Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Blaðsíða 26
26 LAUCARDAGUR l.MAÍ2004 Fókus DV Landnámsmenn Vfðförull Krystof Gajowski heldurjafn- vægi uppi á þakinu á blokkinni við Hátún 10. Nær fiuginu kemst hann ekki. Kristol Qajowshl Ég er búinn að vera á íslandi í fjögur ár. Ég reyni eins og ég get að tala íslensku, það er mjög mikilvægt. Það eru margir útlendingar sem einangrast mjög frá samfélaginu vegna þess að þeir ná ekki tökum á málinu. Ég þekki marga Pólverja sem geta alls ekki talað neina íslensku. Það er ekki gott. Ég var nú svo hepp- inn að vera uppgötvaður og fá að vera með í þáttunum í sjónvarpinu þar sem kennd var ís- lenska. Margir krakkar voru að tala við mig úti á götu bara eins og ég væri kvikmyndastjarna. Ég reyni alltaf að hafa öll samskipti við fólk á íslensku. Það er ekki gott að vera alltaf að tala ensku. Ég hef ferðast víða áður en ég kom hingað til landsins. Hefur farið Hringinn fimm sinnum Ég kynntist konunni minni í Suður-Afríku. Hún var ítölsk ljósmóðir sem starfaði þar. Við eignuðumst eina dóttur sem nú er tíu ára. Hún heitir Natalía Katrín. Konan mín fórst í flug- slysi. Dóttir okkar sem hefur komið einu sinni hingað til íslands elst upp hjá afa sínum og ömmu í Flórens. Ég bjó í nokkur ár í Flórens en það er ekki borg fyrir mig. Mér finnst Reykjavík betri en Flórens. Þar eru allir að vinna svart og mjög erfitt að fóta sig ef maður vlll lifa eðlilegu, heiðarlegu lífi. Hérna á Islandi er ég búinn að gera mjög margt. Ég tók meirapróf árið eftir að ég kom hingað og fór að keyra með ferðamenn vítt og breitt um landið. Ég er búinn að fara fimm sinnum hringinn í kringum landið. Það eru ekki allir íslendingar búnir að því. Mér finnst langfallegast á Mývatni og Þingvöllum og svo held ég mikið upp á Skógarfoss og Seljalands- foss. Þegar verið var að byggja Smáralindina var ég líka að vinna þar. Nú starfa ég sem nuddari hjá Öryrkjabandalaginu. Borgin mín í Póllandi þar sem ég ólst upp er mjög sérstök. Hún heitir Czestochowa og er eins konar Mekka-borg fyrir trúaða Pólverja. Ekki síst núna á þessum tíma. Flestir sem eru heittrúaðir kaþólikkar koma gangandi ein- hvern tíma á ævinni til Czestochowa. Þar er falleg Maríukrikja með sérstökum krafti. Það eru þó ekki allir Pólverjar sem leggja leið sína þangað. Saknar dóttur sinnar og ítalskra pítsa Kærastan mín hér á íslandi heitir Renate. Hún er líka pólsk eins og ég, og er frá borg ekki langt frá Czestochowa en hefur þó ekki komið þangað. Við Renate hittumst í Chicago þar sem við vorum bæði ferðamenn. Hún var að heimsækja afa sinn sem er sonur pólsks innflytjenda þar og ég var bara að skoða mig um. í Chicago búa mjög margir af þriðju og fjórðu kynslóð innflytjenda frá PóUandi. Mikið af pólskum hefðum lifa þar góðu h'fi. Nú búa hér á íslandi nokkuð margir Pólveijar og það verður spennandi að sjá hvort pólskar matar- hefðir og söngvar lifi áfram hér til barnabarn- anna. Það er þó ekki víst því hér á íslandi blandast fólk betur en í Ameríku. Kærastan mín Renate er lyfjafræðingur að mennt en einbeitir sér núna fyrst og fremst að því að verða betri í íslensku. Mér finnst fr ábært að vera á íslandi. Hér er hægt að vinna mikið Krystof Gajowski kom til íslands 15. maí árið 2000. Hann hafði áður ferðast víða og búið meðal annars í Suður-Afríku þar sem foreldrar hans búa enn. Þau eru bæði blaðamenn og fluttu frá Póllandi 1980 til Pretoríu. Það voru bjartsýnistímar þá. Eldur vonar og firamtíðarbjartsýni ein- kenndi það lff sem þau lifðu í Suður-Afr- íku. í dag er landslagið annað. Dimmur skuggi alnæmis þrúgar samfélagið. Systir Krystofs vinnur í Pretoríu við auglýsinga- herferðir fyrir sjórnmálamenn sem eru að fara í framboð. Krystof lærði verkfræði en starfar hérlendis sem nuddari hjá ör- yrkjabandalaginu. og það er gott. Ég er líka í kirkjukór og þar hef ég kynnst svo skemmtilegu og góðu fólki. Ég átti heima í fimm ár í Flórens og þar sem dótt- ir mín er þar núna verð ég auðvitað að fara þangað öðru hvoru en mér finnst betra að vera hér. Hún spilar á fiðlu og er mjög dugleg. Hún hefur komið einu sinni hingað til íslands, en bara í heimsókn. Það var of erfitt fyrir hana að fara að skipta um tungumál og umhverfi einu sinni enn. Hún hefur það mjög gott hjá afa og ömmu á Ítalíu. í sjálfu sér sakna ég einskis nema dóttur minnar og matarins á Italíu. Pítsurnar þar og ísinn, það er góður matur. Hér á íslandi er uppáhaldsmaturinn minn lambalæri með hvítlauksfyllingum og með borða ég svo kart- öflur og mikið salat. Hvað varðar framtíðina fyrir Pólland, þá held ég að aðalmálið sé að laga til heima þannig að þeir sem hafa menntun fái vinnu við sitt hæfi og laun sem hægt er að lifa af. Ém' Sparar fyrir íbúðarkaup Ég hef farið í heimsókn til foreldra minna í Suður-Afríku eftir að ég fluttist hingað. Þá flaug ég frá Keflavík til Parísar og frá París til Jóhann- esarborgar. Ferðalög kosta mikla peninga og ég er að spara núna og vinna mikið til þess að geta keypt íbúð þannig að það verður heldur minna um ferðalög á næstunni. Ég ferðast bara með kómum mínum hérna innanlands. Ég hef farið með honum um Skagafjörð og sungið í kirkj- unni á Sauðárkróki og núna nýverið fómm við í söngbúðir í Borgarfirði, það var mjög skemmti- legt. Mér finnst að allir ættu nú eiginlega að vera í kór. Kannski em næstum því allir íslend- ingar í kór? Þó svo að ég sé kaþólskur þá finnst mér gott að koma í lúterska kirkju. Ég held að ísland sé landið sem ég verð gamail í. Þegar ég var lítill langaði mig svo mikið til þess að verða flugmaður en það var alveg ómögulegt. Það hefði verið svo stórkostlegt að fá að svífa um himininn og stjórna stórri, flottri flugvél. Slíkt nám er bara fyrir þá sem eiga mikla peninga. Alla vega var það svoleiðis á þeim tíma. Það er mikilvægt fyrir fólk sem kemur hingað ftá öðr- um löndum að reyna strax að eignast íslenska vini, þá er ekki hætta á því að menn einangrist. íslendingar og Pólverjar eru svolítið líkir. Þeir hafa gaman að því að vinna og gaman að því að skemmta sér. Grín er gott. Ef menn grínast verður lífið miklu skemmtilegra. Britney Spears segir súkkuöi vera eins og fullnægingu Of feit fyrir Playboy „Súkkulaði er eins og fullnæg- ing,“ lét Britney Spears hafa eftir sér í viðtali fyrir eklci svo löngu síðan. Súkkulaðiát hennar er nú farið að valda vandræðum því nú fmnst forráðamönnum Playboy-tímaritsins hún vera of feit. Þess vegna hafa þeir farið fram á að Britney losi sig við eins og 9 kíló áður en hún mætir í mynda- töku fyrir blaðið. „Ef hún losar sig við nokkur kíló fær hún að vera á forsíðu 50 ára afmælis- ritsins. Ef þetta gengur allt eftir verður þetta án ef mest selda blaðið okkar," segir talsmaður Hugh Hefner og Playboy-sam- steypunnar. Nú bíða margir spenntir eftir því hvort Britney láti af því verða að mæta í Playboy- myndatökuna en það er talið mjög lfklegt þar sem henni hafa verið boðnar 30 milljónir banda- ríkjadala fyrir. Aldraðiráátt Það verður fjör í Stapanum í Keflavík í kvöld þegar stærsta ball Suðurnesja, hið ár- lega Bergásball, fer fram. Uppselt var í fyrra og lítur allt út fyrir að það sama muni gerast nú. Á ballinu verður spiluð diskótónlist í bland við helstu slagara ní- unda áratugarins og það kann fólkið suður með sjó vel að meta enda er ballið vel sótt af eldri kynslóðunum. Setja á upp 15 þús- und watta hljóðkerfi í Stapanum svo að Donna Summer og félagar muni hljóma betur en nokkru sinni fyrr og síðan verður ljósashow af dýrari gerðinni líka. Ballið sjálft hefst svo kl. 23 en vissara er að tryggja sér miða sem fyrst ef fólk ætlar að komast inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.