Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2004, Síða 32
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða
er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090
SKAFTAHLÍÐ24, 105 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ1910 J SÍMI5505000
• Dagur starfsmanna verður
haldinn hátíðlegur í Seðlabank-
anum á laugardag-
•v inn. Þá hittast
starfsmenn bank-
ans og hlýða á er-
indi auk þess sem
þeim verður boðið
upp á veitingar í
boði Birgis ísleifs
Gunnarssonar
bankastjóra. Meðal fyrirlesara
verður Þorsteinn Joð Vilhjábns-
son fjölmiðlamaður sem ætlar
að ræða um
skapandi hugs-
un yfir banka-
fólkinu. Það var
Finnur Ingólfs-
son, fyrrum
Seðlabanka-
stjóri, sem átti
frumkvæðið að
degi starfsmanna fyrir tveimur
árum en þá bauð hann öllum á
hestbak í Hafnarfjörð...
Getur hann ekki talið
eldspýtur í Dalvík?
3 Lío4c
Háhýsi stœkkar Leigutekjur
5 milljónir á ntánuði
„Jón Hvannberg sýndi mikla framsýni þegar
hann byggði þetta háhýsi gagngert til útleigu
fyrir hartnær 45 árum. Og nú ætlum við að
stækka," segir Birgir Þór-
isson, einn eigenda há-
hýsisins við Hátún 6 en
þar eru 50 leiguíbúðir á
níu hæðum. Bygginguna
keypti Birgir fyrir ijórum
árum ásamt mági sínum,
Sigurjóni Sighvatssyni
kvikmyndaframfeiðanda
og JóniÁrnasyni.
Þegar Jónas Hvann-
berg byggði níu hæða
skýjakfjúf við Hátún árið
1960 og innréttaði þar 50
leiguíbúðir þótti mörgum
sem mikið væri í lagt á
ieigumarkaði sem tæpast
var til í bókhaldi þjóðarinnar. Snemma komust
leigjendur Jóns að því að stilla mátti klukkuna
Sigurjón Sighvatsson
Fer fyrir hópi eigenda sem
vill stækka og bæta 19
leiguibúðum við.
eftir honum þegar hann mætti til að rukka leig-
una fýrsta hvers mánaðar - alltaf á sömu mínút-
unni.
„Nú erum við í startholunum með viðbygg-
ingu norðan megin við húsið þar sem eiga að
vera 19 leiguíbúðir til viðbótar," segir Birgir Þór-
isson sem vinnur nú að því að kynna breyting-
arnar fyrir nágrönnum. Samfara þeim verður
háhýsið allt málað í glöðum litum og stefnt að
því að gera þetta sögufræga háhýsi að hreinni
bæjarprýði.
Meðalleiga íbúða í Hátúni 6 er um 65 þúsund
krónur á mánuði og þykir gott enda biðröð leigj-
enda sem vilja komast að. Gefur byggingin í dag
því af sér rúmar þrjár milljónir í leigutekjur á
mánuði en sú upphæð ætti að hækka í flmm
milljónir þegar viðbyggingin verður komin í
gagnið. Hafist verður handa við framkvæmdir
innan skamms ef allt fer að óskum.
Hátún 6 Öruggt leiguhúsnæði frá þvíþað var byggt 1960.
Brúðkaupið í beinni
„Við erum þegar búin að fá svar
frá Markúsi Erni þar sem hann geng-
ur að kröfum okkar þannig að út-
sendinginverðurþann 14. maí," seg-
ir Eyrún Ingadóttir, ijölmiðlafulltrúi
Hin konunglega fjelags. í fréttatil-
kynningu félagsins í gær var skorað á
Bíkisútvarpið að sýna beint frá brúð-
kaupi ríkisarfans í Danaveldi sem
haldið verður 14. maí næstkomandi.
«►, íkjölfaráskorunarkonungssinnatók
Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri
af skarið og ákvað að brúðkaupið
yrði sýnt í heild sinni. Eyrún segir
þetta stóran sigur fyrir konungssinna
sem muni trúlega fjölmenna fyrir
Drottningin og prinsarnir Mikið verður
um dýrðir I Danaveldi þegar Friðrik krónprins
gengur í það heilaga.
framan sjónvarpið og fagna méð
dönsku brúðhjónunum.
Rithöf undur telur
tré í Finnlandi
Guðlaugur Arason rithöfundur, 53
ára, var á meðal vinsælustu rithöfunda
þjóðarinnar á seinni hluta síðustu ald-
ar. Bækur hans, Pelastikk, Víkursamfé-
lagið, Eldhúsmellur og Vindur, vindur,
vinur minn sem komu út á áttunda og
m'unda áratugnum nutu vinsælda
meðal þjóðarinnar. Guðlaugur hefur
undanfarin ár búið í Kaupmannahöfn
en seinustu mánuði hefúr hann búið í
Finnlandi þar sem hann starfar við að
telja tré. Guðlaugur segist hafa dvalið
veturlangt í Helsinki:
„Ég fór þangað strax eftir að hafa
lesið bókina „Dýrðlegt fjöldasjálfs-
morð" eftir Arto Paasilinna og með
þeim fasta ásetningi að telja trén í
Finnlandi. Það er mjög þarft verk og
hefúr ekki verið gert áður. Þannig
kynnist maður bæði landi og þjóð, fer
víða og hittir marga. Um helgar hef ég
frí frá talningu og sit þá á mínum flata
rassi og skrifa bók um Kaupmanna-
höfri sem enginn vill gefa út. Bráðum
fer ég aftur að lesa bókina hans Paasil-
inna."
I i ' esaeco
l « .
///■
■a
/^^@Saeco
EXPRESSO - CAPPUCCINO
Kaffivélarnar mala og laga alla vinsælustu kaffi-
drykkina á augabragði eins og á bestu kaffihúsum
AROMA
Fíölbreytt úrval bolla
og fylgihluta
MLa. -
vlA VENEZIA Espresso
Mikið úrval af kaffivélum og ka
Einar Farestveit & v.o.m.
Borgártúní 28 • Símar: 520 7901 & 520 7900 • www.ef.is