Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 19
BV Sport ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ2004 19 „Ég hefði tekið hann út úr liðinu. Á þessu móti var fyrsta snerting hans skelfileg og sendingarhansvoru oftar til baka á varnarmann en inn í boxið. Þetta er mjög óvenjulegt. Hann erseinn og virðist bara ekki i formi". Peter Reid, þjálfari Coventry. klikkaQi hjlí kallinum? „Vitið hans gegn Portúgal var mjög lélegt og kostaði okkur alveg jafn mikið sigurinn eins og spyrna Vassels. Þar að auki var leikurinn martröð fyrir Beckham, eins og reyndar öll keppnin" lan Wright, fyrrum leikmaður Arsenal og enska landsliðsins. Fyrirliða Beckham Vonleysið uppmálað og engu líkara en að honum langi að fjarlægja fyririiðabandið. Er hans tími sem knattspyrnu- maöur virkiiega liðinn? Hann sjálfur segir ekki svo vera. Glamúr Beckham Gullkeöjan og gullúrið á sínum stað, demantslokkar á báðum eyrum. Til aö toppa lúkkið er síðan um að gera að hneppa eilítið frá til að sjáist f akursiétta bringuna. sem utan, er það ennþá þannig. Fólk má gagnrýna mig að vild, en ég mim aldrei láta hana brjóta mig niður. Ég held að fólk átti sig ekki á því hversu sterkur persónuleiki ég er. Ég mun alltaf koma til baka þar til ég hef unnið,“ segir Beckham. Becks: slepptu stælunum Hverjar sem ástæðumar eru og hvort sem Beckham nær að svara gagnrýni með góðri frammistöðu inni á vellinum, þá verður ekki litið framhjá þeirri staðreynd að Beckham átti afleitt mót. Ef þetta var stórmótið sem hann ætlaði að setja mark sitt á, þá ætti hann strax að hefja undirbúning sinn fyrir næstu tilraun - á HM í Þýskalandi eftir tvö ár. Og það er jafnvel hugsanlegt að fyrirliðaarmbandið verði komið á hendi einhvers annars í þeirri keppni. Það er orðið verulega langt síðan Beckham spilaði góðan leik fyrir England, og hann getur ekki haldið bandinu eingöngu út á leiki undanfarinna ára. Hann sinnti starfi sínu ágætlega þegar hann huggaði Darius Vassel eftir að hann hafði klúðrað sinni spymu í vítakeppninni gegn Portúgal - en hei, hvaða fyrirliði hefði ekki gert slíkt hið sama? Aðrir em til staðar til að taka við; Gary Neville virðist vera mun náttúrulegri leiðtogi inn á velli en Beckham, og áræðni og barátta Stevens Gerrard smita frá sér og eru öllum samherjum fyrirmynd. Það eina sem Beckham getur gert nú er að snúa aftur til Madrid, byrja upp á nýtt og Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur svarað ásökunum Davids Beckham, fýrirliða enska landsliðsins um hæl, en í vikunni hélt Beckham því fram að æfingarnar hjá Real Madrid væm furðulegar og þeim væri að stómm hluta að kenna slælegt form hans á Evrópumótinu. byrja að einbeita sér að fótboltanum á ný. Minni glamúr. Minna framhjáhald. Minni auglýsingar. Engar ævisögur. Ekki fleiri „gangster" húðflúr á áberandi staði. Virðing hans sem knattspyrnumanns er í húfi, því akkúrat núna er hann lítið annað en athyglissjúk tískulögga með vonda samvisku og peninga- græðgi á háu stigi. Hann verður að snúa dæminu við í það horf sem áður var - og það fljótt. vignir@dv.is Hann huggaði Darius Vassel eftir að hann hafði klúðrað sinni spyrnu gegn Portúgal - en hey, hvaða fyrir- liði hefði ekki gert slíkt hið sama? „Við skiljum fullkomnlega áhyggjur þínar, David. Við getum verið sammála þér um að æfingamar vom ekki nægilega góðar. En hver æfði ekki neitt allt jólafríið? Hver flaug alltaf heim til Englands þegar hann var beðinn um að hvíla sig?,“ svaraði Perez og átfi þá náttúrulega við Beckham. Perez sagði réttilega að Beckham ætti að taka sjálfur ábyrgð á eigin frammistöðu, en sagði jafhframt að æfingamar hjá Real Madrid yrðu með breyttu sniði á næstu leikti'ð. En hverju sem það er um að kenna, þá er ljóst að eitthvað er verulega að hjá Beckham. Hann gat ekki neitt í þeim leikjum sem Eng- land spilaði á EM og að loknum leiknum við Portúgal var gengið svo langt að kastað var fram vangaveltum um hvort Beckham væri yfir höfuð hæfur til að vera fyrirliði Englands. Ég er sterkur Eins og flestum ættí að vera alkunnugt hefur Beckham verið í sviðs- ljósinu fyrir allt annað en knattspymu. Meint framhjáhalds- ævintýri hans hefur skyggt á spila- mennsku hans með Real Madrid, og þá em góðar líkur á því að maður sjái andlit Beckhams poppa upp þegar kveikt er á imbakassanum - aug- lýsingamar sem hann hefur leikið í á síðastliðnu ári nálgast óðfluga annan tuginn. Beckham hinsvegar þver- neitar fyrir að persónulegar ástæður liggi að baki slakri frammistöðu hans á EM. „Ég er ekki eins mikið í auglýsingum og fólk heldur. Ég fer 1- 2 sinnum í mánuði í tökur, ekki meir. Jú, það em myndir af mér hér og þar og blöð segjast vera með einkaviðtal við mig. En oftast er það bara bull. En þannig er lífið einfaldlega hjá mér og ég heflært að sættamigvið það. Fjöl- skyldan mín er númer eitt hjá mér, og fótboltinn númer tvö,“ segir Beckham og ítrekar hversu erfitt sé að setja þessa tvo hluti saman. „Ef ég vil fara í garðinn með bömunum mínum fylgja mér fimm brynvarðir bílar og eins af lífvörðum. Ég vildi að ástandið væri öðmvísi en svona er þetta bara. En þótt að þetta sé erfitt þá kvarta ég ekki," segir Beckham. Þrátt fyrir alla þessa athygli segir Beckham hana ekki hafa áhrif á frammistöðu sína inni á vellinum. „Þegar ég stíg inn á völlinn blokkast allt annað út. Þó svo að þetta ti'mabil hafi verið eitt það erfiðasta á mínum ferli, innan vallar David Beckham Hvað Ummæii um Beckham „Beckham átti virkilega vonda Evrópukeppni og lék ekki vel. Allir voru að biða eftir að hann sýndi fordæmi, en hann var aldrei lík- tegur. Hann er venjulega í takt við hraða leiksins og er fijót- ur að koma boitanum inn í vítateiginn, en ég man varla eftir einni fyrirgjöffrá honum. Og varðandi vítaspyrnuna gegn Portúgal þegar hann kvart- aði undan lélegum velli, þá vil ég bara minna á að allir aðrir leik- menn þurftu að spyrna við sömu aðstæður." Gary Lineker, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi sérfræðingur hjá BBC. Steven Gerrard féll ekki fyrir gylliboðum Abramovich Hjartað sagði mér að vera í Liverpool „Síðustu vikur hafa verið mjög ruglingslegar og í fyrsta skipti íhugaði ég að yfirgefa félagið. En ég fór eftirþví sem hjartað sagði mér en það var að vera áfram hjá Liverpool." Steven Gerrard sá tíl þess í gær að stuðningsmenn Liverpool getí hætt að bryðja taugaveikistöflurnar sínar því hann ætlar að vera áfram hjá félaginu. Ef hann hefði ákveðið að fara hefði félagið að öllum líkindum einnig misst Michael Owen. Flestír geta þó eflaust verið sammála um að það hefði verið meiri missir í Gerrard enda bar hann liðið á herðum sér síðasta vetur. Chelsea hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á Gerrard síðustu daga og Gerrard játaði að hafa íhugað alvarlega að fara frá félaginu. „Síðustu þrjár til fjórar vikur hafa verið mjög ruglingslegar og í fyrsta skiptí á ferlinum íhugaði ég að yfirgefa félagið. En ég fór eftir því sem hjartað sagði mér en það var að vera áfram hjá Liverpool," sagði Gerrard á sérstökum blaða- mannafundi sem Liverpool boðaði til í gær en það er ekki algengt að félög boði til blaðamannafundar til að segja að ákveðinn leikmaður verði áfram hjá félaginu. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að svona blaðamanna- fímdir eru ekki haldnir á hverjum degi en við erum að tala um Steven Gerrard og hann er sérstakur leikmaður í okkar augum," sagði Rick Parry, yfirmaður knatt- spyrnumála hjá Liverpool. „Okkur fannst að hann ætti að fá tækifæri til þess að útskýra fyrir stuðnings- mönnum félagsins hvað hann hefði verið að hugsa og væri að hugsa." Eins og áður segir hafa forráðamenn Chelsea verið að gera hosur sínar grænar fyrir Gerrard síðustu daga en Parry vildi ekkert tjá sig um hvort þeir hefðu boðið 30 milljónir punda í miðjumanninn sterka. „Ég mun ekki ræða það hvort það kom tilboð eða ekki. Þetta er dagurinn hans Stevie og honum ber að fagna," sagði Parry. henry@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.