Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ2004 3 Gunnar Már hyggst flytja til Ítalíu ásamt íjölskyldu sinni. Hann skiptir ekki um vinnu og kveðst starfa án landamæra. í vinnu án landamæra Gunnar Már Gunnarsson var í kvöld- göngu í góða veðrinu í gærkvöldi, ásamt dóttur sinni Andreu Ýr, þar sem DV tók hann tali. Allt í kring var fólk að pakka £ bíl- ana sína og búa sig undir það að bregða sér út úr bæn- Blaða- Skyndimyndin um. maður spurði Gunnar hvort hann ætlaði að fara eitthvað um helgina en hann kvað svo ekki vera. „Ég vinn mikið um helgar og þegar ég kemst í frí þá spila ég golf í Oddfellows, niðri í Hafnarfirði. Hef verið þar í þrjú ár,“ segir Gunnar. Á leið til Ítalíu „Þessa helgi ætla ég að taka til og undir- búa mig undir að flytja til Ítalíu í næstu viku. Konan er að fara í fjögurra ára nám og ég mun vinna áfiam sömu vinnu að utan. Það er ekkert mál í mínu tilfelli, ég er kerfisfræðingur og er í tölvunum, sem er vinna án landamæra," bætir Gunnar við og hlær. „Það er misjafnt hvað ég vinn langa vinnuviku, erfitt að svara nákvæmlega." Aðspurður segir hann fjölskylduna ekki kunna neina ítölsku en þau hjónin og börnin þrjú læri hana vonandi fljótt. Blaðamaður DV kvaddi feðginin í kvöld- blíðunni, þar sem sólin skein enn hátt á lofti, og óskaði þeim góðrar ferðar. Spurning dagsins Hvert á að fara um helgina? Á ísafjörð á tónleika meðGrafík „Ég er að fara á Isafjörð á tónleika með Grafík. Þeir eru að fara að halda tuttugu ára afmælistónleika í kringum plötuna „Get ég tekið séns"sem er mikið meistara- stykki og í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er mikiil og einlægur aðdáandi hljómsveitar innar." Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður „Ég var nú bara að lenda en flýg út til Sví- þjóðará morg- un.Égerað vinna í Svíþjóð við að búa til öryggistæki fyrir járnbita. Ég var hins vegar að koma frá Egilsstöðum." Hörður Ársæll Sveinsson „Ég er að fara á Akureyri þar sem ég mun heimsækja ættingja en kem aftur heim á sunnu- dag. Ég ætla að fara í veislu annað kvöld á Akureyri en annars bara að slappaaf." Kolbrún Hlín Hlöðversdóttir „Viðerum að fara til Akureyrar að keppa í fótbolta með KR. Við erum að fara að keppa á móti Þór/KA/KS og ætl- um að vinna þann leik." Júlíana Einarsdóttir og Katarína Ómarsdóttir „Ég er að fara heim til Egils- staða í tvo daga en kem svo aftur hing- að til Reykja- víkurþar sem ég er í endur- hæfingu." Ólöf Tara Smáradóttir Spurt var á Reykjavíkurflugvelli þar sem margt fólk var á leið út á land. Teiknarinn snéri sér að myndlist „ISLEND- / rftlÉ INGAR ( URÐU V V' / FYRSTIR TIL AÐ FINNAAMERIKU, EN ÞEIR HÖFÐUVIT ÁAÐTÝNAHENNI AFTUR.“ OSCAR WILDE, 1854-1900 Listamaðurinn James Abbot McNeill Whistler fæddist í Bandríkjunum, ólst upp í Rússlandi og bjó á Englandi og í Frakk- landi alla sína ævi. í Rúss- landi var hann sendur í nám í teikningu en var rúmlega tvítugur þegar Listasagan hann valdi sér myndlist- ina að starfsvettvangi. Whistler varð snemma spjátrungur mikill, þótti manna skemmtilegastur og ákaflega duglegur að stunda samkvæmislífið, hvar og hvenær sem var. Franski raunsæismálarinn Courbet hafði mik- il áhrif á myndlist Whistlers sem æv- inlega hélt fram tengslum mynd- og tónlistar. „Ef tónlistin er Ijóð sálarinn- ar, er myndlistin Ijóð sjónarinnar, við- fangsefnið hefur ekkert að segja um samspil hljóma eða lita," sagði hann og málaði mikið af landslagsstemm- um og portrettmyndum. Whistler lagði aðaláhersluna á finleg blæ- briðgi líkra lita og mjúka birtu. Hann var einnig þekktur fyrir ætingar sínar og var manna duglegastur við að kynna franska samtímalist á Englandi. Árið 1863 tók gamla konan móðir hans sig upp og flutti til hans á Englandi. Þá málaði Whistler af henni sína frægustu mynd. Hún heitir á skjölum og plöggum Niðurröðun f gráu og svörtu: Mynd af móður mál- arans, en hún hefur ævin- lega gengið undir nafninu Whistier's mother, eða Mamma Whistlers. Whistler varð gjaldþrota á Englandi og flutti með ástkonu sinni til Feneyja að fást við ætingar. Hann sneri aftur til Lundúna 1888 og opnaði þar sýn- ingu sem endurvakti at- hygli og áhuga á lista- manninum og verkum hans. Whistler var fimmtugur þegar hann gekk í hjónaband og var það ákaflega hamingjusamt í átta ár en þá lést eiginkonan úr krabbameini. Hann sagði veikindi heittelskraðrar eiginkonunnar hafa gert lífið að endalausri angist og hryllingi. Sex árum síðar lést Whistler sjálfur úr hjartaslagi en hann fæddist í Banda- ríkunum 10. júlíárið 1834. Veikkona, leikhússtjóri & listrænn stjómandi Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona fer með eitt af aðalhlutverkunum í Hárinu sem frumsýnt var í Loft- kastaianum í gærkvöld. Unnur fékk frábæra dóma fyrir 5stelpur.com í vetur sem leið og einnig mikið lof fyrir iiríillfrii frammistöðu sína í Grease á síðasta sumri. •• Unnur á ekki langt að sækja leiklistaráhug- fiÉmmrvb ann Þvl *’“n er d°tt‘r Stefáns Baldursson- ■P ar þjóðleikhússtjóra og Þórunnar Sig- J urðardóttur leikstjóra sem hefur um ára- bil stýrt Listahátíð í Reykjavík. Bróðir Unnar er Baldur Stefánsson. Hafnarfirði CHESTERFIELD ÞJÓNUSTA RfiGnflR BJORnsson ehf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.