Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNl2004 Fréttir DV Tjald fauk a tvo bfla Frá hádegi á laugardag hafði lögreglan í Reykjavík í nógu að snúast vegna hvass- viðris. Sölutjald fauk af þaki Kolaportsins og lenti á tveimur bifreiðum, sem sluppu óskemmdar. Þá þurfti lögregla að hemja stórt sýningartjald við Faxa- fen sem var um það bil að fjúka á bíla. Tilkynnt var um fjúkandi þakplötur í Grafar- holtinu, sem voru reyndar ekki komnar af stað en slóg- ust til í rokinu. Haft var sam- band við verktaka sem kom á staðinn og festi plöturnar. Einnig var tilkynnt um þak- plötur að fjúka á bíla við ný- byggingu í Grafarvogi og skemmdu þær bíla. Kærasti kost- aði12spor Um sjöleytio á sunnu- dagsmorgun var tilkynnt vinnuslys í bakaríi í aust- urborginni. Að sögn lög- reglunnar hafði kona verið að vinna við að hreinsa pylsupökkunar- vél á staðnum þegar kær- asti hennar setti vélina óvart í gang. Lenti konan með olnbogabót í vélinni og þurfti að sauma 12 spor í handlegginn. Þykir mildi að ekki fór verr. og song Lögreglan á ísafirði var kölluð til vegna ungmennis sem dyraverðir á danshúsi neituðu um aðgang vegna ungs aldurs. Tók hann það stinnt upp og endaði hjá lögreglu. Á laugardagsmorg- un var kvartað yfir veislu- gestum sem sestir voru út í garð með gítar til að spila og syngja. Var þeim vísað inn aJftur og þeir beðnir um að þegja. „Fólk þarf líka að sofa þó veðrið sé gott,“ segir í yf- irliti lögreglunnar. bæjarstjóri á Hornafiröi „Það er Humarhátlð um helg- ina og mikil eftirvænting vegna þess," segir Albert Eymundsson, bæjarstjóri á Hornafirði. Þetta er árleg bæjarhátíð þarsem meðal atriða er heimsmeistara- mót l svokölluðum Hornafjarð- armanna. „Ég verð mótstjóri nú Landsíminn ems og áðurog keppi því ekki sjálfur enda hefur mér nú ekki gengið svo vel þegar ég heffengiö aö spila sjálfur/'AI- bert segir Hornfiröinga vonast eftirgóðu veðri um helgina en óvenjumiklir þurrkar hafa gert bændum og öðrum erfitt um vik i sveitarfélaginu.„Það er ný- mæli að við Hornfirðingar kvörtum undan þurrki," segir hann. Farsímageislun veldur ófrjósemi meðal karla. Þetta eru niðurstöður nýrrar rann- sóknar sem gerð var á rúmlega tvö hundruð körlum i Ungverjalandi. Þetta er fyrsta rannsóknin sem gerð er á áhrifum farsimageislunar á frjósemi karla. Farsímar hindra að karlar verði pabbar Handfrjáls farsímabúnaður getur haft skelfllegar afleiðingar fyrir karlmenn sem hyggja á barneignir ef marka má nýja rannsókn á tvö hundruð ungverskum körlum. sóknir áður en hægt er að slá því föstu að farsímar séu þetta skaðleg- ir. „Við höfum ekkert í höndum sem bendir til þessa. Það hafa margar rannsóknir verið gerðar á áhrifum farsíma en enn sem komið er höfum við ekki fengið óyggjandi gögn í hendur. Við fylgjumst að sjálfsögðu með þróun mála í þessum efnum sem öðrum," segir Matthías Halldórsson. Þá benda efasemdarmenn á að minnkandi frjósemi karla sé ekki nýtt vandamál heldur hafi frjósemin minnkað um 50% síðustu fimmtíu árin eða löngu, löngu áður en far- símarnir héldu innreið sína í daglegt líf fólks. Á tali Karlarþurfa að gæta sln á farsimanum - vilji þeir verða feður i framtiðinni. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa vakið mikla athygli og víða er fjallað um þær í fjölmiðlum. Rann- sóknin, sem var gerð í Szegedháskóla í Ungverjalandi, var kynnt formlega á læknaráðstefnu í Berlín í gær. Vís- indamennirnir segja að fjöldi sæðis- fruma dragist saman um þriðjung hjá þeim körlum sem ganga með farsíma að staðaldri. Alls tók 221 karl þátt í rannsókninni og var fylgst með hverj- um og einum um þrettán mánaða skeið. Þetta mun fyrsta rannsóknin þar sem sjónum er beint að áhrifum farsímageislunar á frjósemi karla. Karlamir sem höfðu kveikt á far- símanum daglangt mældust með 30% færri sáðffumur en þeir sem höfðu slökkt á símanum. Sáðfrum- urnar sem eftir lifðu hjá farsíma- körlunum reyndust síðan ekki synda eins og vera ber - og er það enn frek- ar talið auka á hættuna á ófrjósemi. Ungversku vísindamennirnir segja niðurstöðumar benda eindregið til þess að farsímageislun hafi neikvæð áhrif á sæðisfrumur og þar með frjó- semi karla. Ekki em allir á einu máli um gæði rannsóknarinnar og benda breskir sérfræðingar til dæmis á að lífsstfil karlanna tvö hundruð hafi ekki verið tekinn með í reikninginn og/eða heilsufar þeirra almennt - sem gæti skekkt niðurstöðuna. Þannig séu far- símar oft tákn um streitufullt líf og það verði að taka slíka þætti til skoð- unar samhliða hinum. Hans Evers, fyrmm stjórnarmað- ur Evrópsku ffjósemisstofnunarinn- ar, segir rannsóknina kveikja fleiri spurningar en hún svarar. Undir þetta tekur Matthías Hall- dórsson aðstoðarlandlæknir en hann segir að gera þurfi fleiri rann- Aðstoðarlandlæknir Matthías Halldórs- son segir embætti landslæknis ekki hafa neitt i höndum sem bendir til þess aö farsím- ar valdi ófrjósemi. Sigurður Einarsson í Berlingske Tidende Jón G.Tómasson gerði alltaf greinarmun Stjórnarformaðurinn fljúgandi „Þetta er maður sem lítur út fyrir að meina það sem hann segir,“ segir í grein danska dagblaðsins Berl- ingske Tidende um Sigurð Einars- son stjórnarformann KB banka. Til- efnið eru kaup KB banka á danska bankanum FIH um daginn. Blaða- maður Berlingske rekur feril Sigurð- ar en hann hóf bankastörf sem námsmaður þegar hann fékk stúd- entastarf hjá Danske bank. Blaða- maðurinn hitti Sigurð í Victor Borge-svítunni á Hotel d’Anglaterre. „Þegar hann segir að bankinn hans stefni að því að vaxa enn, þá hljóm- ar hann sem maður sem stendur við orð sín,“ ítrekar blaðamaðurinn Ole Mikkelsen. f greininni er fjallað um að Sigurður hafi flutt til London til að geta sinnt útrás bankans síns. Þar geti hann líka sinnt fjölskyldunni betur. Konan hans sinni heimilinu en börnin 7 og 10 ára gangi í alþjóð- legan skóla. Sagt er ffá því að Sigurð- ur hafi stundað fótbolta, handbolta og veggtennis á skólaárunum í Dan- mörku en telji golf of tímafrekt sport. Það gefist h'till tími til svoleið- is þegar takmarkalaus memaðurinn fyrir hönd bankans krefst síns tíma. Þegar hann býr í London getur Sig- urður flogið tíl þeirra staða þar sem bankinn starfar og heim sama dag- inn. í lok greinar- innar ítrekar blaðamaðurinn að Sigurður sé þess handviss að kaupin á FIH eigi eftir að heppnast og þegar hann segi það líti út fýrir að hann meini það raun- verulega. vel Sigurður Einarsson Berlingske Tidende segir hann líta út fyrir aö vera maður orða sinna. Auðir áður taldir og birtir sér Jón G. Tómasson, fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar í Reykja- vík, var ekki hrifinn af yfirlýsingum Þórunnar Guðmundsdóttur, for- manns kjörstjómar í Reykjavík Norður, fyrir forsetakosningarnar um að auðir seðlar yrðu í fyrsta skiptið taldir sérstaklega og fjöldi þeirra birtur um leið og aðrar kosn- ingatölur. Yfirlýsingu Þórunnar not- aði Morgunblaðið til umdeildrar stríðsfyrirsagnar kosningadaginn sjálfan. í samtali við DV segir Jón að hann hafi alltaf gert greinarmun á auðum seðlum annars vegar og ógildum atkvæðum hins vegar. „Það var ekki aldeilis verið að greina ffá fjölda auðra atkvæða í fyrsta skiptið núna og því rangt að halda því ffam eins og gert var. Ég tilkynnti tölur í mörgum þingkosningum og að mig minnir í tveimur forsetakosningum og ég gerði ávallt grein fyrir fjölda auðra atkvæða sérstak- lega þegar lokatölur vom kynntar. Þetta liggur fyrir og er ör- ugglega hægt að sannreyna með að skoða upptök- ur af kosn- ingaút- send- ing- um,“ segir Jón.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.