Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ2004
Fréttir DV
Dóp í Kópa-
vogi
Tvö minniháttar fíkni-
efnamál komu upp á föstu-
dagskvöld og aðfaranótt
laugardagsins hjá lögregl-
unni í Kópavogi. Lögreglan
lagði hald á nokkurt magn
af ætluðum fíkniefnum,
m.a. í sölupakkningum.
Fjórir menn voru hand-
teknir, tveir fyrir utan versl-
un þar sem ungmenni
venja komur sínar og tveir
fyrir utan skóla í bænum.
Fyrra málið telst upplýst en
rannsókn stendur enn í síð-
ara málinu. Að sögn lög-
reglunnar var helgin í
Kópavogi að öðru leyti með
rólegra móti.
Sex í súpu
Sex bílar lentu í
árekstrarsúpu á Kringlu-
mýrarbraut á móts við
Suðurver um miðjan dag
á laugardag. Bflstjóri
vörubfls stöðvaði eða
hægði ferðina svo snöggt
að næsti bíll á eftir skall
á vörubflnum og síðan
koll af kolli þar til sex
sátu í súpunni. Engin
slys urðu á fólki og
skemmdir á ökutækjum
minniháttar. Aðeins einn
bfll var fjarlægður með
dráttarbfl.
Fimm stútar
Fimm ökumenn voru
teknir grunaðir um akstur
undir áhrifum áfengis í
fyrrinótt í umdæmi lög-
reglunnar í Reykja-
vík. Að sögn lögreglu
var helgin fremur ró-
leg en eitthvað var
um minniháttar pústra í
miðbænum. Töluverð
veisluhöld voru víða í borg-
inni og lögregla þurfti að
fara samkvæmt beiðni í
heimahús og biðja íbúa um
að lækka hávaða í tónlist og
halda sig innandyra en ekki
úti í garði eða á svölum eft-
ir miðnætti.
Ragnar Jónsson
sjómaður I Sandgerði.
Hvað liggur á?
„Það liggur nú ekki mikið á. Ég
er bara að dytta að trillunni
minni en það hefur veriö
ágætis veiði hérna siðustu
daga. Jú, svo getur verið að
maður kiki aðeins á sjó-
mannadagshátíðina á eftir.
Annars
þýðir
ekkert
annað en að vera rólegur. Mér
sýnist pólitíkusunum liggja
meira á. Þeir eru nú komnir útí
eitthvað rugl; þeir hefðu frekar
átt að láta þjóðina kjósa um
kvótakerfið en þessi fjölmiðla-
lög. Það er hræðilegt að sjá
hvað hefur gerst í sjávarút-
vegi. Hvernig kvótinn hefur
færst á fárra manna hendur."
Irine Finn, 38 ára blökkukona meö íslenskan ríkisborgararétt, var stöövuð af lög-
reglunni og sektuð fyrir aö aka án ökuskírteinis og með biluð ljós. Hún segir hegð-
un lögreglunnar einkennast af kynþáttahatri. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn
mælir með þvi að settar verði eftirlitsmyndavélar og upptökutæki í bila lögregl-
unnar til að koma í veg fyrir misskilning.
r
Asakan r um rasisma kala
Lögreglan í Reykjavík íhugar að setja myndavélar og upptöku-
tæki í bfla til að verja sig gegn ásökunum um kynþáttahatur. Geir
Jón Þórisson segir erfitt fyrir lögregluna að bera hönd fyrir höfuð
sér. Þeir séu einfaldlega að framfylgja breyttum reglum.
„Þeir komu svona fram við mig
því ég er svört," segir Irine Finn, 38
ára gömul blökkukona, sem hefur
búið á íslandi síðustu fimmtán ár.
Irine er gift íslendingi og á tvö
börn. Hún var stoppuð af lögregl-
unni í miðborg Reykjavíkur þegar
hún var á leiðinni heim úr teiti hjá
vinkonu sinni en hafði ekki bragð-
að áfengi. Lögreglan sektaði hana
fyrir að vera án ökuskírteinis og
með bilaðan ljósabúnað en upp úr
sauð þegar Irine var þráspurð hvort
hún væri íslenskur rfldsborgari.
„Ég spurði hvaða máli það
skipti,“ segir Irine. „Lögreglumað-
urinn hafði tekið debetkortið mitt
en vildi ekki láta mig fá það nema
ég svaraði spurningunni. Ég hef átt
heima hérna í fimmtán ár og þarf
ekki að
jtr^
sanna
fyrir
nein-
um
að ég
sé ís-
lenskur
rflds-
borgari.
| Þeir
spurðu
mig bara
af því ég er
svört."
Sýndi mótþróa
Að endingu lét lögreglan Irine fá
debetkort sitt til baka en í skýrslu
um atburðinn kemur fram að Irine
hafi sýnt mótþróa við handtökuna.
Hún fékk 15.000 króna sekt en sam-
kvæmt upplýsingum frá lögregl-
unni er 5000 kr sekt fyrir að vera án
ökuskírteinis og 10.000 kr sekt fyrir
bilaðan ljósabúnað. Irine segir að-
gerðir lögreglunnar hins vegar bera
vott um rasisma; eittlrvað sem hún
sé orðin nokkuð vön í samskiptum
sínum við yfirvöld.
Geir Jón Þórisson, yfírlögreglu-
þjónn Lögreglunnar í Reykjavík,
segir þetta ekki í fyrsta skipti sem
atburðir sem þessi komi upp. „Við
getum illa ráðið við þetta. Reglurn-
ar á Schengen-svæðinu gera það að
verkum að eftirlit með landamær-
um er orðið innan landamæranna.
Þannig ber lögreglumönnum að
kanna skilríki þeirra sem við teljum
vera útíendinga."
Varðandi ásakanir Irenu um
rasisma segir Geir Jón að útíend-
ingar sem labbi um á götum úti
geti alltaf búst við því að vera
spurðir um skilríki. Hann segir
marga bregðast illa við. Sérstak-
lega þá sem hafa búið hér lengi.
„Þetta er hins vegar veruleikinn
sem við búum við. Það er erfitt fyr-
ir lögregluna að sjá hver er með ís-
lenskan rfldsborgararétt og hver
ekki. Eina leiðin til að komast að
því er að spyrja."
Fólk trúir alltaf að lögregl-
an sé rasisti
Á síðustu vikum hafa margir
kvartað undan kynþáttafor-
dómum hjá tollvörðunum á
Irine Finn „Þeir
komu svona frar.
migþvíégersvc
„Ég er sektuð fyrír að
vera svört. Það er eins
og ég sé hryðjuverka-
maður
Leifsstöð. Sýslumaður hefur
brugðist við með því að setja upp
eftirlitsmyndavélar sem munu
fylgjast með starfsmönnum. Geir
Jón segir það lfldegt að lögreglan í
Reykjavík fari svipaða leið og setji
myndavélar og upptökutæki í bfla.
„Við eigum svo erfitt með að
verja okkur," segir Geir Jón. „Fólk
trúir því alltaf að lögreglan sé ras-
isti og auðvitað getur okkur orðið
á. Við erum samt bara að fylgja
þeim reglum sem okkur eru settar
og það er erfitt að komast hjá
árekstrum."
Irena Finn vildi koma eftirfar-
andi skilaboðum tfl lögreglunnar:
„Ég er sektuð fyrir að vera svört.
Það er eins og ég sé hryðjuverka-
maður. En þið ættuð að muna hvað
kom fyrir bandarísku fangaverðina
í írak sem pyntuðu fangana í Abu
Ghraib. Rasismi verður ekki liðinn.
simon@dv.is
Snjóbrettaslys á Snæfellsjökli
Lögreglu- og skattrannsókn samhliða
TF-LIF sótti slasaðan
snjóbrettamann af jökli
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-
LIF, sótti í gærdag mann sem lent
hafði f snjóbrettaslysi á Snæ-
feUsjökli, að því er ffam kemur í tU-
kynningu frá LHG. Talið var að mað-
urinn hafi orðið fyrir bakmeiðslum.
Um helgina hefur fjöldi erlendra og
innlendra snjóbrettakappa
verið á jöklinum að keppa í
svoköUuðu Big Jump-móti.
Samhliða hefur íslandsmeist-
aramótið á snjóbrettum farið
fram.
í tilkynningu LHG segir að læknir
á Ólafsvík hafi haft samband við
stjórnstöð LHG um hádegisbUið og
óskað eftir þyrlu í viðbragðsstöðu.
Hann var þá sjálfur á leið á slysstað.
Vegna meiðsla mannsins var ekki
talið ráðlegt að flytja hann landleið-
ina á sjúkrahús. TF-LIF fór í loftið
um hálftvöleytið og var komin tíl
Snjóbrettakappar TF-
LIF, sótti I gærdag mann
sem lent hafði I snjó-
brettaslysi d Snæfellsjökli.
Reykjavíkur með
hinn slasaða um
klukkutíma síðar. Hann var fluttur á
Landspítalann í Fossvogi.
DV greindi frá þessu móti í helg-
arblaðinu en það er haldið á vegum
Brettafélagsins og keppa bæði strák-
ar og stúlkur í íþróttinni. Ætíunin er
að hafa þetta mót árlega í framtíð-
inni en jöklar landsins eru taldir
vera tUvaldir keppnisstaðir.
Skattrannsókn
skilar Baugsskýrslu
Skattrannsóknarstjóri hefur skUað
Baugi Group frumskýrslu um skatt-
rarmsókn á fyrirtækinu, sem hófst
með húsleit og því að lagt var hald á
gögn fyrirtækisins þann 17. nóvem-
ber á síðasta ári. Hreinn Loftsson,
stjómarformaður Baugs Group,
segir að fyrirtækið hafi nú þrjár
vikur tíl að nýta andmælarétt
sinn vegna niðurstöðunnar og
hann vUl að svo stöddu ekki
ræða þau efnisatriði sem fram
koma í skýrslunni.
Rannsóknin nær yfir
fimm ára tímabU í
rekstri Baugs, frá ár-
inu 1998 tíl ársins
2002.
„Við munum
nýta okkur and-
mælarétt okkar
og munum fara
yfir þessa skýrslu á næstu vikum,"
segir Hreinn. „Fyrirtækið fær tæki-
færi til að gera athugasemdir við, og
koma með ábendingar um, ýmis at-
riði sem finna má í skýrslunni. Það er
svo spurning tíl hvaða breytinga
slflct leiðir. Þessi fmmskýrsla er
ekki endanleg niðurstaða af
hálfu embættis skattrann-
sóknarstjóra."
Eins og fram hefur komið í
fréttum hefur em-bætti
ríkslögreglustjóra haft
Baug tU rannsóknar
í tvö ár án niður-
stöðu. Hreinn seg-
ist telja að rann-
sókn skattyfirvalda
á sínum tfína sé
sprottin út úr lög-
reglurannsókn-
inni.