Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Blaðsíða 23
DV Fókus LAUGARDAGUR 1. MAÍ2004 23 Sveinbjörn Egilsson Skrifaði bók um ævintýri á heimshöfunum. í lúðrasveit þar sem enginn kunni að spila Sveinbjöm tók síðan baróninn að sér og reyndi að útvega þeim vinnu. Um tíma störfuðu þeir í sex manna lúðraflokki sem spilaði í brúðkaupum Hindúa og vom þeir félagar ráðnir þótt þeir kynnu ekk- ert á hljóðfæri. „Það er ágætt,“ sagði maðurinn sem réði þá, „því minna sem þið kunnið, því betra." Málið snerist um að Hindúum þætti fínt afspurnar að Evrópu- menn hefðu leikið undir í brúð- kaupum þeirra og því skipti kunn- átta engu máli. Höfðu þeir í sig og á með þessari „spilamennsku" um hríð en misstu svo þá vinnu og voru þá allar bjargir bannaðar. Þeir fengu svo inni á gistihúsi sem rekið var af enskum manni sem Price hét. Hann var hörkutól hið mesta og ráðskaðist óspart með Sveinbjörn og baróninn. Kona hans var indversk, mun yngri en hann og nokkurt svaka- kvendi að sjá, að sögn Svein- björns. Næst segir frá þeim þar sem þeir eru illa timbraðir að morgni dags eftir næturlang- an gleðskap. „Okkur varð litið niður £ garðinn að húsabaki og sáum þar sjón sem okkur þótti mik- ið til koma. Það var frú Price allsnakin að gjöra „toilette" í húsagarð- inum. Hún gljáði öll af olíu þeirra sem hún var að bera á sig og þótt hún væri stórskorin mjög, þá mátti hún eiga það að vel var hún vaxin. Við hreyfðum okkur ekki, aðeins störðum á þennan hval - og skemmtum okkur hið besta við að sjá hinar ýmsu hreyfingar hennar. Brækur voru engar Allt í einu leit hún upp og sá okkur báða en ekki brá henni hið minnsta, heldur brosti hún til okkar og benti okkur að koma nið- ur. Ég mundi eftir brosi hennar morguninn sem hún hálfnakin varð á vegi mínu [við komuna á gistihúsið] og ég flýði hana. Við fórum nú frá þessu varðbergi en brátt vorum við komnir þangað aftur og enn var frúin allsnakin og farin að nudda sig alla. Tók þá baróninn að ræskja sig og var hún þá fljót að líta upp og benti okkur ennþá að koma niður. Mér fór að líta illa á þetta, því ekki vissi ég „Ég spurði hann þá hvort hann væri ekki sjómaður en hann gaflítið út á það, sagðist vera barón von Luditzen yngsti sonur [og] réttinda- laus. Kvaðst hann hafa verið trúlofaður ríkri stúlku sem hefði svikið sig og henni til storkunar fór hann í siglingar. Hér mætti enginn komast að því hver hann væri, þá yrði það símað heim." hvar Price var; kæmi hann að konu sinni þegar hún gæfi okkur merki, mátti búast við öllu illu. Ég skoraði því á baróninn að bregða sér niður og komast að hvar Price væri. Var hann fús til þess og kom að vörmu spori með þær fréttir að hann væri lagður af stað til Caluctta... Meðan baróninn var að njósna hafði ég augun með frúnni og sá að hún fór að fara á skyrtu, svo kom kjóllinn næst, þvf brækur voru engar og hún var alklædd þegar baróninn kom. Nú kölluðum við og spurðum hvort við mættum koma niður til hennar. Svaraði hún okkur svo að hún væri margbúin að bjóða okk- ur það. Áður en við fórum niður sup- um við vel á flösku því hálfdegir vorum við þar sem báða grunaði að æfintýri þetta muni enda með skelfingu. Betlarar, fakírar og fagrar konur Lífið ílndlandi varí meira iagi framandlegt fyrir sjóara frá Evrópu eins og Sveinbjörn og baróninn. Flestar ung- ar stúlkur að mestu berar Frúin talaði ensku nokkurn veginn og bæði kát og fjörug. Bar ekki á að hún hugsaði mikið um Price meðan við vorum að tala við hana, en eftir því tókum við að hún talaði við matsveininn um eitthvað sem við ekki skildum og grunaði okkur að hún hefði skipað honum að þegja um komu okkar til sín, því hann sá þegar hún bauð okkur inn í dagstofu þeirra hjóna, sem var stór og ekki óskemmtileg. Hún bauð okkur í staupinu og spurði hvers- vegna við hefðum ekki komið þegar hún benti okkur. Það sögðumst við ekki hafa þorað meðan hún var ber og báð- um hana fyrirgefa að okkur hefði orðið það á að líta yfir þakgirðing- una og hefðum ekki getað hreyft okkur úr sporunum er við sáum hennar undurfagra líkama og hefði þegar dottið í hug Eva í Para- dís. Hún brosti og sagði, að hún sæi ekkert því til fyrirstöðu að við hefðum komið niður þótt hún væri fáklædd þar sem flestar ung- ar stúlkur væru að mestu berar í Howrah og gatan væii full af þeim. ... —. Svo fórum við að taia -um hræðslu okkar við Price. Hún gaf lítið út á það, kvað hann nálega sjötugan, en hún væri aðeins 27 ára og sagði okkur að sér þætti gaman að tala við unga menn og skildum við koma aftur til sín, því sér leiddist einveran. Baróninum hefur litist vel á brjóstið Meðan á samtalinu stóð hafði hún hneppt upp kjól sínum að framan, svo að sást á brjóst henn- ar. Hún sat í hægindastól móti okkur og hefur að líkindum hneppt upp kjólnum af vana. Bar- óninum hefur litist vel á brjóst það er við sáum, því nú stóð hann upp, gekk beint til frúarinnar í húsinu og fór að strjúka það af brjóstinu sem hann náði til. Ég stóð á öndinni og datt ekki annað í hug, en að hún mundi reiðast þessum moskítóbitna vini mínum fyrir að fara að leika sér að brjósti hennar, því svo siðaður var ég þó enn, að ég vissi að þetta var móti öllum kurteisisreglum. Þetta fór þó allt á annan veg því nú hneppti frúin upp kjólnum sínum og skyrtu, svo bæði brjóst hennar voru ber og það var sjón! Okkur virtist þau stór og mikil frá þakinu en að þau væru slík, datt okkur ekki í hug. Baróninn mun hafa orðið hræddur þegar þessar kúlur ultu út úr kjólnum, því hann hætti að strjúka, en frúin sagði að hon- um væri óhætt að halda áfram. Nú fór Luditz að færa sig upp á skaft- ið og fór að kitía hana en á meðan horfði ég á og drakk romm. Svo vildi hún að ég kitlaði sig og með- an ég var að því drakk baróninn og hvíldi sig. Eins og ég hef áður um getið var megn negralykt af þessari konu og hálfbauð mér við henni, en baróninn var á góðum vegi að verða skotinn; það ályktaði ég af því að þegar við skildum við hana bað hann hana um koss og var það auðsótt mál og að endingu grúfði hann sitt afskræmda andlit milli hinna miklu brjósta og kvaðst geta dáið þannig. Að lokum þakkaði hún okkur skemmtunina og sagði mundi gefa okkur merki þegar Price væri ekki heima.“ Sumar hreyfingar hennar ekki hinar kvenlegustu Tækifæri gafst nokkrum dög- um seinna. „Einn morgun kom okkur sam- an um að heimsækja frúna, skemmta henni vel og biðja hana um sápu og fleira sem okkur van- hagaði um. Við þruftum ekki lengi að bíða, því Price fór til Calcutta snemma þann morgun. Við gáfum frúnni merki um að við kæmum og fórum þegar niður í garð til hennar og biðum þar meðan hún klæddi sig. Við vorum nú orðnir svo vanir því að sjá hana albera frá varðbergi okkar, að okkur brá ekki þótt sumar hreyfmgar hennar meðan hún fór í flíkurnar væru ekki hinar kvenlegustu þar sem karlmenn voru viðstaddir. Við fórum síðan inn í stofu og allt fór eins og áður, að öðru leyti en því að hún hneppti hún ekki kjól sínum nema um mittið, brjóstin voru ber þegar hún settist niður; við kitíuðum hana og skelltum lófunum á þau og hún hló dátt. Romm gaf hún okkur og við báðum hana um meira, því oft var þörf en nú var nauðsyn, þar sem við ætíuðum ofan að Hugli- fljóti að þvo föt okkar. Hún lét okkur hafa það sem við ^báðum um-og f-staupinu-fenguin— við svo að við vorum vel hreyfir er við skildum við hana og enn kyssti baróninn hana að skilnaði... „Okkur iðraði þess að hafa stokkið frá siðuðum mönn- um" Fáum dögum seinna bauð frú- in okkur inn til sfn til þess að sjá [helgilíkneski nokkurt] á stað sín- um í stofunni og var að því hin mesta prýði. Þetta var í síðasta sinn sem ég kitlaði hana. Hvað baróninn hefur gjört eftir að við skildum veit ég ekki..." Næst lýsir Sveinbjörn mikilli og fjölbreyttri hátíð sem þeir barón- inn fylgdust með og var sjón að sjá. Fakírar og sjónhverfingamenn léku listir sínar og ber ekki á öðru f frásögninni en að þeim félögum hafi þótt þetta hið besta mál. Eigi að síður gerðust þeir eftir á nokk- uð þunglyndir þar sem þeir sátu í herbergjum Price og hugleiddu líf sitt. „Við höfðum eignast romm- flösku um kveldið og gæddum okkur á innihaldi hennar í nætur- kyrrðinni og eftir því sem í flösk- unni lækkaði, eftir því urðum við gramari við sjálfa okkur af að hafa asnast út í ferðalag, sem aðeins færði okkur sorg, í stað þeirrar gleði, sem við bjuggumst við. Við játuðum hvor fyrir öðrum að okk- ur iðraði þess að hafa stokkið frá siðuðum mönnum, til þess að lenda á þeim stað, sem við vorum nú, einmana meðal svertingja, mörg þúsund mílur að heiman." Afdrif barónsins Nú veiktist Sveinbjörn illa og þurfti að leggjast inn á spítala. Baróninn fylgdi honum þangað. „Moskítóstungur og veggjalúsabitin sáust um allan lík- ama minn og læknirinn sagði að ég væri illa til reika ... [G]af Hindúinn mér merki að koma með sér og læknirinn ætlaði að fara, en þá bað ég hann að lofa mér að kveðja vin minn, sem biði úti og sótti hann baróninn sjálfur. Ég bað hann að skila til Price að ég væri lagstur á spítala, sömuleiðis bað ég hann að vitja um mig, heilsa frúnni o.s.frv. Síðan kvaddi ég þennan góða félaga minn, sem ég ávallt neftidi baróninn að gamni mínu, þótt hans rétta nafn væri Hermann Bierfreund eftir því sem hann sjálfur sagði og ritað var á hið lélega sjóferðavottorð hans. Við áttum marga gleðistund sam- an, meðan sól var á lofti, en á nóttunni töluðum við um raunir okkar, uppi á þaki á gistihúsi því sem er hið fátæklegasta og aumasta af öllum þeim gistihús- um sem ég hefi kynnst og eru þau þó mörg.________________________ Baróninn sá ég aldrei framar. Hann kom að vitja um mig tveim dögum síðar, en þá lá ég með óráði. Seinna heyrði ég að Price hefði skömmu „sjanghæjað" hann (neytt hann í skipsrúm) á enskt barkskip sem hét Rockrane og var ferðinni heitið til New York."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.