Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 15
i'dtávi DV Fréttir * .OS.MJ' .eSvftUÍ \Q\J\.Q\ 4 M ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ2004 75 b Bandaríski drengiakórinn ana oFLakes Cnoir- oys lýkur mánaðar tónleikaferð um Evrópu í Grafarvogskirkju annað kvöld kl. 20. Stjórnandi kórsins er Francis Stockweel og kemur hann með drengina beint frá Vínardrengjakórnum í Austurríki á fund Unglingakórs Grafarvogskirkju undir stjórn Oddnýjar Jónu Þorsteins- dóttur. Drengjakórinn kom hingað í fyrra á Evrópuferð sinni og söng í Grafarvogs- kirkju. Þá kviknaði hugmynd um samstarf hans og unglingakórsins, en hann heldur til Bandarikjanna næsta sumar að syngja með Land of Lakes Choirboys þar. Á tón- leikunum í Grafarvogskirkju annað kvöld leikur Hörð- ur Bragason, organisti kirkjunnar, með kórunum. .......agnusson. Teddr. sýningu á skúlptúrum úr viði og malmi i Perlunni. A undanförnum árum hefur hann sýnt verk sín í Þýskalandi, á Spáni, í Kanada og í Færeyjum en þetta er í sjötta sinn sem hann sýnir í Perlunni. í sýningarskrá segir Andri Snær Magnason m.a. um Tedda og verk hans: „Teddi er ævin- týramaður af gamla skólanum og efnið ber heimsmynd hans vitni. í verkunum eru ekki aðeins rekaviður og bryggju- stólpar heldur má einnig nefna purpura- hjarta frá Chile, mahogni og eik af ýms- um gerðum. í nokkrum verkum mætast járnviður frá Afríku og íslenskt líparít." Teddi sýnir i Perlunni allan júlímánuð. 17 opnar _ , í dómkirkkmni I Valencig á inússon, Spám er nu urinió að enaurbot- um. Forverðir sjá um hina iistrænu hlið og tóku á dög- unum eftir að dúfur flugu í gegnum gat á lofti sér til skemmtunar og ánægju. Þetta vakti forvitni forvarðanna og í Ijós kom að um falskt loft var að ræða. Þeir renndu myndavél gegnum dúfugatið og þá kom í Ijós forláta veggmálverk frá 15. öld. Sérfræðingar telja þarna komna einhverja fyrstu mynd af endurreisnarskól- anum á Spáni en málararnir voru frá Ítalíu. Og það var enginn annar en Rodrigo Borja, seinna Alexander páfi VI Borgia, sem fékk þá Francesco Pagano og Paolo de San Leocadio til að mála fjóra engla við stjörnubjartan himin í dómkirkjuna í Val- encia. Sennilega hefur falska loftið verið sett upp á seinni hluta 17. aldar, þar á bak við verndað í myrkrinu, beið veggmálverkið síns tíma Ragnheiður Gyða Jónsdóttir vaktar mannlíf og menningu. rgj@dv.is Landsbsnkinn leitnr lausna lyrir Kling 8 Bang „Það varöllum Ijóst frá upphafi að húsnæði Kling & Bang, í Brautarholti væri bráða- birgðalausn," segir heimildamaður Landsbankans." Samstarfið hefurgengið mjög vel og við höfum fullan hug á að leggja okkar að mörkum til að þessi starfsemi geti blómstrað áfram. Við höfum verið að skoða aðra möguleika og efviðunandi húsnæði finnstþá munum við skoða leiðir til þess að leggja okk- ar afmörkum við að finna þessari starfsemi varanlegan samastað," segir heimildamaðurinn sem er ásamt forsvarsmönnum Kling & Bang er þegar farinn að skima eft- ir húsnæði. Gamla Hampiðjuhúsið I Brautarholti verður væntanlega rifið í haust þegar nýr eigandi tek- ur við þvlsem fyrirhugar íbúðar- byggingu á lóðinni. Td verndar Pekingmönnum Á fyrri hluta síðastu aldar fundust fimm einstaklingar af500 þúsund ára gamalli tegund um 50 kíló- metra suðvestur afmið- bæ Pekingborgar. Þetta reyndust vera reistir menn, tegundsem kom fram fyrirtveimurmillj- ónum ára en hvarffyrir 200 þúsund árum. Þeir voru síðan kallaðir Pek- ingmenn.voru um 150 sm á hæð, gengu upp- réttir, höfuökúpan var lág og löng, ennið flatt og hakan lítil. Peking- menn gerðu sérnokkuð löguleg verkfæri og réðu við eldinn. Ein- staklingarnir fimm týndust allir en slðan hafa fundist 40 aðrir á sama stað og um 100 þúsund munir og minjar um tilvist og lífþessa fólks. Kfnverjar, reynslunni rlkari, hyggj- ast verja töluverðu fé til verndar svæðinu og frekari rannsóknum. Einnig hafa þeir sett lög um vernd- un og varðveislu Pekingmann- anna 40. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Félag spænskukennara á íslandi og Haina, sam- tök fræðimanna á Norðurlöndum sem rannsaka málefni rómönsku Ameríku, héldu ráðstefnu um kvenfrelsisbaráttuna í heimsálfunni á íslenskum kvenréttindadegi. Hólmfríður Garðarsdóttir, lektor í spænsku við HÍ, var meðal þeirra sem stóðu að ráðstefnunni Alþjoðavæðingin eykur ábyrgðina „Töluvert af fræðimönnum frá rómönsku Ameríku stunda rann- sóknir á Norðurlöndum," segir Hólmfríður Garðarsdóttir. „Fólk frá þessum heimshluta fer um allan heim til vinna að rannsóknum sín- um, aðaUega til þess að komast á góð bókasöfn. Bókasafnsmenningin er allt önnur þarna suður frá, bækur þarf að panta með fyrirvara, bara þrjár í einu, þrjár stundir í senn. Maður dvelur ekki meðai bókanna, þær eru sóttar í sérstakar hirslur. Fjárskortur í mörgum landanna dregur og úr úrvali á söfnunum.“ Mannréttindi - kvenréttindi „Auðvitað eru kvenréttindi ekk- ert annað en mannréttindi," heldur Hólmfríður áffarn. „Ekki hvað síst í samfélögum rómönsku Ameríku. Lágstéttakonur þar bera aðalá- byrgðina á velferð barnanna, þannig að ef að þær búa ekki við sæmiieg réttindi er fjölskyldan í hættu. í þrjú hundruð manna indíánasamfélagi á Amason-svæðinu í Perú t.d. voru Ráðstefna um kvennabaráttu Fræðimenn frá rómönsku Ameríku stunaa rannsóknir á Norðurlöndum flestir karlarnir á kafi í vopnaðri bar- áttu á áttunda áratug síðustu aldar. Nú eru þeir innlimaðir í eiturlyfja- barónagengin en eftir eru konurnar sem reka bæina og búin, rétt eins og í íslensku sjómannasamfélögunum. Ef þær búa ekki við grundvallarrétt- indi er allt samfélagið undir sama hatti," segir Hólmffíður. „Effi stéttir og millistéttir gera ákveðnar kröfur til karlanna, lágstéttakonurnar bera byrgðarnar." Aukin stéttaskipting Hólmfríður Garðarsdóttir segir síst draga úr stéttaskiptingunni í rómönskuAmeríku. „Níundi áratug- urinn hefur aukið stéttaskiptinguna þar eins og víðast annars staðar. Bil- ið hefur breikkað til muna; eftir að Mexíkó gerði NAFTA-samninginn við BNA hefur verið haldið vel utan um hagtölur þar. Þær sýna að auð- urinn hefur færst á fáar hendur en fjöldi fátækra aukist. Og þar erum við ekki bara að tala um fátæka Mexíkóa, við erum að tala um fólk af að minnsta kosti 18 þjóðar- brotum, hvíta, svarta, indíána og blandaða... Nýfrjálshyggjan átti að bæta stöðu manna og afkomu en hef- ur þvert á móti aukið vandræð- in. Kofi Annan benti á dögun- um á að 40 af hverjum 100 íbúum rómönsku Ameríku hfðu undir fá- tæktarmörkum, meirhluti þess fólks er konur. Og þetta breytist ekki af sjálfu sér.“ Samstaðan skilar sér Samstaða kvenna skilar sér að mati Hómlffíðar. „At- hyglin beinist að málum sem annars hefði ekki borið á. En til þess virð- ist nauðsynlegt að ná eyrum Vesturlanda- búa. Þegar baráttu- hreyfingar í rómönsku Ameríku fá áheyrn hjá samtökum í Evrópu, þau taka undir barátt- una við stjórnmála- menn sína og yfirvöld og þeir tala til stjórnvalda syðra, þá fer eitthvað að gerast. Menntun og aðgengi að henni er grundvallaratriði í baráttu kvenna og karla í rómönsku Ameríku. Úthverfi stór- borga álfunnar, þar sem uppflosn- aðir fátæklingar skipta milljón- um eru suðupottar. Þar er enginn í skóla, miklu nær að róta í ruslinu til að hafa í sig og á. Baunirnar í sal- atið okkar eru ræktaðar í þessum heimshluta, að- búnaður ræktendanna kemur okkur þess vegna við. Fötin okk- ar eru mörg hver framleidd þar, að- búnaður verkamanna í verskmiðj- um þar kemur okkur því við. AI- heimsvæðingin gerir ábyrgð okkar á fjarlægum bræðrum og systrum enn meiri,“ segir Hólm- fríður Garðars- k&s n . dóttir lektor t, - N.'V að lokum. Hómfrfður Garðarsdóttir, lektor í spænsku við Hf. „Fjörtíu afhundraði íbúa rómönsku Ameríku lifa undir fdtæktarmörkum, meirihlutinn konur." Innsýn í mann- lega tilveru „Ég mæh með sýningunni hans Þorvalds Þorsteinssonar, það er ekki spurning. Þessi sýning er í Listasafrú Reykjavíkur, Hafnarhúsinu og er mjög flott yfirlits sýning þar sem Þorvaldur gefur manni innsýn í mannlega th- veru. Sýningin er mjög fjölbreytt og skemmti- leg og ég mæh hik- laust með henni." Biynja Valdís Gísladóttii, leikkona dlist Verk Hazem Harb sýnd í Arabastofnuninni í París Málar sig frá eymd og neyð í Palestínu Hazem Harb, 24 ára myndhst- armaður, ólst upp í fátækrahverf- um Gaza-borgar. Þegar ísraelar létu sem dólglegast í flótta- mannabúðunum í Rafah í maí sl., drápu íbúana og rústuðu heimil- um, tók Hazem fram trönur sínar, ohu og pensla. Og á meðan fféttir af at- burðunum glumdu í eyrum hans og myndirnar runnu yfir skjáinn, tjáði hann upplifun sína og áhrif á strigann. Verk hans verða sýnd í Araba- stofnuninni í París, L’Institut du Monde Arabe, í næsta mánuði. Hann hefur einu sinni áður sýnt í Frakklandi og hafa verk hans vak- ið töluverða athygli. Rafah- myndaröð Hazem Harb sýnir naktar kon- ur, sumar barnshafandi, og hefur þeim öh- um verið misþyrmt, höfuðin virðast laus frá ávölum frkömunum. í sumum verk- anna birtast brotnir og molnaðir stigar; Palestínumönnum er ekki undan- komu auðið. Hazem segir átökin í Palestínu augljós í verkum sínum, „auðvitað eru þau fuh af sársauk- anum, vonleysinu og örvænting- arfullri örmögnun. Ef maður er Palestínumaður er maður hluti af átökunum," segir Hazem Harb. Sam- kvæmt rannsóknum geðlækna og sálfræð- inga á palestínskum ungmennum vih fjórðungur þeirra láta frfið í baráttunni fyr- ir Palestínu, aðrir telja nauðsynlegt að mæta fsraelum en telja ekki endilega æskhegast að grípa til vopna. „En við búum ekki aðeins við átök og stríð," segir Hazem, „ég vh að menn átti sig á að Palestínumenn hafa ýmislegt að færa umheiminum. Við eigum okkar menningu og Ustir, sem þrífast þrátt fýrir allt og heimur- inn verður að vita af,“ segir Hazem Harb mynd- listarmaður frá Gaza-borg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.