Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Side 16
76 LAUGARDAGUR 1.MAÍ2004 Fókus JJV Davíð og Jón Baldvin mynda Viðeyjarstjórnina "Davíð Oddsson var isímanum og hann spurði hvort ég vildi verða aðstoðarmaður hans. Ég sagði nei enda taldi ég að áraiöngum ferli minum sem aðstoðarmaður ráðherra vseri lokið. Síðan fékk ég bakþanka." taugar til Davíðs en sagði honum að mér sámaði að hann vantreysti félag- inu sem ég var stjómarformaður í. Niðurstaðan mín var sú að líklega væri heppilegast að ég hætti bæði hjá Baugi og í einkavæðingarnefnd. Hann vildi að ég hætti hjá Baugi. Ég sagði honum sem var að hagsmunir mính væm á hvorugum staðnum svo miklir að ég gæti ekki hætt. Ég viMi ekki gera upp á milli Baugs og einka- væðingarneftidar. Þá vildi Davíð ekki taka ábyrgð á því að ég hætti á báðum stöðum og vildi að ég héldi áfram með einkavæðingarnefnd. Niður- staðan varð sú að ég myndi ljúka einkavæðingu Landssímans og héldi áfram á báðum stöðum. Við hétum hvor öðmm áframhaldandi stuðningi og vináttu." Uppgjör heima hjá Davíð Aðalfundur Baugs var nýafstaðinn þegar uppgjörið fór fram á heimili Davíðs. Þar hafði Hreinn verið endur- kjörinn formaður stjómar Baugs til árs. „Mér fannst vera útilokað að ég segði af mér undir þeim kringum- stæðum. Mér rann blóðið til skyld- unnar enda hafði samstarf mitt við stjórn og eigendur fyrirtækisins verið með miklum ágætum. Ég afturkallaði afsögn mína hjá einkavæðingamefnd og hélt áfram á báðum stöðum." Allt virtist vera komið í lag eftir fundinn með Davíð. Framundan vom erfiðir tímar þar sem reynt var að selja Landssímann en tókst ekki. Hreinn stóð fastur fyrir og neitaði að lækka verðið á fyrirtækinu þrátt fyrir mikinn þrýsting. „Davíð reyndist mér mikill haukur í horni og við vomm samstiga í því að lækka ekki verðið og fresta síðan söl- unni eftir þær breytingar sem urðu við árásirnar á Tvíburatumana 11. september 2001." Það sem eftir lifði ársins 2001 ríkti friður á milli Davíðs og Hreins. En árið 2002 fór allt á annan endann. „Strax eftir áramótin komu nýjar tölur um verðþróun á matvörumark- aði. Ég var staddur í forsætisráðu- neytinu þegar Ólafur Davíðsson kom með nýjar tölur sem vöktu áhyggjur um að rauðu strikin varðandi kjara- samninga vorið 2002 myndu ekki nást. Á fyrsta degi eftir jólaleyfi al- þingismanna, 23. janúar, tók Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingar, til máls og manaði Davíð upp í umræðu um Baug sem ég fann mig knúinn til að svara sem stjórnarfor- maður. Ég svaraði í Morgunblaðsvið- tali daginn eftir, átti ekki annan kost, en var þar með kominn í mjög erflða stöðu og farinn að munnhöggvast við forsætisráðherra sem ég var í nánu samstarfi við í öðru máli. Ég var milli steins og sleggju og óskaði eftir því að hitta Davíð strax en þá var hann far- innaflandibrott." Ólafur ráðuneytisstjóri hafði um það milligöngu að þeir Davíð og Hreinn myndu hittast í London þar sem forsætisráðherra var þá staddur. Hreinn flaug til Englands, þremur dögum eftir umræðurnar á þingi, og einn afdrifaríkasti fundur seinni tíma var í uppsiglingu. Hótelíbúð forsætis- ráðherra í London var vettvangurinn en fundurinn komst þó ekki í hámæli fyrr en ári síðar. Davíð og Hreinn hitt- ust á Mayfairee House-hótelinu í Mayfairhverfinu í London laugardag- inn 26. janúar 2002. „Ég sagði við Davíð að því miður væri staðan orðin þannig að ég yrði að taka staf minn og hatt. Þarna kom enn upp hugur Davíðs til Baugs. Við sátum einir í íbúð Davíðs og hann lýsti áhyggjum sínum af samvinnu Baugs og Nordica sem hann þrætti síðar fýrir að hafa nefht. Davíð nefndi þar Jón „Gerhard" sem átt hefði í vafasömum viðskiptum við stjórn- endur Baugs. Þetta var afar kurt- eislegt samtal og við kvöddumst með virktum. Undirliggjandi var viss sökn- uður vegna þess í hvaða stöðu við vomm komnir. Mér fannst ég ekki eiga neina aðra kosti en hætta í einka- væðingarnefnd." Þegar Hreinn var á fömm bauð Davíð honum til kvöldverðar. „Ég varð dálítið undrandi yflr boðinu þar sem ég hélt að þetta væri okkar síðasti fundur. Við mæltum okkur á mót á hótelinu seinna um dagirm og síðan fómm við á kínverska matstaðinn Kai og áttum þar saman góða kvöld- stund." Eftir kvöldverðinn stakk Davíð upp á því að þeir fengju sér drykk að skilnaði á hótelherbergi Davíðs. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs, var með honum. „Þar fór ffam þessi umræða um mútur og Davíð kom aftur að máii Nordica og þeim sögum sem í gangi væm og ég fann að það var þung und- iralda í málinu. Þá sagði ég honum að sagðar væm ljótar sögur um hann lflca og óvarlegt að treysta öllu sem sagt væri um menn. Eg benti á að það þyrfti að rannsaka hvað væri að baki sögunum. Þetta var ekki riftildi heldur vom þarna vinir að kveðjast. En ég var áhyggjufullur vegna ummæla Davíðs." A mánudeginum eftir heimkom- una átti Hreinn fund með einkavæð- ingamefnd og sagði þeim frá afsögn sinni og sendi út fféttatilkynningu sem birtist í Morgunblaðinu. Hreinn segir að ávirðingar Davíðs á hendur Baugi hafl verið sér umhugsunarefni. Hann átti á þriðjudeginum fund með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra, Jóhannesi Jónssyni stjómarmanni og Tryggva Jónssyni, aðstoðarforstjóra Baugs, þar sem álcveðið var að fela endurskoðanda fýrirtækisins að fara ofan f tengsl Nordica og Baugs. Áður hafði Hreinn hitt endurskoðandann óformlega og greint honum ffá mála- vöxtum. „Ég var kallaður í forsætisráðu- neytið þegar Davíð kom heim nokkmm dögum síðar. Við ræddum þessi mál og stöðu einkavæðingar Landssímans. Þetta var vinsamlegur fundur og hann samþykkti afsögn mína frá og með tilteknum degi, hálf- um mánuði síðar. Seinna fékk ég bréf ffá honum þar sem mér vom þökkuð störf í þágu einkavæðingarnefhdar og rfldsstjómarinnar. Þessi samskipti báru engan keim af því að alvarlegir hlutir hefðu átt sér stað í London á milli okkar." Davíð styggist Um þetta leyti dundu hneykslis- málin á Landssímanum. í ljós kom að Friðrik Pálsson stjórnarformaður hafði verið í viðskiptum með fyrirtæki sitt Góðráð og þegið laun þar auk hefðbundinna launa. Þá var upplýst um @IP-Bell fjárfestinguna sem Síminn hafði tapað hundmðum milljóna á. Hreinn segist hafa fallist á að fara í viðtal við fjölmiðla um einkavæðingarmál Landssfmans og þar lét hann ýmislegt flakka. „Þessi viðtöl fóm fyrir brjóstið á Davíð." Eftir heimkomuna frá London gerði Hreinn stjórn Baugs grein fyrir því að ástæða væri til að vera á varðbergi gagnvart forsætisráðherra og að ekki kæmi á óvart þótt yfirvöld hefðu afskipti af fyrirtækinu. „Um þetta urðu miklar umræður og allir stjórnarmenn deildu með mér áhyggjum. Úttektin á Baugi leiddi í ljós ýmislegt sem var leiðrétt og lagfært. Ég ákvað innra með mér að þetta starf mitt væri orðið mér svo dýrkeypt að best væri að ég hætti líka hjá Baugi. Ég samdi við félaga mína um að halda áffam lögfræðistörfum fyrir þá og eiga í samstarfi við þá á þann hátt. Á aðalfundi Baugs í maí 2002 hætt'i ég sem stjórnarformaður og fór úr stjórninni." Tíðindalítið var næstu mánuðina. En í lok ágúst 2002 réðst lögreglan til inngöngu í höfuðstöðvar Baugs og gerði upptæk gögn í leit að sönnunum fyrir því að forráðamenn fyrirtækisins hefðu dregið sér fé. Þetta var gert á grunni upplýsinga frá Jóni Gerald Sullenberger, eiganda Nordica, sem lýsti sínum þætti í að koma undan peningum í þágu Tryggva Jónssonar, forstjóra Baugs, og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. „Þegar innrásin var gerð á grundvelli ásakana Jóns Geralds Sullenbergers, þess sama og Davíð kallaði Jón Gerhard í London, rann mér blóðið til skyldunnar og ég hellti mér í alefli í vörnina fyrir félagið. Baugur er almenningshlutafélag og þessi atburður varð félaginu dýrkeyptur þar sem stjómendur stóðu í miðjum samningaviðræðum um kaup á Arcadia, verslunarfyrirtækinu í Bretlandi. Þessi aðgerð yfirvalda var með afar einkennilegum blæ." Bolludagsmálið Hreinn heyrði ekkert ffá forsætis- ráðherra fyrr en í febrúar árið 2003. Þá hafði Fréttablaðið birt hluta úr fundargerðum stjórnar Baugs sem lýstu ótta stjórnarmanna við að for- sætisráðherra myndi beita félagið of- beldi. Fréttin birtist á laugardegi en á mánudeginum steig Davíð Oddsson ffam á sjónarsviðið og lýsti því að á fundinum í London hefði Hreinn sagt sér að Jón Ásgeir hefði gælt við þá hugmynd að múta sér með 300 millj- ónum króna til að hann hyrfi úr for- sætisráðuneytinu. Davíð sagði ekki frá þeim hluta samtalsins sem snéri að orðróminum um að deCode hefði þegar borið á hann fé. Hreinn var staddur í London þegar forsætisráð- herra opnaði sig um þessi mál. „Á mánudagsmorgninum töluð- umst við Davíð í síma. Hann var þá leið í morgunþátt rfldsútvarpsins og var mikið niðri fyrir. Hann sagðist ætla að segja frá mútumálinu. Ég sagði honum að hann gæti ekki stillt málinu þannig upp heldur yrði að segja frá því sem á undan fór varð- andi deCode. Öðruvísi væri þetta ekki rétt framsetning þar sem Jón Ásgeir hefði sett þetta fram í hálfkæringi. „Þú segir þetta núna," svaraði Davíð en ég ítrekaði að ég hefði alltaf sagt þetta með þessum hætti. Hann gaf sig ekki og ég sagði honum þá að færi hann fram með þetta svona þá yrði ég að eiga næsta leik og segja söguna „Á mánudagsmorgnin- um töluðum við Davíð í síma. Hann varþá leið í morgunþátt ríkis- útvarpsins og var mik- ið niðri fyrir. Hann sagðist ætla að segja frá mútumálinu. Ég sagði honum að hann gæti ekki stillt málinu þannig upp helduryrði að segja frá því sem á undan fór varðandi deCode. Öðruvísi væri þetta ekki rétt fram- setning þar sem Jón Ásgeir hefði sett þetta fram í hálfkæringi. „Þú segir þetta núna" svaraði Davíð en ég ít- rekaði að ég hefði alltafsagt þetta með þessum hætti." eins og hún horfði við mér.“ Davíð sagði söguna í sinni útgáfu í morgunþættinum og næstu dagana geisaði sannkallað fjölmiðlafár þar sem mútumálið yfirgnæfði allt. Hreinn fylgdist með framvindunni ff á London. Hann svaraði Davíð í þætt- inum ísland í bítið og lýstiþví að í ff á- sögn Davíðs væri málum gjörsamlega snúið á haus. Hreinn mótmælti þeim atriðum sem Davíð hafði sagt ósatt um eins og varðandi það að hann hefði ekki sagt af sér í einkavæðingar- nefnd á fundinum í London. Seinna kom á daginn að Morgunblaðið hafði birt yfirlýsingu um þetta atriði þar sem dagsetningin passaði við ffam- burð Hreins. Þá lýsti Hreinn því að hann hefði ýmislegt í pokahominu sem hann myndi segja ffá þegar hann kæmi heim frá London. „Þetta var mjög ójafn leikur. Ég var óbreyttur þjóðfélagsþegn sem stóð mjög höllum fæti þar sem formaður stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar með allar sínar herdeildir að baki tal- aði til mín úr háu embætti forsætis- ráðherra. Ég upplifði það þannig að hann hefði gert atlögu að æm minni til að skapa stöðu í þeirri pólitísku valdabaráttu sem þá var í algleymingi í aðdraganda kosninga." Hreinn hafði ætlað sér að svara Davíð fullum hálsi þegar hann kom heim frá London. Þegar fjölmiðlafárið geisaði eftir að Davíð lýsti mútu- áformunum vom vaxandi áhyggjur á meðal sjálfstæðismanna af stöðu mála. Þar gekk maður undir manns hönd til þess að bera klæði á vopnin og semja um vopnahlé á milli Davíðs og Hreins. Eftir nokkra umhugsun segist Hreinn hafa ákveðið að fallast á það. „Ég las það í dagblaði á leiðinni heim með flugi að Hreinn Loftsson, óbreyttur borgari, væri á leiðinni heim. Þá ákvað ég að segja ekki meha að sinni. Ég afféð að halda mig til hlés af þeim sökum að kosningar nálguðust. Ég vildi ekki verða leiksoppur í því örlagaspili og hjálpa Samfylkingunni að ná völdum. Um- hverfið var orðið gjörsamlega galið og umræðan var orðin óskiljanleg og gat ekki leitt til vitrænnar niðurstöðu. Saumaklúbbar tókust á um það hvor okkar segði satt og allir höfðu skoð- anir. Skoðanakönnun hafði verið gerð um það hvor hefði rétt fyrir sér, ég eða Davíð, en sannleikurinn mælist ekki í slflcum könnunum. f svona stöðu hlýtur óbreyttur borgari að standa mjög höllum fæti gegn for- sætisráðherra. Ég gat ekki haldið áfram að tönnlast á málinu og ákvað því að nóg væri komið og slökkti á sviðsljósunum í þessu leikriti. En það er skoðun mín að forsætisráðherra hafi gert mikil mistök með því að fara fram með þetta mútumál. Flokkur- inn tapaði 7,5 prósentum í kosning- unum." Hreinn gaf þá yfirlýsingu við heimkomuna til fslands að hann styddi Sjálfstæðisflokkinn áfram. „Ég vildi rétta fram sáttarhönd og ekki verða til þess að koma að stjórn- málaflokkum sem ég hafði ekki trú á. Því fór fjarri að ég vildi vera einhver örlagavaldur. Þegar upp er staðið ffá þessu máli hefur hvorugur aðilanna grætt og Sjálfstæðisflokkurinn fékk skell í kosningunum. í frásögn Dav- íðs eru veigamiklir brestir en í svona deilu er enginn einn sigurvegari. Þótt ég hafi haldið til haga því sem satt var og rétt þá leiðir það ekki til sigurs." Agi í herbúðum Hreinn segir Sjálfstæðisflokkinn vera á villigötum þar sem lýðræðisleg umræða þrífist ekki þar eins og áður fyrr. „Valdinu er beitt með þeim hætti að mér hefur blöskrað. Það hefur ágerst sem ég hafði séð áður og stjórnarhættirnir einkennast í sí- auknum mæli af því að enginn þor- ir lengur að tala hreint út um hlut- ina við Davíð Oddsson. Hann er augsýnilega farinn að krefjast skil- yrðislausrar hlýðni. Fyrir seinustu kosningar kom upp orðatiltækið að „það yrði að vera agi í herbúðun- um.“ Ég get hvorki litið á þjóðfélag- ið né Sjálfstæðisflokkinn sem ein- hverjar herbúðir. Mér finnst að þetta agasjónarmið sé orðið mjög ríkjandi í Sjálfstæðisflokknum og að ekki séu lengur leyfð nein skoðana- skipti sem eru hreyfiafl framfara. Það næst enginn árangur í þjóðfé- lagi þar sem gagnrýni er bönnuð. Þjóðfélagsgerð á Vesturlöndum er sprottin upp af gagnrýni." Hann segir að þrátt fyrir viðskiln- aðinn við Sjálfstæðisflokkinn þá sé hann ekki hættur í stjómmálum. „Ég er mikill áhugamaður um stjórnmál og mun með einum eða öðrum hætti beita mér áfram fyrir breytingum en það er ljóst að það verður ekki á vettvangi Sjálfstæðis- flokksins." Hreinn hefur áður vísað til þess að ógnarstjórn sé við lýði undir forsæti Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að sér lfld illa stjórnunarstfll forsætisráð- herra og þeirra sem honum standi næst eins og hann hafi þróast. Þar til- greinir hann sérstaklega Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóra flokksins. „Davíð er í slæmum félagsskap þessara manna." Þá segist Hreinn ekki hafa trú á þeirri nýju kynslóð sem komið hefur inn á þing undir merki flokksins. Hann vill ekki tjá sig um það hvar hann hyggist hasla sér völl í stjóm- málum. „Það er full þörf á því að skapa gmndvöll til að hleypa nýju blóði inn ístjómmálin. EfgamliAlþýðuflokkur- inn væri enn við lýði þá myndi ég halla mér að honum." rt@dv.is Tekið skal fram að Hreinn Loftsson er stjórnarformaður Baugs sem á hlut í Norðurljósum. Norðurljós eiga Frétt ehf. sem á DV. Hreinn aðstoðarmaður „Davið hafði mig með íráðum iþeim málum sem voru ídeiglunni hverju sinni.Á landsfundum kom ég gjarnan að textastörfum í kringum ályktanirog annað. Þá kom ég að myndun rlkisstjórna og tók þátt I að semja stefnuyfirlýsingu þeirra. Þó kom, ég ekkert nálægt þeirri seinustu. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.