Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDACUR 29. JÚNl2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Rltstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um norsku konungs- 1 Hvað heitír konungur Noregs? 2 Hvað heitir dóttir Hákons krónprins og Mette-Marit? 3 Hvaða menntun hefur Marta Lovísa prinsessa? 4 Hvað gaf Ólafur V íslend- ingum árið 1947? 5 Hvað heitir sonur Mette- Marit frá fyrra sambandi? Svör neðst á síðunni Athyglin frá írak Routledge, dálkahöfund- ur Mirror í Bredandi, tel- ur Blair vera kominn í kosningaham. „Eyðslu- samir ráðherrar eru byrj- aðir að kynna áætlanir um heilbrigðiskerfið, menntakerfið og önnur velferðarmái sem gilda eiga til loka áratugarins... Verkamannaflokkurinn reynir í ofboði að bema athygli kjdsenda frá frak og jarðsprengjubelti evr- ópsku stjórnarskrárinn- ar. Blair veit að hann er öruggari á heimavíg- stöðviun.” Fjölskylda Þótt ótrúlegt megi virðast kemur orðið„fjölskylda" í nútímamerkingu - foreldr- ar, börn og ndnasta skyldu- lið - ekki fyrir I íslensku fyrr en langt var liðið á 18. öld. Þetta útskýrir Gunnlaugur Ingólfsson á vef Arnastofn- unar:„[Fjölskylda] er vel þekkt í fornu máli, einnig í myndunum„fjölskyld" og „fjölskyldi", en hefur greini- lega aðra merkingu en al- gengust er nú, þ.e.„skyldu- verk, mikilvægt starf, erindi, annir (sem afslíkum störf- um [leiða])". [Þ]essi merking er einnig þekkt á síðari öld- um sem sjá má afeftirfar- andi dæmum: ,,[F]jölskylda embættiser- inda I vlsitasíunni féll inn sl- felldlega" (heimild frámiðri 17.öld); ,,[S]vo var eg hlað- inn affjölskyldu erinda- gerðanna á Alþingi að eg fékk ekki stundir til að skrifa yður" (heim. frá fyrri hluta 18.aldar)... [Nútlmamerking kemur] ekki fram fyrr ená 18. öld... hefur æxlast afþætti hinn- ar eldri þar sem hin skyldu- bundnu störfog annir (um- og áhyggja) þeim bundnar taka til þeirra sem hinn önnum kafni á fyrir að sjá og störfin, fjölskyldan, fara að merkja hópinn." 1. Haraldur V 2. Ingiríður Alexandra 3. Hún er sjúkraþjálfari 4. Styttu af Snorra Sturlu- syni. 5. Marius D E Málið Reiknað fríhendis dtt Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafi valtað yfir keppinauta sína um forsetaembættið með öllum þorra gildra atkvæða, var sigur hans ekki alger. Minni þáttaka en áður og þó enn frekar hin mörgu auðu atkvæði valda því, að hér eftir er næstiun hægt að tala um hann sem um- deildan forseta. Andstæðingar hans mikla fyrir sér, að hann hafi ekld fengið stuðning hehnings kjdsenda. Þeir telja saman þá, sem heima sátu, sem auðu skiluðu eða gerðu ógilt og sem kusu annan hinna tveggja. Með sama reikningi má benda á, að flokkar stjómar- innar fengu síðast ekki fylgi helmings kjds- enda. Þátttakan og auðu atkvæðin varpa ekki miklum skugga á traust þjóðarinuar á for- setanum. Þau em hins vegar ábending um, að andstæðingar íjölmiðlalaganna eiga ekki auðvelt tafl í þjóðaratkvæðagreiðslunni í haust. Þau benda til, að fjölmennur minni- hluti styðji fjölmiðlastefnu stjórnvalda. Ríkisstjómin á mikið í auðu atkvæðun- um, enda gaf málgagn forsætisráðherra út óbeina dagskipun á forsíðu um gUdi auðra atkvæða. Ætla má, að það séu einkum ein- dregnir stuðningsmenn fjölmiðlalaganna, er valdi því, að auðir seðlar vom margfalt fleiri en verið hefiir hér á landi. Einnig má ætla, að hán eigi mikið í at- kvæðum Baldurs Ágústssonar, sem byggði kosningabaráttu sína á andstöðu við mál- skotsréttinn og stuðningi við fjölmiðlafrum- varpið. Ætla má, að allur þorri fylgis hans muni í haust falla á sama veg og aíllur þorri þeirra, sem skiluðu auðu í kosningunum. í þriðja lagi má reikna með, að fjölmiðla- lögin hafi nokkuð gott fylgi meðal þeirra, sem venjulega hafa komið á kjörstað, en sátu heima að þessu sinni. Að öllu saman- lögðu má segja, að þriðjungur kjósenda hafi í forsetakosningunum gefið í skyn, að hann muni styðja fjölmiðlalögin í haust. Þótt forsetinn hafi fengið mun meira fylgi en hér hefur frfliendis verið reiknað á fjöl- miðlalögin, er óvíst, að allir kjósendur hans séu andvígir þeim. Biíast má við, að nokkur meirihluti þjóðarinnar sé gegn þeim núna, en það getur breytzt í haust, ef stjómar- fiokkarnir ná vopnum sínum. Ef flokkar rfldsstjómarinnar hvetja fólk til að sitja heima í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni tíl að hindra þjóðarviljann í að komast yfir smíðaða þröskulda, jafngfldir það upp- gjöf hennar. Því má búast við snarpri bar- áttu um fjölmiðlalögin. Þar mun hvomgur aðilinn láta hinn eiga neitt inni hjá sér. Forsetakosningamar segja okkur ekki, hvernig atkvæði þjóðarinnar muni falla í haust. En þær benda eigi að síður til, að fylg- ismunur sjónarmiðanna sé ekki eindreginn. Jónas Krlstjánsson Hæ, ég er George Bush, hvað heitir þú? Hirnarni ÞAÐ VAR GAMAN AÐ SJÁ hversu vel fór á með leiðtoga okkar íslendinga og leiðtoga hins frjálsa heims þar sem þeir hittust í Istanbúl í fyrradag. Reyndar var áberandi að það fór miklu betur á með þeim í Morgun- blaðinu heldur en Fréttablaðinu. í Mogganum útskýrir Davíð okkar Oddsson eitthvað fyrir Bush og Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra Noregs. Davíð er alvarlegur á svip eins og hann sé að setja ofan í við Bush. Láta hann heyra það. Jacques Chirac Frakklandsforseti stendur gapandi og horfir út í loftið en okkur sýnist hann vera að leggja við hlust- ir til að heyra hvað Davíð er að segja. „Er þarna kominn maður sem getur útskýrt málin fyrir Bush. Komið fyrir hann vitinu?" er Chirac sjálfsagt að hugsa. HANDAHREYFINGIN HJÁ DAVÍÐ á Moggamyndinni er eins og hann sé að sýna að eitthvað sé lítið eða stutt. Ætli hann sé að tala um stuðning ís- lensku þjóðarinnar við forseta ís- lands: „Jú nó Búss, ðer is a díp gap betvín ðe presídent and the pípúl,“ gæti hann verið að segja. „And Lovethor Magnusson hí vos krús- ífæd in ðe eleksjóns." HANN GÆTI LfKA VERIÐ AÐ SKAMMAST IBUSH fyrir að forðast að tala við sig. Davíð fór til New York og beið eftir að fá að hitta Bush en svo hringdi síminn og þeir töluðu saman í átta mínútur. Það var ekki langt, en mik- ilvægt símtal að mati Davíðs. Bush sagði að Bandaríkjamenn vildu ekki vera vondir við Islendinga. Merki- legt hvað lengd símtala er farin að skipta miklu máli þegar Davíð er annars vegar. Hann talaði við Bush í átta mínútur en símtalið við Ólaf Ragnar þegar hann tilkynnti að hann myndi ekki skrifa undir fjöl- miðlalögin, var ekki nema tuttugu sekúndur. Hvað er langt og hvað er stutt, er afstætt eins og allir vita. A MYNDINNI I FRÉTTABLAÐINU hafa hlutirnir aldeilis snúist við. I staðinn fyrir að Davíð sé að segja George Bush til, er Bush nú með opinn munninn. Hvasseygður á meðan Davíð er frekar lúpulegur. Getur ver- ið að Davíð hafi eftir allt ekki verið að tala um forsetakosningarnar, Ást- þór Magnússon, loðnufundinn fyrir norðan eða fjölmiðlalögin? Getur verið að hann hafi verið að skamma Bush? „Mister Búss. Æ hev bín menní tæms tú jor köntrí and jú tveir hit Sjitt, ^ nann er kannski búinn að týna símanúmerinu líka. Þetta er nú samt al . vöruforseti, er það ekki? Fyrst og fremst dónt vont tú mít mí. Jú vont tú teik ár pleins? Jú dónt dú ðat. Æ ban ðat.“ Bush er á næstu mynd á svip- inn eins og hann viljí ekki taka við slíkum skömmum. Hann svarar þeim fullum hálsi og lætur menn ekki komast upp með neitt múður. Davíð er á svipinn eins og hann sjái að sér. VIÐ ERUM LITLU NÆR um það hvernig staðan er í varnarmálun- um en vonandi tekst Davíð og Halldóri Ásgrímssyni að koma með einhverjar skýrar línur frá Istanbúl. Þeir eru þó búnir að hitt- ast núna. Við vitum að málið er á borðinu hjá Bush en á meðan það er þar, hefur tugum manna verið sagt upp störfum í þjónustu við varnarliðið. Davíð fór til Wash- ington um daginn, í jarðarför Ron- alds Reagan, hann tók við af- reksverðlaunum og flutti ræðu fyr- ir repúblíkana og íslendinga sem búa í borginni. Ekkert hefur frést um hvers vegna Davíð hitti ekki Bush í þessari ferð. VIÐ VITUM ALLAVEGA að Davíð er orðinn óþreyjufullur að vita hvað verður um herinn. Hann vfll halda í þoturnar fjórar sem Bandaríkja- menn vilja taka burt. Hann bjóst við að málin myndu leysast áður en hann hættir sem forsætisráð- herra. Það fer að styttast í því. Kannski kemur eitthvað út úr þess- ari Istanbúlferð. En kannski verður Davíð okkar að setjast sjálfur í utanríkisráðuneytið til að halda stjórninni á varnarmálunum, þeg- ar Halldór Vinur hans er kominn í stjórnarráðið. Bush kennir Davíð brandara Sú var tíðin að Davíð Oddsson þótti fullfær um að finna upp slna eigin brandara sjáif- ur. Athygli okkar hefur hins vegar verið vakin á þvl að jafnvel á þvl sviði er hann farinn að ganga I smiðju tilsíns góða vinar George W. Bush. Ógleymanlegt er öiium að þegar umræöur um fjölmiölalög Davlös stóðu sem hæst á Alþingi og farið varað ræða um hvort Ólafur Ragnar Gríms- son kynni að vísa lögunum til þjóðarinnar, þá fórDavlðham- förum I skemmti- legheitum I eld- húsi Alþingis og þóttist vera að leita að forsetanum jafnt inni I Isskáp sem ofan i kókdósum. „Er ekki Ólafur hér? Hér hlýtur þá forsetinn að vera!" grínaöist Davlð en reyndar fannst ekki öllum fyndið sem á þennan per- formans þurftu að horfa. Nú hefur velunnari Davíðs sem sagt bent okkur á að þessi „brandari" er nákvæm stæling á brandara George W. Bush þann 25. mars I ár þegar hann henti gaman að leit Bandarlkjamanna að gjöreyðingar- vopnum I írak. Þá sást hann á myndum klkja undirhúsgögn á skrifstofu sinni og gáútíhorn og sagði glottandi:„Þessi gjör- eyðingarvopn hljóta að vera hérna ein- hvers staðar." Sumum fannst húmorinn I kaldrifjaðasta lagi þar sem strlðið I (rak væri ekkert skemmtiefni. „585 amerlskir hermenn hafa fallið Iírak síðastliðiö ár og 3.354 særst, “ sagði John Kerry.„Og það er ekkert lát á. George Bush tjáöi okkur að gjöreyðingarvopnin væru ástæðan fyrir stríðinu. En við höfum engin slik vopn fundið, og nú finnst honum það fyndið?!" En uppi á ístandi hefureinn áhrifagjarn forsætisráðherra tekið eftir djókinu og haft svo gaman afað hann hefur ákveðið að staðfæra brandarann við fyrsta tækifæri. ( sem Ótafur Ragnar e í huga Daviðs igildi gjöreyðingar- vopna, þá lá bein- ast við að heimfæra brandarann upp á hann. Hvaða brandara skyldi Bush nú hafa kennt Dav íð ÍTyrklandi?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.