Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1974, Page 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1974, Page 11
og annar dælubúnaður um 0,1 milljón tonna. Þegar hraunið rann fram þann 23. mars, varð hlé á dælingunni í u.þ.b. tvo daga á meðan verið var að koma leiðslum fyrir á ný, en síðan var dælt um 200 1/s í einn sólarhring á milli framhlaupa. Þann 28. mars var dæling hafin á ný, og eftir það var dælt stans- laust þar til á 168. degi gossins, er dælingu var hætt. Á þessu tímabili er áætlað, að samtals hafi verið dælt um 5,7 milljónum tonna af sjó, eftir að hraun tók að renna yfir bæinn, og ef allt er talið, samtals 6,2 milljónum tonna. Eins og sjá má á línuritinu, náði dæling hámarki þann 4. apríl, þegar búið var að tengja allan dælubúnað, sem frá Bandarikjunum kom. Þetta magn fer smám saman minnkandi. Stafar það aðallega af því, að stöð- ugt var verið að færa leiðslurnar lengra inn á hraunið, nær gígnum, þannig að þrýstingsfall i pípunum, svo og hæðaraukning, olli minni af- köstum. Um miðjan maí var kælingu frá sjó hætt, og þá minnkaði magnið um 100 1/s. Upp úr miðjum júní var ákveðið að stöðva kæiingu í þrepum, þannig að vikuleg var ein eining tekin úr sambandi og vélar og dælur hreins- aðar. Fyrstu einingarnar, sem stöðv- aðar voru, dældu tiltölulega lengst upp á hraunið, og þar af leiðandi hlutfallslega minna magni en þær, sem nær bænum lágu og síðar voru stöðvaðar. Mynd (2) sýnir, hversu miklu af sjó var dælt á hraunið á mismun- Ljósm.: Valdimar K. Jónsson. Mynd 2 TlMARIT V F I 1974 — 73

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.