Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2004, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2004, Síða 21
DV Sport FIMMTUDAGUR 15.APRÍL2004 21 Josh Howard í stóru hlutverki í allan vetur Hefurstaðið sig vel iveturog fékk strax hlutverk í liðinu. Hefur I siðustu leikjum komið sterkur inn afbekknum. Marquis Daniels hefur blómstrað I vor Hefur unnið sér sæti I byrjunarliðinu með frábærri frammistöðu á vormánuðum. Hefur skorað 19,9 stig að meðaltaii 17 leikjum I apríl. Jón Arnór Stefánsson er einn þriggja nýliða hjá Dallas Mavericks. Hinir tveir, Marquis Daniels og Josh Howard, eru báðir búnir að læra inn á NBA-deildina og farnir að spila stór hlutverk og Dallas hefur í kjölfarið verið á mikilli sigurbraut. Nýliðarnir njóta sín Jón Arnór Stefánsson hefur ekkert fengið að spreyta sig með Dallas Mavericks í vetur en hinir tveir nýliðarnir í liðinu hafa vaxið og dafnað og eru báðir farnir að spila stór hlutverk með Dallas. Þjálfarar Dallas hafa oft sýnt hæfni sína í að hjálpa ungum leikmönnum að fóta sig í hinni erfiðu NBA-deild og framfarir þeirra Marquis Daniels og Josh Howard lofa góðu fyrir næsta vetur hjá Jóni Arnóri, haldi hann samningi sínum. Það var ljóst frá byrjun að Jón Arnór Stefánsson myndi líklega eyða þessu fyrsta tímabili sínu í röðum Dallas Mavericks á meiðsllistanum en hann er einn þriggja nýliða liðsins á þessu tímabili. Það lofar þó góðu að hinir tveir hafa fengið góðan tíma og fullt af tækifærum til að læra inn á liðið og NBA-deildina og hafa á vormánuðum hjálpað til að gera Dallas að einu af heitustu liðum NBA-deildarinnar á nýjan leik eftir að liðið gekk í gegnum mikil vandræði ffarnan af móti. Áttu ekki að vera feitir bitar Dallas átti ekki að fá feita bita í nýliðavalinu og tveir þeSsara nýliða, Jón Arnór og Marquis Daniels, voru ekki valdir þar. Sá þriðji, Josh Howard, var valinn síðastur (29.) í fýrstu umferð nýliðavalsins. Josh Howard fékk hlutverk í liðinu strax frá byrjun. Hann spilaði yfir 10 mínútur í leik í október og nóvember og í desember vann hann sér sæti í bryjunarliðinu í forföllum lykilmanna vegna meiðsla. Howard skoraði 10,6 stig og tók 7,8 fráköst að meðaltali á 31,4 mínútum í desember og vakti í kjölfarið mikla athygh fyrir íþróttamannshæfileika sína og baráttugleði. Howard missti aftur sæti sitt £ byrjunarliðinu en spilar áfram mikilvægt hlutverk, ekki síst vegna fjölhæfni sinnar sem þýðir að hann getur leyst af í fleiri en einni stöðu í liðinu. Frábær aprílmánuður Marquis Daniels fékk ekki mikið að spila framan af tímabili en hann nýttist liðinu vel í meiðslum Steve Nash eftir áramótin og með ffábærri frammistöðu sýndi hann og sannaði að hann var tilbúinn í slaginn. Aprílmánuður hefur síðan verið frábær hjá Daniels og hann á mikinn þátt í góðu gengi Dallas upp á síðkastið. Daniels hefur skorað yfir 20 stig í fimm af síðustu tíu leikjum en hann hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu 11 leikjum. Dallas hefur unnið 7 af þeim, þar af 7 af síðustu níu. í apríl hefur Daniels leikið í 41,1 mfnútu að meðaltali og á þeim tíma hefur hann skorað 19,9 stig, tekið 6 fráköst og gefið 4,9 stoðsendingar að meðaltali. Spilar með lítið lið Don Nelson, þjálfari Dallas, hefur gerbreytt leikstll liðsins og spilar nú með þrjá bakverði og engan alvöru miðherja. Daniels hefur í kjölfarið fengið byrjunarliðssæti við hlið Steve Nash og Michael Finley en þeir Antoine Walker og Dirk Nowitzki spila síðan inn í teig. Þrátt fyrir að vera með svona „h'tið" lið hefur Nelson komið Dallas aftur á flug og skapað andstæðingum liðsins mörgum MARQUIS DANIELS Fæddur: 7.janúar 1981 Hæð/Þyngd: 198 sm / 91 kg Leikstaða: Bakvörður Skóli: Auburn Tölfræðin með Dallas í vetur: Leikir 55 Leikir i byrjunarliði 14 Mínútur í leik 18,0 Stig í leik 8,3 Fráköst í leik 2,5 Stoðsendingar í leik 2,0 Stolnir boltar i leik 0,91 Skotnýting 49,4% Vítanýting 77,0% vandræðum með hröðum leik og óvanalegri uppstillingu. Howard og Antawn Jamison koma síðan sem fyrstu menn af bekknum og þessi uppskrift með virkri þátttöku nýliðanna tveggja hefur komið Dallas aftur £ hóp liða sem menn telja að geti unnið titilinn. Það er þó óvíst hvort annar hvor þeirra komist í nýliðalið ársins en næsta víst er að þeir verða annaðhvort í 1. eða 2. liðinu því báðir hafa þeir komið mikið á óvart með afkastamiklum og öguðum leik. Nú er bara vona að þriðji nýliðinn, Jón Arnór Stefánsson, fá sömu tækifæri til að sanna sig með Dallas Mavericks á næsta tímabili. ooj@dv.is JOSH HOWARD Fæddur: 28. apri'l 1980 Hæð/Þyngd: 201 sm / 95 kg Leikstaða: Framherji Skóll: Wake Forest Tölfræðin með Dallas í vetur: Leikir 67 Leikir í byrjunarliði 29 Mínútur í leik 23,7 Stig í leik 8,6 Fráköst (leik 5,5 Stoðsendingar (leik 1,4 Stolnir boltar í leik 1,03 Skotnýting 43,0% Vítanýting 70,3% Ingi Þór hættur - tekur Herbert við KR-liðinu? Ingi Þór Steinþórsson hefur ákveðið að hætta að þjálfa meistaraflokk KR í Intersport-deildinni í körfubolta en Ingi Þór hefur þjálfað liðið síðustu fimm ár og gerði KR einmitt að íslandsmeisturum á sínu fyrsta ári, vorið 2000. KR-ingar hafa rætt við Herbert Arnarson, aðstoð- arþjálfara Inga Þórs í vetur, en hann er einnig í viðræðum um að taka við hði Grindavíkur. Það gekk lítið hjá KR-liðinu í vetur, þeir enduðu í 7. sæti í deildinni, duttu úr 1. umferð í bæði bikarkeppni og úrslitakeppninni og komust ekki í undanúrsht Hópbílabikarsins. Kobe með 45 stig fyrir Lakers Kobe Bryant skoraði 45 stig £ 109-104 sigri Los Angeles Lakers á Golden State í NBA-deildinni í fýrrinótt. Bryant átti auk þess 8 stoðsendingar og tók 7fráköst. Bryanthefur skorað 23,8 stig, tekið 5,5 fráköst og gefið 5,1 stoðsendingu að meðaltah í leik á tímabilinu. Bryant hafði tveimur dögum áður átt hörmulegan leik gegn Sacramento þar sem að hann skoraði aðeins 8 stig í leiknum og tók meðal annars aðeins 1 skot í öhum fýrri hálfleiknum. Bryant skoraði 17 af stigum sínum á vítalínunni en hann hefur leikið frábærlega með Lakers eftir áramótin þrátt fyrir að vera með annan fótinn í réttarsölum í Colorado vegna kæru á hann fyrir nauðgun síðasta sumar. 40 sparkvellir í burðarliðnum KSÍ hefur sett af stað sparkvallarátak þar sem sambandið stefhir á að byggja 40 sparkvelli við grunnskóla út um allt land. KSÍ mun £ samstarfi við sveitarfélög byggja vehina, sveitafélögin leggja til svæði og vinna jarðvegsvinnu en KSÍ mun leggja fyrsta flokks gervigras á völhnn. Umsóknarffestur sveitar- félaga er til 10. maf og 17. mai' mun KSÍ tilkynna hvar vellimir verða byggðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.