrir. Það er Ijóst að til eru raddir innan stjómkerfísins sem hafa vfíjað aukna ráðstjórn og einhvers konar lögreglu- ríki með tilheyrandi skerðingu á Hippum skipað í klippingu Ráðherra villist Sjálfstæðisflokkurinn, guð og frímúrarareglan riði málsins. Aðalatriði málsins er nefnilega ekki álit ráðherrans á jafh- réttislögum heldur sú staðreynd að hann fylgdi ekki gildandi lögum í landinu. Á meðan jafnréttislög em í gildi þá verðum við náttúrulega að fylgja þeim, sama hvað okkur fínnst um þau. Sett lög em leikreglur þjóð- félagsins og þáð er óþarfí að tíunda það ástand sem myndi skapast efþað væri valkvætt hvaöa lögum menn fæm eftir í þjóðfélaginu. Það skiptir engu hvort í hlut á ráðherra eða msla- karl, enginn er hafínn yfír lögin. ÞVÍ VERÐUR EKKI neitað að margir em famir að hafa vissar áhyggjur af þeirri lagasetningu ogþeim skilaboð- um sem berast úr dómsmálaráðu- neytinu. Það virðist sem sá góði ráð- herra sem var árið 1992-1993 í nefnd til að undirbúa lögfestingu mannrétt- Minningargreinor Morgunblaðsins geta veriö afar merkilegur lestur og gefa d sinn hátt ómissandi mynd af tiðarandanum og þeim einstakiingum sem lifa i iandinu. Þótt ekkisé nú vaninn að birta i þessum dálki upp úr minningarorðum sem fólkskrifar um iátna aöstandendur gátum við ekki á okkur setið þegar við lásum grein Árnýjar Erlu Sveinbjörnsdóttursem hún birti I gær um tengdaföður sinn, Skarphéðin Ússurar- son, sem þá var til moidar borinn. Skarphéðinn var lengst afmikill og ákafur sjáifstæðismaður (með hliðarspor i Borg- araflokknum) og bæði i grein Árnýjar og viðar kemur fram að hann var iengi ekki nema miðiungi sáttur við það þegar börn hans tóku sum hverað hneigjast til róttæk- ariskoðana en hann taldiholit.Skalþar fyrstan frægan telja Össur sem nú er for- maður Samfytkingarinnar auk þess að vera eiginmaður Árnýjar. Arný skrifar: „Fyrstu kynni mln aftengdaföður minum eru ógteymanteg. Við vorum tvítugur vina- hópur úr Menntaskólanum i Reykjavik að halda uppá lok stúdentsprófa heima hjá Frímúrarinn Hippinn Tengda- dóttirin foreidrum Össurará Bragagötu. Um miðja nótt svipti sér inn glæsilegur og gustmikill maður I kjóifötum og horfði með vandiæt- ingarsvip yfir þennan hóp siðhærðra rót- tæklinga sem höfðu iagt undirsig húsið. Hann beið ekki lengi, heldurkvaddi sér hijóðs, og byrjaði ræðu sina með þessum orðum:,, Vinur er sá sem til vamms segir. “ Það sló þögn á hópinn. Menn hlustuðu sið- an með andakt meðan Skarphéðinn, sem varað koma affundi i Frimúrarareglunni,' sagði þessari afvegaleiddu kynslóð til synd- anna og lagöi áherslu á að þeir sem ætluðu sér að komast til manns og verða eitthvað ættu að ástunda vinnusemi, styðja Sjálf- stæðisflokkinn, trúa á guð, helst að vera skátar og frímúrarar - en umfram allt að iáta klippa siglAð þvl búnu baðst hann leyfis til að mega skála fyrir framtíð okkar, og sat svo með hópnum fram á morgun og rökræddi pólitik."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.