Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Side 9
I DV Fréttir LAUGARDAGUR 1. MAÍ2004 9 Vöruskipti íjafnvægi Vöruskipti við útlönd voru í jafnvægi fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt tölum ífá Hagstofu íslands, en alls voru fluttar út vörur fyrir 50,9 milljarða og inn fyrir nær sömu fjárhæð. Á sama tíma í fyrra var vöru- skiptajöfnuðurinn hag- stæður um 6,4 milljarða á sama gengi. Ef aðeins er lit- ið á marsmánuð kemur í ljós að vöruskiptin við út- lönd voru óhagstæð um 0,2 milljarða. Fluttar voru út vörur fyrir 20,1 milljarð en inn fyrir 20,3 milljarða. Útþensla ESB truflar Aðild Austur-Evrópu- ríkja í Evrópusambandið veldur því að Rússar missa mikilvæga útflutn- ingsmarkaði til Vestur-Evrópuríkj - anna. Rússar hafa kraflst skaðabóta vegna stækkunar- innar en fá ekki. Stækkun ESB hefur mun alvarlegri áhrif á Rússland en stækkun Nató, sem þeir mótmæltu harðlega. Sam- skipti Rússlands við sam- bandið eru í mikilli lægð og kom það fram í skjali hjá ESB í febrúar að samband- ið væri á Sovét-stigi. Bakkavör hagnastvel Hagnaður Bakkavör Group hf. á fyrsta árs- fjórðungi 2004 nam 411 milljónum króna fyrir skatta. Sala félagsins í undirliggjandi rekstri jókst um 17% og nam 4,5 milljörðum króna. Þjóðskrá lokar í dag Frá og með deginum í dag 1. maí 2004 er öllu að- gengi að þjóðskránni lokað. Samkvæmt ákvörðun Hag- stofu íslands er óheimilt að veita aðgang að þjóðskrá á opnum vef líkt og bankarn- ir hafa boðið upp á undan- farin ár. Hagstofan veitir framvegis upplýsingar úr þjóðskrá í gegnum síma. Olísfærviku Oh's, Olíuverzlun íslands, fær aukafrest hjá Sam- keppnisstofnun til að skila inn andmælum vegna rann- sóknar stofhunarinnar á samráði olíufélaganna. Upphaflega höfðu olíufélög- in firest til 15. febrúar síðast- liðins, en frestur hefur verið veittur fram á næsta mánu- dag. Oh's óskaði eftir þriggja vikna frest en fékk eina viku. Olíufélögin þrjú eru sögð hafa haft með sér mjög yfir- gripsmikið samráð frá 1993 til 2001, meðal annars með því að gera með sér sam- komulag um gerð tilboða, og hafa samráð um verð og skiptingu á markaði í sölu á eldsneyti til flugvéla og skipa. Fréttaskotssíminn, 550 5090, hefur verið flörugur síðustu mánuði Stórfréttir frá lesendum DV Lesendur DV hafa tekið hressilega á með ritstjórninni undan- farna mánuði og komið með ábendingar sem iðulega hafa orðið að stórfréttum. Þeir hafa hka verið duglegir að hringja inn efni í viðtöl, pistla og grein- ar. AUan sólarhringinn em fféttir að berast til DV og er þetta framlag les- enda vel þegið og þakkar ritstjómin kærlega fyrir aðstoðina um leið og les- endur em hvattir til að halda áfr am að láta vita af því sem þeir telja frétt- næmt. Margar af fréttunum hér á síð- unni em stórfréttir og ekki víst að þær hefðu komið fyrir augu al- mennings ef lesendur væm eklá vel vakandi. 550-5090, síminn sem aldrei sefur Besta leiðin til að hafa samband við blaðið er að hringja í 550-5090 og tala inn á talhólfið. Þetta er Frétta- skotssíminn og hlustum við á rit- stjórninni á hann mörgum sinnum á dag. Þessi sfmi sefur aldrei og tekur við Fréttaskotum allan sólarhringinn. Einnig er hægt að hringja beint í síma 550-5000 og fá samband við ritstjórn DV. Auk þess er hægt að stenda tölvupóst á ritstjorn@dv.is en hvort sem Fréttaskotið er skrifað með tölvubréfi eða hringt inn er best að hafa skilaboðin stutt en greinileg. Fulls trúnaðar er gætt og nafn þess sem hringir eða skrifar inn verður aldrei gefið upp. Þeir sem koma skoðunum sínum á ffamfæri er \ bent á að hringja inn \ til blaðsins eða senda ; hnu á ritstjóm@dv.is. '/ Sama gildir um annað efni, til dæmis \ fréttatilkynningar, þær \ og annað efhi eiga ekki ; að berast í gegnum Fréttaskotssímann. Greitt fyrir fréttaskot Þegar hringt er í Fréttaskotssím- ann er mikilvægt að tala skýrt og ró- lega, ekkert liggur á, og greina frá að- alatriðum málsins. Það er einnig nauðsynlegt að muna eftir að gefa upp nafn, heimilisfang og símanúm- er. Oft verða blaðamenn DV að fá nánari úthstingu á ff éttinni en ítrekað skal að fullur trúnaður ríki milli DV og þess sem skýtur að okkur fréttinni. DV greiðir fyrir Fréttaskot sem verða að fréttum í blaðinu. Verðlaunin eru 3.000 krónur og það fféttaskot sem vahð er besta skot vikunnar fær 7.000 krónur. í hverri viku berast hundmð Fréttaskota en aðeins hluú þeirra gagnast blaðinu beint. Hitt er annað mál að það sem lesendur hafa ff am að færa gefur góða mynd af því hvað bær- ist með þjóðarsáhnni hveiju sinni. Verið því velkomin í Fréttaskoúð og láúð okkur vita um það sem þið teljið fféttnæmt. MITRA SmfíRfíV? j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.