Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 13
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ2004 13 Lýðræði án þröskulda Starfshópur ríkisstjómar- innar leggur ekki fram nein- ar ákveðnar tillögur um skilyrði fyrir þátttöku í þjóðarat- kvæðagreiðslu og segir best að þau séu sem hóflegust. Starfshópurinn segir að alls ekki eigi að setja fleiri en eitt skilyrði, verði það gert á annað borð, það er bæði skilyrði um þátttöku og ein- hvem lágmarksþröskuld at- kvæða til að atkvæðagreiðsl- an öðlist gildi. Bjöm Bjama- son dómsmálaráðherra hef- ur ásamt öðrum stjómar- þingmönnum lagt til að setja beri reglur um lág- marksþátttöku í þjóðarat- kvæðagreiðslum, til dæmis 75 prósent. Pottar brenna íborginni Síðdegis á föstudag barst tilkynning frá Neyð- arlínunni um reyk í íbúð við Baldursgötu. Þar brann pottur á hellu. Engar skemmdir hlutust af en slökkvilið reykræsti íbúðina. Á föstudags- kvöld fór lögregla í sams konar útkall að Tungu- seli. Þar hafði pottur einnig gleymst á hellu. Litlar sem engar skemmdir urðu. íbúðin var mannlaus þegar óhappið varð en reyk- skynjari fór í gang í íbúð- inni og vakú athygli þess er tilkynnú brunann. Deilt er um inngrip í forsetakosningarnar. Björn Bjarnason botnar ekkert í gagnrýni forsetans á Morgunblaðið Dómsmálaráöherra ver Björn Bjarnason Ver Morgunblaðið en sendir | Sföð 7 pillu um að birt hafi verið pantað viðtal við Mörð Árnason. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra, borgarfulltrúi og einn eigenda Morgunblaðsins, rís til varnar blað- inu á heimasíðu sinni vegna gagn- rýni Ólafs Ragnars Grímssonar for- seta íslands varðandi inngrip vj Morgunblaðsins * á kjördag. Ólafur Ragnar og fleiri hafa bent á að Morg- Auð atkvaeði verða birt sérstakiega í fyrsta sinn unblaðið hafl með lítt dulbún- um hætti skor- að á landsmenn að skila auðu í kosningunum. Þetta telja þeir sömu hafa ver- ið í anda Sjálf- stæðisflokks- ins sem beitt hafi sér í þá veru að fólk hunsaði kosning- arnar með því að skila auðu. „Hvernig í ósköpunum unnt er að líta á þetta sem hvatningu til kjósenda til að skila auðu, er með öllu óskiljanlegt. Því síður, að í þessu fehst, að Morgunblaðið sé að hverfa frá þeirri stefnu að greina á milli frétta og skoðana eins og Mörður Árnason gaf til kynna í hinu skipulagða eða pantaða „frétta“-viðtali á Stöð 2 á kjördag. Viðtalið hafði greinilega tvíþættan tilgang, að hallmæla Morgunblað- "•. andstöðu sína við inu og hvetja fólk til þess að skila ekki auðu," segir Björn á heimasíðu sinni í gær. Morgunblaðið birti forystu- grein um forsetakjörið á kjördag og þar er ekki að finna neina hvatningu til lesenda blaðsins um það, hvernig þeir skuli verja atkvæði sínu. Blaðið rifjar upp Kjördagur Morgunblaðið birti fímmdálka fyrirsögnum aðauð atkvæði yrðu talin. Sjaldgæft er að sjá slíkar fyrirsagnir nema þegar heimsviðburðir verða. þá ákvörðun Ólafs Ragnars 2. júní að synja lögum frá alþingi... skrifar Björn enn fremur. Varðveiti sal í Eimskipahúsi Húsfriðunameínd ríkis- ins vill að salurinn á 2. hæð húss Eimskipafélagsins verði fr iðaður og varðveittur óbreyttur í heild sinni. Burðarás hf., sem er í eigu Landsbankcms, hyggst inn- rétta hótel í húsinu. „Nefrtd- in hafiiar tillögum um að klæða af hinar friðuðu vegg- þiljur vegna gerðar þriggja hótelherbergja í salnum en mælir eindregið meðþví að nýta þær í þágu hótelsins í þeim anda sem lagt var til á vettvangi og staðfest af arki- tektum," segir í umsögn húsfriðunamefndar til borg- aryfirvalda sem enn hafa ekki afgreitt máhð. aan leitar _ íbyssu Lögreglan á ísafirði rannsakar nú þjófriað á haglabyssu um helgina. Henni var stolið úr heimahúsi, á milli klukk- an tvö og fjögur aðfara- nótt föstudagsins. Skeftið á byssunni er lfrnt með brúnu lfrnbandi og er stór sprunga í skefúnu. Þá var einum pakka af skotum stolið. Þeir sem einhverj- ar upplýsingar geta veitt um þennan þjófnað em beðnir um að snúa sér til lögreglunnar. ■ Skoðaðu bílana í smáauglýsingum DV og Fréttablaðsins. Skoðaðu bílana á www.brimborg.is. Komdu í Brimborg Reykjavík, Akureyri. í» , brimborg Öruggur stadur til ad vera á Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | Brimborg Reykjanesbæ: Njarðarbraut 3, sími 422 7500 | www.brimborg.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.