Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 24
"* 24 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ2004 Fókus DV Nýtt ómtæki sýn- ir skýrar myndir af 12 vikna fóstri í móöurkviði Spriklar, geispar og nuddar augun Læknar viö heilsustofnun í Lundúnaborg hafa kunngert nýj- ustu rannsóknir sínar á fóstrum í móðurkviði. Við þær notuðu þeir nýja, afar næma gerð af ómtæki og eru myndimar af fóstmnum mjög skýrar, þrívíðar og teknar á raun- tíma. Ýmislegt kom læknun- um á óvart, t.d að 12 vikna fóstur teygir sig, reygir og beygir í móð- irkviði, sparkar og spriklar löngu áður en móðirin fmnur hreyfingar þess. Átján vikna fóstur opnar og lokar augunum, en hingað til hef- ur verið talið að augnlokin nái ekki fullum þroska fýrr en á 25 viku. Sex mán- aða fóstur sýnir dæmi- gerða hegðun og skapbrigði hvítvoðunga; klórar sér, brosir, grætur, hikstar og sýgur. Hingað til hefur verið aimælt að börn brosi ekki fýrr en sex vikum eftir fæðingu. Klukkustundar mynda- taka í nýja tækinu kostar tæpar 36.000 íslenskrar krónur. í frí saman Fyrrverandi hjónakomin Tom Cruise og Nicole Kidman æda að fara saman í tveggja mánaða frí með börnum sínum. Leikaramir hafa verið að reyna að bæta sambandið sín á milli barnanna vegna og ætía því að leggja ferilinn á hilluna í smá tíma. Slúðurblöðin velta sér upp úr hvort um meira sé að ræða en bara vin- 0. skap og munu fylgj- ast náið með frí- inu sem verður í Ástralíu. Connor, 9 ára og Isabella, 11 ára era sögð eiga þá ósk heitasta að foreldrar þeirra tækju saman aftur. Tískuvika hefur staðið yfir í Rio de Janeiro i Brasiliu undanfarið. DV birti í siðustu viku myndir frá einni af tiskusýningunum þar og vakti heimamærin Daniela Cicarelli óskipta athygli lesenda blaðsins. Tískuljósmyndararnir i Brasilíu virðast líka hafa átt- að sig á fegurð stúlkunnar og mynda hana nú í gríð og erg. Ekki skemmir fyrir að hún er kærasta fótboltamannsins Ronaldos og þar með er nýtt stjörnupar fætt. Ronaldo nýtur frfsins Rétt eins og I slðustu viku var Ronaldo mættur spenntur til að horfa á kærustuna spóka sig um á sýningarpallinum. ... útflutningsvara Brasthu þessa dagana.Hun og fótboltamaðurinn Ronaldo eru líka heitasta stjörnuporið I þar I landi og víðar. Hé sésthún glæsilega 1 sýningarpallinum á \tískuvikunnilRioae I Janeiro á I sunnudaginn._______ Dostoévskí skrásett vörumerki „Viljum ekki spilaviti með nafni okkar,“ segja afkomendur rithöfundarins > Dostoévskl hefur verið skráð sem lögformlegt vöruheiti I Rússlandi. Það er barnabarna- barn rithöfundarins knáa, Fjodors Dostoévskl, sem lét skrá nafnið ognaut til þess fulltingis nóbelsverðlaunahafans Alex- anders Soltjénltsyns. Fjodor er sem kunnugt er ein- hver rómaðasti skáldsagnahöf- undur heims. Hann var uppi á 19. öld og skrifaöi langar og innblásnar sögur eins og Glæp og refsingu, Karamasov-bræð- urna og Fávitann. Barnabarna- barnið heitir Dmitrí og hefur Alexei og Dmitrí Dostoévskf Spor- vagnsstjórar I St.Péturs- borg og stoltir af þvl. lengst af verið sporvagns- stjóri I St.Pétursborg sem raunar hét Leníngrad á tím- um kommúnista. Mennta- menn kommúnista höfðu Imugust á rithöfundinum Dostoévskí og Dmitrl græddi því lltið á forföður slnum. Fjölskyldan fékk lltil sem eng- in höfundarlaun meðan höfundaréttur Dostoévskls var enn I gildi og þýddi llt- iö fyrir hana aö leita að- stoðar yfirvalda. Eftir að stjórn kommún- ista féll hefur hagur Fjodor Dostoévskí Höfundur Clæps og refsingar, Karamasov- bræðra - og Fjárhættu- "vlarans. Dmitrls vænkast nokkuð enda sýna marg- irhonum áhuga sem afkom- anda rithöfundarins. Hann hef- ur þó ekki rakaö saman fé og býr enn I ódýrri og fátæklegri verkamannalbúö. Alexei sonur hans hefur fetað I fótspor föður slns sem sporvagnsstjóri og Dmitrl segir að þaö sé gott starf. „Vegna þessa starfs hefég kynnst fjölda fólks úr misjöfnu umhverfi ISt. Péturs- borg,“ segir hann. Eftir aö hafa leitað aðstoðar sjóðs á vegum Soltjenltsyns tókst Dmitrisem fyrr segir að fá„Dostoévskrgert að skrásettu vörumerki I Rússlandi og mun fjölskyldan eftirleiðis fá nokkrar tekjur afútgáfum á verkum Dostoévskfs þar I landi þótt höf- undaréttur teljist vera útrunninn fyrirall- löngu en Fjodordó 1881. Önnur ástæða fyrir skrásetningunni var Dmitrl þó ofar I huga, segir hann. „Ég er dauðhræddur um að einhver fái fljótlega þá hugmynd að opna spilavlti með nafninu okkar. Þaö myndi ég aldrei þola, þar sem spilaflkn var stærsti löstur Dostoévskís. Hann átti Islfelldri baráttu við djöful spilaflknarinnar, “ segir Dmitrí. Ein affrægustu sögum Dostoévskís hét raunar Fjárhættuspilarinn og hana skrif- aði hann á methraða til að vinna sér inn fé fyrir spilaskuldum. -**

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.