Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1974, Page 4

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1974, Page 4
FRÁ SÉRDEILDUM VFl Frá RVFl Aðalfundur RVFl var haldinn 13. mars s.l. I stjórn félagsins voru kosnir: Ólafur Tómasson, formaður. Gísli Júlíusson, stallari. Kári Einarsson, gjaldkeri. Guðmundur Ólafsson, ritari. Að lokinni kosningu stjórnar og nefnda hélt Hörður Frímannsson fyrirlestur um „Fjögurra rása hljómflutningstseki" (Quadrophonie). Hinn 8. maí s.l. var haldinn fundur hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar (SKÝRR), þar sem Gunnar Ingimundarson fjallaði um „Nýjungar í tölvutækni og tölvunotkun". Hinn 30. ágúst s.l. var fundur haldinn hjá RVFl, og talaði J. R. Veastad frá norsku símastjórninni um: „Planlagt anvendelse av telesatelitsystemer i Norge“, einkum með tilliti til nauðsynlegra fjarskiptasambanda við olíuturna í Norðursjó. Hinn 20. nóv. s.l. var haldinn fundur, þar sem Gústav Arnar ræddi um ,,Ný símasambönd við útlönd: Tæknilegir möguleikar". Urðu eldheitar umræður um, hvort gerfihnattasambönd væru tímabær fyrir Islendinga. Voru flestir þeirra, sem tóku til máls eindregið og afdráttarlaust þeirrar skoðunar að svo væri. — KJ FRÁ TÍMARITI VFÍ Eftirmenntun Undanfarin ár hefur nokkuð verið rætt um eftirmenntun íslenskra verkfræðinga innan VFl. I kjarasamningi milli Félags ráðgjafaverkfræðinga og SV eru ákvæði um eftirmenntun og sérstakt samkomulag er um eftirmenntun á milli Reykjavíkurborgar og SV. Þá er á vegum VFl starfandi sérstök eftirmenntunarnefnd, sem kannar hvernig þessum málum verði best fyrir komið innan félagsins í framtíðinni. Skrifstofu VFl berast reglulega upplýsingar um eftirmenntunarnámskeið hjá hliðstæðum félögum á Norðurlöndum, og liggja þessar upplýsingar ætíð frammi á skrifstofunni. Nú nýlega hafa borist upplýsingar um þau námskeið Dansk Ingeniörforening og Ingeniör-Sammenslutningen, sem haldin verða fyrri hluta árs 1975. Er þar um að ræða mikinn fjölda námskeiða, sem sum hver gætu vafalaust verið gagnleg íslenskum verkfræðingum. Kostnaðar vegna er þó varla hugsanlegt, að verkfræðingar héðan geti gert sér ferð gagngert til að sækja slík námskeið. Hins vegar er ekki ólíklegt að koma megi á samvinnu milli VFl og norrænna verkfræðingafélaga um námskeið hér ef nægilegur áhugi er fyrir hendi. Menn eru því hvattir til að kynna sér hvað á boðstólum er hjá kollegum okkar á Norðurlöndum á þessu sviði. — PL FRÁ VERKFRÆÐI- OG RAUNVlSINDADEILD H( Kennsluár verkfræði- og raunvísindadeildar hófst 4. september s.l. Á þessu hausti hafa 69 nýstúdentar innritast í verkfræðigreinar. Þeir skiptast í hinar ýmsu greinar verkfræðinnar sem hér segir (tölur í svigum eru frá innritun 1973). Byggingaverkfræði 26 (22) Véla- og skipaverkfræði 12 (15) Rafmagnsverkfræði 20 ( 9) Eðlisfræði 3 ( 2) Efnaverkfræði 8(3) Alls 69 (51) lnnritaðir stúdentar í annað nám í verkfræði- og raunvísindadeild eru nú sem hér segir:

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.