Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Blaðsíða 14
U LAUGARDAGUR IMAÍ2004 Fókus DV ínnar Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs og fyrrverandi aðstoðarmaður og vinur Davíðs Oddssonar, hefur fátt sagt um Bolludagsmálið frá þvi að forsætisráðherra lýsti hann ósannindamann fyrir rúmu ári. Hreinn sagði sig í vikunni úr Sjálfstæð- isflokknum og gerir nú upp tíu ár með Davíð og vinslit þeirra. Hreinn hefur unnið með öllum helstu forystumönnum Sjálfstæðisflokksins seinustu 20 árin og skrifaði á sínum tíma metsölubókina Valdatafl í Valhöll um blóðugt uppgjör Geirs Hall- grímssonar og Gunnars Thoroddsens. Hreinn Loftsson, stjórnarformað- ur Baugs og fyrrverandi formaður einkavæðingarnefndar, var annar tveggja aðalleikara í einu mesta fjöl- miðlafári síðari tíma. Hinn aðalleik- arinn var Davíð Oddsson forsætis- ráðherra. Á bolludaginn árið 2003 urðu vinslit með Hreini og Davíð Oddssyni þegar sá síðarnefndi kom fram í öllum helstu fjölmiðlum landsins og lýsti því að Hreinn væri ósannindamaður og að JónÁsgeir Jó- hannesson, forstjóri Baugs, hefði hugleitt að múta sér. Öll þjóðin fylgd- ist með ævareiðum forsætisráðherr- anum sem hjó á báðar hendur. Hreinn Loftsson svaraði fullum hálsi en síðan varð skyndilega þögn og lít- ið hefur heyrst frá honum fyrr en nú, rúmu ári eftir að Bolludagsmálið hófst og einhverjar mestu hamfarir í íslenskri fjölmiðlasögu áttu sér stað. Hreinn ger ir í þessu viðtali hreinskilnislega upp vináttu sína og Davíðs sem lauk skyndilega eftir að þeir höfðu verið nánir vinir og samstarfsmenn í 10 ár. Hreinn er 48 ára lögfræðingur og fyrrverandi blaðamaður. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum og strax sem barn hafði hann mrkinn áhuga á stjórnmálum og tók afstöðu með Sjálfstæðisflokknum. „Ég var mrkill stuðningsmaður Gunnars Thoroddsen, 12 ára gamall, í forsetakosningunum 1968 þegar hann keppti um embættið við Krist- ján Eldjárn. Hann var af einhverjum ástæðum mjög vinsæll í Vestmanna- eyjum," segir Hreinn. Hann fluttist með fjölskyldu sinni í Kópavog 1970 eftir gjaldþrot ijöl- skyldufyrirtækisins. Strax á unglings- árum var hann mjög virkur í stjórn- málum og barðist af hörku fyrir hægri sjónarmiðum. Leiðin lá í Menntaskólann við Hamrahlíð þar sem hann varð virkur í stjórnmálabaráttunni. „Þarna stofnuðum við félag sem fékk nafnið Borgaraflokk- urinn og við efnd- um til fjörugra málfunda. Um vorið 1973 varð ég 17 ára og hafði aldur til að ganga í Heimdall. Það gerði ég skömmu eftir afmælisdaginn og það var stór dagur í mínu lífi. Ég varð strax mjög virkur þar og stefndi á að komast í stjórn Heimdalls. Það tókst í þriðju tilraun. Seinna komst ég í stjórn , SUS og varð ritstjóri Stefnis sem ég breytti í pólitískara blað. Árið 1979 bauð ég mig fram sem for- mann Heimdallar en tapaði naum- lega eftir mikla smölun á báða bóga. Á afmælisdegi heimspekingsins Friedrichs Hayek, stóð ég ásamt Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, seinna prófessor og fleirum, að stofn- un Frjálshyggjufélagsins. Ég var tal- inn mjög hægrisinnaður og við fór- um þarna að velta fyrir okkur einka- væðingu sem seinna átú eftir að verða stór hluti af lífstarfi mínu. Það var mikil andstaða við hugmyndir okkar á meðal eldri Sjálfstæðis- manna og við þóttum of róttækir. En það var sá kúltúr í flokknum í þá daga að það mætti gagnrýna og það ætti að gagnrýna. Geir Hallgrímsson, þá- verandi formaður flolcksins, fagnaði gagnrýninni en aðrir ekki. Matthías Bjarnason var einn þeirra sem leit þannig á að við gengjum gegn sér og sínum stefnumálum. Sverrir Her- mannsson var þá kommisar hjá Framkvæmdastofnun og var ekki sáttur við málflutning okkar enda vildum við leggja stofnun hans nið- ur.“ Rannsóknablaðamaður Hreinn varð blaðamaður á Vísi meðfram námi í lagadeild Háskól- ans. Ritstjóri var Þorsteinn Pálsson, seinna formaður Sjálfstæðisflokks- ins. „Þorsteinn naut virðingar meðal ungra sjálfstæðismanna. Hann var skeleggur og þótú skrifa góðar grein- ar. Sumarið 1977 var ég ráðinn sem blaðamaður á Vísi. Ég var í almenn- um fréttum og hafði gaman af því starfi. Ég fékk eitt sinn það hlutverk að nálgast skýrslu um starfsskipúngu ríkis og sveitarfélaga sem Gunnar Thoroddsen félagsmálaráðherra hafði láúð gera. Fjölmiðlar voru mik- ið búnir að eltast við þessa skýrslu sem talin var fela í sér mikil tíðindi. Gunnar naut virðingar okkar ungu Sjálfstæðismannanna en við litum þó þannig á að hann væri á úúeið úr stjórnmálum. Gunnar hafði sér- kennilegt orðfæri og talaði með , settlegum og sérstökum hætú. Við Hannes Hólmsteinn höfð- API nA Hlrí Gunnar en það gekk illa. Eitt kvöldið eftir nokkrar tilraunir til að ná í ráð- herrann hringdi síminn heima seint um kvöld. Mamma kallaði á mig og sagði að það væri síminn til mín. Þeg- ar ég svaraði kynnti maðurinn sig sem Gunnar Thoroddsen. Það hvarfl- aði ekki annað að mér en að þetta væri Hannes Hólmsteinn eða ein- hver annar að herma efúr Gunnari og ég skellti upp úr vegna þess hve eftir- hermunni tókst vel upp. En rödd Gunnars haggaðist ekki þegar hann sagðist vilja hitta mig morguninn eft- ir í ráðuneytinu. Það rann upp fyrir mér að þetta var sjálfur ráðherrann. Gunnar bauð mig hjartanlega vel- kominn morguninn eftir. Ég tók eftir því að á skrifborði hans var ekkert nema skýrslan efúrsótta og löng skæri. Hann sagði mér að fjölmiðlar legðu sig í einelti til að ná skýrslunni en það sé þannig að ekki eigi allt í skýrslunni erindi við almenning. Svo settist ráðherrann í sætið siú og byrj- aði að klippa úr henni kafla og lagði snyrtilega til hliðar. Á meðan leit hann annað veifið sposkur á mig. Svo rétti hann mér styttri útgáfu af skýrsl- unni . „Nú vflcur því þannig við að þeir munu hringja í þig kollegarnir af hinum blöðunum og spyrja hvers vegna þú sért kominn með þessa skýrslu en ekki þeir. Eigum við þá ekki að vera sammála um að segja að þá sé nú einu sinni þannig með Vísi að hann sé ávallt fýrstur með frétúrn- ar,“ sagði Gunnar og hló. Ég fór ánægður með skýrsluna sem var skúbb. Efúr þetta áttum við Gunnar oft samtöl og hann tók mér ævinlega vel.“ Valdatafl í Valhöll Hreinn er annar tveggja höfunda bókar- „Davíð lét skynsemina ráða og lagður var grunnurinn að EES-samningnum". Valdatafl í Valhöll þar sem farið var ofan í saumana á átökum formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem urðu til þess að kljúfa flokkinn. Margir líta þannig á að rannsóknar- blaðamennsku hafi verið beitt við samningu bókarinnar. „Við Anders Hansen vorum sam- tíða blaðamenn á Vísi og seinna á Morgunblaðinu. Sú hugmynd kom upp að skrifa bók um átök Gunnars og Geirs sem voru undanfari þess að Gunnar klauf Sjálfstæðisflokkinn og myndaði rfldsstjóm án þátttöku flokksins. Við tókum viðtöl við 70 til 80 manns í tengslum við bókina og áttum gott samstarf við bæði Gunnar og Geir. Gunnar tók gjarnan á móti okkur í forsætisráðuneyúnu á föstu- dögum. Við höfðum forgang hjá hon- um og þeir ú'mar komu að hann lét ráðherra bíða ffammi á meðan á við- tali okkar stóð. Bókin fékk nafnið Valdatafl í Valhöll og vakú mikla at- hygli. Eitthvað þótti Gunnari vera á sig hallað í bókinni og hann var ekki sáttur. Það var tilefni þess að út kom viðtalsbók við hann árið eftir sem Ólafur Ragnarsson skráði. Efúr á að hyggja getur verið að eitúivað sé til í þessu og að fremur hafi hallað á Gunnar. Mér fannst hann hafa bmgðist flokknum og það má vera að það hafi litað frásögnina. Ég myndi skrifa bókina öðmvísi í dag.“ Aðstoðarmaður Árið 1983 var Hreinn ráðinn í við- skiptaráðuneyúð í ffamhaldi þess að hann fór til Matthíasar Á. Mathiesen viðskiptaráðherra og bað um vinnu. „Um haustið hóf ég störf þar sem lögfræðingur. Ég fór ári síðar í nám í réttarheimspeki í Oxford. Þegar ég kom aftur var ég ráðinn sem aðstoð- armaður Matthíasar viðskiptaráð- herra. Seinna fylgdi ég honum þegar stólaskiptin urðu og Geir Hallgríms- son vék úr rfldsstjóminni. Matthías varð utanrfkisráðherra og ég fylgdi honum sem aðstoðarmaður. Enn fýlgdi ég Matthíasi í samgönguráðu- neyúð þegar Þorsteinn myndaði skammlífa rfldsstjórn sína árið 1987. Matthías gerði margt gott í sinni ráð- herraú'ð og kom mörgu í frelsisátt. Meðal annars losaði hann um höml- ur á viðskiptum svo íslendingar fengu að nota Vísakort sín í úúönd- um. Þá var opnað fyrir fjármagns- flutninga á milli landa. Aður hafði það verið bundið takmörkunum ef fólk vildi flytja með eigur sínar. Þetta var mikil frelsisalda. Matthías tók um það stefnumarkandi ákvörðun sem utanrfldsráðherra að opna sendiráð íslands í Bmssel til að fylgjast með sammnaferlinu sem var að fara af stað í Evrópu. Þarna sýndi hann mikla framsýni. Ég var mjög ósáttur við það þegar Sjálfstæðisflokkurinn, undir forysm Þorsteins Pálssonar, tók í þessu máli U-beygju og menn fóm að ræða um tvíliliða viðræður og tvíhliða samstarf við Evrópubanda- lagið þótt embættismenn héldu sínu striki frá því 1986. Þegar við komum ^ seinna inn í Við- eyjarstjórnina var enginn ágreiningur við Jón Baldvin Hannibals- son, for- mann Al- þýðu- flokksins, um að halda áfram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.