Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNl2004
Fréttir DV
Það ríkir ófremdarástand í herbúðum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni i körfuknattleik. Mórallinn í
liðinu er rústir einar og leikmenn eru þegar byrjaðir að týnast í burtu. Líklegast er að nýtt lið verði
myndað í kringum Kobe Bryant sem er, þrátt fyrir að vera hinn mesti egóisti, ennþá aðalmaðurinn í liðinu.
Núna em liðnar tvær vikur síðan að Los Angeles Lakers var nið-
urlægt af Detroit Pistons í úrslitum NBA-deildarinnar. Var það í
fyrsta sinn sem Lakers tapar í úrslitum síðan 1991, þegar liðið
beið lægri hlut fyrir Chicago Bulls, og líka sögulegt fyrir þær sak-
ir að þjálfarinn sigursæli, Phil Jackson, hafði aldrei tapað
úrslitarimmu fram að þessu.
Hiutstaðu á
mig og gefðu
boltann PhilJackson
erhætturað þjálfa LA
Lakers en honum gekk illa að fá
Kobe Bryant að spila fyrir liöið. Hér
reynir hann að tala við Kobe en líkt og
oftast hefur Kobe Bryant líklega ekki
hlustað mikið á þjálfarann sinn enda
segir sagan að Lakers hafi þurft að velja
á milli þeirra því Kobe vildi ekki spila
lengur undir stjórn Jacksons.
hefði maður haldið að búið væri að
gera honum ljóst að sóknin yrði að
fara í gegnum O'Neal, ætti hún að
ganga upp.
Hvert fer Shaq?
Það er því mikil óreiða sem
ríkir í herbúðum þessa frábæra Uðs
og greinilegt að breytinga er þörf.
Eftir að hafa náð sér í þrjá titla í röð í
byrjun þessarar aldar er komið veru-
legt babb í bátinn og uppstokkun á
næsta leyti. Gaman verður að sjá
hvaða lið landar Shaquille O'Neal,
hvort Kobe fari með Chris Webber í
LA Clippers eins og heyrst hefur, og
hvort Karl Malone haldi
áfram og ljúki ferlinum
með stæl. Opnað verður
fyrir leikmannaskipti
fimmtudaginn l.júlí og
þá fer allt á fullt.
Úrslitin voru því gríðarleg von-
brigði fyrir Lakers sem fyrirfram
þótti mun sigurstranglegra en
Pistons. Margir hafa spáð og
spekúlerað yflr framtíð Lakers, því
liði féll, ffekar óvænt, um sjálft sig
þegar í úrslitin var komið, var í raun
heppið að vinna einn leik og slapp
þannig með að vera sópað með
skömm í sumarffí. Hvað var það
sem klikkaði hjá stórstjörnum
Lakers?
Geðsjúkur egóisti?
Það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann er Kobe Bryant. Eftir að hafa
náð gríðarlegum vinsældum og ár-
angri sem leikmaður, stefndi hugar-
far hans hraðbyri niður á við. Strák-
urinn er búinn að þróa með sér egó
sem er á stærð við flóðhest og kemst
varla fyrir í hausnum á honum leng-
ur, slík er sjálfelskan. Best væri að
lýsa honum sem svartholi sem veld-
ur því að ef liðsmenn gefa boltann á
hann, þá eru litlar líkur á að þeir sjái
tuðruna aftur. Það er stór gjá milli
þess að vera með gott sjálftraust og
vera sjálfelskur og Kobe Bryant
„fann upp egóið" eins og einhver
hafði á orði.
Þetta hefur farið svo um munar í
taugarnar á miðherjanum mikla,
Shaquille O’Neal, sem er nú endan-
lega búinn að gefast upp á Bryant og
hefur farið fram á að vera seldur fyr-
ir komandi tímabil. O’Neal átti á
köflum, fullt í fangi með að fá tuðr-
una frá leikmönnum, því frekjan í
Kobe var svo mikil. Þrátt fyrir allt
Strákurínn er búinn
að þróa með sér egó
sem er á stærð við
flóðhest og kemst
varía fyrir í hausn-
um á honum
iengur, slík er
sjálfelskan.
Það erþví mikil
óreiða sem ríkir í her-
búðum þessa frábæra
liðs og greinilegt að
breytinga erþörf. Eft-
ir að hafa náð sér í
þrjá titla í röð í byrjun
þessarar aldar er
komið verulegt babb í
bátinn og uppstokkun
á næsta leyti.
með Seattle Supersonics, sást varla í
úrslitakeppninni með Los Angeles
Lakers. Hann kvartaði sáran yfir að
þríhyrningssókn aðstoðarþjálfar-
ans, Tex Winter, hentaði sér ekki
nógu vel. Hann fær þó hrós fyrir að
leggja ekki árar í bát og hefur til-
kynnt að hann muni klára samning
sinn við Lakers sem rennur út eftir
næsta tímabil.
Karl Malone, sem hefúr svipaða
sögu og Payton, leikið árum saman í
deildinni án þess að fá titil, er hins
vegar óskrifað blað. Hnémeiðsli hafa
sett strik í reikninginn en hefur
Malone þó ekki útilokað að hann
geti leikið eitt tímabil til viðbótar.
Það eitt og sér yrði glæsilegur árang-
ur, að leika heil 20 tímabil í NBA-
deildinni.
Leikstjórnandinn Derek Fischer
hefur sagt samningi sínum lausum
en hefur ekki útilokað að hann haldi
áfram með Lakers. Fischer er
grautfúll yfir að hafa horft upp á
Gary Payton taka sæti sitt í byrj -
unarliðinu og gera upp á bak
nánast í hverjum einasta leik.
Mörg lið innan NBA-deildar-
innar ættu að geta nýtt þenn-
an snjalla leikmann sem eyg-
ir sér von fleiri leikmínútur á
komandi tímabili.
Mórallinn í rúst?
Áberandi var hversu slæmt and-
rúmsloft var milli leikmanna Lakers,
þegar á móti blés. Það kom bersýni-
lega í ljós gegn Pistons, sem náði
þannig að gera út um flesta leiki í
þriðja fjórðungi. Tuðið og ásakanir á
hvern annan, sást langar leiðir hjá
Lakers og ljóst að eitthvað var ekld
með felldu. Og það er fokið í flest
skjól þegar Horace Grant situr í
jakkafötunum á bekknum og er eini
maðurinn í liðinu sem reynir að
stappa stálinu í samherja sína.
Phil Jackson mun eldd snúa aftur
til Lakers. Hann hefur verið, eins og
alltaf, mjög kurteis í viðtölum og
hrósað leikmönnum og forráða-
mönnum Lakers í hvívetna. Körfu-
boltaspekúlantar telja að Jackson
hafi verið búinn að fá meira en nóg
af Kobe Bryant og muni þar af leið-
andi ekki halda áfram þjálfun liðs-
ins.
Jackson eygði
von um að ná sér í
sinn tíunda
NBA-titil og
hefði orðið sig-
ursælasti þjálf-
ari deildarinn-
ar frá upphafi.
Hann hefði því
getað sest í helgan
stein með meist-
arahring á hverjum
fingri, væntanlega
ljúf tilfinning það.
Nú hafa forráðamenn Lakers
ákveðið að það verði Kobe Bryant
sem liðið verði byggt í kringum.
Kemur ákvörðunin á óvart þar sem
Bryant hefur átt yfir höfði sér dóm
vegna nauðgunarmáls og hefur þar
að auki verið köflóttur á vellinum og
rúmlega það. Hann hefur sýnt
meistaratakta milli þess að taka illa
tímasett skot
úr vonlitl-
um
stöðum. Vitandi það að Shaq er leið-
togi liðsins hefur Bryant oft sett
sjálfan sig í þessa stöðu með mjög
vafasömum árangri. Byggt á þeim
upplýsingum þykir undirrituðum
ekki líklegt að sú formúla muni
ganga upp, ætli liðið að byggja leik
sinn í kringum Bryant.
Iþróttadeild DV hefði þótt
sigurstranglegast fýrir Lakers að
skipta Kobe Bryant út fyrir leikmann
sem væri betri samherji. Sögusagnir
þess efnis að Tracy McGrady hjá Or-
lando Magic, stigakóngur síðustu
tveggja ára, hefði áhuga á að koma
til Lakers, kveikti strax eihtla von um
að bjartari tímar væru framundan,
bæði hvað andrúmsloft og betri
körfubolta snertir. Það verður fróð-
legt að sjá hver framvinda þessa
máls verður.
Payton áfram
Gary Payton,
stjörnuleik-
maðurinn
sem árum
saman
hafði
sýnt
snilld-
ar-
leik
Ekki kátir karlar Shaquille O 'Neat, Gary Payton og Kobe Bryant hjá LA Lakers voru ekki
ánægðir með gang mála Ilokaúrslitunum gegn Detroit Pistons á dögunum.