Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ2004 Fréttir DV Móðirin lögð inn á Sogn Hildur Árdís Sigurðar- dóttir sem lögreglan grunar um að hafa stungið dóttur sína til bana á Hagamel og sært son sinn og sjálfa sig lífshættulega hefur enn ekki játað verknaðinn. Hún hefur verið vistuð á réttar- geðdeildinni að Sogni. Kenning lögreglu um at- burðarásina hefur ekki breyst frá upphaflegum hugmyndum. Konan var út- skrifuð af Landspítalanum fyrir skömmu þar sem hún var á hjarta- og lungnadeild vegna sára sem hún hlaut þegar hún stakk sig í brjóst- ið. Sonur hennar er kominn til ættingja. E-töflusali eftirlýstur Ungur Reykvfkingur, Guðni Már Baldursson, sem ákærður er fyrir að hafa í fórum sínum 480 e- töflur mætti ekki fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem þingfesta átti mál ákæruvaldsins gegn honum. Þar sem Guðni mætti ekki hefur verið gefin út handtökuskipun á hendur honum og þing- festingu ffestað fram í september. Guðni má bú- ast við að fá allt að tveggja ára dóm fyrir brot sitt. Hver er eiginleg niðurstaða nefndarinnar um þjóðar- atkvœðagreiðslu Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður „Niðurstaða starfshópsins virðist nokkuð skýr. Þar sem augljós niöurstaða hennar er sú að hvers konar þátttöku- takmarkanir hljóti að brjóta i bága við stjórnarskrána. Þvi hljóta viöbrögö stjórnvalda að vera sú að einfaldur meirihluti gildi í atkvæðagreiðslunni." Hann segir / Hún segir „Mln fyrstu viðbrögð voru að þetta væru hófsamar og skyn- samar tillögurhjá þessari nefnd. Hófsamari en 75 prósent hugmyndin sem stjórnarflokkarnir köstuðu fram. Það var svolitiö hátt hlutfall. Ég vona að það veröi litið tilþessara tillaga við framkvæmd kosninganna." Auður H. Ingólfsdóttir stjórnmálafræðingur Lögfræðingur Kestutis Baginskas, Litháans sem framdi hrottalegt morð í heima- landi sínu, segir hann íhuga skaðabótamál á hendur ríkinu. Útlendingaeftirlitið Sigursteinn Másson formaður Geðhjálp- ar „Efmaðurinn er með alvarlegan geð- sjúkdóm skiptir mestu að hann fái aðhlynn- ingu og stuðning." vísaði Kestutis úr landi en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að það mætti ekki. Fréttir af Litháanum hafa vakið mikla athygli. Sigursteinn Másson, for- maður Geðhjálpar, segir kerfið hafa brugðist. Geíhjálp stendun me litháíska geðklofenu „Það er ljóst að kerfið og yfirvöldin eru fullkomlega að bregðast í þessu máli,“ segir Sigursteinn Másson formaður Geðhjálpar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu þann 18. júní að ekki mætti vísa Kestutis Baginskas úr landi. Áður höfðu íslensk yfir- völd gert hvað þau gátu til að reka hann úr landinu. Kestutis hafði drepið konu og svívirt lík hennar árið 1995 í Litháen. Hann var dæmdur ósakhæfur vegna ofsóknarkennds geðklofa. „Þetta mál kom aldrei inn á borð til okkar," segir Sigursteinn en Kestutis bjó hér í ein tvö ár áður en yfirvöld skiptu sér af honum. „Við látum okkur varða alla þá sem eru í þessari stöðu. Ef maðurinn er með alvarlegan geðsjúkdóm skiptir mestu að hann fái aðhlynningu og stuðning. Ekki að fólki sé vísað frá landi eins og gerðist í þessu máli." Rök útlendingaeftirlitsins fyrir að vísa Baginskas úr landi voru þau að hann væri ógn við almannaheill. Þá taldi útlendingaeftirlitið ekki stætt á að framkvæma geðrannsókn hér á landi. Hún tæki eitt til tvö ár og þá væri ekki vogandi að hann væri frjáls ferða sinna. Auk þess væri heil- brigðiskerfið ekki í stakk búið til að rannsaka hann vegna kostnaðar. „Þessi rök halda hvorki vatni né vindum," segir Sigursteinn Másson. „í fyrsta lagi tekur það ekki upp í tvö . ár að framkvæma geðrannsóknir. Sem dæmi eru rannsóknir á fólki sem er handtekið. Niðurstöður úr þeim liggja oft á tíðum mjög fljótt fyrir. Svo eru rök um of mikinn kostnað fráleit. Það tekur engu tali að setja slíkt fram. Peningar eiga ekki að vera vandamál." Sigursteinn vill einnig benda á að miklu skiptir hvernig fjallað er um geðsjúka í fjölmiðlum. „Það skiptir miklu að ekki sé talað um geðveika sem hættu- legt fólk sem almenningur þurfi að vara sig á. Þá erum við komnir mörg ár aftur í tím- ann og allur sá árangur við að minnka fordóma væri horfinn. Við megum ekki slá upp fréttum sem eiga að vekja upp ótta og ala á fordómum." Hilmar Magnússon, lögfræðing- ur Kestutis, segir skjólstæðing sinn afar ánægðan með dóm Hæstarétt- ar. Málið hafi verið honum afar erfitt. „í tvö ár hefur Kestutis ekki getað lifað eðlilegu lífi. Nú þegar dómur- inn er fallinn er hann ánægður," segir Hilmar. Hann segist um þessar mundir fara yfir það ásamt Kestutis hvort farið verði í mál við íslenska ríkið vegna þeirrar vanlíðunar og erfiðleika sem hlutust af brottrekstri hans frá íslandi. Spurður um hvort Kestutis geti hugsað sér að koma aft- ur til íslands segir Hilmar: „Það er erfitt að segja. Hann hefur ekki hugsað svo langt. Samkvæmt úr- skurði útlendingaeftirlitsins var hann í ævilöngu banni á Schengen- svæðinu. Nú hefur þeim úrskurði verið hnekkt og hann er ffjáls ferða sinna." Kestutis Baginskas býr í Litháen í verksmiðjubænum Telsai. DV hafði samband við móður hans en vegna tungumálaerfiðleika var erfitt að fá hana til að tjá sig um málið. Af viðbrögðum hennar að dæma var hún ánægð. Sonur hennar er þó enn með skráð íögheimili á Berg- þórugötu 29 og far- símanúmar hjá Og Vodafone. íbúar á Bergþórugötunni sem höfðu sam- band við blaðið segjast þó ekki hafa séð hann í tvö ár. Slökkt er á farsímanum. Þeir sem til þekkja telja ólfklegt að Kestutis snúi aft- ur í bráð. simon@dv.is j Georg Lárusson I Blaðagrein Hitháíska I bloðinu Akistata varð tii I Þess °ð útlendingaeftir- I litið, undirstjórn Georgs I i-árussonar, komst að I dökkri fortíð hans og vís- I aði honum úr landi J Kestutis barði konu með I 9Óóti til dauða. Svlvirti J líkið. Pakkaði því fpiast- I poka og henti ofan i tskurð. Norðmenn spyrja sig að því hverju Björk muni klæðast Björk á ólympíuleikunum í Aþenu Vefur norska ríkissjónvarpsins, nrk.no, segir frá því að Björk Guð- mundsdóttir muni troða upp á opn- unarhátíð ólympíuleikanna í Aþenu sem hefjast 13. ágúst. Atriði Bjarkar átti í upphafi að vera óvænt, en Björk og hennar lið kærðu sig ekki um að vera einhverjir aukaleikarar og verða eitt stærsta númerið á há- tíðinni. Vefmiðillinn segir Björk vera þekkta fyrir frumlega framkomu og öllu sem því fylgir. Hver man t.d. ekki eftir svanakjólnum sem hún klæddist í Cannes? Og það er aUtaf mikil spenna yfir því hvað íslending- arnir munu segja um atriði Bjarkar segir vefmiðillinn. í þetta skipti gæti Björk reynt að höfða til heima- manna í klæðaburðinum því gríski hönnuðurinn Sophia Kokosalaki sér um klæðnað Bjarkar fyrir kvöldið. Kokosalaki er yfirhönnuður 30.000 búninga sem leikarar og söngvarar munu klæðast á opnunarhátíðinni. Vefmiðillinn heldur áfram og segir „Björk sem hefur búið í Englandi í jjölda mörg ár talar ensku með mjög íslenskum hreim. Hún vinnur þessa dagana að því að fín- pússa gamla gríska frasa því söng- konan kemur nefnilega fram með heimamönnum og verður hátíðin í svipuðum dúr og á fyrstu árum ólympíleikanna. Nýja plata Bjarkar „Medulla" kemur út í enda ágúst." Það verða því fleiri en hand- boltalandsliðið í eldlínunni á ólympíuleikunum í sumar. Svanakjóllinn Ætli Sophia Kokosalaki láti Björk klæðast ein- hverju í líkingu við þennan kjól? » Hernámi lokið Bráðabirgðastjórn tók form- lega við völdum í írak í gær en til stóð að stjórnarskiptin færu fram á morgun. Hernámsstjórn Banda- ríkjanna hefur setið við stjórnvöl- inn í fjórtán mánuði og kom það í lilut Paul Bremer landstjóra að afhenda heimamönnum stjóm landsins með formlegum hætti. Athöfnin var látlaus og ekki var send út tilkynning um hana fyrir- fram. Fyrirhugað er að efna tú al- mennra kosninga í landinu í byrj- un næsta árs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.