Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ2004 Fréttir DV Gellukóngur meðgögn Gellukóngurinn Sigvaldi Gunnlaugsson á enn eftir að láta starfsmönnum Rík- islögreglustjóra í té fleiri gögn til að unnt sé að hafa hendur í hári nígerískra fjársvikara. Þeir hafa þegar haft fjórar miiljónir af Sig- valda með því að láta hann halda að hann ætti í vænd- um hundruð milljóna króna. Hann fékk að hand- fjatla peninga á Spáni. Sig- valdi lét lögregluna hafa bunka af gögnum á föstu- daginn en lögregla þurfti fleiri gögn til að geta ákveð- ið hvað hún gerði og hvaða upplýsingar hún gæti veitt kollegum sínum í útlönd- um. Sigvalda er enn áfram um að koma upp um svik- arana og ætlar að láta lög- reglu hafa fleiri gögn. Sjálfsfróun í Laugardalnum Um kaffileytið á föstu- daginn bárust lögreglunni í Reykjavík nokkrar tilkynn- ingar um ósæmUega hegð- un manns sem væri á ferli í Laugardalnum. Sást tfl mannsins á að minnsta kosti tveimur stöðum þar sem hann var að fróa sér og reyndi ekki að skýla því fyr- ir vegfarendum. Lögregla brást skjótt við en maður- inn fannst ekki þrátt fyrir ítarlega leit. Kónqafólk í íig Garðabæ Hákon krónprins og Mette-Marit krónprinsessa munu opna sýningu á úr- vaU norskrar keramíklistar í Hönnunarsafni íslands á Garðatorgi í dag klukkan ellefu. Norska utanríkis- ráðuneytið hefur í tUefni af opinberri heimsókn hjón- anna hér á landi boðið safninu þessa sýningu sem þykir einkar flott. Af þessu tilefni verður haldinn norskur dagur á Garðatorgi þar sem verður boðið upp á ýmislegt tengt iandinu. Leikskólabörn í Garðabæ munu meðal annars teikna myndir tengdar Noregi og taka á móti hjónunum auk þess sem Guitar Isiancio mun leika þjóðleg lög frá Skandinavíu. Fyrsta nauðganahelgin í sumar nálgast. Fyrsta helgin í júlí. Straumur ungmenna út á land eykst jafnt og þétt eftir því sem liður á sumarið. Hættan á nauðgunum og ofbeldi verður meiri eftir því sem hátíðirnar stækka. Þórunn Þórarinsdóttir ráð- gjafi hjá Stigamótum segir gróft ofbeldi færast í vöxt. Ekki sé óalgengt að þrír til fjórir strákar taki sig saman og nauðgi. Strákahópar nanðga jafnt stúlkum sem drengjum „Það er nauðsynlegt að læknar og lögregla séu til taks á útihátíð- um," segir Þórunn Þórarinsdóttir ráðgjafi hjá Stígamótum. Nú fer í hönd sá tími sem ungt fólk flykkist út á land í tjaldferðir og á útihátíðir. Fréttir af nauðgunum og ofbeldi eru algengar eftir því sem fjöldinn verður meiri. Þórunn segir fulla ástæðu til að vera á varðbergi og tekur fýrstu helgina í júlí og verslunar- mannahelgina sem dæmi. „Fyrsta helgin í júlí er útborgun- ardagur fyrir unga fólkið,“ segir Þór- unn og hægt er að greina kvíða í röddinni. „Við höfum vanalega ekki haft neinn viðbúnað þá helgi en kannski er full ástæða til að skoða það.“ Þórunn segir erfitt að merkja hvort aukning sé í nauðgunum. Eitt er þó víst: ofbeldið verður sífellt harðara. „Við erum að sjá meiri grimmd," segir Þórunn og bætir við: „Það er meira um hópnauðganir. Strákar taka sig kannski þrír-fjórir saman og skiptast á að nauðga stúlkunum dauðadrukknum eða uppdópuðum. Þetta er öðruvísi en áður.“ Þórunn tekur fram að það séu ekki bara stúlkur sem eru í hættu. „Þetta gæti verið dóttir manns, frænka eða frændi," segir hún ótta- slegin. „Oft eru það strákar sem „Strákar taka sig kannski þrír fjórir saman og skiptast á að nauðga stúlkunum dauðadrukknum eða uppdópuðum." nauðga strákum. Þeir sem ætla sér að fremja glæpa gera það.“ Mörgum er í fersku minni Eld- borgarhátíðin. Hún fór úr böndun- um. Smjörsýra var notuð óspart svo auðveldara væri fýrir nauðgara að koma vilja sínum á framfæri. Þórunn segir þó að mikil gæsla hafi verið á Eldborgarhátíðinni. Kannski þess vegna hafi mörg af þessum málum komið upp á yfirborðið. „Oft eru það líka smáatriðin sem skipta máli. Það var til dæmis mjög lítil lýsing á Eldborg. Aðeins einn ljósastaur. Þegar myrkrið skall á varð allt vitíaust. Ofbeldi í hverju horni. í Vestmannaeyjum er allt svæðið hins vegar upplýst. Það skapar meira ör- yggi,“ segirhún. Lögreglan í Vestmannaeyjum kannast við þá ofbeldisöldu sem fylgir útihátíðum. Hún segir undir- búning fyrir hátíðina í ár þegar kom- inn í gang. Það verði stíft eftirlit eins og alltaf. Hátt upp í hundrað björg- unarsveitarmenn auk lögreglunnar. Þá segir lögreglan að það skipti einnig máli að mikil hefð sé fýrir há- tíðinni. Mikið af eldra fólki sem sæki hana í bland við unglingana. Þess vegna sé oftast minna ofbeldi þar heldur en á hátíðum eins og Eldborg þar sem nánast bara unglingar koma saman. „Við munum halda okkar starfi áfram yfir hátíðirnar," segir Þórunn hjá Stígamótum. „Það er full ástæða til að vera á varðbergi." simon@dv.is Nýtt, nýtt, nýtt - eða gamalt Svarthöfða hefur lengi verið það sérstakt áhugamál hvað fslendingar eru seinir til að uppgötva alla hluti. Það gildir eiginlega um allt nema nýj- ustu rafrnagnstækin. Þau eru íslend- ingar nefnflega sérstakir meistarar í að tíleinka sér og það má ekki koma svo á markað ný græja í útíöndum að hún sé ekki þegar í stað komin tO íslands og við búin að slá heimsmet í notkun á græjunni, miðað við höfða- tölu. En að flestu öðru leyti erum við aftarlega á merinni, ef ekki bara hreinfr slóðar. m Svarthöfði Það gfldir tO dæmis um pólitík. Meðan þau Ronald Reagan og Mar- grét Thatcher slógu sem mest um sig og útbreiddu frjálshyggjuna þá vor- um við íslendingar enn fastir í viðjum hinnar steingrímsku efnahagsstefnu og Hannes Hólmsteinn var ótrúlega lengi hrópandinn í eyðimörkinni. Löngu eftir að element úr frjálshyggj- unni voru orðfri viðurkennd í útíönd- um, þá fussuðum við íslendingar enn og sveiuðum. Hvernig hefur þú það? Anna F. Gunnarsdóttir, stilisti í Önnu og útlitinu: „Ég hefþaö fínt eftir mikla ferð um Dan- mörku. Þar fór ég þvers og kruss um allt að skoða imyndina á Dönunum. Þeir mega alveg taka sig á; þeir hugsa eiginlega bara um magann. Á Strikinu eru flottar búðir en úti á landi eru þær mjög keimlikar; eins og kaupfélögin heima. Maðursá konur ájogginggöllum, í háhæluðum skóm og með slæðu, alveg ótrúlegt. Og mikið afhvítum sokkum. Svo fór ég til Færeyja. Þar var ■læðnaðurinn dálítið mikið eftir á. Ég er að spá I að setja á fót útibú í báðum þessum löndum og jafnvel stílistaskóla í Danmörku. Þarna eralveg óplægður akur." Svo komst frjálshyggjan loks tO valda með Davíð Oddssyni og einmitt um þær mundir var hún far- in að dala í útíöndum. Menn voru að minnsta kosti famir að laga hana að raunveruleUcanum og hinu gamla velferðarríki Vesturlanda. Sú aðlögun hefur ekki enn gerst hér. Það virðast vera örlög okkar að vera aUtaf tíu- fimmtán árum á eftir útíendingum með flesta hlilti - nema blessaðar græjurnar. Þetta datt Svarthöfða í hug þegar hann las á baksíðu DV að nú væri búið að stofna á íslandi svokaUað „boy-band“ en það er fyrirbæri sem var vinsælt í útíöndum fyrir áratug eða þar um bO - N’Sync og það drasl aUt. Og kemur í kjölfarið á stúlkna- bandinu Nylon sem Einar Bárðarson er nýbúinn að stofna hér á landi, líka áratug eftir að hljómsveitir eins og Spice Gfrls vom og hétu. Það mætti halda að Atlantshafið væri töluvert breiðara en það er í raun og vem. Svarfhöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.