Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1974, Side 26

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1974, Side 26
I. Starfsemi BHM starfsáætlun og fjárhagsáætlun. II. Kjaramál. III. Er hætta á offjölgun háskólamanna? Fyrir hádegi á laugardag var sagt frá niðurstöðum starfshópa og síðan urðu almennar umræður. Kjörin var stjórn Bandalags háskólamanna til næstu tveggja ára. Nýkjörinn formaður Bandalagsins er dr. Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur. Aðrir í stjórn eru: Hilmar Ólafsson arkitekt, Bjarki Magnússon læknir, Almar Grímsson lyfjafræðingur, Skúli Halldórsson kennari og í varastjórn eru: Stefán Hermannsson verkfræðingur og Guðmundur Björnsson viðskiptafræðingur. Samþykktar voru ályktanir um skipulagsmál Bandalagsins og um kjaramál. VERKLEGAR FRAMKVÆMDIR Útboð — Tilboð Innkaupastofnun ríkisins 1. Tilboð í að gera fokhelda byggingu heilsugæslustöðvar á Höfn í Hornafirði voru opnuð 8. ágúst 1974. Eitt tilboð barst og var það frá Trésmiðju Hornafjarðar að upphæð kr. 35.803.887,-. Kostnaðaráætlun var kr. 28.900.000,-. Eftir að verkinu hafði verið breytt var samið við Trésmiðju Hornafjarðar um að vinna verkið fyrir kr. 33.323.350,-. 2. Fjögur tilboð bárust í byggingu skrifstofuhúsnæðis Rannsóknastofnunar byggingaiðnaðarins að Keldnaholti. Tilboðin voru 89,6% (Sigurgeir Gunnarsson), 96,1% (Sævar Gunnlaugsson), 101,5% (Hamarinn s.f.) og 133% (Njörvi) af kostnaðaráætlun, sem var kr. 15.892.120,-. Samið var við lægstbjóðanda. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði Tilboð í byggingu dagheimilis við Miðvang voru opnuð 2. apríl 1974. Alls bárust fjögur tilboð og voru þau 97,8% (Sveinbjörn Sigurðsson), 102,9% (Hamarinn s.f.), 122,9% (Sigurgeir Gunnarsson) og 151,2% (Njörvi) af kostnaðaráætlun, sem var kr. 47.850.000,-. Samið var við lægstbjóðanda. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar hefur á síðari hluta ársins 1974 boðið út gerð eftirtalinna mannvirkja: A. Hitaveita 1. Tilboð í lögn Reykjaæðar II, 3. áfanga, voru opnuð 17. júlí 1974. Tvö tilboð bárust og voru þau 109,7% (Aðalbraut h.f.) og 110,8% (Istak h.f.) af kostnaðaráætlun Fjarhitunar h.f., sem var 36.265.600,- kr. Samið var við lægstbjóðanda. 2. Tilboð í lögn dreifikerfis í Breiðholt II, 5. áfanga, voru opnuð 25. júlí 1974. Fjögur tilboð bárust og voru þau 99,8% (Miðfell h.f.), 117,5% (Sigurður Söebeck), 117,8% (Hlaðbær h.f.) og 133,2% (Kristófer Reykdal) af kostnaðaráætlun Fjarhitunar h.f., sem var kr. 14.389.400,-. Samið var við lægstbjóðanda. 3. Tilboð í lögn dreifikerfis í Kópavogi, 6. áfanga, voru opnuð 8. ágúst 1974. Alls bárust þrjú tilboð og voru þau 82,3% (Kristófer Reykdal), 102,4% (Loftorka s.f.) og 121,2% (Hlaðbær h.f.) af kostnaðaráætlun Fjarhitunar h.f., sem var kr. 33.771.500,-. Samið var við lægstbjóðanda. B. Ýmislegt 1. Fimm tilboð bárust í gatnagerð og lagnir ásamt hitaveitulögnum í Seljahverfi í Breiðholti II, 4. áfanga. Tilboðin voru 82,7% (Ýtutækni h.f.), 83,1% (Hlaðbær h.f.), 83,8% (Miðfell h.f.), 84,5% (Völur h.f.) og 130,5% (Aðalbraut h.f.) af kostnaðaráætlun verkkaupa, sem var kr. 95.604.014,-. Samið var við lægstbjóðanda. 2. Tilboð í byggingu fjölbrautaskóla í Breiðholti, 2. áfanga, 1. byggingarstig, voru opnuð 9. október 1974. Fjögur tilboð bárust og voru þau 108,4% (Böðvar S. Bjarnason), 111,7% (Sveinbjörn Sigurðsson), 125,4% (Trésmiðja Austurbæjar) og 133,0% (Byggingafélagið Ármannsfell h.f.) af kostnaðaráætlun verkkaupa, sem var 105.385.000,- kr. Samið var við iægstbjóðanda. — HS

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.