Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Side 36
36 LAUGARDAGUR 1. MAÍ2004 LRNDSBRNKR □ EILDIN Topplisti frá síðasta sumri Flestfengin horn IÁ 135 (7,5 í leik) Valur 108 (6,0) KR 99 (5,5) Fylkir 97 (5,4) KA 88 (4,9) Fram 88 (4,9) Þróttur 84 (4,7) ÍBV 82 (4,6) Grindavík 77 (4,3) FH 73 (4,1) © KA1989 Þjálfari Guðjón Þórðarson Fyrirliöl Erlingur Kristjánsson Markahæstur Anthony Karl Gregory 9 Sóknin 29 mörk skoruð (20. sæti*) Vömin 15 mörk á sig (12. sæti*) Markahlutfall +14(20. sæti*) Sigurhlutfall 63,0% stiga (26. sæti*) Forskot 2 stig (16. sæti*) Silfurlíð FH * Sætl meSal melstara 110 IIBa efstu delld ; 9 KR-ingurinn Þormóftur Egilsson er sá leikmaöur sem hefur spilað flesta leiki fyrir sama lið í efstu deild en Þormóður lék 239 leiki fyrir KR á árunum 1987 til 2002. Andri Marteinsson er hins vegar sá sem hefur spilað leiki fyrir flest lið en hann á leiki með sex félögum í efstu deild: KR, Vfldngi, FH, Fylki, Leiftri og Breiðabliki, alls 246 leiki. Birkir Kristinsson er sannkallaður járnmaður íslenskrar knattspyrnu en þessi 39 ára markvörður hefur leikið í efstu deild í 20 ár í sumar og hann á að baki 16 full tímabil meðal tíu bestu liða landsins. Birkir er eftir síðasta tímabil aðeins fjdrum leikjum frá því að jafna leikjamet Gunnars Oddssonar í efstu deild og ennfremur aðeins tíu leikjum frá því að verða fyrstur íslenskra knattspyrnumanna til þess að leika 300 leiki meðal þebra bestu. Það hefur verið hægt á treysta á að Birkir mæti til leiks en hann lék 198 deildarleiki í röð fyrir ÍA og Fram á árunum 1985 til 1995 og hefur leikið 288 leiki í röð hér á landi ef frá eru talin þau þrjú ár sem hann lék í Noregi og Svíþjóð. Bæði eru met í íslensku deildinni og það er von á fleiri metum í sumar. Birkir Kristinsson er á höttunum eftir öðru meti sem fellur að öllum lfldndum í fyrri umferð Landsbankadeildarinnar í sumar því hann er aðeins fjórum leikjum á eftir Gunnari Oddssyni, handhafa leikjametsins í efstu deild á íslandi. Birkir ætti að jafna met Gunnars Oddssonar gegn KR í 4. umferð en leikurinn fer fram 1. júní í Eyjum. Metið ætti síðan að verða hans sex dögum seinna þegar Eyjamenn heimsækja FH-inga í Kaplakrika og 300. leikurinn ætti að vera kominn í hús 13. júlí en þá taka Eyjamenn á móti Grind- vfldngum í 10. umferð. Fótbrot á fyrsta ári Birkir lék sína fyrstu tvo leiki í marki KA-manna sumarið 1984 en fyrsta tímabilið hans var stutt gaman því hann varð fyrir því að fótbrotna í bikaríeik gegn Val á Hlíðarenda. Birkir lék ekkert meira á tímabilinu og leiðin lá síðan upp á Akranes þar sem hann spilaði með Skagamönnum næstu þrjú U'mabil eða þar til að hann gekk til liðs við Framara 1988. Birkir átti einstakt tímabil á fyrsta ári í Safamýrinni og fékk aðeins 8 mörk á sig í 18 leikjum liðsins sem vann 16 af 18 leikjum og vann íslandsmótið að öryggi. Birkir hélt 12 sinnum Frammarkinu hreinu sem er met í tíu liða efstu deild sem stendur enn óhaggað. Tvisvar íslandsmeistari Birkir lék í átta ár með Fram og varð tvisvar sinnum íslandsmeistari (1988 og 1990) og einu sinni bikarmeistari (1989). Biridr fór í atvinnumennsku til Noregs eftir tímabilið 1995 en Framarar féllu þá úr deildinni. Fór Birkir til Brann þar sem hann var í tvö ár. Biridr var síðan eitt ár hjá Norrköping í Svíþjóð áður en hann snéri aftur heim og alla leið á æskuslóðimar í Vestmannaeyjum þar sem hann er nú að hefja sitt sjötta tímabil. Birkir á auk þess að baki 73 landslefld fyrir íslands hönd og er hann þriðji leikjahæstur ásamt Amóri Guðjohnsen en enginn annar markvörður hefur þó leikið fleiri en 41 leiki. Bjami Sigurðsson kemur Birki næstur á listanum en Birkir tók einmitt við stöðu Bjama í marki Skagamanna sumarið 1985 þegar Bjami fór út í atvinnumennsku. Birkir fetaði ennfremur aftur í fótspor Bjama þegar hann gekk til liðs við Brann tíu árum seinna en Bjarni lék þar 1985 til 1988. LEIKIR BIRKIS GEGN LIÐUM Birkir Kristinsson hefur leikið þessa 290 leiki gegn 18 liðum, flesta gegn KR eða alls 32. Birklr lék sinn fyrsta leik með KA gegn Breiðabliki á Akureyrarvelli 22. júní 1984 en hann hefur einnig leikið fyrir (A, Fram og (BV auk þess að spila erlendis frá 1996 til 1998. Leikir Birkis Kristinssonar gegn liðum: Uð Leikir Mörkásig Mörkíleik KR 32 -44 1,38 Valur 28 -36 1,38 FH 26 -36 1,38 Keflavlk 24 -31 1,29 ÍA 24 -32 1,33 Þór Ak. 20 -23 í ,15 Breiðabllk 17 -18 1,06 Fram 17 -26 1,53 Víkingur 16 -12 0,75 KA 16 -20 1,25 (BV 14 -17 1,21 Grindavík 12 -15 1,25 Fylkir 12 -17 1,42 Lelftur 8 -7 0,88 Vfðir 8 -8 1,00 Stjarnan 8 -8 1,00 Þróttur 4 -3 0,75 Völsungur 4 -3 0,75 Úrvalsdeild karla í knattspyrnu fer af stað eftir 14 daga og næstu tvær vikurnar mun DV telja niður fram að íslandsmótinu. Birkir Kristinsson hinn 39 ára markvörður ÍBV er að hefja sitt 18. tímabil i efstu deild. Hann hefur alls leikið 290 leiki í deildinni og er aðeins Qórum leikjum frá því að jafna leikjamet Gunnars Oddssonar og ennfremur aðeins tíu leikjum frá því að verða fyrstur til að leika 300 leiki. / /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.