Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 32
-TJ/Í E? í í* 0 t Við tökum víð\ fréttaskotum allan sólarhrínginn. Fyrír hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar I nafnleyndar er gætt. . r_' í \ C \ f \ ■— yyUzjUyu SKAFTAHLÍÐ24, 105 R£YKJAVIk[STOFNAÐ 1910 ] SSM1S505000 • Framtíð Ástþórs Magnússonar for- setaframbjóðanda liggur nokkuð fyrir í kjölfar þess að hann hafði fýrirséðan ósig- ur í kosningunum. Ástþór er Mðarhöfð- ingi samtakanna Friðar 2000 og mörgum þótti skondið að hann fékk 2001 atkvæði. í raun hefði hann átt að fá 2000 atkvæði því samkvæmt kosningalögum mátti hann ekki sýna sitt eigið atkvæði eins og hann gerði á kjörstað... • Eitt helsta tromp Ástþórs Magnússonar í kosningabarátt- unni var eiginkonan Natalía Wium sem kynnt hefur verið sem lögfræðingur ff á Rússlandi. Til • - viðbótar er Natalía sögð hafa tekið námskeið í lögfræði við Háskóla íslands. Innan Háskólans kannast stjómendur ekki við að hún sé á skrá eða hafi lagt stund á umrædd fræði þar... Verpa þeir sprengjum líka? Fjölskylda í sumarfríi sætir árásum Mannygir skágarþrestir í Svignaskarði Fimm manna fjölskylda úr Reykja- vík hefur búið við stríðsástand síðan á föstudag þar sem hún dvelst í orlofs- húsi Eflingar að Svignaskarði í Borg- arfirði. Skógarþrestirhafa gert árásir á fjölskylduna og valdið miklum ótta. „Þeir gera árásir sínar úr launsátri; koma leiftursnöggt í lágflugi og gera árásir í augnhæð manna," segir fjölskyldufaöirinn Reynir Bergmann Dagvinsson, sem dvel- ur í sumarhúsinu ásamt konu sinni, Þóm, og þremur börnum þeirra, Ásgeiri Hjálmari og Tinnu Hrönn 9 ára og Eyjólfi Bergmann, innan við eins árs. Tveir skógarþrest- ir hafa gert fjölmargar árásir á fjöl- skylduna síðan á föstudag þegar þau komu í bústaðinn. Nú er svo komið að þau taka á sig stóran sveig til þess að losna undan heiftúðugum árásum fuglanna tveggja sem halda sig á stað sem er milli bústaðarins og leiksvæð- is sem börnin sækja í. „Þetta upphófst strax á föstudag- inn eMr að við komum þegar Tinna Fjölskyldan Reynir Bergmann ásamtfjöl- skyldu sinni. Skógar- þrestirnir hafa sett sum- arfrí þeirra úrskorðum. Hrönn og Ásgeir Hjálmar komu skelf- ingu lostin á harða- hlaupum heim undan þröstunum. Sjálfur fór ég á vettvang og árásimar hófust um leið og ég bMist. Skógar- þrösturinn birtist eins og ormstuþota en helsti munurinn er sá að fuglarnir em hijóðlausir í árásum sínum. Mað- ur á ekki von á þessu frá skógarþröst- um sem alia jafna em Mðsamir og ég varð ekki síður skelkaður en börnin," segir Reynir. Hann segir að fjölskyldan hafi ákveðið að útfæra aðra leið frá bú- Árásarflug Hérmá sjá annan skógar- þröstinn koma llá- réttu árásarflugi. staðnum á leiksvæðið til að forða bömunum frá skaða af völdum skóg- arþrastanna. Reynir hefur þó farið reglulega á árásasvæðið til þess að átta sig á því hvað veldur ofbeldis- áráttu Mglanna. Hann segist hafa uppgötvað að þeir séu með hreiður þarna og tilgangurinn sé augljóslega sá að verja unga sína. „Þetta ástand heMr varað allt frá því við komum og því ekki annað til ráða en að taka á sig sveig. Þresúmir em mun hættulegri en kríur sem steypa sér niður og gogga í hvirfil fólks. Lárétt flug þrastanna í augn- hæð vekur ótta enda vil ég ekki hugsa það til enda hvað gerist ef Mglamir ná að gogga í augu bamanna," segir hann. Reynir segir fjölskylduna þrátt fyr- ir allt njóta þess vel að dvelja í oriofs- húsinu þar sem öll þægmdi em til staðar svo sem heitur pottur. „Við lát- um þresúna ekki skemma fýrir okkur M'ið heldur tökum á okkur sveig," segir hann. Minnihluti Framsóknar kaus Halldór Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, var kosinn formaður Framsóknarflokksins af minnihluta þeirra sem vom á kjör- skrá á flokksþinginu í febrúar 2003. Þrátt fyrir það var tilkynnt að hann hefði verið kjörinn formaður með 96.7 prósentum atkvæða. Á flokksþinginu voru 710 fulltrú- ar með kjörgengi. Þrátt fyrir það kusu aðeins 338 manns en 372 ekki. Halldór fékk 318 atkvæði þeirra sem kusu eða sem nemur 44.8 prósentum þeirra sem voru á kjörskrá. Þessar tölur þykja einkar athyglisverðar í ljósi þess að Halldór hefur talið stuðning þjóðarinnar við Ólaf Ragnar Grímsson svo lélegan að það hljóti að vera forsetanum •umhugsunarefni. Þær kenningar em uppi að skýringarnar á dræmri flokksþingi. kosningaþátttöku framsóknarmanna flokksþingi megi rekja til þess að margir hafi með hjáseM sinni viljað lýsa óánægju með formanninn án þess þó að láta til skarar skríða gegn honum nema með því að hunsa for- mannskosninguna. Frjálshyggjuinnbrot á heimasíðu ÁTVR Ritstjóm DV barst í hendur slóð á netsíðu ÁTVR sem vakú athygli á dögunum og þá eink- um fyrir boðskap sem finna mátti á síðunni. Þegar slóðin var opnuð kom í ljós heimasíða ÁTVR sem hafði verið breytt og ' skilaboðum um rekstrarform ÁTVR komið fýrir. Á síðunni stóð stórum stöfum: „Er ekki komin tími til að loka þessari ríkisreknu vefsíðu og verslunum og gefa söluna frjálsa? Emm við böm sem ríkið þarf að passa?" „Við tókum eftir þessu í morgun en svo virðist sem einhver hafi brotist inn í gegnum öryggisgat á síðunni og komið þessu fyrir í gegnum sma síðu," segir Einar Emarsson hjá ÁTVR en þar höfðu menn ekki ákveðið hvort kært yrði í máhnu. Ekki vom unnar neinar skemmdir á síð- unni að sögn Ern- ars en hms vegar þuríti að leggja út í töluverða vinnu við að laga síðuna í gærmorgun. „Það er ekki búið að ákveða hvort málið verður kært en við vitum hvaða síðu þetta var gert í gegnum," segir Ernar. Svo virðist sem bloggari að nafni „Björgvin" hafi komið orð- sendmgunni fýrir en litlar upplýsmg- ar liggja fyrir á síðu hans um hver hann er að öðm leyti. Þó er víst að Björgvm hefur líkt og fegurðardrottn- rngar gaman af ferðalögum enda er frásögn af grillveislu sem hann sóM á KirkjubæjarklausM og tónleikum freyðipoppstjömunnar BriMey Spe- ars í London sem Björgvm lét vel af. Er ekKi kominn timi til aö ioka þessari rikisreknu vefslöu sem og verslunum og gefa söluna frjálsa? Erum við böm sem rikiö þarf »ft oassa? Heimasíða ÁTVR í morgun Ekkialveg - en einhver snið- ugur einkavæðingarsinni vildi aðhún liti svona út. Urvalid... er hja okkur Graco Mirage svefnkerra, verð kr. 11.550. Staðgreitt kr. 10.970. Autobaby bílstóla má festa á allar kerrur frá Graco. Úrval af barnakerrum frá Graco, Basson og Brio. ÓJUhJÁA eý oÍÁjJJtA BARNAVÖRUVERSLUN Glæsibæ • sími 553 3366 • www.oo.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.