Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2004, Síða 3
T3V Fyrst og fremst
FIMMTUDAGUR 15. APRlL 2004 3
Garðar Sverrisson og Stefán Benediktsson Þama ung-
ir hugsjónamenn fyrir 20 árum sem fóru um landið i nafni
Bandalags jafnaðarmanna og boðuðu fagnaðarerindið.
HB—TH I........
Með ánóðPi úp einu í púm átta ppósent
f f
í hugum margra áhugamanna um pólitflc stendur Bandalag
jafnaðarmanna í miklum ljóma. Þetta voru þó tiltölulega
skammlíf stjórnmálasamtök sem stofnuð voru árið 1983 og að
frumkvæði Vilmundar Gylfasonar heitins. Vilmundur hafði þá
orðið undir í mikilli valdabaráttu innan Aiþýðuflokksins en
margir sáu í honum þann uppreisnarmann sem gæti bylt
möðkuðu valdakerfi. Hann boðaði heiðarleika í stjórnmálum
og stjórnsýslu og náði hann eyrum almennings með skeleggum
málflutningi. Á skömmum tíma myndaðist ótrúleg stemning í
kringum hið nýja framboð og Bandalag jafnaðarmanna náði
7,3% í kosningunum árið 1983 sem gaf fjögur þingsæti. Þó svo
að sá árangur væri í hugum flestra vel viðunandi þá reyndust
kosningaúrslitin Vilmundi vonbrigði. Honum þótd sem þetta
dygði ekki til að standa fyrir miklum umbótum. Aðeins 34 ára
að aldri féll hann frá skömmu eftir kosningarnar og þá var sem
mestur vindurinn færi úr Bandalaginu sem lognaðist út af árið
1986 en þá gengu þrír þingmenn þess í Alþýðuflokkinn en einn
fór í Sjálfstæðisflokkinn.
Á meðfylgjandi mynd má sjá tvo af skeleggustu baráttu-
mönnum Bandalags jafnaðarmanna á ferð um landið. Myndin
er frá árinu 1984 og þeir þá á ferð um landið. Garðar Sverrisson
þekkja flestir en hann er nú for-
maður Öryrkjabandalagsins.
Þarna var hann starfsmað-
ur þingflokksins. Stefán
Benediktsson, sá sem sit-
ur við stýrið, var þing-
maður Bandalagsins.
Hann er nú starfsmaður
Náttúruverndar ríkisins.
Garðar man þennan
tfma vel, segir
skemmtilegan. „Við gerðum
þarna skurk í áróðursmálum.
Eftir að Vilmundur féll frá kvarn-
aðist stöðugt af fylginu og var það komið
í rétt rúmt eitt prósent. Við stóðum þá fyrir látíausum áróðri,
fórum um landið, vorum með vinnustaðafundi og gerðum
bæklinga meðan aðrir gerðu hlé á störfum sínum í sumarfríi.
Og það bar árangur því um haustíð vorum við komnir í á milli 8
og 9 prósent og samkvæmt skoðanakönnunum stærri en Al-
þýðuflokkurinn þá."
Spurning dagsins
Er of mikið um hunda í Reykjavík?
Dýrin bæta manneskjuna
„Nei, það eru alls ekki ofmargir hundar í
vík. Ég er sjálfhundaeigandi og finnst
slæmtað ég skuli ekki geta gengið með
hundinn minn um miðbæinn. Skil
raunar ekki þá afstöðu því hunda-
menning hefur breystá umliðnum
árum. Ég er hlynnt því að fólki séu sett-
ar skorðurmeð dýrahald en þá sé það
frekar í hina áttina, það er að segja að
ábyrgð eigendanna gagnvart dýrunum sé
meiri. En boð og bönn eins og að ekki megi
ganga um miðbæinn finnst mér ekki i
látt. Dýrin bæta mann sem manneskji
efeitthvað er."
Sigríður Heiðberg í Kattholti.
„Mín persónu-
lega skoðun er
að ekki sé of
mikið afhund-
um í borginni.
Á hinn bóginn
eru óskráðir
hundar alltof
margir en það er eins og fólk
komi ekki og skrái hundana
sína. Ég vildi gjarnan að þeir
væru allir skráðir."
Kolbeinn Óttarsson Proppé
formaður heilbrigðis- og
umhverfissviðs Reykjavíkur-
borgar
„Mín skoðun er
sú að fólk hefur
hundana sína
alltoflausa.
Það þarfað
passa upp á þá
eins og annað."
Eygló Elnarsdóttir
hjúkrunarfræðingur
„Ég hefekki
hugmynd um
hvortþaðerof
mikið afhund-
um í Reykjavík.
Þeir eru í það
minnsta ekki
það margir að
þeir trufli mig. Nei, ég er ekki
neinn sérstakur hundavinur og
tek því alls ekki eftir þeim."
Lúðvík Bergvinsson
alþingismaður
„Jú, fólk hefur
hundana sína
ofmikið lausa
og ómerkta.
Svo er líka
hræðilegt að
sjá hvernig
hundarnir
skíta út um allt."
Einar Martelnn Sigurðsson
Starfsmaður í Bónus
Hundum í Reykjavík fjölgar stöðugt og nýjar tegundir bætast við.
STAÐURINN ÞAR SEMTAMATEA,
MAÐURINN MEÐ STÓRU HNÉN -
SEM RANN NIÐUR, KLIFRAÐIUPP
OG GLEYPTIFJÖLL OG ER KALLAÐ-
UR LANDÆTAN — SPILAÐIÁ
FLAUTU FYRIR SÍNA HEITTELSKUÐU
Margir Islendingar hafa
- án þess að hafa hug-
mynd um - sótt heim
borgina Krung thep ma-
hanakhon bovorn
ratanakosin mahint-
harayutthaya mahadi-
lok pop noparatratchat-
hani burirom
Löng staðarnöfn
udomratchanivetmahasathan amornpiman
avatarnsathit sakkathattiyavisnukarmprasit.
Þetta 167 stafa langa nafner nefnilega opin-
bert heiti höfuðborgar Tælands, sem gengur i
daglegu tali undir nafninu Bangkok. Nafnið
er, eftir því sem best er vitað, lengsta staðar-
nafn i heimi og reyndarþað langlengsta. Tæ-
lendingar sjálfir nota stundum styttri útgáfu,
Krung Thep, sem þýðir Borg englanna. Hvað
afgangur nafnsins þýðir vitum við ekki.
Næstlengsta staðarnafn i veröldinni - og
Á HIMNUM VANTAR
ALLT SKEMMTILEGA
FÓLKIÐ.
FRJEDRICH NIETZSCHE
jafnframt það lengsta
sem skrifað er i einu orði -
er Taumatawhakatangih-
angakoauauotamateatu-
ripukakapikimaungaho-
ronu-
kupokaiwhenuakitanata-
hu. Það er 85 bókstafir.
Svo heitir hæð nokkur á
Nýja-Sjálandi á máli
maóría. Þetta hljómfagra
nafn þýðir:„Staðurinn þarsem Tamatea,
maðurinn sem stóru hnén - sem rann niður,
klifraði upp og gleypti fjöll og er kallaður
landætan - spilaði á flautu fyrirsina
heittelskuðu."
íþriðja til fjórða sæti yfir lengstu staðarnöfn I
heimi eru tvær lestarstöðvar I Wales en þar er
reyndar um að ræða hálfgert svindl, því bæði
nöfn eru búin til i auglýsingaskyni.
I fimmta sæti er önnur„borg englanna",
nefnilega Los Angeles í Bandaríkjunum. Fullt
nafn borgarinnar er 57 bókstafir þvi hún
heitir i raun El Pueblo de Nuestra Senora la
Reina de los Angeles de la Porciuncula.
Það þýðir Bær vorrar frúar drottningar
englanna afhinum smáa skammti...
Kannski ekki að furða þótt ibúarnir hneigist
til að kalla borgina sína bara LA.
Þeir dóu sama dag
Ballettdansarinn og bebop-leikarinn
Dizzy Gillespie var einn frægasti og frumlegasti trompetleikarinn i sögu jazzins og helsti
frumkvöðull bebopsins. Hann fæddist 1917 og hét réttu nafni John Birks Gillespie en hlaut
nafnið Dizzy fyrír skoplega tilburöi sina á sviði. Dizzy lést ó.janúar 1993.
IRudolfNureyev fæddist 1938 i Rússlandi. Nákvæmur fæðingarstaöur
hanser óljós þar sem hann fæddist um
borö ijárnbrautarlest nálægt Irkutsk i 51-
beríu. Hann varö helsta stjarna hins fræga
I Kirov-ballettflokks en 1961 neitaðihann
I að snúa aftur til Sovétrlkjanna frá Paris
| og bjó á Vesturlöndum siðan. Varhann
I frægasti ballettdansari síns tlma.
I Hann smitaðist afAIDS og dó ó.janúar
1 1993, sama dag og Dizzy.
www.
LindabDoor//ne
Vírnet Garðastál flytur inn bílskúrs-
og iðnaðarhurðir sem eru sérlega
vandaðar. Þær eru úr galvaniseruðu
stáli eða áli og fást í ýmsum litum.
Hurðirnar eru einangraðar,
léttar og auðveldar í notkun.
Fáanlegar í mörgum
stærðum og gerðum,
með eða án glugga.
Panórama gluggar
Borgarbraut 74, 310 Borgarnesi
Vesturhraun 3, 210 Garðabæ
m Lindab