Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Side 6
6 LAUGARDAGUR 1.MAÍ2004 Fréttir DV Hópuppsagnir yfirvofandi Stjórn Norðurljósa, sem á Skífuna, íslenska útvarps- félagið og Frétt ehf, til- kynnti trúnaðarmönnum starfsmanna um yfirvof- andi hópuppsagnir vegna fjölmiðlafrumvarps ríkis- stjórnarinnar í gærmorgun. „Það verða uppsagnir ef frumvarpið verður að lög- um,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnar- formaður Norðurljósa. „Þetta mun væntanlega leiða til samdráttar í rekstri og það þýðir fækkun starfs- manna. Mest mun það væntanlega snerta íslenska útvarpsfélagið. Hversu miklar uppsagnir verða og tímasetningar á þeim er ekki ljóst," segir hann. Fram kom í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að öllum starfsmönnum Norðurljósa yrði sagt upp um næstu mánaðarmót. Þetta segir Skarphéðinn ekki rétt, eng- ar ákvarðanir séu fyrirliggj- andi um það. Hvernig var Cortés? Jakob Frfmann Magnússon „Þetta var bráðskemmtileg sýning og ekki hvað síst tón- listin sem var með eggjandi spænsk-afrískum töktum. Á heildina iitið má segja að þetta hafi verið prýðileg kvöldskemmtun. Ég tel að hápunktur kvöidsins fyrir kvenþjóðina, sem mætti i hrönnum, hafi verið þegar kappinn sjálfur fór úr að ofan. Ég hafði sem sagt gaman að þessu enda er maðurinn magnaður dansari." Hann segir / Hún segir „Mér fannst þetta ofboðslega gaman. Hljómsveitin sem hann kom með vareinnig öðruvísi og spennandi. Það væri óskandi að maður gæti sjálfur tekið svona dansspor en Cortés tókst að láta þetta allt virka létt og áreynslulaust afsinni hálfu. Og við konurnar tókum eftir hvernig hann höndlaði jakkann sinn. Á heildina litið varþetta skemmtun sem maður hefði ekki viljað missa af." Ragnhildur Gfsladóttir Mikil gleði ríkir hjá innlendri dagskrárgerðardeild RÚV eftir síðustu áhorfskönnun Gallup en þrír þættir á vegum deildarinnar tróna á toppnum. Hæg eru heimatökin og hefur Rúnar Gunnarsson, yfirmaður IDD, leitað til Spaugstofumanna um að annast næsta áramótaskaup, en þar er um að ræða umfangsmesta einstaka þátt á vegum RÚV -10 milljónir ætlaðar til gerðar grins allra landsmanna. Spaugstofan með næsta áramótaskaup Samkvæmt heimildum DV hefur yfirstjórn RÚV leitað hófanna hjá þeim Spaugstofufélögum, Karli Ágústi Úlfssyni, Randver Þorlákssyni, Pálma Gestssyni, Sigurði Sigurjónssyni og Erni Árnasyni, að þeir taki að sér að annast næsta áramótaskaup. í því felst stjórnun, handritsgerð og leikur. Ekki mun þó um lengri útgáfu á eins og einum Spaugstofuþætti að ræða heldur verður stuðst við hefðir og leikarar kallaðir til eins og þurfa þykir. Þetta mega heita mikil tíðindi en áramótaskaupið er umfangs- mesti einstaki þátturinn sem Sjón- varpið stendur fyrir og er gert ráð fyrir að kostnaður við hann nemi 10 milljónum en það er sú tala sem miðað er við þegar um klukkustundar langt leikið efni er að ræða. Hefur starf við gerð ára- mótaskaups verið talið meðal eftir- sóknarverð- ustu bitanna sem í boði eru á sviði leiks og kvikmyndagerðar hér á landi. Til samræmis við það hefur gagnrýni á áramótaskaupið oft verið hávær og mönnum þótt takast misjafnlega vel til. En gangi þetta eftir er ljóst að þessi þáttur, sem einn fárra sameinar þjóð- ina fyrir framan W skjáinn, verði í góðum höndum. Frá samningi hefur ekki verið formlega gengið enn sem komið er, það eina sem getur komið í veg fyrir að af þessu verði er að þeir fimm-menn- ingar telji sig of hlaðna verkefnum. Hins vegar er ljóst að þeir eru þegar byrjaðir að leggja drög að verkefn- inu því þáttur sem þeir eru að fara að vinna í Portúgal á næstunni er meðal annars hugsaður til sýningar þegar þeir verða að vinna skaupið. Síðasti þáttur þeirra þetta tímabilið verður í kvöld en eftir því sem DV kemst næst er vert fyrir áhorfendur að láta hann ekki fram f hjá sér fara. Eins og DV I greindi frá fyrir margt löngu hefur verið gengið frá samningum við Spaug- stofuna þess efnis að þeir verði á vetrardagskrá RÚV 2004 - 2005. Rúnar Gunnarsson yfirmaður IDD vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið en innan þeirrar deildar sem hann stýrir ríkir mikil gleði eftir síð- ustu áhorfskönnun Gallup. Þrír þætt- ir á vegum deildarinnar, Spaugstof- an, þáttur Gísla Marteins Baldurs- sonar og Gettu betur tróna þar á toppi og eru víst för eftir kampa- vín- stappa í lofti húsakynna innlendrar dagskrárdeiidar. Engin ástæða er til að leita langt yfir skammt. Ýmsum hefur þótt það skjóta skökku við að þessir landsliðsmenn hins íslenska gríns séu með vikulegan spéspegil á hina líðandi stundu og svo sé ára- móta-skaupið á svipuðu róli án þess að samnýttir séu ýmsir þættir sem geta orðið að gagni. jakob@dv.is -1' Spaugstofumenn Yfirstjórn RÚVhefur leitað til landsliðsmanna hins íslenska grins tii að taka að sér gerð næsta áramótaskaups. Eina sem getur komið í veg fyrirþær fyrirætianir eru að fimm- menningarnir telji sig ofhtaðna verkefnum. Samráðsmáli tryggingafélaga lokið Tryggingafélög sleppa við sektir vegna samráðs Samkeppnisráð ákvað í gær að gera sátt við tryggingafélögin vegna meints samráðs félag- anna. Heimildir DV herma að í sáttinni sé ekki gert ráð fyrir að félögin greiði neinar sektir. Þau skilyrði sem sett eru firá hendi samkeppnisráðs em að félögin undirgang- ist stífari reglur til að fyrir- byggja að um samráð verði að ræða. Málið hefur tekið gríðarlegan tíma í rannsókn en það hófst árið 1997 með innrás í höfuðstöðvar Sambands íslenskra tryggingafélaga þar sem gögn voru gerð upptæk. Þegar innrásin var gerð var Finnur Ingólfsson, núverandi forstjóri VÍS, viðskiptaráðherra. Nú er hann formaður Sam- bands tryggingafélaga og að auki formaður ís- lenskrar endurtryggingar en niðurstaðan snýst að- allega um þau félög. Finnur sagði við DV að hann hefði enn ekki séð niðurstöðurnar en fengi þær væntanlega á mánu- dag. Finnur hefur leitt við- ræður um lausn málsins. Guðmundur Sigurðs- son, forstöðumaður samkeppnis- sviðs Samkeppnisstofnunar, vildi ekkert um málið segja annað en að samkeppnisráð hefði tekið ákvörð- un um sátt. Hann vildi ekkert um það segja hvort hann væri sáttur við þær lyktir málsins. Finnur Ingólfsson Var ráðherra þegar innrás var gerð i höfuðstöðvar trygg- ingafétaganna. Ríkisendurskoðun og ríkissaksóknari Torfastaðamál til saksóknara Lögreglurannsókn er nú lokið á kærum á hendur starfsmanni vist- heimilisins Torfastaða um kynferð- isbrot gegn tveimur stúlkum sem þar voru í vistun. Samkvæmt upp- lýsingum frá sýslumanninum á Sel- fossi verður málið sent ríkissaksókn- ara eftir helgi en þar er tekin ákvörð- un um framhald málsins, ákæra gef- in út eða málið látið niður falla. Ekki fást upplýsingar um umfang brot- anna. Málið var kært að frumkvæði Barnaverndarstofu sem Torfastaða- heimilið heyrir undir og er það eins- dæmi þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðisbrot í meðferðarumhverfi ungmenna. Forsvarsmenn Torfa- staðaheimilisins hafa ásakað for- stöðumann Barnaverndarstofu um að nota þetta mál til að koma höggi á sig og vísa til áralangrar óvildar hans í sinn garð. Þær heiftúðugu deilur eru til skoðunar og úrlausnar í félagsmálaráðuneytinu sem fól rík- isendurskoðun að meta máíið. Sam- kvæmt upplýsingum frá ríkisendur- skoðun eru nokkrar vikur í að þeirri vinnu ljúki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.