Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 10
7 0 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ2004 Fréttir DV Kostir & Gallar Grímsson Ólafur Ragnar Grímsson for- seti þykir hafa mikla þekkingu á stjórnskipan landsins og þykir hafa gott lag á því aö kynna land og þjóö á erlend- um vettvangi. Kunnugir segja ÓlafRagnar vera ákveðinn og mikinn húmorista. Hann þykir glæsilegur í embætti og er land og þjóð til sóma hvar sem hann kemur. Einnig er hann nokkuð sleipur í erlend- um tungumálum, eins og kom í Ijós á blaðamannafundi með norska krónprinsinum á sunnudaginn. Ólafur Ragnar er mjög fast- ur fyrir og hefur ákveðnar skoðanir. Lengi framan af óð hann fram afákafa sem íslendingar voru ekki vanir á þeim tíma en hann var al- inn upp í breskum háskól- um þar sem slíkur ákafi þótti sport. Hann er um- deildur og sumir segja póli- tiskar skoðanir hans og bakgrunn hafa áhrifá starf hans sem forseta þjóðar- innar. „Forseti Islands hefur yfirburða- þekkingu á stjórnskipan lands- ins og kjark til þess að verja hana gegn yfirgangi ráðherravalds sem kann sér engin mörk. Honum er einstaklega vel lagið að túlka hið nýja og opna Island, sem sækir fram í menningarlegum og við- skiptalegum efnum, fyrirgest- um og á erlendum vettvangi. Forsetahjónin eru glæsilegir og frambærilegir fulltrúar Islands I dag hvarsem þau koma.“ Eirtar Karl Haraldsson, ráögjafi í almannatengslum „Ólafur Ragnar er í fyrsta lagi pólitlskur eldhugi en einnig virt- ur vísindamaöur. Og að minu viti hefur honum tekist það sama og hann geröi þegar hann kenndi að halda því faglega starfi sem hann gegnir utan við pólitlkina. Við erum búnir að vera persónulegir vinir 140 ár og sú vinátta er mér mikils virði." Baldur Óskarsson, viðskiptafræðingur og kennari vlð lönskólann IReykjavlk „Ólafur Ragnar Grlms- son hefur marga kosti. Hann er framsýnn, ákveðinn og skipu- lagður. Hann hefur afar hlýlega návist og er stðast en ekki síst mikill húmoristi." Ólafla B. Rafnsdóttir fjármálastjóri Ólafur Ragnar Grímsson er fæddur á Isa- firði 14.malárið 1943.Hann laukstúdents- prófí frá Menntaskólanum i Reykjavlk og hlaut doktorsprófi stjórnmdlafræði frd há- skólanum í Manchester árið 1970. Hann íslendingar viðurkenna ekki rétt Norðmanna til að úthluta síldarkvóta á við Sval- barða. íslendingar ætla að veiða eins mikið og þeir vilja á svæðinu. Friðrik J. Arngrímsson, forsvarsmaður útgerðarmanna, vill draga Norðmenn fyrir dómstóla. Morömenn hóta íslendinnum „Norðmenn hafa ítrekað valdið okkur vandræðum," segir Frið- rik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), um sfldveiðar íslendinga við Svalbarða. Friður rfldr að mestu í samskiptum frændþjóðanna tveggja, en á sama tíma og Hákon krónprins heimsækir ísland skiptast aðilar í sjávarútvegi á hótunum yfir hafið. íslendingar taka ekkert mark á nýrri kvótaúthlutun Norðmanna á Svalbarðasvæðinu, en þeir hafa gef- ið út reglugerð sem kveður á um að íslendingar, Færeyingar og ríki Evr- ópusambandsins megi veiða þar allt að 80 þúsund tonn af sfld á árinu. Nú þegar hafa þessi ríki veitt um 27 þúsund tonn af sfld við Svalbarða, og íslendingar ætla ekki að hætta við 80 þúsund tonn. „Norðmenn hafa enga hemiild til þess að setja reglur um sfldveiðar á Svalbarða- svæðinu með þeim hætti sem þeir gera,“ sagði Friðrik í samtali við Fiskifréttir á dögunum. „Ef þessi 80 þúsund tonn klárast munum við einfaldlega halda áffam veiðum svo ffamarlega sem við eigum ennþá eftir aflaheimildir. Ég hef ekki trú á því að Norðemnn taki íslensk skip á sfldveiðum á Svalbarðasvæðinu," sagði hann. Paul Oma, hjá norsku fiskistof- unni, er ósammála Friðrik um það. Hann segir í samtali við norska blaðið Fiskaren að norsk varðskip muni taka íslensk skip og færa þau til hafnar í Noregi ef þau halda áfram veiðum eftir að 80 þúsund tonna heildarkvóti sem Norðmenn hafa lýst yfir á Sval- barða. Oma segir að ef Islendingar framfylgi hótunum sínum verði út- gerðir og skipstjórar sektaðir og þeim refsað eins og þeir hefðu verið staðn- ir að ólöglegum veiðum. Ástæða þess að íslendingar og Norðmenn deila er að mikil óvissa er með réttarstöðu Norðmanna á Svalbarðasvæðinu. Þann 9. febrúar 1920 var gerður samningur um óskoraðan fullveldisrétt Noregs yfir Svalbarða sem íslendingar hafa samþykkt. Hins vegar segir samn- ingurinn að öll skip og þegnar samningsaðilanna skifli njóta jafns réttar til fiskveiða innan landhelg- inni. Hins vegar segja Norðmenn nú að Svalbarðasamningurinn gildi ekki um 200 sjómflna „fiskvemdar- svæði" þeirra kringum eyjamar, heldur norsk lög um efnahagslög- sögu við Noreg. Friðrik, sem skrifaði grein trm málið undir yfirskriftinni „Ofiríki Norðmanna - andvaraleysi íslendinga'' kveðst ekki botna í því af hverju ekki hafi verið farið með málið fýrir dómstóla. „Ég botna ekki í því af hverju það hefur ekki verið gert fyrir löngu. Það er ekki íslensk- um hagsmunum til framdráttar að gera þetta svona." Hann segist ekki hafa trú á að Norðmenn gangi jafn- langt og yfirlýsingar þeirra benda til. „Ég skal ekkert um það segja. Mér finnst það ólfklegt að þeir stefni málinu þannig," segir Friðrik. jontrausti@dv.is liiii Esparansa í Reykjavíkurhöfn Skip Grænfriðunga, Esperansa eða Vonin, liggur nú við land- festar i Reykjavíkurhöfn og verðurþar til 4.júli. Grænfrið- ungar vilja upplýsa íslendinga um umhverfis- og náttúru- vernd. „Það er einlægur vilji Greenpeace að vinna með ís- jendingum að umhverfismálum og þá ekki sist að stöðva loft- Eeytingar og mengun sjáv- \gir meðal annars í bæk- em blaðamaður DV fékk tan við skipshlið í gær. I íicJl 'sgff , fl jW MV Sjóður ekkju Pálma í Hagkaup Kosningasjóður Kerrys gildnar 100 milljónir í þágu hjartveikra Eyddi þremur milljörðum Pálmi Jóns- I son Jónína Gísladóttir, ekkja hans, skildi eftirsig mikinn sjóð. var lengi I eldlínu stjórnmálanna hér á landi og varm.a. fjármálaráöherra fyrir AlþýÖubandalagið og sat Imðstjórn Fram- sóknarflokksins. Hann var kjörinn forseti í þriðja sinn á laugardaginn. Vöknuðu við slökkviliðið Á laugardagsmorgun- inn kviknaði í íbúð í Kríuhólum. Slökkvilið fór á staðinn. Enginn svaraði í íbúðinni er bar- ið var að dymm og fór slökkvilið þvf inn um glugga íbúðarinnar. Við það vaknaði heimilis- fólk. í ljós kom að kerta- skreyting í íbúðinni hafði bmnnið niður. Styrktarsjóður Jónínu S. Gísla- dóttur, ekkju Pálma Jónssonar heit- ins í Hagkaup, er frá árinu 2000 bú- inn að gefa tæplega Éu 100 milljónir króna í því skyni að örva framfarir í hjartalækn- ingum og þjónustu við hjartasjúklinga á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi. Ym 40 milljónir hafa runnið til kaupa á nýjum hjartaþræðingartækjum, en annað hefur runnið til endurnýj- unar hjartaómtækis á skurðstofu spítalans, til kaupa á hjartarafsjám fyrir hjartadeild spítalans, til kaupa á sérstökum búnaði til að greina og meðhöndla hjartsláttartruflanir og til stofnunar göngudeildar fyrir hjartabilaða. Styrkveitingar sjóðsins, sem um leið gefur ríkissjóði og þar með skattgreiðendum tækifæri á að spara og skera niður í sínum eigin útgjöldum, hafa m.a. gert spítalan- um kleift að stórefla tækjabúnað til hjartaþræðinga og kransæðavíkk- ana og skipuleggja hjartaþræðingar með tveimur samliggjandi hjarta- þræðingarstofum. Stofnfé sjóðsins sumarið 2000 var 200 milljónir króna og hefur Jónína reyndar bætt 17 milljónum við það. Eignir sjóðsins voru enn 185 milljónir um síðustu áramót. í auglýsingar á John Kerry, firambjóðandi demókrata í forsetakosningum í Bandaríkjunum, eyðir og spennir peningum á báða bóga. Kerry og stuðningsmenn hafa undanfarið ferðast um í Boeing 757-þotu sem er búin öllum mögulegum þægindum. Undir lok síðasta árs varð Kerry að veðsetja heimili sitt til að halda bar- áttunni gangandi en síð- ustu mánuði hafa safnast rúmlega sjö milljarðar í kosningasjóðinn sem léttir líf ffambjóðandans til muna. Hann er þó enn hálfdrættingur á við Bush sem hefur safnað tvöfalt hærri upphæð eða rúm- um 15 milljörðum. Kerry hefur eytt rúmum þremur milljörðum króna í sjónvarpsauglýs- ingar frá því í maí en Bush forseti hef- ur eytt um sex milljörðum í slflcar auglýsingar frá því í mars. Peningastreymið hefur orðið til þess að starfsfólki kosningaskrifstofu Kerrys hefur verið fjölgað mjög - þar á meðal hefur aðalræðuritari Clintons, J. Terry Edmonds, verið ráðinn til starfa. Sem dæmi um kostnað vegna baráttunnar má nefha að í maí eyddu stuðningsmenn Kerrys 14 milljónum í hatta og stuttermaboli, milljón í ljósmyndir af frambjóð- andanum og hálfri millj- ón í stöðumælakostnað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.