Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ2004 Fréttir DV Ögmundur villjáfast óformlega „Frjálslyndi flokkurinn, Samfylkingin og VG eiga að ganga til næstu alþingis- kosninga sem kosninga- bandalag," segir Steingrímur Ólafsson í VG á heimasíðu Ög- mundar Jónassonar nú fyrir helgi og Ög- mundur svarar um hæl. Ögmundur seg- ir: „Svar mitt við spurningum og vangaveltum Steingríms Ólafssonar er játandi þótt ekki sé ég viss um að þörf sé á því að mynda sérstakt formlegt kosningabanda- lag. Nægja ekki yfirlýsingar og heitstrengingar? Ég hefði haldið það.“ Blóðug átök standa um Sparisjóð Hólahrepps á Sauðárkróki. Kaupfélagið og stjórn- endur þess undir stjórn Þórólfs Gíslasonar með óvirkan meirihluta. Kristján Hjelm sparisjóðsstjóri neyddur til að hætta. Talið að S-hópurinn vilja koma sér upp banka. Átta milljóna króna fjárfesting kaupfélags verður að tæpum 500 milljónum. Kaupfélagsmenn létu sparka sparisjóösstjéra Átakafundur f sparisjóðnum Þessi mynd var tekin á átakafundi íSparisjóði Hótahrepps i fyrra. Þar hófst atburðarrás sem virðist vera að enda með yfirtöku VlS á bankanum. Brottrekinn Kristjáni Hjelm sparisjóðsstjóra va fyrir nokkrum dögum gei að hætta með góðu eða | iiiu.Hann ervinsællogv látinn en sagður ganga gegn vilja kaupféiags- | manna. Lögga skoðar fornminjar Þjóðhátíðarsjóður hefur styrkt Ómar Smára Ár- mannsson, aðstoðaryfirlög- regluþjón í Reykjavík, um 150.000 krónur í því skyni að hann geti unnið úr gögnum, upplýsingum og heimildum um allar fornar minjar á Reykjanesi og gef- ið út til aðgengi- legra nota. Meðal annarra fróðlegra styrkja sjóðsins eru 150.000 krónur til Hvalamiðstöðvar- innar á Húsavík vegna gagnaöflunar og skráningar á sögu hval- veiða við ísland frá 1600- 1915, með áherslu á hval- veiðisögu Baska, Breta og Bandaríkjamanna hér við land. Réttinda- laus með dóp og þýfi Lögreglan í Reykjavík stöðvaöi bíl á laugar- dagskvöld þar sem öku- maður reyndist vera sviptur ökuréttindum ævilangt. Fengin var heimild til að leita í bíln- um og fundust þar fíkni- efni og verkfæri sem tal- in eru vera úr innbroti frá því fyrr um daginn. Bláhornið á 6,2 milljónir Jón Eiríksson, eigandi söluturnsins Bláhornsins við Smiðjuveg vill fá tveggja milljóna króna bætur og að auki að Kópavogsbær kaupi húsið á 4,2 milljónir króna, sem er fasteignamat eign- arinnar. Jón og Kópavogs- bær hafa lengi reynt að ná lendingu í málinu eftir að ljóst varð að Bláhornið yrði að víkja af yfirborði jarðar vegna nýju mislægu gatn- mótanna við Stekkjarbakka og Smiðjuveg. Aðkomun- inni að Bláhorninu var lok- að. Jón segist munu fara dómstólaleiðina náist ekki sátt á „næstu dögum.“ Mikil ólga er í Skagafirði vegna þess að Kristján Hjelm spari- sjóðsstjóri hefur verið neyddur til að segja upp störfum. Þetta er talinn vera þáttur í valdabaráttu sem átt hefur sér stað um Spari- sjóð Hólahrepps þar sem Kaupfélag Skagfirðinga hefur leynt og ljóst stefnt að yfirráðum. Aðalhugmyndafræðingurinn er sagður vera Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri KS, stjórnarformaður VÍS, miðstjórnarmaður Framsóknarflokksins og einn af lykil- mönnum S-hópsins. Kenningar eru uppi um að Þórólfur og félagar hans hafi um tveggja ára skeið stefnt að því að ná undir sig sparisjóðnum með það fyrir augum að VÍS nái undir sig banka fyrir smáaura. Valdabarátta hefur staðið um ráðandi hlut í Sparisjóði Hóla- hrepps á Sauðárkróki um árabil og nú er svo komið að gömlu stofn- fjáreigendurnir eru komnir í minnihluta. Kaupfélag Skagfirð- inga er hins vegar ásamt stjórn- endum félagsins og dótturfélaga með meirihluta sem þó er ekki virkur þar sem þeir eiga aðeins tvo fulltrúa af fimm í stjórn. Þá Jón Eð- vald Friðriksson, framkvæmda- stjóra fiskiðjunnar Skagfirðings og Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoð- arkaupfélagsstjóra KS. Alls eru yfir tíu stjórnendur kaupfélagsins stofnfjáreigendur auk þess að kaupfélagið sjálft keypti stofnhluti fyrir rúmar átta milljónir króna en alls er stofnfé sparisjóðsins 22 miUjónir króna. Kristján í skotiínunni Eldri stofnfjáreigendur telja víst að ætíun kaupfélagsmanna sé að ná sparisjóðnum í því skyni að stofna til bankarekstrar fyrir VÍS og önnur fyrirtæki sem kennd eru við gamla sambandið. Upp úr sauð í seinustu viku þegar meiri- hluti stjórnar ákvað að losa sig við Kristján Hjelm sparisjóðsstjóra. Kristján hefur barist harkalega gegn kaupfélagsvaldinu og viljað forða sparisjóði sínum frá því að falla í hendur Þórólfs og hans manna. Þetta varð til þess að hon- um var gefinn kostur á að hætta í góðu eða verða úthýst annars. Þetta varð til þess að tveir af fimm stjórnarmönnum sparisjóðsins, Sverrir Magnússon varaformaður og Valgeir Bjarnason sendu frá sér harðorða yfirlýsingu í gær: „Við undirritaðir stjórnarmenn í Spari- sjóð Hólahrepps þökkum Kristjáni Hjelm, sparisjóðsstjóra fyrir trú- mennsku og vel unnin störf í þágu sparisjóðsins. Jafnframt hörmum við að hann hafi neyðst til að víkja úr starfi af óviðráðanlegum ástæð- um. Kristján hefur reynst frábær starfsmaður og við hefðum gjarn- an viljað njóta starfskrafta hans áfram. Við óskum honum og konu hans velfarnaðar á nýjum starfs- vettvangi". Sverrir og Valgeir eru fulltrúar gömlu stofnfjáreigend- anna. Sverrir varaformaður segist ekki vilja tjá sig frekar um starfslok Kristjáns sparisjóðsstjóra og segir það vera hlutverk Magnúsar að útskýra þau. „Magnús Brandsson á að svara fýrir þessi mál. Spari- sjóðurinn hefur vaxið mikið undir for- ystu Krist- jáns Hjelm. Hann hef- ur verið Sparisjóðurinn hefur vaxið mikið undirfor- ystu Kristjáns Hjelm. Hann hefur verið mjög vinsæll á meðal fólksins mjög vinsæU á meðal fólksins," segir Sverrir. Oddamaður í stjórn sparisjóðs- ins og formaður er Magnús Brandsson, sparisjóðsstjóri á Ólafsfirði, sem settur var inn í stjórnina á sínum tíma af Sam- bandi sparisjóða til að vera á miUi stríðandi afla kaupfélags- manna og eldri stofnfesta. Magnús hafði um það for- göngu að knýja Kristján tU þess að hætta störfum en segir það ekki tengjast stríðandi fylking- um innan sparisjóðsins. 100 ára banki Upphaf Sparisjóðs Hóla- hrepps má rekja aUt aftur til þess að Hlöðubyggingar- sjóður var stofnaður í Skagafirði árið 1900. Sjóðnum var breytt í sparisjóð árið 1905 og hefur starf- að allar götur síðan. Grunur gömlu stofnfjárfestanna er sá að kaupfé- lagsmenn ætíi að sölsa sparisjóð- inn undir VÍS. Einn viðmælenda DV orðaði það sem svo að þetta yrði „rán aldarinnar" því banka- leyfi kosti hátt í 500 mUljónir króna en Kaupfélag Skagfirðinga hefði aðeins lagt í kaupin á stofnfjár- hlutum rúmar átta miUjónir króna sem þýddi þá að þeir myndu hagnast fimmtíufalt á yfirtöku. Þeir sem vUja verja sparisjóðinn segja að kaupfélags- mennirnir bíði þess aðeins að ná fram kosn- ingum til að knýja fram nýj- an meirihluta. Síðan muni sparisjóðurinn faUa í gin VÍS. rt@dv.is Stjórnarformaður Sparisjóðs Hólahrepps Eg er ekki í liði með neinum Magnús Brandsson, stjórnarfor- maður Sparisjóðs Hólahrepps, segir ekkert vera óeðlUegt við brotthvarf Kristjáns Hjelm sparisjóðsstjóra sem fram hafi farið í sátt. Hann viU engu svara til um óánægju minnihluta stjórnarinnar. „Þeir hljóta að skýra það sjálfir. Kristján er að hefja störf hjá Spari- sjóðsbankanum í ágúst og það er samkomulag um að hann fari þang- að,“ segir Magnús. Spurður um það hvort Magnús Hvað liggur á? hafi átt frumkvæði að því að hætta gerðist formaðurinn þöguU. „Ég tjái mig ekkert um það," seg- ir hann. Magnús, sem jafnframt for- mennskunni er sparisjóðsstjóri á Ólafsfirði, segir af og ffá að kaupfé- lagssamsteypan sé að yfirtaka Spari- sjóð Hólahrepps. Markmiðið nú sé að efia sparisjóðinn á hans eigin for- sendum. „Við ætlum að spýta í lófana og stefnum að stofnfjáraukningu og munum efla hag sparisjóðsins á Ragnar Jörundsson, sveitarstjóri íHrlsey „Viö erum ánægðir með afgerandiniðurstöðu I sameiningarkosningunni. Verkefnið framundan er að tengja okkur við Akureyri með þær fagnefndir sem eru á báðum stöðum og stjórn Akureyrar tekur svo við 1. ágúst. Annars er mikið um að vera ftérna, Bláskeljahátíðin á laugardag þar sem efnt verður til mikillar kræk- lingaveislu Igóöu veðri. Ekki má heldur gleyma Fjölskylduhátíð fullveldisins í Hrlsey sem verður helgina 16. til I8.júlí nk. I fyrra komu á milli tvö og þrjú þúsund manns og ekki búist við færri I ár.“ hans forsendum. Ég blæs á að kaup- félagið sé að seU- ast tU áhrifa. Þeir tveir stjómar- menn sem tengj- ast kaupfélaginu sitja þar sem ein- staklingar en ekki á vegum kaupfé- lagsins. Stundum þarf einfaldlega að skipta um menn í brúnni en það er ekkert styrjaldará- stand og ekki inni í myndinni að kaupfélagið yfir- taki sparisjóðinn," segir Magnús. Hann viðurkennir að skoðana- munur sé á miUi tveggja fylkinga innan sparisjóðsins en segist sjálfur vinna í sönnum anda sparisjóðanna. „Ég er ekki í Uði með neinum," segir Magnús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.