Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2004, Blaðsíða 17
16 FIMMTUDAGUR 15.APRÍL2004
Fréttir DV
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2004 1 7
BandarikjanÉniim fynirmunað
að taka skynsamlega ákvörðnn
Kaldhæðnislegt er að eitt þeirra mark-
miða sem Bandaríkjamenn kváðust hafa
með innrásinni væri að rétta hlut sjíta
sem hefðu mátt sæta ofríki af hálfu Sadd-
ams Hussein. En nú eru þeir sjálfir að
reyna að lemja sjítana niður af meiri
hörku en Saddam ef eitthvað er.
„Það er í raun fáránlegt hvað ýms-
ir á Vesturlöndum virðast hissa yfir
því sem nú er að gerast. Ég held að
það sé óhætt að fullyrða að þróun
mála í írak núna kemur Sýrlending-
um a.m.k.
ekki á óvart
en þó má
kannski segja
að fæstir
hafa líklega
búist við að
ástandið færi
jafn skjótt á
jafn vondan
veg og raun-
in hefur orð-
ið.“
Þetta segir
Jóhanna
Kristjóns-
dótdr blaða-
Jóhanna Kristjónsdóttir
„Ég fæ ekki séð að ástandið
eigi eftir að skána á næst-
unni."
maður og rithöfundur um viðbrögð
nágranna fraka við skálmöldinni
sem nú hefur brotist út í frak. Hún er
stödd í Damaskus, höfuðborg Sýr-
lands, þar sem hún er fararstjóri um
30 manna hóps íslendinga sem
skoðar sýrlenskar söguslóðir. Ferðin
hefur gengið vel, enda er allt með
friði og spekt í Sýrlandi en lands-
menn hafa að sjálfsögðu þungar
áhyggjur af ástandinu hjá nágrönn-
um sínum.
Fyrirmunað að taka skynsam-
lega ákvörðun
„Ég talaði í gær við sýrlenskan
blaðamann sem gjörþekkir ástandið,"
sagði Jóhanna, „og hann bend á að
það væri kaldhæðnislegt að eitt þeirra
markmiða sem Bandaríkjamenn
kváðust hafa með innrásinni væri að
Hvorki sjá, heyra né skilja Mörgum Aröb-
um þykir sem framferði Bandarikjanna sé eins
og hjá öpunum þremur sem ekkert sjá, ekkert
heyra og ekkert skilja
„Um allan Arabaheim-
inn eru hávær mót-
mælien okkur fmnst
að Bandaríkjastjórn sé
eins og aparnir þrír
sem ekkertsjá, ekkert
heyra og ekkert skilja.
Þetta er ótrúlegt“
rétta hlut sjíta sem hefðu mátt sæta
ofríki af hálfu Saddams Hussein. En
nú eru þeir sjálfir að reyna að lemja
sjítana niður af meiri hörku en
Saddam ef eitthvað er.
Þessi blaðamaður og aðrir sem til
þekkja eru satt að segja alveg gáttaðir
á framferði Bandaríkjamanna. Þeim
virðist vera algjörlega fyrirmunað að
taka skynsamlega ákvörðun í írak og
reyndar má efast um að þeir skilji yfn-
leitt nokkuð í aðstæðum í landinu.
Þannig magnast reiðin gegn þeim
með hverjum deginum. Bandarískir
hermenn berjast nú eins og óðir á ótal
stöðum í landinu við fólk sem áður var
andsnúið Saddam Hussein en er nú
að verða enn fráhverfara hernámslið-
Nýtt Víetnamstríð í írak
„Ég fæ því miður ekki séð að
ástandið eigi eftir að skána á næst-
unni,“ sagði Jóhanna enn fremur.
„Ég fæ bara ekki séð hvernig það ætti
að gerast miðað við hvernig Banda-
ríkjamenn haga sér um þessar
mundir. Ég talaði líka í gær við kenn-
ara við háskólann hér í Damaskus og
hann sagðist viss um að ef Banda-
ríkjamönnum tækist ekki hið bráð-
asta að fá Sameinuðu þjóðirnar í lið
með sér, þá væru þeir lentir í nýju Ví-
etnamstríði. „Um allan Arabaheim-
inn eru hávær mótmæli en okkur
finnst að Bandaríkjastjórn sé eins og
aparnir þrír sem ekkert sjá, ekkert
heyra og ekkert skilja. Þetta er ótrú-
legt,“ sagði hann við mig og ég er
smeyk um að undir þessi orð taki
flestir Arabar, hvaða afstöðu sem
þeir annars hafa,“ sagði Jóhanna.
-..” *S&”.....'
\ % »
:
rr
msam
ísSSí' <£É
- * ■/ ' j
VV -5 i t -(Sf-'
lisSK!
Æ
SiiSfe
&■
*-v- ^
Stuttur kveikiþráður íraskur maður fagnar þvíhér að tyrkneskur flutn- Gagnárás Bandaríkjanna Skriðdrekasveit Bandarikjamanna húm- Bandarískur gísl Thomas Hamill er einn þeirra sem er í Rassía í Falluja Bandarískir hermenn gerðu áhlaup á borgina Falluja
ingabíll var sprengdur i loft upp í götuóeirðum i Bagdad siðasta laugar- ir við útjaðar borgarinnar Najafí írak. Sveitirnar búa sig nú undir að haldi íraskra skæruliða. Nokkrir verktakar og tveir her- snemma morguns í fyrradag.
dag. Ungt fólk i hverfi súnníta í borginni réðst að bandarískum hermönn- halda inn í borgina til að freista þess að ná múslimaklerknum menn eru týndir eftir að skæruliðar sátu fyrir bílalest
um með rifflum og sprengivörpum. Muqtada al-Sadr sem leiðir flokk sjíta gegn hernámsliðinu. hersins á helstu hraðbrautinni vestur frá Bagdad.
. -V ? •;
Blóði drifm þjóð Iraki sýnir hér harm sinn á páskunum með þvi
að hella blóði yfir höfuð sér og berja iþað.
Vill senda fleiri hermenn
Útlendingar
flýja írak
Vaxandi stríðsátök í írak
hafa knúið rfldsstjórnir
Rússlands, Frakklands og
Japans til að hvetja ríkis-
borgara sína til að flýja .
landið. Rússar hafa til-
kynnt að þeir muni senda
flugvélar til að sækja rúss-
neska borgara í Irak. Fil-
ippseyingar segjast nú íhuga
að draga til baka 60 manna
herdeild sína sem er til stuðn-
ings Bandarflcjamönnum í land-
inu.
George Walker Bush Banda-
ríkjaforseti tilkynnti í sjón-
varpsávarpi aðfaranótt
miðvikudags að hann
væri reiðubúinn að
senda fleiri her-
menn til fraks. Þá er
búist við því að her-
málaráðuneytið
Pentagon samþykki
að halda 20 þúsund
hermönnum í land-
inu í þrjá mánuði
til viðbótar. „í
þessum átökum er
enginn valkostur
öruggur annar en
afdráttarlausar
aðgerðir. Afleið-
ingar mistaka í
írak yrðu óhugs-
andi,“ segir Bush.
Um 40 erlendir
rfldsborgarar frá
12 löndum eru í
haldi íraskra
uppreisnar-
manna og
segjast
Bandaríkja-
menn ekki
ætla að
semja við
„hryðju-
verka-
menn
eða
mann-
ræn-
ingja" til
að frelsa
gíslana.
"‘ÍSá
'
Í
Stríðið réttlætanlegt George
W. Bush Bandarikjaforseti hef-
ur undanfarið reynt að sann-
færa tandsmenn sina og ætt-
ingja hermanna um að Iraks-
striðið sé réttlætanlegt og
nauðsynlegt.
v
■4'
i