Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 31
DV Síðasten ekkisíst
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ2004 31
Hugsað upphátt
Gúrkutíð er raunin í í]ölmiðlum
með tilheyrandi ítarlegum fréttum
um þorpshátíðir víða um land og til-
raunum til að gera forsetakosningar
áhugaverðar. Ég er mikill aðdáandi
gúrkutíðar og slæst nú í hóp þeirra
sem hafa í raun ekki frá neinum ffétt-
um að segja, en vilja samt tjá sig.
Handahófskenndar hugleiðingar,
gjörið svo vel.
Vinstri og hægri
Vinstrimenn vilja áætla samfélagið
og ráðskast með borgarana til að þær
áætlanir fái staðist. Hægrimenn vilja
smíða almenna lagaramma til að
verja frelsið og eignarréttinn en leyfa
samfélaginu að öðru leyti að þróast
sem frjálsast. Hvort hefur reynst bet-
ur? Er hægt að áætla hegðun og atferli
heilu þjóðanna eða er best að einbeita
sér að því að verja mannréttindi og
láta þar við sitja? Þarf fólk á fjárhirð-
um að halda eins og sauðfé? Er samfé-
lagið leir sem bíður mótunar hjá
vinstrimönnum eða síbreytilegt lista-
verk sem þarf bara að verja fyrir
ágangi?
Skrýtin aðferðafræði
Hvaða fólk er þetta eiginlega sem
boðar háa skatta á tóbak? Reykinga-
menn eru hlutfallslega fjölmennastir í
hópi ófaglærðra einstaklinga með
tekjur í eða undir meðallagi. Tóbaks-
gjöld ættu að heita lágtekjuskattur og
stuðningsmenn þeirra ættu að
skammast sín.
Bjórverð á íslandi ýtir öðru ffernur
undir þann stimpil landsins að vera
dýrasta ferðamannaland í heimi. Nú
er talað um að banna reykingar á veit-
inga- og kaffihúsum, hvort sem hús-
eigendum, starfsfólki og viðsldptavin-
um líkar betur eða verr. ímyndar sér
einhver að fsland verði ferðamanna-
land þegar allt sem ferðamann vilja
Geir Ágústsson
lætur hugann reika í
tilefni gúrkutíðarinnar
Kiallari
eða gera er annað hvort á okurverði
eða hreinlega bannað?
Rusl
Um daginn spurði mig strákur
hvort allt væri ekki að fýllast af msli í
heiminum. Hvar lærir hann svona vit-
leysu? Staðreyndin er sú að í löndum
lögvemdaðs séreignarréttar á landi og
gæðum em mslahaugar statt og
stöðugt að minnka að flatarmáli og
umfangi. Ástæðan er sú að land er
verðmætt ef einhver á það og vill nýta
það á hagkvæman hátt. Þar með er
kominn hvati til að nýta tæknina og
minnka plássið sem fer undir msl. I
fýrirkomulagi sameignar er hætt við
að heilu gæsavörpin fari undir vam
bótalaust og án sterks rökstuðnings
því séraeignarréttinn vantar, en sam-
eignarréttinn ekki.
Nýr forseti
Ég vil óska íslendingum til ham-
ingju með nýjan forseta sinn. Áður sat
í stól forseta maður sem sagðist vilja
vera sameiningartákn þjóðarinnar og
varðveita þá hefð að halda embættinu
utan við dægurþras stjómmálanna,
en auk þess ekki sitja lengur en tvö
kjörtímabil. Nýr forseti hefur eitthvað
allt annað í hyggju. Það í sjálfu sér
væri allt í lagi ef hreinskilnin væri höfð
með í spilunum. Af hverju þessar
blekkingar?
Bandaríkjamenn
Nýleg skýrsla frá Bandaríkjunum
sýnir að fféttamenn þar í landi em
yfirleitt mun vinstrisinnaðri en al-
menningur. Fréttamennimir vísa oft-
ar í vinstrisinnuð samtök en hægri-
sinnuð og kjósa í meiri mæli en al-
menningur þá sem boða umsvifamik-
ið ríkisvald og hærri skatta en hina
sem boða eitthvað annað. Það kæmi
mér h'tið á óvart að heyra að ástandið
væri svipað hér á landi.
Samneyslan
Nú veit ég vel að mörgum finnst
ekkert annað koma til greina en að
ríkið reki bæði mennta- og heilbrigð-
iskerfið því allir þurfi að hafa aðgang
að báðum kerfum óháð efnahag.
Engu að síður hefur margoft verið
sýnt fram á að kerfi í höndum einka-
aðila sem byggist á því að þjónusta
skjólstæðinga vel og á skilvirkan hátt
stendur sig mun betur fyrir mun fleiri
en kerfi sem byggist á því einu að vera
öllum opið og sæmilegt. Þeir fátæk-
ustu em undantekningar sem gott
fólk getur auðveldlega aðstoðað án af-
skipta hins opinbera.
Moore
Dettur virkilega einhverjum í hug
að Michael Moore sé heimildar-
myndagerðarmaður? Hann er fyrst
og fremst góður sögumaður og kann
að segja persónulegar skoðanir sínar
á þann hátt að fólk hrífst með.
Þannig hafa margir nafntogaðir ein-
staklingar unnið hylli almennings í
gegnum tíðina - sumir alræmdari en
aðrir.
Sumarið
Sumarið er oftast nær friðsæll
tími í fjölmiðlum og umræðan í
saklausara lagi. Kannski kvarta
menn undan bensínverðinu og
kaupa minna bensín eða undan
veðrinu og klæða sig í skjólfatnað.
Verra er þegar deilan er í kringum
stjómmálamenn því þá hefur fólk
ekki um neitt annað að ræða en
sætta sig við þær ákvarðanir sem
að lokum eru teknar á Alþingi.
Sem betur fer eru þingmenn í
löngum fríum. Þeir valda þá hvorki
deilum né skaða á meðan.
Hvareruþaunú
Sigrún í
iopsetafpambjóðandi
Sigrún forsetafram-
bjóðandi Segirfram-
boðið hafa verið
skemmtilega reynslu.
„Ég er nú
bara hús-
móðiríVest-
mannaeyjum
nú eins og
áður en ég
fór í forseta-
ffamboðið,"
segir Sigrún
Þorsteins-
dóttir fyn-
verandi forsetaframbjóðandi.
Sigrún bauð sig á sínum tíma fram
gegn sitjandi forseta,Vigdísi Finn-
bogadóttur, í kosningunum 1988,
fyrst allra til að stíga upp gegn sitjandi
forseta. Sigrún reið þó ekki feitum
hestí frá tilraun sinni til að setjast á
Bessastaði. „Veism það að ég man
bara ekki nákvæmlega hvað það var
sem ég fékk af atkvæðum, einhver rétt
rúm fimm prósent minnir mig," segir
Sigrún spurð um úrslitín en hún fékk
rúmlega sex þúsund atkvæði í kosn-
ingunum eða 5,4 prósent. „Málskots-
rétturinn og synjunarvald forseta var
mál sem mér var og er raunar enn
mjög hugleikið og ég fagna því að
Ólafur skuh hafa gert það nú," segir
Sigrún sem hefur látíð til sín taka á
öðmm vettvangi síðan hún hjólaði í
Vigdísi um árið en hún hefur verið fé-
lagi í Húmanistaflokknum sem boðið
hefur fram til Alþingis.
Margt hefur á daga Sigrúnar drifið
síðan hún fór í fr amboð gegn Vigdísi
sem að sögn Sigrúnar var ófáanleg til
að mæta sér í sjónvarpi eða á fram-
boðsfundum en Sigrún er orðin
fimmföld amma og segist eyða drjúg-
um tíma með bamabömunum.
„Ég er nokkurs konar frambjóð-
andi þeirra núna bara," segir Sigrún
og hlær.
• Siv Friðleifsdóttír umhverfisráð-
herra á enn erfiðara uppdrátt en
nokkrn sinni fýrr eftir
að skoðanakönmm
Fréttablaðsins leiddi í
ljós að þriðjungur kjós-
enda vill að hún stí'gi
upp úr ráðherrastól og
fari. Önnur og merki-
legri niðurstaða kann-
arinnar er sú að rúmlega 21 prósent
telur að formaðurinn HalldórÁs-
grímsson eigi að hypja sig úr ríkis-
stjóminni. Þetta er merkilegt í því
ljósi að krónprinsagengi Halldórs,
Ámi Magnússon félagsmálaráðherra
og Bjöm Ingi Hrafiisson aðstoðar-
maður, em sagðir grafa stöðugt und-
an GuönaÁgústssyni landbúnaðar-
ráðherra og Siv. Aðförin að Siv virðist
heppnast ef kenningin er rétt en
Guðni stendur af sér undirróðurinn
og gengið virðist grafa formanni sín-
um gröf...
Auðvitað máttiJón
Ásgeir leka!
Ritstjóra DV er ekki alls vamað.
Hann er Upur penni, skemmtilegur og
Qömgur. Rlugi Jökulsson kveðst hafa
verið varaður við, vitað að hann hafi
ekki átt að stinga niður penna um
glímu Baugs gegn Davíð, því Hallur
myndi allur færast í aukana, svona
rétt eins og Kató gamli.
Illugi segist vita að Jón Ásgeir Jó-
hannesson hafi hvergi komið nærri
Lesendur
þegar fundargerðum var lekið úr
Baugi en bætir við: „Hvað hefði eigin-
lega verið að því? Jafnvel þó það hafi
verið vísvitandi tilraun til að hafa áhrif
á kosningaúrslit - má þá ekki reyna að
hafa áhrif á kosningaúrslit?"
Enginn spyr
Við Illugi erum sammála! Það var
ekkert að því. Jóni Ásgeiri var frj álst að
leka plöggum úr Baugi. Að vísu vom
ekki allir stjómarmenn í Baugi sam-
mála. Tveir sögðu af sér. En við erum
komnir að kjama málsins. Baugur var
gerandi í að freista þess að skipta um
forsætísráðherra. Það var tilraun til
„coup díetat". Og allt í lagi með það.
JónÁsgeir á bara að gangast
. við gjörðum sínum en
■ jJ^ekki yppta öxlum og
||§|S§þykjast ekkert vita. Og
^blaðamenn eiga að spyrja
hann. Rannsaka málið,
skoða ofan í
kjölinn. Þá
Hallur Hallsson
1 fyrrverandi fréttamaður.
færi þjóðin
ekki í graf-
götur með markmið Baugs og við
þyrftum ekki að rífast um þau.
Þjóðin á heimtingu á að fá allar
upplýsingar um málið. Á sama tíma
og Baugur sætir lögreglu- og skatt-
rannsókn, vill fýrirtækið skipta um
karlinn í brúnni. Ráðherrann virðist
vera fýrir Baugi. Af hverju? spyr góður
blaðamaður. En enginn spyr! Á sama
tíma og Baugur sætir lögreglu- og
skattrannsókn, þá þykir miklu varða
að eignast fjölmiðla. Fyrst var það
Fréttablaðið, síðan DV og loks Norð-
urljós. Og á dögunum var bankað upp
á hjá Morgunblaðinu.
Forsetinn varðmaður auð-
manna
Bísnissmenn eru í póh'tík. Það á
bara að segja það. Við þessar aðstæð-
ur freistaði Alþingi þess að setja lög
um eignarhald á fjölmiðlum. En hvað
gerist þá? Forsetínn gengur í lið með
auðmönnum sem hafa einsett sér að
knésetja lýðræðislega kjörið stjóm-
vald. Fyrir það munu menn minnast
forsetaferils Ólafs Ragnars Grímsson-
ar þegar fram h'ða stundir og sagn-
fræðingar rýna í gögn. Formaður Al-
þýðubandalagsins, sem hafði varað
við ítökum auðmanna í fjölmiðlum,
gerist sérstakur varðmaður þeirra!
Hér er flest á haus og rest á röngunni.
Illugi hefur skipað sér í vöm auð-
manna í póh'tik og skipar mér í Uð
andstæðinganna. Þess vegna hefur ít-
rekað verið vegið að æm minni í DV.
Sú var ti'ðin að þú varst beittur í atlög-
um gegn auðvaldi, gegn gróðabrösk-
urum eins og þú hefur nefnt þá í bók-
umþínum.
Nú ertu á mála hjá þeim, kæri Illugi.
Hallur Hallsson,
fyrrverandi fféttamaður
Duglegum krökkum býðst nú að selja DV í lausasölu og þeir sem
selja blaðið fá 70 kr. af hverju seldu blaði virka daga
en 90 kr. um helgar. Ef þú selur 10 blöð á hverjum degi frá
mánudegi til laugardags þá vinnur þú þér inn 4.400 kr. á viku
eða 17.600 á mánuði. Þú sækir blaðið til okkar í Skaftahlíð 24 að morgni og skilar
síðan af þér óseldum blöðum og sölunni þegar þú ert
búin. Við greiðum þér launin strax. Blaðið er selt með
því að ganga í fyrirtæki og heimili eða við fjölfarna staði. Blaðberar DV
og Fréttablaðsins geta líka fengið blöðin send heim og gert upp vikulega. Náðu þér í
vasapening í sumar með því að selja skemmtilegt