Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 1. MAl2004 Fréttir DV Kári Guðmundsson var fundinn sekur um að hafa misnotað sex ára frænku sína. Hann var hins vegar sýknaður vegna fimmtán ára fyrningarreglu. Móðir Kára seg- ir hann yndislegan dreng og hvers manns hugljúfa. Kári vildi ekki tjá sig um mál- ið. Herdís Hallmarsdóttir, réttargæslumaður stúlkunnar, íhugar að stefna ríkinu vegna málsins. .......■íSm venna barnamðings Hið litla samfélag á Bolungarvík er í uppnámi eftir að Hæstirétt- ur staðfesti sýknudóm yfir Kára Guðmundssyni. Talið var sann- að að Kári hefði ítrekað misnotað litlu frænku sína. Brotin teljast öll alvarleg. Þau voru framin á heimili Kára þegar stúlkan var að- eins sex ára. Meðal þess sem Kári gerði var að neyða hana til að horfa á klámmyndir og sleikja kynfæri hans. „Hann er alveg yndislegur drengur -hvers manns hugljúfi," segir móðir Kára, en hann er á fimmtugsaldri. Hún segir málið hafa fengið afar mik- ið á fjölskylduna en vildi ekki tjá sig um brot sonar síns, sagði einfaldlega: „Við erum öll í lausu lofti héma." Hvílt í þögninni Mikil reiði greip um sig eftir að mál Kára kom fyrir Héraðsdóm Vest- fjarða og hann var sýknaður vegna fymingar. Rannsóknaraðilar vom gagnrýndir fyrir seinagang. Jónas Guðmundsson, sýslumaðurinn í Bol- ungarvík, telur ekki að sá seinagangur hafi spillt málinu. „Það er því ákveðið afrek að fá manninn sakfelldan þó honum hafi ekki verið gerð refsing," segir Jónas. Réttargæslumaður stúlkunnar, Herdís Hallmarsdóttir, benti ítrekað á að rannsóknin tæki of langan tíma. Hún hefur nú opnað fýrir þann möguleika að fara í skaðabótamál við ríkið vegna málsins. Laufey Jónsdóttir er formaður Bamavemdamefndar á norðanverð- um Vestfjörðum. Hún segist vera afar undrandi yfir þessu máh „Mér finnst að þetta ætti ekki að vera svona," seg- ir Laufey. „Það er ótækt að menn sleppi vegna þess að mál em orðin of gömul." Laufey segir það einnig mikilvægt að samfélagið taki á þessum hlutum og hylmi ekki yfir. „Það má ekki láta svona mál hvfla í þögninni," segir hún. Nýtur þjóðfélagsþegn Mál Kára hefur verið á vitorði bæj- arbúa í mörg ár. Nágranni Kára segir að flestir hafi einfaldlega beðið eftir að þetta kæmi upp á yfirborðið. Þá segir ung stúlka í bænum að krökkun- um finnist hann ógeðslegur; þau forðist hann og vilji helst ekki vera í heita pottinum með honum. „Það má ekki láta svona mál hvíla í þögninni „Já, en - hann er bara nýtur þjóð- félagsþegn," segir Kristján Amarson, sem rekur fýrirtældð Djúpmar og er vinnuveitandi Kára. „Eg hef ekkert upp á þennan mann að klaga og hann stendur sig vel f vinnu." Kári vinnur ásamt Kristjáni við fisk- vinnslu en á árum áður ók Kári flug- rútu bæjarins; er enn titlaður í síma- skránni sem hópferðabflstjóri. Árið 2000 sagði Flugfélag íslands upp samningi við hann um akstur flugrút- unnar. Menn segja það einkennandi fýrir Kára að hann gafst ekki upp held- ur hélt akstrinum áfram á eigin vegum. Kennarar fylgjast með Við hfiðina á húsi Kára er Grunn- skóli Bolungarvflcur. Anna Guðrún Edvardsdóttir, skólastjóri, segir Kára ekki hafa valdið nemendum skólans neinum vandræðum. „Ég held að ef eitthvað eigi að gera þá verði hver kennari að tala við sinn bekk," segir Anna, „og svo verða foreldrar einfald- lega að tala við krakkana sína." Soffia Vagnsdóttir, bæjarfulltrúi á Bolungarvík, segir að mikil sorg ein- kenni þetta mál en það sé lítið sem bæjarstjómin sem slflc geti gert. „Ekki getum við breytt lögunum," segir hún. Soffia segir einnig að maður sé alinn upp við það að vera ábyrgur gjörða sinna. „Þegar löggjafinn grefur undan því er náttúrlega eitthvað að," bætir hún við. Ekki á dagskrá Af viðtölum við bæjarbúa má sjá að þrátt fýrir dökka fortíð Kára bera flestir honum góða söguna. Honum er lýst sem hjálpfúsum manni, dug- legum og ósérhfifhum. Skoðanir eldri kynslóðarinnar em samt ekki á sömu línu og krakkanna. Þau forðast sam- neyti við Kára - vilja til dæmis ekki vera í sundi á sama tíma og hann. Ástæðuna segja krakkamir vera að Kári sé svo „ófriður" eða „ljótur." En oft er sagt að það sé enginn ljótur nema hann hafi gert eitthvað ljótt. Brot Kára figgur ljóst fyrir. Héraðs- dómur taldi hann sekan. En vegna lagaákvæða gengur hann laus. Þegar DV hafði samband við Kára vildi hann ekkert tjá sig um máfið. „Þetta er ekki á dagskrá," sagði hann og skellti á. simon@dv.is Einræður Svarthöfða Þingvellir milljarða virði „íslenska þjóðin á Þing- velli. Þar er ekkert til sölu," segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra, sem jafnffamt situr í Þingvalla- nefnd. Miklar deilur hafa staðið milfi þjóðkirkjunnar og ríkisins varðandi eignarhald á Þingvöllum. Guðni segir Þingvelli vera sameign allra íslendinga en mikilvægt sé þó að þar sé öflugt prestakall. Þingvellir eru afar verðmætt svæði og kannski ekki að undra að ýmsir sækist eftir eignar- haldi á því. Guðni segir Þingvelli vera milljarða virði - dýrasta svæði ver- aldar. Kirkjan eigi hins veg- ar ekki að láta detta sér í hug að hún eigi staðinn - hann sé eign þjóðarinnar. Alþingi nið- urlægt Jóhanna Sigurðar- dóttir sakaði viðskipta- ráðherra um ósvífni og niðurlægingu við Alþingi í umræðum í gær. Orða- skiptin komu eftir að til- kynnt var um þá ákvörð- un Valgerðar Sverris- dóttur að gefa ekki upp niðurstöður nefndar sem hún skipaði til að fara yfir samkeppnislög- in. Nefndin skilaði af sér fyrir um þrem mánuð- um og hefur málið verið til meðferðar hjá rflds- stjóminni síðan. Sam- fylkingin hefur farið fram á að fá skýrsluna en verið hafnað með tilvís- un til upplýsingalaga. Málað fyrir stórmenni Forseti fslands, biskup fslands og nokkrir ráðherrar ætía að leggja leið sína til Akureyrar og Dalvflcur (dag. Á Dalvík er haldið upp á 120 ára afmæli Sparisjóðs Dal- vflcur. Vegna heimsóknar- innar var settur á laggimar áhugamannahópur um að fegra bæinn. í forsvari fyrir hópinn er Júlíus Júlíusson, skipuleggjandi stóra fiski- dagsins. Júlíus segir mark- miðið vera að gera inn- keyrsluna inn í bæinn feg- urri - mála gömul hús, sópa götumar og taka til í görð- um. Hann segir bæjarbúa hafa tekið vel í þetta. Mikil- vægt sé að bærinn verði sem fallegastur þegar stórmenn- in komi í heimsókn. Svarthöfði hefur alltaf haft hina megnustu andúð á því að annað fólk taki fram í fyrir honum. Hann er þannig að hann færi nú varla að opna munninn nema til að segja eitthvað merkilegt, og því varðar al- mannaheill að enginn annar sé til að tala frá honum tíma eða tmfla hann á nokkurn hátt. Ef Svarthöfði færi í sjónvarp með sinn boðskap, sem samkvæmt fyrri skilgreiningu yrði merkilegur, væri fásinna að einhver annar þvældist fyrir. Aukin- heldur er Svarthöfði þeim eiginleik- um gæddur að hafa ómþýða rödd. Það er satt og rétt. Þess vegna varðar almannaheill að hún hljómi. Hann heldur ekki vatni yfir þeim aðferð- um ástkæru og umhyggjusömu leið- toganna sem vilja ekki mæta í sjón- varpsþætti ef aðrir eru að flækjast fyrir með önnur sjónarmið. Halldór Ásgrímsson vildi ekki mæta í Kastíjósið ef össur Skarphéðinsson væri þar. Ákvörðunin er skiljanleg og varðar almannaheill. Hinn mildi Halldór hefur róandi rödd en Össur skræka. Líka Steingrímur J. Menn virðast geldast í stjórnarandstöðu. Hver þekkir ekki þá deyfð sem kem- ur yfir menn ef þeir fá ekki action. Þá er ljóst að Halldór vill festa í sessi lýðræðislega umfjöllun og því er rétt að hans rödd fái að hljóma óáreitt. Svarthöfði hefur í smíðum bréf til Svanhildar í Kastíjósinu þar sem hann mun fara ff am á að mæta í þátt hennar. Hann fer fram á að þáttur- inn verði myndbundinn fyrirfram, svo hann geti skoðað hverju verði sjónvarpað. Þátturinn verði tekinn upp seint að kveldi. Þá verði til reiðu barmafull rauðvínskarafla og tvö staup. Svart höfuð Svarthöfða mun fara vel með ljósum lokkum Svan- hildar. Tunglsskinssónatan eftir Beethoven verði kölluð fram úr vín- il. Svanhildur íklæðist netsokkabux- um, þar ofar blökku pilsi og samlitri peysu. Svarthöfði mætir aleinn. Svarthöíði Hvernig hefur þú það' „Ég hefþaö alveg bærilegt þó að fjölmiölafrumvarp ríkisstjórnarinnar sé aö angra mig I vinnunni. Ég er hins vegar aö koma afæfingu og hefstyrkt skrokkinn vel og tekiö á þannig að mér llður vel núna,“segir Siguröur G. Guöjónsson, forstjóri Islenska úrvarps- félagsins. Hann segist ekki trúa því aö óreyndu að frumvarpiö fari óbreytt I gegn um þingiö.„Ég erekki i minnsta vafa um að eitthvað sé aö þessu fólki efþannig fer/'segir Sigurður og spyrhvort menn átti sig ekki á að þeir séu meö þessu að ganga milli bols og höfuös á fyrirtæki í fullum rekstri þar sem fjöldi manns séu í vinnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.