Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2004, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2004
Fréttir IXV
Óvissa um
kísilduft
Eftir stíf fundarhöld um
málefiii kísilgúrs og
duftsvinnslu við Mývatn í
gær er ljóst að starfsemi kísil-
gúrsverksmiðjunnar hættir
undir áramót. Jafnframt er
ljóst að málefni nýrrar kísil-
duftverksmiðju er í óvissu og
jafnvel þó allt gengi á besta
veg myndi slík verksmiðja
ekki hefja rekstur fýrr en
nokkuð verður liðið á árið
2006. Forráðamenn Kísiliðj-
unnar við Mývatn ræddu í
gær við starfsmenn og sveit-
arstjórnarmenn. Milli 40 og
50 manns starfa beint hjá
Kísiliðjunni en ætla má að
verksmiðjan standi í heild
undir 90-100 störfum fólks í
Mývatnssveit, á Húsavík og á
Akureyri.
Vill forðast
fólksflótta
Sigbjörn Gunnarsson,
sveitarstjóri Skútustaða-
hrepps, segir að eft-
ir því sem fram hafi
komið á fundunum
verði það ekki fyrr
en um endaðan
maí að málefni kís-
ilduftverksmiðju
skýrast. „En þótt
þau mál gangi upp
blasir við þetta gat í at-
vinnumálum, sem varir í
eitt og hálft ár. Ég vildi að
ég hefði svörin við því
hvernig við forðumst fólks-
flótta af svæðinu og vissu-
lega munum við reyna að
þreygja þorrann ef menn
sjá að ástandið er tíma-
bundið. Það yrði mikill
skaði ef það helst ekki líf-
vænlegt samfélag í Mý-
vatnssveit. Við erum að
reyna að byggja upp bað-
lón og reisa nýjan leikskóla
og vonandi tekst að stýra
framkvæmdum þannig að
það dregur úr líkindunum
á fólksflótta," segir Sig-
björn.
Afturköllun-
in formleg
íslensk stjórnvöld
sendu í gær formlega
afturköllun sína til ESA
um þá ríkisábyrgð til
handa íslenskri erfða-
greiningu sem fyrirhug-
uð var og samþykkt af
Alþingi fyrir tveimur
árum.
Talsmaður ESA hefur
lýst því yfir að afturköll-
un muni ekki stöðva
umfjöllun um málið hjá
eftirlitsstofnuninni.
Lögreglan á Húsavík rýmdi heimavist íþróttaskólans að Laugum til að leita þar
fikniefna. Áhöld til fíkniefnaneyslu fundust. í fyrra voru 6 nemendur reknir fyrir að-
ild að hassneyslu. Fundur var haldinn með nemendum í gær til að fara yfir stöðuna.
Lögreglumenn frá Húsavík gerðu rassíu í fþróttakennaraskólan-
um á Laugum, um 36 kílómetrum frá bænum í gær. Nemendur
voru sendir forviða úr herbergjum sínum á meðan leitað var að
fíkniefnum sem talið var að þeir geymdu. Nokkrir nemendur
voru látnir undirrita leitarheimild lögreglunnar svo hún mætti
rannsaka herbergi þeirra.
„Þetta er aldeilis ekki fyrsta ferðin
okkar þarna frameftir. Það kom í
sjálfu sér ekkert út úr þessu. Það eina
sem kom út er að það fundust þarna
áhöld sem voru trúlega notuð í gær,
en ekkert af efiium," segir Sigurður
Brynjólfsson yfirlögregluþjónn. Um
var að ræða beyglaða plastflösku til
að nota við hassneyslu.
Valgerður Gunnarsdóttir, skóla-
meistari á Laugum, vildi ekki viður-
kenna að fíkniefnaleit hafi farið fram.
„Hafi komið til leitar hér er það eitt-
hvað sem getur komið upp á hvaða
heimavist sem er. Þá eru viðbrögð
skólameistara þau að reyna með öll-
um leiðum að koma í veg fýrir að
svona nái að festa rætur í heimavist-
Samkvæmt heimildum DV köll-
uðu skólayfirvöld lögregluna á stað-
inn. í fyrra var sex nemendum vikið
úr skólanum þegar h'tilræði af fikni-
efnum fannst þar. Nokkur óánægja
var meðal nemenda sem voru reknir
Lögreglan á Laugum
„Þetta er aldeilis ekki
fyrsta ferðin okkar
þarna frameftir."
úr herbergjum sínum á meðan lög-
reglan leitaði á heimavistinni. „Það
var greinilegt í mínum samtölum við
nemendur að það var svohtill hiti í
mannskapnum. Það lék grunur á ein-
hverri hassneyslu þama. Það er farið
í leitina til að sýna að mönnum þyki
þetta ekki í lagi," segir Sigurður.
„Mitt herbergi var alveg lagt í rúst
og það fannst ekki neitt. Það hefur
verið leitað hjá mér tvisvar," segir
Gísh Hvanndal, einn nemenda á
Laugum sem leitað var hjá. Hann
kveðst telja að hann og félagi hans
hafi verið sérstaklega í sigti lögregl-
unnar, án þess þó að hafa komið ná-
lægt fíkniefhaneyslu. „Ég var vakinn
upp af lögreglunni og þegar tíu mín-
útur voru hðnar af leitinni var okkur
skipað út. Þetta flokkast undir ólög-
lega leit,“ segir hann. Samkvæmt
starfsreglum lögreglunnar á fólk rétt
á því að vera viðstatt þegar leitað er í
eigum þeirra.
Um hundrað nemendur eru í
skólanum á Laugum. Brynjar Mar
Lárusson, formaður nemendafélags-
ins, segir lögregluleitina hafa verið
óþægilega fýrir þann þorra nemenda
sem er alsaklaus af fíkniefnaneyslu.
„En það er jákvætt að lögreglan
fylgist með þessu. Langflestir hafa
ekki prófað fíkniefni, enda er þetta
íþróttaskóli, en það eru einstaklingar
sem koma héma af allt öðm tilefni en
að vera í íþróttum og em að leita eft-
ir djammi. En þeir fara ffekar inn á
Lögregluleit f heimavist Nemendurá Laugum voru forviða þegarlögreglan rak þá úr
heimavistinni til að leita þar flkniefna. Skólayfirvöld kölluðu á lögregluna. I fyrra voru sex nem-
endur reknir vegna fikniefnaneyslu, en ekki er Ijóst hvort einhver verði látinn sæta ábyrgð
vegna fikniefnaáhalda nú.
Akureyri til að djamma," segir Brynj-
arMar.
Haldinn var fundur með nemend-
um í gær til að fara yfir stöðuna og
sefa þá sem var órótt vegna lögreglu-
leitarinnar. Annar fúndur verður
haldinn á mánudaginn.
jontrausti@dv.is
Góð laun fyrir að taka ekki eftir neinu
Svarthöfði hefúr ekki hugsað um
annað en hversu ábyrgðarmikið starf
forstjóra Landssímans er í raun og
vem. Menn verða hreinlega að fá tugi
milljóna í laun og enn hærri starfs-
lokasamninga. Af því að ábyrgðin er
svo mikil. Eins og sýnir sig í stóra
Landssímamálinu. Þar stelur Svein-
björn nokkur Kristjánsson 250 millj-
ónum og játar það fýrir dómi. Hann
virðist hafa lifað hátt og átt í erfileik-
um með að ná endum saman. Hefði
betur verið á svipuðum dil og Þórar-
inn V. Þórarinsson, sem var einmitt
forstjóri með milljónir í laun þegar
Svenni þessi stal 250 milljónum, því
ef hann hefði haft almennileg laun
hefði hann ekki stohð. Kannski er
það þess vegna sem stórforstjóramir
fá svona mikið á mánuði og enn
meira í starfslokasamninga. Svo þeir
neyðist hreinlega ekki til að feta
þröngan þjófsfíg Svenna Kristjáns og
stela milljónum bara til að hafa efni á
því að vera flottur karl í Reykjavík.
Það er nefnilega meira en að segja
það að verá flottur á því. Reka
restoranta og kaupa sig inn í smáfýr-
ESHS33I
„Ég hefþaö mjög gott I dag og mér líöur vel. Nú er búið aö lýsa þvl yfír opinberlega
aö Þjóöminjasafniö veröi opnað þann 1. september og þaö er aö sjálfsögöu fagnaö-
arefni fyrir mig. Ég hlakka til aö safnið opni aö sjálfsögðu til fróöleiks og gleöi fyrir
þjóðina alla. Og það veröur gott aö mæta til starfa þegar safniö opnar á ný."
irtæki með mikilmennskubtjálæði.
Bjóða starfsfólk Priksins til Lundúna
og fljúga sjálfur heim ffá Skotlandi til
að játa á sig nokkur hundmð milljón
króna fjárdrátt. Slflct krefst útsjónar-
semi og hárra launa. Sveinbjörn er án
efa bara fórnarlamb láglaunastefn-
unnar svokölluðu sem rekin hefúr
verið á íslandi í áratugi.
Og auðvitað skilur hvert
mannsbarn á íslandi að for-
stjórar á borð við Þórarinn V.
Þórarinsson þurfi að fá eitt-
hvað fyrir sinn snúð. Laun fyr-
ir að taka ekki eftir neinu og
keyra jeppann og
kannski frí'tíma og
starfslokasamn-
ing svo þeir geti
gróðursett við
sumarbústað-
inn sinn. Svart-
höfða þykir líka
gott að vita til
þess að Þórarinn þurfi ekki að endur-
greiða neitt af þeim aurum sem hann
fékk fyrir það htilræöi að koma ekki
auga á Svenna Kristjáns ræna af okk-
ur íslendingum - eigendum Lands-
símans - 250 milljónum. Það er mik-
ið réttlætið í þessum blessaða heimi.
Svarthöföi