Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Page 19
MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ2004 79 DV Sport Ekkert hægt að gera Árni Gautur Arason horfír eftir boltanum Imarkiö hjá sér í fjóröa sinn eftir að Darius Vassell haföi potað honum framhjá honum. Árni Gautur átti eftir að fá á sig tvö mörk til viöbótar. Reuters fengu að athafha sig að vild fyrir utan teig og ekki skemmdi fyrir að íslenska liðið mátti vart blása á þá en það vár með öllu bannað. Þrír leikmenn í íslenska liðinu geta borið höfuðið hátt - Indriði Sigurðsson, Eiður Smári Guð- johnsen og Heiðar Helguson. Aðrir leikmenn voru vart með í þessum leik. Varnarmennirnir voru í engum takti, dekkuðu lítið sem ekkert og náðu ekki einu sinni að þvælast fyrir ensku sóknarmönnunum. Miðju- mennirnir voru allt of langt frá vörninni, sldluðu engri varnarvinnu, skiluðu bolta illa frá sér, unnu sér ekkert svæði og voru lengi að athafna sig. Heiðar Helguson var nánast einn í slagnum í sókninni en lítið sást af Helga Sigurðssyni í leiknum. henry@dv.is STÆRSTU TÖPIN (slenska karlalandsliðið hefur aðeins tvisvar tapað stærra í vináttulandsleik en stærsta tapið var gegn frændum okkar Dönum fyrir 37 árum síðan. Það fræga tap er einnig stærsta tapið í öllum landsleikjumfrá upphafi. Stærstu töpin hjá Islandi í -12 vináttulandsleikjum: 2-14 Danmörk, 23. ág. 1967 -6 1-7 Slóvenía 7.feb. 1996 -S 0-5 Vestur-Þýskaland 3. ág. 1960* 1-6 Brasilía 8. mars 2002 1-6 England 5.júnf2004 * Helmalelkur Enginn venjulegur táningur Wayne Roone skorar hér glæsilegt mark sem kom Englandi 13-1. Þetta var annaö mark þessa 18 ára gutta frá Everton og hans fimmta landsliðsmark í aöeins þrettán leikjum. Pétur Marteinsson kemur engum vörnum viö. Reuters Upphafið Frank Lampard kemur Englendingum á bragðiö á 25. mínútu þegar hann skoraði meö skoti fyrir utan teig. Bræöurnir Jóhannes Karl og Þórður Guðjónssynir eru ofseinir en Paul Scholes fylgist vel með öllu. Reuters SJÖ LEIKIRÁN SIGURS fslenska landsliðið hefur nú leikið sjö landsleiki í röð án þess að vinna en liðið vann þrjá fyrstu leikina undir stjórn þeirra Ásgeirs Sigurvinssonar og Loga Ólafssonar en síðan þá hefur lítið gengið. Sjö leikir í röð án sigurs: 6. september 2003 fsland-Þýskaland 0-0 11. október 2003 Þýskaland-ísland 3-0 19. nóvember 2003 Mexíkó-fsland 0-0 31.mars2004 Albanfa-lsland 2-1 28. aprfl 2004 Lettland-fsland 0-0 30. maf2004 (sland-Japan ^ÍBÉÉÍ 5.júnf2004 England-ísland 6-1 Samantekt: Leikir 7 Sigrar—Jafntefli— Töp 0-3-4 Markatala 4-14 (-12) Ekki eitt enn Wayne Bridge skoraöi fímmta markiö og minnti á sig en hann var einn afniu leikmönnum Englendinga sem komu inn á i hálfleik. Reuters Hefðum viljað gera betur Hermann Hreiðarsson, varnarmaður íslenska liðsins, var á því að sigur Englendinga hefði verið of stór miðað við gang leiks- ins. „Við byrjuðum vel og manni leið vel á vellinum en þeir skora síðan úr nánast öllum færum sfnum í fyrri hálfleik. Við erum ekki nógu þéttir í vörninni og við verðum bara að finna út úr því og eiga þetta við sjálfa okkur. Og það er ekki spurning að við eigum eftir að laga þetta og við eigum líka eftir að læra af reynslunni sem við fengum í þessum leik. En auðvitað erum við hundfúlir að hafa ekki gert betur.“ Urðum þreyttir Arnar Grétarsson, miðjumaður íslenska liðs- ins, sagði að meginmun- urinn á liðunum hafi verið þreytan. „Mér fannst við vera að spila fi'nt í fyrri hálfleik, við fengum fullt af hornspyrnum og tvö af þeirra mörkum komu úr óverjandi langskotum. í seinni hálfleik koma þeir með nýtt lið, óþreytta leikmenn sem vilja sanna sig fyrir EM og það var mjög erfitt. Við vorum hins vegar orðnir þreyttir og því fór sem fór. En það var frá- bært að spila þennan leik. Góð stemning, frábær völlur og maður heyrði vel í íslensku áhorfendunum." Okkurvar refsað „Þetta var mjög furðu- legur leikur og mér fannst 6-1 engan veginn gefa rétta mynd af þessu," sagði ‘ Tryggvi Guðmundsson í samtali við DV Sport eftir leikinn. „Við vorum kannski ekki að skapa jafn mikið af færum en vorum alveg jafn mikið með boltann, alla vega í fyrri hálfleik. Okkur er einfald- lega refsað fyrir öll mistök. Þetta var bara slæmur dagur hjá okkur, því miður," sagði Tryggvi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.