Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2004, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2004, Qupperneq 25
EXV Fókus FIMMTUDAGUR 15.APRÍL2004 25 * „Hlýja, sól, danskt gras... ómnr Pixies hljómar inn í tjaldið, maður hysjar upp um sig, grípur einn kaldan með sér og inn í þvöguna. Sama kvöld er mexíkanskur matur í pappa- lláti étinn og maður rifjar upp hvaða bönd eru næst á svið... á meðan að maður sem gleypir eld röltir framhjá," segir Védís Hervör Ámadóttir á heimasíðu sinni um Hróarskelduhátíðina sem verður haldin £ byrjun júh' í sumar. Védís hefur undanfar- ið búið í London þar sem hún starfar og vinnur að upptökum á nýrri plötu. Hún vinnur sjálf- stætt að plötunni en vonast til að geta gefið hana út hjá út- gáfufýrirtæki í Bretlandi þegar þar að kemur. í sumar er stefn- an hjá Védísi greinilega sett á Hróarskelduhátíðina til að skemmta sér með vinum og vandamönnum og tíundar hún þær sveitir sem hana langar mest til að sjá á síðunni sinni. „Ég fæ bara hroll mig langar svo yfirþyrmandi mikið. Tjald, grill, magnað veður og tónlist. Það sem heiEar mig og höfðar til mín er eftirfarandi: Nerd, Pixies, Franz Ferdinand, The Hives, 111 Nino, Basement Jaxx, Santana, Wu Tang Clan svo vantar bara The Darkness og ég er mætt,“ segir Védís og vitnar í kappana að lokum: „I believe in thing called loooove!!" Védís Hervör Býrí London þarsem hún vinnur að nýrri plötu en setur stefnuna á hlýjuna, sólina og danska grasið á Hróarskelduhátíðinni i sumar. Benedikt Henrý Guðmundsson þyrluflugmaður flýgur með vísindamenn um óbyggðir Kanada i leit að hvitabjörnum. Hann segir erfitt að lýsa því með orðum hversu stórfenglegar skepnur birnirnir eru i návígi. „Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég var beðinn um að fljúga með leiðangurinn enda einstakt tækifæri." Segir Benedikt Henrý Guðmundsson þyrluflug- maður í Kanda sem flýgur nú með virtasta hvítabjarnarsérfræðingi heims um nyrstu hluta Kanada í leit að hvítabjömum. „Það sem af er leiðangrinum hefur farið langt fram úr mínum björtustu von- um en það er erfitt að lýsa með orð- um hversu stórfenglegar skepnur birn- imir em þegar þeir eru skoðaðir í návígi og í sínu náttúrulega um- hverfi. Leiðangurinn hefur gengið eins og í sögu og það eina sem menn hafa yfir að kvarta er sól- bruni af völdum sterkrar sólar og endurkasts frá snjónum." Viðamesta rannsókn frá upp- hafi Svæðið sem þeir vinna á núna er lengst fyrir norðan heimskauts- baug við Herschaleyju í Yukon í Kanada. Þyrlan flýgur yfir snævi- þakta auðnina og leiðangurs- menn, tveir kanadískir líffræð- ingar og íslenskur þyrluflug- maður, reyna eftir fremsta megni að koma auga á hvíta- birni í einhæfu landslaginu fyrir neðan sig. Þrátt fyrir að birnirnir skarti besta felulitnum fyrir svæðið hafa 39 birnir náðst eftir aðeins nokkurra daga vinnu. En takmark leið- angursins er viðamesta rannsókn á hvítabjörn- um frá upphafi. Birnirnir em skotnir með deyfiörvum úr þyrl- unni og síðan tekin úr þeim sýni og þeir merktir svo unnt sé að fylgjast með ferðum þeirra seinna. Ævintýraleg atvinna Ian Stirling sem stjórnar leið- angrinum er einn virtasti hvíta- bjarnasérfræðingur heimsins og hefur stundað ítarlegar rannsóknir á tegundinni. Hann hefur einnig haft yfirumsjón með hvítabjarna- rannsóknum hjá The Canadian Wildlife Service síðastliðin 14 ár. Hann hefur skrifað margar bæk- ur í tengslum við rannsóknir sínar og bindur miklar vonir við þetta verkefni sem nú er í vinnslu en á svæðinu sem þeir rannsaka er ein stærsta hvítabjarnabyggð í heimi. Þeir hafa verið heppnir með veður það sem af er ferðinni en á svæðinu er nú um 20 gráðu frost, logn og glampandi sól. Öllum veðrum vanur Benedikt Henrý hefur unnið sem þyrluflugmaður í Kanada í nokkur ár og hefur tekið að sér margvísleg verkefni í gegnum tíð- ina. „Víða í Kanada treysta menn eingöngu á samgöngur með þyrl- um enda illfært nyrst í landinu og í mesta fjalllendinu og því nóg að gera fyrir flugmenn. Eg hefur und- anfarið verið búsettur í Inuik sem er svæði nyrst í Kanada og vanur því að vinna við þessar aðstæður," segir Benedikt. Lagt var upp í leiðangurinn rétt fyrir páska en áætlað er að það fari rúmur mánuður í sýnatökur og rannsóknir. Þeir eru núna staddir í litlum bæ sem kallast Tuktoyaktuk og fljúga á næstu dögum austur til svæðis sem kallast Browns Harbour þar sem þeir munu halda rannsóknunum áfram. Aðdáendur Tvíhöfða að handan hafa áhyggjur af skorti á fjöl- miðlaumQöllun um Jón Gnarr Jón Gnarr tvíhöfði lenti í því poppsagnfræöi Jóns í fjölmiðlapistli óhappi um daginn að þegar fjallað sínum (ef til vill til að hefja útvarps- var um þátt þeirra tvíhöfðamanna manninn knáa til vegs og virðingar á var einungis minnst á starfsbróður ný og friða dauða jafnt sem lifend- hans Sigurjón Kjartansson. Kom ur), fannst Sigurjóni að sér vegið, þetta fyrir ekki bara einu sinni held- hvort sem aðdáendur hans að hand- ur tvisvar. Hafði Jón af því miklar an komu við sögu eða ekki. Samsær- áhyggjur að um samsæri gegn hon- ið virtist svo vera staðfest í gær þeg- um væri að ræða, enda hafði miðill í ar ekki var minnst einu orði á hvorki Bandaríkjunum áður tjáð honum að Jón né Sigurjón á blaðsíðum DV. Til íslenskir fjölmiðlar myndu reyna að að bæta upp fyrir þá yfirsjón birtist þagga niður í honum. Var þögnin f hér með mynd af bæði Jóni og Sigur- kringum harm svo yfirþyrmandi að jóni (eða Sigurjóni og Jóni), því ekki hún vakti jafnvel dauða til lífsins. viljum við gera upp á milli þessara Ekki bamaði ástandið þegar hann miklu meistara. Speki þeirra og talaði um það í beinni hvað honum spaugs má svo áffam njóta á út- fyndist Whale Rider leiðinleg mynd varpsstöðinni Skonrokki á milli og var Hugleik eignaður heiðurinn klukkan 7 og 10 virka daga, því hlát- að athugasemdinni. Þegar svo Eirík- urinn lengir víst lifið. Verst þetta ur Jónsson fór fögrum orðum um með hrukkurnar. % Rebecca Loos, geiian sem segist hafa átt f ástarsam- bandi við Beckham úti í Ma- dri'd, mun í kvöld koma fram á sjónvarpsstöðinni Sky One £ op- inskáu viðtali. Þar ætlar hún að segja allan sannleikann og sanna £ eitt skipti fyrir öll að hún hafi £ raun verið með knatt- spyrnusnillingnum. Ef viðtalið við Sky er tekið með £ reikning- inn þá hefur Rebecca fram að þessu grætt talsvert yfir hundrað milljónir islenskra króna á þess- um frásögnum sfnum af fram- hjáhaldinu við Beckham. Búast má við að hún muni svo mæta £ fleiri viðtöl þannig að gellan er sannarlega að græða. Viðtalið verður sýnt á Sky One kl. 21 að ís- lenskum tíma f kvöld. t?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.