Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2004, Blaðsíða 18
-t
18 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL2004
Sport DV
Ranieri ræðir
við Kenyon
'■ Claudio Ranieri, stjóri
Chelsea, átti fund með
Peter Kenyon stjórnar-
formanni í gær um framtíð
hans hjá félaginu. Þrálátur
orðrómur var uppi um að
Kenyon ætíaði enn og aftur
að niðurlægja Ranieri með
því að fresta fiindinum en
sá orðrómur virðist hafa
verið orðum aukinn. Talið
er að Ranieri vilji nýta sér
meðbyrinn þessa dagana
og fá á hreint í eitt skipti
fyrir öll hvort hann muni
þjálfa liðið á næstu leiktíð.
Hann er með samning við
félagið til ársins 2007 og
v það verður ekki ódýrt að
losa hann undan þeim
samningi.
Syrtir í
áíinn hjá
Leeds
Það á ekki af Leeds
að ganga því nú er ljóst
að Seth Johnson og
Eirik Bakke leika ekki
meira með á leiktíðinni
vegna meiðsla.
Meiðslvandræði Leeds
þessa dagana eru það
mikil að Lucas Radebe
varð að leika í vörninni
gegn Everton þrátt fyrir-
að vera sjálfur meiddur
og í litlu formi.
Fergie vill
annað sætið
Sir Alex Ferguson, stjóri
Man. Utd, krefst þess að
leikmenn hans hrifsi annað
sætið í deildinni af Chelsea.
Ef þeir lenda í þriðja sæti
þurfa þeir að fara í
forkeppni meistaradeildar-
innar og það sættir kallinn
sig ekki við. United er þrem
stigum á eftir Chelsea og á
leik inni. Ef þeir sigra hann
verða liðin jöfn að stigum
fyrir lokaslaginn.
Ruud ekki
* tilBarca
Varaforseti Barce-
lona, Sandro Rosell,
hefur neitað fréttum
sem voru í bresku
pressunni um að þeir
ætluðu að bjóða Man.
Utd 12 milljónir punda
og varnarmanninn
Carlos Puyol í skiptum
fyrir Ruud van Nistel-
rooy. Hann sagði þó að
Barca ætlaði sér að
kaupa einn af betri
sóknarmönnum heims í
sumar en hver það yrði
kæmi í ljós í sumar.
Stuðningsmönnum Liverpool leiðist greinilega boltinn sem Houllier býður upp á
Stjömulið Real Madrid er á leiðinni í ræsið. Draumarnir sem vom byggðir
íyrir tímabilið og litu út fyrir að ætía að rætast fyrir aðeins nokkmm vikum
síðan hafa horfið hver á eftir öðrum síðustu vikur og leikmenn liðsins
virðast ekki eiga nein svör. Þeir em farnir að rífast og slást og
stuðningsmennirnir hafa snúið við þeim baki.
Það sauð upp t'ir á æfingasvæði
félagsins á þriðjudag þegar 150 reiðir
stuðningsmenn félagsins mættu á svæðið
til þess að úthúða leikmönnum félagsins.
Þeir hafa fengið nóg af aumingjaganginum
í leikmönnum féiagsins sfðustu vikur og
vilja að þeir girði sig í brók og fari að vinna
fyrir himinháum laimum sfnum. Þeir
mættu með borða á æfingasvæðið sem á
stóð: „Þið liugsið bara mn peninga og
hórur á meðan við þjáumst."
Það var síöasta stráið hjá forráða-
mönnum félagsins sem kölluðu leikmenn
á sirm fmid og tjáðu þeim að þessi
frammistaða yrði ekki liðin lengur. Svo var
ákveöið að fara með liðið á La Manga í
felur svo þeir gætu fengið frið til þess að
æfa enda afar mikilvægur leikur fram
undan gegn crkifjendunmn í Atíetico
Madrid. Þess má reyndar geta í því
sambandi að þeir gista á sama hóteli og
Leicester var á þegar stóra
nauðgunarmáliö kom upp.
Slógust á æfingu
Sú ákvörðun liefur farið mjiig illa í
leikmenn félagsins sem vilja ráðstafa sínum
frítfma sjálfir en það geta þeir ekki gert
meðan þeir eru á La Manga fjarri
fjiilskyldum sínum. Mórallinn virðist þar að
auki vera í algjöru lágmarki en Michel
Salgado og Raul lentu í slagsmálum á
æfingunni á [iriðjudag og hættu ekki fyrr en
þjálfarinn (iarlos Queiros gekk á milli.
Liðið hefur verið með allt í buxunum
síðan þeir töpuðu á dramatískan hátt í
úrslitum spænska bikarsins fyrir Real
Zaragoza. Real virtist vera með leikinn í
höndum sér en töpuðu honum niðm í
lokin þannig að það varð að framiengja. í
framlengingtumi reyndust leikmenn
Zaragoza sterkari og þeir mmu vægast sagt
óvæntan sigm.
Það var áfall númer eitt. Næsta áfall
kom síðan f mcistaradeiidirmi þegar þeir
glutruðu niður 4-2 forskoti úr fyrri
leiknum gcgn Monaco. Þeir mættu
værukærir í seinni leikinn, létu gripa sig
glóðvolga f bólinu og töpuðu 3-1. Tii að
strá saiti í sárin þá var þaö lánsmaður frá
Real, Fernando Morientes, sem skoraði
markið sem f ratm Qeytti Monaco í
undanúrslit kcppninnar.
Geta endað með tvær hendur
tómar
Þeir virðast ekki hafa náð að jafna sig á
þessmn áföflum því þeir hafa ekki sigrað í
sfðustu fjórum leikjum sínum í deildinni
og þar af tapað síðustu þremm. Valencia
hefm nýtt sér það til fullnustu og hrifsaði
af þeim toppsætíð í deildinni þar sem þeir
hafa nú tveggja sliga forskot. Það gæti því
vel farið svo að liðið sem allir töluðu um að
væri það besta í sögunni fyrir ekki margt
löngu standi uppi með tvær hendm tómar
í lok tímabilsins.
hemy(a,dvÁs
Stuðningsmenn Real hafa fengið nóg af aumingjaganginum í
leikmönnum félagsins síðustu vikur og vilja að þeir girði sig íbrók
og fari að vinna fyrir himinháum launum sínum. Þeir mættu með
borða á æfingasvæðið sem á stóð:„Þið hugsið bara um peninga og
hórur á meðan við þjáumst."
Ekki lengur uppselt á Anfield Road
Það er óhætt að segja að það sé
farið að hrikta í öllum stoðum hjá
hinu forna stórveldi Liverpool.
Ekkert gengur hjá liðinu og nú
nenna stuðningsmenn ekki að
mæta á völlinn lengur.
Það fór um forráðamenn
félagsins á mánudag þegar þeir léku
gegn Charlton á heimavelli í
deildinni. Ekki var nóg með að liðið
tapaði þessum mikilvæga leik
heldm voru 5000 auð sæti á degi
sem allir nota venjulega til þess að
horfa á fótbolta.
Það þýðir bara eitt: Þessir
einhverjir tryggustu stuðningsmenn
Englands hafa fengið upp í kok af
spilamennsku liðsins og stjóranum,
Gerard Houllier. Ef þetta eru ekki
skýr skilaboð um það þá eru þau
ekki til.
Klúbbur í krísu
Einnig eru þetta slæmar fréttir í
ljósi þess að félagið vill byggja nýjan
60 þúsund manna leikvang. Það
verður ekki hlaupið að finna
fjármagn í það þegar þeir geta ekki
einu sinni fyllt leikvang sem tekur 45
þúsund manns.
Félagið er í stórkostíegri krísu
þessa dagana og eitthvað verður
undan að láta þegar stuðnings-
mennirnir eru farnir að snúa við
bakinu á þeim tíma sem liðið þarf
helst á þeim að halda. Ef Liverpool
ætlar sér að lifa af þá verða þeir að
gera miklar breytingar næsta sumar.
henry@dv.is