Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2004, Blaðsíða 26
» \s. ms\v A.es.ft'öaquuww 26 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ2004 iin\ 3 Fókus DV www.sambioin.is Taílenskir matsölustaðurinn Ban Thai er (sumarfrli um þess- ar mundir. Staðurinn er af mörgum talinn einn sá besti í taílenskri matseld og býður upp á fjölbreytt úrval rétta í þægilegu um- hverfi á Lauga- veginum fyrir ofan Hlemm. Hann verður vonandi opnaður fljótlega aftur. Hróarskeldu-hátíðin nálgast nú óðfluga en hátlðln er ein sú staersta sem haldin er ár hvert (Danmörku og hefur margur íslendingurinn lagt leið sína þangað til að sjá stærstu hljómsveitir samtímans spila fyrir tugi þúsunda gesta. Hægt er að nálgast upplýsingar um _____________ hátíðina á slóð- inni www.rosk- ildefestival.dk. Jæja Sjómaður frá Evjum og íisk vinnslukona fra Nýju-Gíneu Guð valdi okkur saman Segafredo- kaffihúsið við Lækjartorg hefur komið ferskt inn í kaffihúsaflór- una. Saporito- brauð með mozzarella, tómat og pesto og kaffi Latte fæst á litlar 580 krónur sem verður að teljast sanngjarnt verð miðað við aðra skyndibita sem fást í miðbænum. Útsalan er í fullum gangi í IKEA og nú er frábært tækifæri fyrir hreiðurgerðarfólk að gera fín kaup. Einstak- lega auðvelt er að finna eitt- hvað við hæfi í vöruhúsinu við Sundahöfn þó að erfiðara reynist að finna leið út. Yfirleitt fyrirgefur mað- ur þó IKEA í hvert skipti sem maður hrifsar eina pullu með sér á leiðinni út. Tónleikar • Tríó norska djassfiðlumeistarans Ola Kvam- bergs verður með tónleika á Nasa við Austurvöll klukkan 20. • Djasskvartettirm Skófflar held- ur tónleika á Caffé Kúltúre klukk- an 20.30. Kvartettinn skipa þeir Ólafur Jónsson saxófónleikari, Erik Qvick trommuleikari, Róbert Þórhallsson kontrabassaleikari og Asgeir Asgeirsson gítarleikari. Þeir leika tónlist eftir bandaríska gítar- leikarann John Schofield. » • Sænski tónlistarhópurinn Musica Humana flytur tónlist frá endurreisnartímanum á þeirra tíma „Ég er 57 ára og hún er 60 ára, við komum nú varla til með að eignast börn úr þessu," segir Sig- urður G. Jónsson, sjómaður í Vest- mannaeyjum sem gekk að eiga Doreen Veronicu, fiskvinnslukonu frá Nýju-Gíneu um helgina. At- höfnin fór fram í kirkju Fíladelf- íusafnaðarins þar sem þau eru bæði meðlimir. „Fjölskyldahennar er hér öll, meira eða minna. Dóttir hennar kom hingað fyrst en hún býr á Súgandafirði þar sem hún starfar við fiskvinnslu. Svo hafa þau verið að tínast hingað smám saman fjölskyldan, en Doreen á fimm börn og hefur búið á íslandi í fimm ár. Við kynntumst fyrir sex mánuðum síðan í gegnum sameig- inlega vini. Guð valdi okkur sam- an,“ segir Sigurður, sem segir það ekki há þeim hjónum þó hún tali ekki íslensku og hann litla ensku, samskiptin séu yfir tungumálin hafin. Sigurður býr í Vestmanneyj- um þar sem hin nýgiftu hjón ætla að stofna heimili og eyða saman ævinni, til sjós og lands. „Hún flytur nú með mér heim til Vestmannaeyja, ég á fína íbúð þar sem við ætlum að stofna heim- ili saman. Börnin hennar hafa tek- ið mér afar vel og ömmubörnin hennar vilja helst éta mig og voru fljót að byrja að kalla mig afa, þetta er alveg yndislegt. Öll mín fjöl- skylda kom í brúðkaupið, þetta voru um 60 manns, mest mitt fólk. Ég á sjálfur 10 systkyni þannig það er ansi stór hópur í kringum mann. Dóttir mín var svaramaður minn og sonur hennar leiddi Doreen upp að altarinu. Bróðir minn gaf okkur svo saman en hann er prest- ur hvítasunnusafnaðarins í Vest- mannaeyjum," segir Sigurður sem segir ástina hafa kviknað af trúar- legum neista fljólega eftir að þau kynntust. „Já, það var strax mikil ást. Það var ekkert sem gat komið í veg fyrir það, hvorki aldur né hör- undslitur. Okkur er ætíað að vera sarnan," segir Sig- urður sem ljómar af ást og ham- ingju. Ljósmyndarar náðu skoti af trúlof- unarhring poppprinsessunnar Brit- ney Spears þegar hún losaði ösku- bakka af svölunum á heimiii sínu f Los Angeles. Britney hefur fallist á að giftast kærasta sfnum, dansaran- um Kevin Federline. Orðrómur um að söngkonan sé ófrfsk eftir Kevin gengur nú manna á milii og enn fremur að mamma hennar hafi grip- ið f taumana og ekki tekið f mál ann- að en þau myndu ganga í það heilaga áður en barnið fæðist. Leiður á skallanum Leikarinn Bruce Willis er kominn með leið á skallanum og ætlar að gera eitthvað f málunum. Hann hef- ur sýnt nýrri uppfinningu, þar sem klónun kemur við sögu, mikinn áhuga en aðferðin hefur ekki ennþá verið leyfð í Bandarfkjunum. Leikar- inn hætti nýlega með hinni 25 ára Brooke Burns sem frægust er fyrir leik sinn f Baywatch- þáttunum. „Bruce vill ólm- ur fá hár á höf- uðið en ætlar að bfða eftir að rann- sóknum Ijúki/ sagði vinur leik- Lífið eftir vinnu hljóðfæri á þriðjudagstónleikum í Listasafiii Siguijóns klukkan 20.30. Hér eru á ferð Annette Taranto messósópran, Björg Ollén flautuleikari og Sven Aberg sem leikur á lútu og vihuelu. Opnanir • Sýning á vatnslita- myndum Sigríðar Rósinkarsdóttur í Eden í Hveragerði verður opnuð í dag. Sýningin stendur til 11. júlí. Ferðir • EUiðaárdalsganga verður farin um Fræðslustíginn undir leiðsögn Einars Gunnlaugs- sonar jarðfræðings og Kristins H. Þorsteinssonar garðyrkjustjóra klukkan 19.30. í göngunni verður meðal annars hugað að ánni, ör- nefnum, jarðfræði, gróðri og dýra- lífi. Gangan hefst við Minjasafnið í Elliðaárdal og stendur í rúma tvo tíma. Göngu- ferð verð- urumVið- eyklukkan 19.30 þar sem örvar B. Eiríks- son sagn- fræðingur fræðir þátttakendur um sögu Viðeyjar frá 10. öld alveg fram á þá 20. Lagt verður af stað með Við- eviarferiunni frá Sundhöfn. Ashton situr fyrir Ashton Kutcher er nýtt andlit Zoo York-fatamerkisins. Zoo York fram- leiðir „skate“-fatnað og segja forráða- menn fyrirtækisins að fötin séu eins og hönnuð á leikarann. „Þessi föt eru nákvæmlega eins og ég vil hafa þau,“ sagði Ashton. Leikarinn mun sitja fyrir í fatnaðinum næstu mánuði og alveg fram á næsta ár. „Ashton hefur rétta útlitið og réttu framkomuna." Leikarinn er ffægastur fyrir að leika í That ‘70 Show og fyrir að vera kærasti Demi Moore.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.