Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 1. MAÍ20040 Fréttir DV Dyrhólaey lokuð Umhverfisstofnun hefur með vísan til heimildar um friðlýsingu Dyrhólaeyjar óskað eftir að Sýslumaður- inn í Vík loki Dyrhólaey á tímabilinu 1. maí til 10. júní 2004, þó með þeim skilyrð- um að „eigendur og ábú- endur hafi frjálsan aðgang fyrir sig og sína gesti. Eftir- litsmaður á vegum Um- hverfisstofnunar mun kanna aðstæður fyrir 10. júní og leggja mat á það hvort þá sé unnt að opna fyrir almenna umferð út í Dyrhólaey, þ.e. Háey. Lok- unin er gerð að ósk hluta nytjaréttarhafa. KB banki hagnast erlendis Afkoma KB banka á Norðurlöndunum hefur aldrei verið betri. Miklu munar um afkomubata í Svíþjóð en einnig gekk vel í Finnlandi. Minni einingar bankans í Færeyj- um, Danmörku og Noregi skipta litíu máli í stóru myndinni en almennt eru jákvæðar fréttir af starfseminni að fá - enn gengur þó illa hjá Kaupthing New York. Á kynningarfundi í gær- morgun kom fram ánægja með reksturinn í Lúxemborg og Englandi og stefnt að frekari ytri vexti í Danmörku, Finn- landi, Lúxemborg og Englandi á næstunni. Tsjad vígbýst við Súdan Afrikuríkið Tsjad hefur sent hermenn að landa- mærunum við Súdan í kjöl- far átaka milli hermanna landanna tveggja. Átökin urðu þegar arabískir skæruliðar fóru rænandi og ruplandi inn í Tsjad og voru eltir af þarlendum hermönnum aftur inn í Súdan. Þar mættust her- sveitír landanna. Yfir hund- rað þúsund flóttamenn hafa komið frá Darfur-hér- aðinu í Súdan inn í Tsjad, en átök blossa reglulega upp í héraðinu. „Ég stend I ströngu viö aö undirbúa fiskidaginn mikta hérd Dalvlk. Þó aðhann veröi ekki fyrr en 7. ágúst þá er allt komið á fulla ferö. Svo skemmti ég á árshátíðum um helgarog ferreglu- lega með hópa i óvissuferðir. Maður er auðvitað líka I leikfé- laginu. Var fyrrum formaöur. Nú nálgast þing bandalags Is- lenskra leikfélaga sem haldin verður 19-21 maí.Samhliöa þinginu verður einþáttungs- hátlð en ég er einmitt að klára einn slfkan. Maður dundar við sitt lítiö af hverju." Landsíminn Alþingismenn vilja breyta lögum til aö koma í veg fyrir að sakleysingjar lendi í steininum. Dómstólar margfalda sektarupphæðir vegna vörslugjalda jafnvel þótt engu sé leynt. Einar K. Guðfinnsson alþingismaður vill breyta ósanngjörnum lögum. Fruravarpio er ekki til verndar skattsvikurum „Astæðan fyrir að ég hafði forgöngu um þetta mál var sú að ég taldi lögin, eins og þau eru í dag, vera ósanngjörn," segir Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, um frumvarp sem gerir ráð fyrir að milda viðurlög þegar um er að greiða van- greitt vörslufé. Einar K. er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem ætlað er að forða þeim sem samviskusamlega hafa sent inn skilagreinar um vörslugjöld en geta síðan ekki staðið í skilum þegar fyrirtæki þeirra fer í þrot. „Lögin setja undir sama hatt hreina og beina skattsvikara og þá sem vegna fjárhagslegra erfiðleika geta ekki staðið skil á vörslufé. Sannleikurinn er sá að í slíkum til- vikum eru menn yfirleitt að berjast fyrir lífi fyrirtækja sinna og setja sjálfa sig oft í miklar íjárhagslegar ábyrgðir og eru ekki í neinum fær- um til þess að greiða þessi vörslu- gjöld ef illa fer í fyrirtækjunum. ör- lög þeirra eru þess vegna oft þau að lenda í fangelsi," segir hann. DV greindi í gær frá máli verk- taka sem ekki fékk greitt fyrir stór- verkefni en kaus að standa í skilum við undirverktaka sína í stað þess að greiða vörslugjöldin strax. Fyrir- tæki hans varð gjaldþrota og 10 milljóna króna vörslugjöld voru þar með í uppnámi. Maðurinn var dæmdur til að greiða 20 milljónir króna eða sitja að öðrum kosti í „Mér er ómögulegt að skilja að það þurfi að beita fangelsishótun- um til þess að inn~ heimta slík gjöld". fangelsi £ 10 mánuði sem verður að öllum líkindum niðurstaðan. „Ég hef fengið mikil viðbrögð út af þessu máli sem hefur sannfært mig enn um að það er mikli þörf á að breyta þessum lögum. Eg tek skýrt fram að eftir sem áður hafa skattayfirvöld ótal úrræði til að inn- heimta vangreidd vörslugjöld. Mér er ómögulegt að skilja að það þurfi að beita fangelsishótunum til þess að innheimta slík gjöld. Ríkið hefur alltaf mestu möguleikana á að ná Einar K. Guðfinnsson alþingismaður Fyrsti flutningsmaður frum- varps sem ætlað er að milda refsingar gagn- vart þeim sem lenda í vandræðum með að greiða vörslugjöld án þess að ásetningur sé uppi um slikt. sínum sköttum, til dæmis með því að loka fyrir- tækjunum ef annað dugar ekki. Þetta er ekki frumvarp til að vernda skattsvikara eða þá sem vísvitandi reyna að koma sér undan því að borga," segir Einar K. Að frumvarpinu standa þingmenn allra flokka en ólíklegt er að það verði samþykkt á þessu þingi sök- um anna vegna íjölmiðla frumvarps og fleiri mála. Einar Krist- inn segist að því gefnu taka mál- ið upp á þingi í haust. rt@dv.is Skuldafangelsi Mörg dæmi eru um að einstaklingar hafi verið dæmdir I fangelsi vegna vörslugjalda sem þeir gátu ekki greitt en höfðu enga tilraun gert til að ieyna. Umræður um framtíð varnarliðsins Spark í aftur- enda Tveir tvítugir piltar hafa verið dæmdir í eins mánaðar skilorðs- bundið fangelsi fyrir að ráðast að jafnaldra sínum í Garðabæ með höggum og spörkum. Fórnar- lambið hlaut mar og áverka í andliti, mar á brjóstkassa, neðan- verðu baki og mjaðmgrind en árásarmennimir spörkuðu í aft- urenda piltsins eftir að hann var fallinn í jörðina. Annar árás- armannanna var síðan dæmdur ásamt þriðja manninum fyrir að hafa stolið að minnsta kosti 38 þúsund krónum úr söfnunarbauk Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Síðan var einn mannanna dæmd- ur fyrir að hafa haft lítilræði af hassi í fómm sínum. Þeir játuðu allar sakir. Vilja friðarskóla og Evrópumenn Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði á Alþingi í gær að stjórnvöld séu ekki á hnjánum gagnvart Bandaríkjunum um áframhaldandi vem varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. í utandag- skrárumræðum var ríkisstjórnin gagnrýnd harðlega vegna þeirrar miklu óvissu sem ekki síst ríkir á Suðurnesjum um framtíð her- ___________________________ stöðvarinnar og þar með atvinnu Halldór Ásgrímsson ut- Magnús Þór Hafsteins nær 800 starfsmanna varnarliðs- anrlkisráðherra Það son Það á að leita til ann- ins. liggurenginn á hnjánum. arra en Bandarikjamanna Steingrímur J. Sigfússon hóf umvarnir. umræðuna og sakaði ríkisstjórn- ina um þráhyggju gagnvart því að herinn væri smátt og smátt að fara. Hann krafði ráðherra svara um hvað ætti að gera gagnvart 4% at- vinnuleysi á Suðurnesjum. Stein- grímur taldi að taka ætti upp við- ræður við Bandaríkjamenn um „að- lögunargreiðslur", eins og þekktist vegna samdráttar bandaríska hers- ins á meginlandi Evrópu. Gunnar Örlygsson benti á að mikil tækifæri blasi við sem ekki nýtast vegna aðgerðarleysis stjórn- valda. Hann spurði meðal annars hvort stjórnvöld vissu af áhuga flug- virkja á að fá flugskýli númer 885 til afnota, hvort menn væru að sofa á verðinum, t.d. gagnvart því að taka að sér viðhald flugvélaflota NATO. Magnús Þór Hafsteinsson hvatti stjórnvöld til að snúa sér frá viðræðum við Bandarfkin en taka þess í stað upp viðræður við aðrar þjóðir í NATO, sem sé í Evrópu, um varnir landsins. Jón Bjarnason kom með þá athyglisverðu tiJlögu að kanna hvort koma mætti fýrir Friðarháskóla Sameinuðu þjóð- anna á Suðurnesjum. Stjórnarsinnar vörðu utanríkis- ráðherra, en þó sagði Magnús Stef- ánsson þá óvissu sem uppi er vera óþolandi. Utanríkisráðherra sagði miður að þurfa að bíða enn um sinn eftir frekari viðbrögðum frá Banda- rískum stjórnvöldum - en hafnaði því að málið mætti leysa með friðar- háskóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.