Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Síða 33
DV Fókus LAUGARDAGUR 1.MAÍ2004 3i „Mamma og pabbi, sem lést á síðasta ári, hafa mik- ið verið með strákana frá því að þeir fæddust. For- * eldrar mínir voru komnir á eftirlaunaaldur þegar þeir komu í heiminn og þau hafa alltaf verið þeim afar náin og góð og fyrir það er ég mjög þakklát." þátttökuna, eins og gengur. „Ég er svo heppin að eiga stóra og góða fjöl- skyldu sem hefur alltaf verið tilbúin til að hlaupa undir bagga þegar mikið er að gera. Mamma og pabbi, sem lést á síðasta ári, hafa mikið verið með strákana frá því að þeir fæddust. For- eldrar mínir voru komnir á eftir- launaaldur þegar þeir komu í heim- inn og þau hafa alltaf verið þeim afar náin og góð og fyrir það er ég mjög þakklát." en öðrum heyri ég sjaldnar í. Það er eins og gengur í systkinahópi." Tók þrjátíu ár að ganga í stjórnmálaflokk Það tók Bryndísi þrjátíu ár að ganga í stjórnmálaflokk en hún hafði alltaf verið vinstrisinnuð. Það lá því beinast við að ganga í Alþýðubanda- lagið sem síðar sameinaðist Kvenna- lista og Alþýðuflokki og úr varð Sam- fylkingin. Bryndís útskrifaðist sem Bryndís Hlöðversdóttir, alþingismaður Samfylkingar innar, á sér líf fyrir utan sali Alþingis. Hún er ein- stæð móðir tveggja drengja, hefur gaman af að lesa reyfara og á sér sælureit vestur í Hnappadal. Hún talar um allt það, fjölmiðlafrumvarp og hvernig er að vera í stjórnarandstöðu. Bryndfs Hlöðversdóttir „Ég ersvo hepp- in að eiga stóra og góða fjölskyldu sem hefur alltaf verið tilbúin til að hlaupa undir bagga þegar mikið er að gera." Kann pví vel að búe ein meö svnine „Við erum níu systkinin og ég hef alla tíð verið pólitískt þenkjandi en á mínu heimili voru þjóðfélagsmál mikið rædd," segir Bryndís Hlöðvers- dóttir, alþingismaður Samfylkingar- innar. Miklar annir eru í þinginu þessa dagana en hún gefur sér tíma til að setjast niður og ræða meðal annars mál málanna; fjölmiðlafrumvarpið. „Já, því miður held ég að það fari í gegnum þingið. Það kann að vera að einhverju verði breytt og er ekki vanþörf á en ég óttast að því verði komið í gegn með góðu eða illu," segir hún og dregur ekki úr þeirri skoðun sinni að í frumvarpinu séu ákvæði sem ekki sé hægt að skilja. Hún segist enn síður skilja afstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins einkum er hún hissa á ungu þing- mönnum flokksins að vera tilbúnir að styðja mál sem felur í sér alvar- „Það fylgja því líka margir kostir þegar fram líða stundir að eiga tvö börn á sama ári, aldrei skorti leik- félaga og þeir eru samrýndir og góðir vinir sem betur fer." lega aðför að rekstrarmöguleikum markaðsmiðlanna. Ólst upp í sveit Bryndís ólst fyrstu árin upp í sveit en foreldrar hennar bjuggu í Ey í Landeyjum, nærri Hvolsvelli. Tíu ára gömul flutti hún í Kópavog og gekk stúdent frá Flensborgarskóla árið 1982. Að því loknu vann hún um nokkurra ára skeið við skrifstofustörf í Reykjavík áður en leiðin lá í Háskóla íslands. „Ég hóf nám í lögfræði árið 1987 og lauk námi fimm árum síðar, þá liðlega þrítug," útskýrir hún. Að loknu námi starfaði Bryndís í skamman tíma í dómsmálaráðuneyt- inu og varð síðan lögfræðingur Al- þýðusambands íslands. Þremur árum síðar tók hún sæti á lista Al- þýðubandalagsins og var kjörin á þing. Bryndís hefur verið skelegg í stjórnarandstöðu þau ár sem hún hefur setið á þingi. Hún situr nú sitt þriðja kjörtímabil og hefur verið öll árin í stjórnarandstöðu. „Ég held að því miður gerist það oft að stjómarandstöðunni sé kennt um að geta ekki komið í veg fyrir vond verk stjórnarinnar. Sú umræða að við séu ekki nógu sterk í andstöðu hljóm- ar svolítið þannig. Ég vil svara því til að við erum í minnihluta og okkar möguleikar til að ná málum í gegn takmarkast af því. Á íslandi er meiri- hlutalýðræðið mjög sterkt, mun sterkara en á öðmm Norðurlöndum þar sem samráð og samvinna skipa stóran sess við ákvarðanatöku. Stjóm- arandstaðan kemur málum örsjaldan í gegn á alþingi íslendinga, hversu góð sem þau kunna að vera. Meirihlutinn ræður og hann hefur beitt þessu valdi sínu miskunnarlaust. Því eiga menn að beina gagnrýni sinni fyrst og Sælureitur vestur í Hnappadal Bryndís var orðin 37 ára þegar strákarnir fæddust og hún segir það auðvitað hafa verið mikil viðbrigði að fá tvö lítil kríli í fangið. „Álagið er óhemju mikið á fyrstu mánuðum hjá tvíburamömmum, því sólarhringur- inn dugir varla til að sinna brýnustu þörfunum hjá börnunum. En svo verður þetta auðveldara þegar bömin eldast og mér finnst ég hafa verið* óhemju heppin að hafa eignast tví- bura. Það fylgja því líka margir kostir þegar fram líða stundir að eiga tvö börn á sama ári, aldrei skorti leikfé- laga og þeir em samrýndir og góðir vinir sem betur fer.“ Bryndís fer gjarnan vestur í Hnappadal til að hlaða batteríin en þar er hún að gera upp bóndabæ ásamt bræðmm sínum tveimur. „Við vomm í sveit á þessum bæ og vomm svo heppin að fá bæinn til ráðstöfunar þegar hann fór í eyði. Nú notum við húsið sem sumarhús og er ekkert betra en skreppa í kyrrð- ina í sveitinni til að byggja sig upp og slappa af. Ég er alin upp í sveit og mér finnst nauðsynlegt að komast í snert- ingu við náttúmna annað slagið., segir Bryndís en það kemur ekki í veg fyrir að hún hreyfi sig þess á milli. Hún hefur gaman af göngutúmm og reynir að fara reglulega í líkamsrækt. Lestur og fjallaferðir Hún hefur gaman af að lesa og hefur gjarnan með sér góða saka- þar í skóla. í hópi systkina hennar er Valþór Hlöðversson sem lengi var blaðamaður og bæjarfulltrúi í Kópa- vogi og annar bróðir hennar er Orri Hlöðversson bæjarstjóri í Hveragerði. „Við systkinin emm misjafnlega póli- tísk og ekki öll á sömu línunni. Pabbi var mjög pólitískur en þó aldrei múl- bundinn flokki og kaus eftir málefn- um hverju sinni," segir hún og játar að það sé gaman að vera hluti stórrar fjölskyldu. Gallinn við svona stórar fjölskyldur sé hins vegar að það sé erfitt að koma þeim saman í heima- húsi. „Já, það þyrfti heilt samkomu- hús undir okkur öll því það eru 20 ár á milli yngsta og elsta og sum okkar komin með barnabörn," segir hún hlæjandi og tekur fram að það sé gaman þegar þau hittist öll, þótt það sé alltof sjaldan. „Við emm reyndar misjafnlega mikið saman eins og gengur, sum þeirra tala ég við daglega Synirnir Hlöðver Skúli og Magnús Nói Drengirnir eru tvi■ burar og nýbyrjaðir I Grandaskóla. M, Vil- fremst að þeim meirihluta sem hér stjómar og ræður ferðinni við lands- stjómina," segir hún einbeitt. Einstæð með tvo drengi Bryndís á tvíburana Hlöðver Skúla og Magnús Nóa með Hákoni Gunn- arssyni rekstrarhagfræðingi og eru þeir á sjöunda ári. Bryndís og Hákon skildu á síðasta ári og býr hún nú ein með strákunum sínum í Vesturbæn- um. „Þeir byrjuðu í Grandaskóla í haust og em báðir á fullu í fótbolta hjá KR. Okkur líður öllum vel í dag þótt auðvitað sé skilnaður ahtaf erfið- ur. Mestu skiptir að samkomulag milli foreldra sé gott og að báðir séu meðvitaðir og samstíga í því mikil- væga verkefni sem barnauppeldið er. Það hefur gengið vel hjá okkur og þeir em mikið með pabba sínum þótt þeir búi hjá mér." Bryndís segir þing- mannsstarfið ekki fjölskylduvænt starf og bamafólki geti reynst erfitt að skipuleggja fjölskyldulífið og atvinnu- málasögu. Arnaldur er hennar höf- undur og hún hefur lesið allar hans bækur. „Hann kom mér á bragðið og nú les ég eftir fleiri höfunda. Um þessar mundir er ég með Da Vinci lykilinn á náttborðinu, feikilegtf spennandi og skemmtileg." Á sumrin hefur Bryndís gaman af því að fara á fjöll og hún hyggst fara í eina slíka ferð í sumar en ekkert er ákveðið í þeim efnum. „Ég er hins vegar búin að ákveða að fara í ffí til Bretlands, á slóðir Arthurs konungs og riddaranna. Þangað ætía ég með nokkmm vinum sem taka börnin með og vitaskuld tek ég mína stráka. Þar ætlum við að ganga um og skoða en mér skilst að það sé mjög fallegt á þessum slóðum," segir hún. Hún segir að ekki síður sé tilhlökk- unarefni að geta eytt tíma með drengjunum, notið þess að vera til og slaka á. Ekki megi gleyma að lífið bjóði upp á meira en stjómmál og aft- ur stjómmál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.