Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2004, Qupperneq 45
DV Fókus LAUGARDAGUR 1. MAÍ2004 45 *■ Birgitta Haukdal er stúlka sem hefur veriö meira á milli tannanna á fólki en nokk- urt álegg. Mikið hefur verið skeggrætt um sambandsslit hennar og Hanna trommara, dópsögur og framhjáhald. DV hitti Birgittu yfir kaffibolla. Hin meivitaða Birgitta og sögurnar um dópið og ástina „Auðvitað koma dagar þar sem batteríin eru búin og maður á ekki meira eftir. Eins og hjá öllum öðr- um. Ég reyni að fara erlendis og hef líka gert svoh'tið af því að fara til mömmu og pabba á Húsavík. Bara að fá að vera ég sjálf og bora í nefið, vera bara með belginn út í loftið og ekki á innsoginu," segir Birgitta Haukdal, söngkona írafárs, sem er ein af fáum Islendingum sem ber titilinn poppstjarna með réttu. Líf Birgittu er þannig að hún getur ekki látið sjá sig á almannafæri án þess að fólk taki eftir henni og jafiivel ónáði hana. „Auðvitað er alltaf fylgst með manni og þetta er ofboðslega skrít- ið. Ég held að þetta eigi aldrei eftir að venjast. En ég nota derhúfur og sólgleraugu ef ég vil falla inn í hóp- inn. Sumir brosa til manns en aðrir ráðast að mér til þess að tala um hitt og þetta. Ég ætlaði til dæmis að fara á skauta um daginn, datt það bara allt í einu í hug en gat það ekki. Var búin að festa á mig skautana og hætti svo strax við því það hópuðust að mér krakkar og ég gat ekki hreyft mig. Þegar svona hlutir gerast lang- ar mig oft til þess að vera bara Jóna Jóns sem enginn þekkir," segir hún og bætir því við að auðvitað þurfi hún að passa sig á því hvaða orð hún lætur falla í fjölmenni, rétt eins og forsetinn. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er fyrirmynd og ég vil ekki gera krökkunum það að haga mér eins og kjáni," segir hún. „Það er erfitt að svara því af hverju ég er fyrirmynd en ég hef fengið að heyra það frá foreldrum að ég sé það," segir Birgitta sem sjálf hefur aldrei átt neinar fyrirmyndir þó svo flest öll barnaherbergi séu prýdd myndum af henni. „Ég vil vera fyrirmynd og því verð ég að vera meðvituð um það sem ég er að gera. Ég er samt engin puntu- dúkka og er ekkert að reyna að vera einhver önnur en ég er,“ segir Birgitta þegar blaðamaður skýtur því að henni að fólki finnist hún vera meðvituð um sjálfa sig sem fyr- irmynd. „Auðvitað hugsar maður stundum um það hvað það væri gott að fara og verða vitleysingur og ég leyfi mér það upp að vissu marki," segir hún þegar hún er spurð hvort þessi staða verði ekki leiðinleg til lengdar. „Ég treysti sjálfri mér og ég er ekki að fara í eitthvað rugl." Bauðst að gefa út ævisögu sína „Ég er bara ég og ég er ekki ég fyr- ir neinn annan en sjálfan mig. Ég legg mikið upp úr því að vera ég sjálf. Ég klæði mig í þau föt sem ég ffla og er ekki með neinn stflista eins og margir halda. Maður nýtur sín miklu betur ef maður er ekki að rembast við að vera einhver annar en maður er," segir Birgitta þegar hún er spurð að því hvort hún verði ekki að fara að brydda upp á nýj- ungum þannig að hún sé ekki alltaf eins. „Eg hugsa þetta ekki svona markaðsffæðilega. En ég held að það sé ekki hægt að fara ofar og verða vinsælh en ég er í dag. Ég æda ekki að vera í einhverju spretthlaupi að vera á toppnum og þegar þessum vinsældum lægir er það bara gott og þá tekur maður að sér ný verkefni." Aðspurð hvort hún sé að rembast við að vera stjarna segir Birgitta að hún reyni frekar að forðast sviðs- ljósið. „En auðvitað er það mín skylda að leyfa fólki að sjá mig annað slagið. Ég vil fiekar passa mig á að fólk sjái ekki of mikið af mér og geti þá verið vin- sæl lengur. Því fólk getur auðveldlega fengið gubbuna á að sjá of mikið af manni," segir hún. Þegar Birgitta er spurð að því hvort við megum eiga von á ævisögu hennar segir hún það geta verið voða gaman að gera hana að raunveruleika þegar hún verður eldri. „Mér hefur samt alveg boðist að gefa út ævisöguna mína. Það höfðu nokkrir samband við mig fýr- ir jólin en mér finnst það bara ekki tímabært. Mér finnst ég ekki búin að gera nóg til þess að skrifa um það í heila bók. Maður gefur ekki út ævi- sögu þegar maður er 25 ára," segir Birgitta. Þó hefur margt á daga hennar drifið og skaust hún upp á stjörnuhimininn eins og hendi væri veifað. Lengi vel var hún í sambandi með Jóhanni Bach- mann sem er trommuleikari íra- fárs og voru þau eitt þekktasta par ís- lands. Kjaftasögurnar um fíkniefnin og Þorvald Bjarna „Ég og Hanni vorum saman í rúm fjögur ár. Núna í dag erum við bestu vinir og tölum ábyggilega saman í síma á hverjum degi. Við erum bara það góðir vinir að við getum ekki hugsað okkur að sleppa takinu af hvort öðru," segir Birgitta um samband sitt og Hanna. Aðspurð hvort ekki sé erfitt að vera í svo nánu sambandi við fýrrverandi maka segir hún: „Auðvitað koma allar þessar yndis- legu minningar sem við eigum sam- an upp í hugann á mér og við ræð- um það oft,“ segir hún og að sam- bandið sem þau eiga í dag sé mjög sérstakt og náið. „Eg er viss um að við séum sálufélagar þó okkur sé ekki ætlað að verða hjón." En af „Sögurganga um það að við höfum hætt sam- an afþví að ég vildi hætta í neyslu en ekki Hanni. En það er algjör vitleysa" hverju hættu þau þá saman? „Ég get einhvern veginn ekki sagt af hverju. Þetta var bara sameiginleg ákvörðun að hætta en ekki beint út af neinni ástæðu," segir hún og að- spurð hvort fíkniefnaneysla hafi átt einhvern þátt í sambandsslitunum: „Sögur ganga um það að við höfum hætt saman af því að ég vildi hætta í neyslu en ekki Hanni. En það er al- gjör vitíeysa og ekkert skylt raun- veruleikanum," segir hún. Einnig hefur sú ástæða borið á góma að hún hafi átt afar vingott við Þorvald Bjarna sem vinnur mikið með hljómsveitinni. Birgittu finnst það umtal vera af leiðinlegum toga. „Ég var aldrei með Þorvaldi og mér finnst þetta ægilega leiðinleg saga vegna hans. Hann starfaði mikið með hljómsveitínni og því fannst fólki það kannski liggja beint við að hann væri ástæða þess að við Hanni hættum saman," segir hún og kink- ar kolli. Ástfangin og hamingjusöm með nýja kærastanum Aðspurð um fósturdótturina sem hún hefur oft talað um segir Birgitta þær enn vera í sambandi. „Ég hitti dóttur Hanna mjög oft og stundum gistír hún hjá mér eða er með mér yfir daginn," segir Birgitta og útskýr- ir að það sé mjög gott samband milli hennar og móður stúlkunnar. „Það kemur lflca fyrir að ég og Hanni tök- um hana saman. En hún skilur ekki mikið fr ægðina og af hverju krakkar stoppa mig og biðja mig um eigin- handaráritun. Af hverju ertu að skrifa fyrir þau? spyr hún mig þegar krakkar vilja fá eiginhandaráritun frá mér. Ég svara henni bara að ég sé að skrifa Birgitta og krakkarnir þekki mig úr sjónvarpinu og það er alveg nægileg útskýring fyrir hana." Þegar hún er spurð hvort sam- bandið sem hún og Hanni eigi í fari ekki fyrir brjóstið á kærastanum hennar í dag segir Birgitta hann sýna því skilning. „Þetta fer ekkert í taugarnar á honum. Hann skilur að við erum í sérstöku sambandi. Við erum í raun bara eins og systkini," segir hún hlæjandi og bætir við að hún getí ekki hætt að tala við bróður sinn. Annars vill Birgitta ekki tjá sig um nýja manninn í h'fi sínu að öðru leyti en að hún sé mjög ástfangin og hamingjusöm. En af hverju heldur hún að kjaftasögurnar fari af stað, eins og með ffkniefnavandamál og framhjá- höld? „Er fólk ekki bara að reyna að skjóta mig niður," segir hún og að hún eigi ekkert svar við spurningu sem þessari. Rödd Birgittu hefur orðið tilefni til kjaftasaga, meðal annars að hún gæti þurft að hætta að syngja. Hún segist ekki eiga í vandræðum með röddina iengur. „Nei, ekki núna en ég var í tölu- verðum erfiðleikum áður fyrr. Ég var með slím á raddböndunum og fór í aðgerð í september og eftir það byrjuðu sögurnar þess efnis að ég hafi farið í meðferð," segir hún kímin. „En þetta var aðgerð ekki meðferð," ítrekar hún að lokum til þess að skjóta kjaftasögunum end- anlega ref fyrir rass. En Birgitta er ekkert orðin leið á tónlistarbrans- anum og frægðinni. „Það er samt ekkert öruggt í þessum bransa og maður gæti auðveldlega misst vinnuna á morgun," segir hún að lokum. henny@dv.is Stjörnuspá Unnur Ólafsdóttir veðurfræðingur er 52 ára í dag. „Tilfinningar eru staðreyndir. Leið- sögn birtist hér þar sem hún er minnt á að í heilbrigðu sambandi finnur hún að henni er óhætt að tjá allt, þar á meðal reiðina. Hún elskar að því er virðist í einlægni, en eftir sínu höfði. Hún unnir sjálf- stæði sínu að hætti nautsins og ‘ k ekki síður öryggi en ætti að [ rannsaka enn nánar blíðuna |og skilninginn sem gera r kynni hennar við elskhuga Fsinn eins náin og raunin er," segir í stjörnuspá hennar. Unnur Ólafsdóttir vv Vatnsberinn (20.jan.-i8.febr.) W Þú rannsakar oftar en ekki lífið ofan í kjölinn og ákveður eflaust þessa dagana að ganga á vit ævintýranna. Þú ert auðsærð/ur að sama skapi og ættir að leggja áherslu á hógværð þína og yf- irvegun. K Fiskarnir U9Mr.-20.mars) Þú vilt verða ástfangin/n upp fyrir haus, af þér og af lífinu en þínar innstu þrár eru öflugar um þessar mundir. T Hrúturinn (21. mars-19. april) Þú ert fær um að lifa í þeirri vitneskju að það sem þú aðhefst hefur áhrif á heildarmyndina og þú hefur heilagan rétt til að elska óhikað. Þú þarfnast skilnings um þessar mundir og ef elskhugi eða félagi þinn veitir þér alla sína athygli þá færir þú án efa fjöll úr stað fyrir viðkomandi. ö NaUtið (20.apríl-20.mal) n Talan þrír sýnir þig í sjöunda himni yfir fréttum sem tengjast þér per- sónulega. Þú blómstrar hér li'kt og ang- andi rós en ert harðari af þér en þú virð- ist á tilfinningasviðinu. W\bmm\\ (2lmal-21.júnl) Þú upplifirtilveruna með bros á vör því að barnið í þér hverfur aldrei. Hér opnast þér heill heimur frelsis og ástar. s-Q Krabbinn (22.júni-22.júii) Q*' Þú ættir að umgangast ná- ungann sem jafningja öllum stundum og líta björtum augum á tilveruna I stað þess að búa tll samskiptavandamál sem eflir þig á engan máta. Vertu umfram allt trú/r hjartanu og virtu það hvers- dagslega sem þú upplifir. LjÓnÍð (23.júll-22.dgúst) Fyrir þér er ávallt til ein rétt leið og það gerir þú með því að safna að þér upplýsingum ómeðvitaö um þessar mundir. Þú ættir að tileinka þér að opna hjarta þitt og tjá tilfinningar þínar (sama mæli og hugmyndir þínar. T15 Meyjan (23. ágúst-22. sept.) Talan tveir sýnir að þú ert fær um að nota fegurð fortíðar tii að endur- skapa og upplifa nútíðina á réttan máta með þeim sem þú elskar. Aldrei missa trúna á algildan sannleika þegar ástin er annars vegar. o Vogín (23.sept.-23.okt.) Hér koma við sögu atburðir sem hreyfa sannarlega við tilfinningum þínum og þú ert minnt/ur á að gefast aldrei upp því þér virðist það sem þú tekur þér fýrir hendur á næstunni sann- arlega færa þér nægtir. n, Sporðdrekinn t24.okt.-21.n0u Vinnusemi, skipulag, dugnað- ur og metnaður einkennir bogmanninn hérna. Þú virðist þrífast best þegar mik- ið er um að vera og stefnir hátt og nærð^ ásættanlegum árangri. / Bogmaðurinn (22.mSv.-21.des.) Stærsta gjöf sem þú getur veitt þeim sem þú unnir er að þú opnir og bjóðir þig fullkomlega og getur þá á móti hjálpað viðkomandi að opna sig einnig. Steingeitin (22. des.-19.jan.) Slakaðu á og hlustaðu á skila- boð hjartans. Þú þarft að losa þig við óttann ef þú vilt að verkefni eða sam- band (vinna,nám,ást) gangi. Leyfðu hlutunum að hafa sinn gang. Ekki vera hrædd/ur við að elska. SPÁMAÐUR.ISt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.