Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2004, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 15.APRÍL2004
Fréttir DV
Ferðamenn í
eigin borg
Höfuðborgarbúum
verður haldinn sérstakur
viðburður á sumardaginn
fyrsta, þann 22. apríl næst-
komandi, til að kynna
borgarbúum eigin borg líkt
og þeir væru ferðamenn.
Markmiðið er að kynna
borgarbúum allt það
skemmtilega sem ferða-
mönnum býðst að gera á
svæðinu og við jaðar þess.
Þar er um að ræða ýmsar
skemmtilegar hópferðir,
sjóstangaveiði, útreiðar,
kajaksiglingar og heim-
sóknir á áhugaverða staði
eða söfn. Boðið verður upp
á leiðsögn á íslensku og
gestakort verður selt fyrir
500 krónur, sem veitir að-
gang að helstu söfnum,
sundlaugum og strætó.
Stærsti leik-
skóli landsins
Framkvæmdir eru í
fullum gangi við nýjan
leikskóla í Áslandinu í
Hafnarfirði. Leikskólinn
mun heita Stekkjarás og
mun verða stærsti leik-
skóli landsins. Skólan-
um er ætlað að þjóna
Áslandinu og Völlum í
Hafnarfirði en byggingin
sjálf er um 1400 fermetr-
ar að flatarmáli. Gert er
ráð fyrir 220 börnum í
átta deildum og verður
fyrsti áfangi byggingar-
innar tekinn í notkun í
haust en gert er ráð fyrir
að seinni áfanganum
ljúki þann 1. maí á
næsta ári.
Fíkniefnií
togara
Tvö fíkniefnamál komu
til kasta lögreglunnar í
Hafnarfirði skömmu fyrir
páska. Á miðvikudags-
kvöldið fundust fíkniefni
um borð í grænlenskum
togara í Hafnarfjarðarhöfn
og voru fjórir menn teknir
til yfirheyrslu vegna þess
máls en sleppt að þeim
loknum. Þá fímdust einnig
fíkniefni í bifreið sem
stöðvuð var við hefðbundið
eftirlit lögreglunnar. Ekki
var um mikið magn að
ræða í báðum tilvikum.
Billy Bob
eignast barn
Billy Bob Thornton er
að verða pabbi í fjórða
skiptið. Kærasta
leikarans á von
á sér í haust en
hann á þrjú
önnur börn úr
tveimur öðrum
hjónaböndum.
Á tíma leit út
fyrir að Billy
Bob hefði nælt
aftur í sína fyrr-
verandi,
leikkonuna Angelinu Jolie
en hann segist hamingju-
samur með núverandi
kærustu sinni. Leikarinn
hefur þá líklega einungis
verið einn af kynlífsþræl-
um Angelinu sem segist
aðeins stunda kynlíf með
vinum sínum þessa stund-
ina.
Undirskriftum er safnað með og á móti lögum Björns Bjarnasonar um útlendinga.
Þrátt fyrir þverpólitíska samstöðu vefrita ungliðahreyfinganna hefur Framfarafé-
lagið lýst yfir stuðningi við lögin. Varaformaður félagsins, Óli G. Hákonsson, segir
félagið hafa orðið fyrir ónæði vegna þessa.
Framfarafélaginu
hótað vegna stuðnings
við útlendingalug
Samið um
ferðirfrá Kína
Á annan í páskum var undir-
ritað samkomulag um ferðamál
milli íslands og Kína. Eiður
Guðnason sendiherra undirritaði
samkomulagið fyrir íslands hönd
og He Guangwei, ráðherra ferða-
mála í Kína, fyrir hönd heima-
manna. Valgerður Sverrisdóttir
viðskiptaráðherra, sem nú er í
heimsókn í Kína ásamt viðskipta-
sendinefnd, var viðstödd undir-
ritunina. Með samkomulaginu
hefst formlegt ferðamálasamstarf
þjóðanna. Það gerir Kínverjum
kleift að fara í skipulagðar hóp-
ferðir til íslands og eyðir þeim
vandamálum sem verið hafa á
þessu sviði. Er fsland í hópi um
það bil 40 ríkja sem hafa lokið við
gerð slíks samkomulags við kín-
versk stjómvöld.
„Við vorum með nöfnin okkar á síðunni en tókum þau út vegna
þess að menn voru að valda okkur ónæði," segir Óli G. Hákons-
son, varaformaður Framfarafélagsins. Fjölmargir íslenskir vef-
miðlar hafa tekið höndum saman og mótmælt útlendingalög-
um; ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna: Frjálshyggjufélag-
ið, Vaka, Deiglan og murinn.is - svo eitthvað sé nefnt.
Það sem Framfarafélagið segir að útlendingalögin feli í sér
• Aö koma í veg fyrir henti- og eða nauðungarhjónabönd (sem eingöngu eru í
þeim tilgangi að tryggja útiendingi dvaiarieyft hérálandi).
• Aö koma í veg fyrir að ótakmarkaður fjöldi„ættingja"þeirra erlendu ríkisborg-
ara sem hingað koma komist sjáifkrafa inn eingöngu vegna þess eins að þeir
eigi skyidmenni/kunningja hér landi. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að erlendir
ríkisborgarar sæki sjálfir um dvalarleyfi en ekki að þeir smjúgi samstundis í
gegn í skjóli annarra.
• Að gera það mögulegt að vísa þeim úr landi sem hér dveljast ólöglega.
• Að gera framvísun og notkun falsaðra vegafréfa eða annarra ferðaskilríkja
ólöglega hjá erlendum ríkisborgurum.
Það sem deiglumenn og ungliðahreyfingarnar segja að út-
lendingalögin feli í sér
■ Frumvarpið brýtur gegn jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar, þar sem aðrar
reglur munu gilda um innfædda Islendinga og innflytjendur hvað varðarjafn
sjálfsögð mannréttindi og að fá að giftast þeim sem viðkomandi elskar og vill
búa með..
i Frumvarpið brýturjafnframt gegn þeirri grundvallarreglu íslensks réttarfars
að afla verði samþykkis dómara áður en friðhelgi einkalífs einstaklinga er rof-
in með leitáheimili eða persónu þeirra eða með lífsýnatöku.
■> Frumvarpið veitiryfirvöldum heimild til að taka DNA-sýni af innflytjendum -
án dómsúrskurðar - til að sanna skyldleika við aðila sem þegar eru staddir á
íslandi.
t Refsivert verður fyrir útlending efatvinnu- eða dvalarleyfi hans eru í ólagi, en
eins og málum er háttað núna ber útlendingur ekki ábyrgð á öflun slíkra
leyfa, heldur atvinnurekandi hans. Þarna er því veitt leyfi fyrir því að hengja
bakara fyrirsmið!
mati munu nýju útlendingalögin
bæta að einhverju leyti úr þeim.“
Þórlindur Kjartansson, einn af rit-
stjómm Deiglunnar, segir það af og
ffá að vefritin séu í stríði við Fram-
farafélagið. „Okkar málflutningur
beinist eingöngu gegn útlendinga-
lögunum," segir Þórlindur. „Þau em
í andstöðu við það sem við höfum
staðið fyrir og fjallað um á okkar vef
og í raun teljum við lögin einfaldlega
stórgölluð."
Um 1850 voru karlmenn í nýja heiminum miklu stærri en
Evrópubúar - en dæmið hefur snúist við.
Bandaríkjamenn skreppa saman
Vísindamenn hafa komist að því
að Bandríkjamenn em að minnka í
samanburði við aðrar þjóðir - ekki á
þverveginn heldur langveginn. Fyrir
hundrað og fimmtíu árum voru
Bretar tveimur tommum lægri en
Bandaríkjamenn en dæmið hefur
snúist við og Ameríkumennirnir eru
hálfri tommu styttri að meðaltali.
Félagslegar aðstæður og mataræði
virðist vera skýringin á þessu sam-
kvæmt grein sem birtist í New York-
er. Hollendingar eru enn hæstir Evr-
ópubúa en meðalhæð Hollenskra
karla er yfir 180 cm. Þar í landi hefur
orðið að bregðast við hækkuninni
með ýmsum aðgerðum; hótelhald-
arar lengja rúmin og þarf jafnvel að
aka hávöxnum Hollendingum á
sjúkrahús með afturhurðir sjúkra-
bíla opnar vegna lengdar sjúkling-
anna. Vísindamaðurinn sem um
þetta fjallar, John Komlos við
Háskólann í Munchen, telur að
muninn milli Evrópu og Ameríku
megi rekja til félagslegs ójöfnuðar í
Bandaríkjunum en hækkun Evrópu-
manna skýrist af góðri heilbrigðis-
þjónustu fyrir flest alla og prótein-
ríkri fæðu. Hann bendir á að 8 miflj-
ónir Bandaríkjamanna séu án at-
vinnu, 40 milljónir hafi ekki heilsu-
tryggingu og 35 milljónir þurfi að
draga fram lífið undir fátækrar-
mörkum - auk þess nærist helftin af
þjóðinni á ruslfæði.
Bandaríkjamenn Hæð þeirra hefurað
meðaltali ekkert breyst i I50 árá sama tíma
og Evrópubúar v'erða hærri og hærri.
Framfarafélagið hefur hins vegar
lýst yfir stuðningi við lögin á
heimasíðu sinni og sá,
stuðningur hefur kostað,
það að forsvarsmenn fé-
lagsins þora ekki lengurj
að birta nöfn sín á síð-
unni. Einnig hefur und- ;
irskriftasöfnun til stuðn-
ings útlendingalögunum
hafist á heimasíðunni
www.skyn-
semi.net. Sú
söfnun
var sett
af stað
til
Óii G. Hákonsson, varaformaður
Framfarafélagsins Segir útlend-
ingalögin nauðsynleg til að
stoppa þá sem misnota kerfíð
höfuðs söfnun Deiglunnar en sam-
kvæmt nýjustu tölum höfðu ívið
færri kosið með frumvarpinu en á
móti.
Óli G. segir það augljóst að ef
maður lesi lögin þá sé eingöngu
verið að skapa viðurlög gegn þeim
sem séu að misnota kerfið. „Það
er okkar skoðun en það virðist
vera að sumir geti ekki unað því að
við höfum aðrar skoðanir en fjöld-
inn,“ segir Óli og bætir við að
það sé sorglegt að menn
líti Framfarafélagið oft
á tíðum sömu augum
og Félag íslenskra
þjóðernissinna
sem nú hefur lagst
af.
„Þegar þjóðem-
issinnarnir gáfust
upp vomm við
næstir í röðinni,"
segir Óli. Það eina
sem við erum að
benda á er að það
em vandamál til
staðar hér á landi
og að okkar