Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR í. MAÍ2004 Fókus JV mmmm= nokkra eftirminnilega glæpi og glæpamenn. Qlæpir sem al&rei komust upp Morðingi Geirfinns Einarssonar Að vísu var fjöldi manns látinn sæta ábyrgð vegna glæpsins en þjóðin hefur aldrei verið sann- færð um að réttir aöilar hafi verið dæmdir í málinu. Búnaðarbankaræningjarnir Lengi var talið að hinir sömu og frömdu Skeljungsránið svokallaða hefðu framið ránið en nú hefur það komið á daginn að svo er líklega ekki. Búnaðarbanka- ræningjarnir ganga því enn lausum hala og ólíklegt verður að teljast að það mál komist nokkru sinni upp. Valdurað hvarfi Valgeirs Víðissonar Valgeir hvarf á dularfullan hátt aðfararnótt 19. júní árið 1994 frá heimili sínu við Laugaveg. Grunur beind- ist að því að honum hefði verið ráðinn bani og hafði lögreglan nokkra menn grunaða um tíma. Enginn var þó ákærður vegna málsins og ekkert hefur spurst til Valgeirs síðan. Þeir sem bera ábyrgð á hvarfi Valgeirs ganga því enn lausir. Braggamorðinginn Árið 1947 fannst Kristján Guð- jónsson prentari myrtur í yfirgefitum bragga við Reykjavíkurhöfn. Svo virtist sem hann hefði verið sleginn harkalega í andlitið því í hann vantaði nokkrar tennur og við hægra eyra var mikið sár eftir barefli sem talið er hafa banað honum. Morð- inginn fannst aldrei og form- lega séð er það eina óupp- lýsta morðmálið á íslandi á tuttugustu öldinni. Morðingi leigubílstjórans Morðið uppgötvaðist snemma morguns 17. janúar árið 1967. Leigubflstjórinn Gunnar Sigurður Tryggvason fannst myrtur í bifreið sinni. Hann hafði verið skotinn í hnakkann nteð skantmbyssu. Ári síðar beindist grunur leigubfl- stjóra, sá neitaði hins vegar f alltaf sök og ekki voru nægar sannanir til að sakfella hann. Ákærði var sýknaður. Banka- s ræningjar William James Scobie Fékk fimm ára fangelsi fyrir vopnað banka- rán á Laugavegi árið 1984. Maðurinn hafði skipulagt ránið mjög vel og fékk til liðs við sig ungan mann, Ingvar Þórðarson, til að aka sér til og frá ránsstaðnum. Ógnaði William starfsmönnum ÁTVR, sem ætluðu að skila uppgjöri í bankahólf, með byssu og létu þeir peningana þá frá sér og tóku til fótanna. Mennirnir voru síðar gómaðir og átti Ingvar þá eftir að skrifa bók um upp- átækið sem hét Hinn fullkomni glæpur. Skeljungsræningjarnir Nú hefur Stefán Aðalsteinn Sigmundsson verið ákærður fyrir að hafa ásamt tveimur öðrum mönnum framið rán í Lækjargötu árið 1995. Mennirnir réðust þá að tveimur konum sem voru að flytja peninga frá Skeljungi í banka. Lömdu þeir aðra konuna í höfuðið og höfðu um fimm milljónir með sér á brott. Ekki hefur verið dæmt í málinu en það komst aftur á skrið fyrir tilstilli Jónínu Baldursdóttur, fyrrverandi sam- býliskonu Stefáns, sem gat ekki þagað yfir vitneskju simti leng- ur og sagði til mannanna fyrir skömmu síðan. Ræninginn sem vildi nást Ungur piltur gekk inn í Sparisjóð Kópa- vogs fyrir ári síðan og huldi ekki andlit sitt. Hann hafði 900 þúsund krónur úr einni gjaldkera- stúkunni og hélt svo á brott. Því næst leysti hann frá skjóðunni og sagðist hafa látið hand- rukkara hafa íjármunina. Með þessu taldi liann að hann hefði bjargað lífi sínu. Hann var háður fíkniefnum og er nú búinn að fara í meðferð og hefur losað sig undan fíkninni. gl8epamenn Sveinbjöm Kristjánsson Best þekktur sem Landsímamaðurinn. Hann hefur ekki hlotið dóm ennþá en hefúr viðurkennt að hafa dregið sér rúmlega 260 milljónir króna á nokkurra ára tímabili þegar hann gegndi stöðu aðalgjaldkera hjá Símanum. Mestur hluti fjármunanna, um 130 milljónir, mun hafa runnið í rekstur fyrirtækisins Alvara lífsins en það er einkahlutafélag í eigu Árna Þórs Vigfússonar og Kristjáns Ra Kristjánssonar, bróður Svein- bjamar. Tæpar fimmtíu milljónir króna virðist Sveinbjörn hafa notað til einkanota. Árni Johnsen Þingmaðurinn og söngvaritm lands- þekkti fékk í 15 mánaða óskilorðsbundið fang- elsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi, rangar skýrslur til yfirvalda, mútuþægni og umboðs- svik. Þetta byrjaði allt þegar upp komst um efniskaup hans í nafni Byggingamefndar Þjóð- leildtússins sem hann var f forsæti fýrir. Efnin átti þó ekki að nota þágu Þjóðleikhússins heldur af Árna siálfum. Mikil atburðarás fór þá af stað sem endaði með því að Arni var ákærður fyrir fjölda brota ásamt nokkmm öörum og var Árni sakfelldur fyrir hluta þeirra. Bjami Sigurðsson Fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fýrir skjalafals og fjársvik. Bjarni var löggiltur fast- eignasali, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Fasteignasölunnar Holts ehf. í Kópavogi. Hann gaf sig fram við lögreglu árið 2002 og greindi þeim frá gjörðum sínum. Hann var síðar ákærður fýrir skjalafals og fjársvik gagn- vart fbúðalánasjóði, Verðbréfastofunni hf. og Virðingu hf. Með þessu hafði ákærði samtals 96 milljónir króna af viðskiptavinum fasteignasölunnar. að öðmm Rændi til að fjármagns spílafíkn Ungur piltur var dæmdur í eins árs fangelsi fyrir tvö bankarán á síðasta ári. Það fyrra ffarndi hann í Sparisjóði Hafnarfjarðar og það síð- ara í Landsbankaútibúi í Grindavflc. Hann náði samtals tæplega þremur milljónum króna í þessum tveimur ránum. Hann játaði brotin og sagð- ist hafa greitt skuldir fyrir tjármun- ina og eytt hluta þeirra í spila- kassa. Hraðbankaræningjamir Árið 1998 ákváðu nokkrir menn að fjarlægja hraðbanka úr anddyri Kennarháskóla Is- lands og hafa með sér á brott. Fengu menn- irnir á bilinu 50 ' þúsund króna sekt og upp í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir þetta atvik og noldcur önnur sem kært var fyrir á sama tíma. Aldrei var gefið upp hversu mikið var í bankanum en mennimir náðu aldrei að komast að íjármununum. ( ... \ Þórhallur Ölver Gunnlaugsson Fékk árið 1995 3 ára fangelsisdóm fyrir auðgunarbrot. Þórhallur, stundum kallaður Vatnsberinn, sveik úr rtkis- sjóði samtals 38 milljónir með því að skila vikulega inn röngum virðisaukaskattskýrsl- um. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa ranglega tilkynnt hlutafélagaskrá um 60 millj- óna hlutafjáraukningu í fyrirtækinu Vatnsberan- um og fyrir að hafa svikið orlofsfé úr ábyrgðarsjóði launa. Nýlega var hann svo dæmdur fyrir tilraun til að hafa úr dánarbúi manns 2,5 milljón króna. Þórhallur banaði manninum sjálfur og situr nú inni fyrir þann glæp. Þórunn Sigurveig Aðalsteinsdóttir Var dæmd fyrir stórfelld fjársvik á átta öldmð- um mönnum árið 2001. Konan, sem var tæplega málið kom upp, nýtti sér elli og veikindi átta aldraðra manna til að svfkja út úr þeim samtals rúmlega 56 milljón- ir króna. „Ég á engan pening. Pening- arnir fóru í lútt og þetta. Ég þurfti að greiða skuldir og borga fyrir viðhald á húsnæði,". var skýring konunnar fyrir dómi á hvarfi pening- anna, Sjálf hélt hún því fram að hafa kom- ist yfir fjármunina með löglegum hætti. Hún var samt sem áður fundin sek og dæmd til tveggja ára fangelsisvistar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.