Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Blaðsíða 11
0V Fréttir LAUGARDAGUR 10. JÚLl2004 11 Snæddu sjaldgæft tígrisdýr Tveir kínversk- ir karlmenn hafa verið dæmdir í m'u ára fangelsi fyrir að hafa lagt sjaldgæft tígrisdýr þar í landi sér til munns. Tígris- dýrið mun hafa gengið í gildru sem þeir settu upp og létu mennirnir yfirvöld ekki vita af því. í stað þess biðu þeir í sex daga þar til tígris- dýrið dó og snæddu svo skrokkinn. Að sögn Beijing Evening News voru menn- irnir með það á hreinu að ólöglegt væri að selja dýrið en vissu ekki að einnig er ólöglegt að borða það. Osama vill hryðjuverk Osama bin Laden er nú að skipuleggja ný hryðjuverk í Banda- ríkjunum segir í New York Times í gærdag. Talið er að Osama feli sig nú á landamærum Afganistan og Pakistan. „Undirbúningi aðgerðanna er stjórnað ffá æðstu stöð- um innan al-Kaída-samtak- anna," segir háttsettur embættismaður. Tom Ridge yfirmaður innlendra öryggismála í Bandaríkjun- um varaði landsmenn sína við að al-Kaída væri að undirbúa umfangsmikil hryðjuverk þar í landi f tengslum við forsetakosn- ingamar nú í haust. Feiminn elgur Hollenski dýragarðurinn Emmen Zoo keyptí nýlega elg frá öðrum dýragarði í Toronto. Vandamál kom upp er elgurinn var settur inn í girðingu með fleiri slíkum í Emmen því hann reyndist feiminn með af- brigðum. Þannig gat hann ekki staðið uppi í hárinu á kvenelg nokkrum sem stöðugt réðist á hann, beit og sparkaði. Vandmálið var leyst með þvl að koma hon- um fyrir í ídöðu með öðr- um stórum og vinalegum elg. „Hann fékk sjálfstraust- ið aftur og gat svarað fýrir sig þegar hinir elgirnir voru að angra hann," segir Aga- ath Kooi sem starfar í dýra- garðinum. Skákfélagið Hrókurinn heldur krakkaþing í dag klukkan 14 í höfuðstöðvum sínum Skúlatúni 4. Tilgang- ur þingsins er að fara yfir barnastarf Hróksins á sl. 12 mánuðum og koma með tillögur um framtíðina. Rétt til setu á þinginu eiga þau sem hafa teflt og starfað með Hróknum. Fullorðna fólkið hefur ekki atkvæðis- rétt en mun sjá um veiting- ar fyrir þingfulltrúa. Krakkaþing Hróksins Norskt par sektað af lögreglunni Hðfðu samfarir á sviðinu í þáqu regnskógarins Norska parið Tommy Hol Ell- ingsen, 28 ára, og Leona Johans- son, 21 árs, höfðu samfarir á svið- inu meðan tónleikar þunga- rokksveitarinnar Cumshot stóðu yfir á Quart-tónleikahátíðinni í Noregi í vikunni. Þau segja að þau hafi gert þetta til að bjarga regn- skóginum en norska lögreglan lítur ekki mildum augum á þetta uppá- tæki og hefur sektað parið um tvö hundruð þúsund krónur. Ellingsen og Johansson eru meðlimir í hreyfingunni „F*** for Forest" sem hefur á stefnuskrá sinni að hafa samfarir á opinberum stöðum tíl að bjarga umhverfinu. Eftir að parið kom fram á sviðið spurðu þau áheyrendur hve langt þeir væru til í að ganga til að bjarga heiminum. Síðan klæddu þau sig úr fötunum og hófu „leik- inn“ af miklum áhuga. Cumshot lét sem ekkert . . . , .ai 1 Samfarir a svði v<cl1, Tommy og Leona Talsmenn hefðbundnari \ieggjasittafmörk samtaka á þessum vettvangi um fyrir umhverfíð. eru ekki hrifnir af þessu uppátæki. „Ég fæ ekki séð að þetta hjálpi mikið til við að bjarga regn- skóginum," var haft eftir Lars Lovold, formanni „Rainforest Foundation" í Noregi. Frakkar og ítalir eru meðal mestu sælkera í Evrópu og framleiða matvörur í hæsta gæðaflokki. í frönsk-ítölsku sælkerakörfunni eru vörur frá matvælaframleiðendum í fremstu röð frá þessum löndum. ASKRIFENDALEIKUR Lesieru er einn fremsti matarolíuframleiðandi í Evrópu. M.a. framleiðir Lesieur ISI04 matarolíuna sem margir næringarfræðingar mæla með, enda er ISI04 mest selda matarolía á íslandi. Lesieur framleiðir einnig einstaklega góðar ólífu- og kryddolíur. Lesieur - Þekking og gæði í þína þágu. Fjöldi vinninga verða dregnir út á hverjum föstudegi í allt sumar. Allir áskrifendur DV verða í pottinum og er fjöldi vinninga slíkur að í þessu happadrætti eru vinningslíkurnar sennilega langbestará íslandi í dag. Rustichella d'Abruzzo framleiðir besta pasta í heimi að mati sjónvarpsþáttarins Follow that food. Um er að ræða pasta sem er framleitt í samræmi við aldagamlar ítalskar hefðir þar sem eingöngu er notast við fyrsta flokks hráefni. Jafnframt framleiðir Rustichella pastasósur, pestó og fleiri vörur sem tilheyra ítölskum sælkeravörum. Rustichella sælkeravörulínan hefur fengið fjölda verðlauna á alþjóðlegum sælkeravörusýningum og er framleidd með þarfir kröfuharðasta neytendahópsins í huga. Vinningar dregnir í hverri viku ítölsk-frönsk sælkerakarfa Mojo/monroe sér um hárið Út að borða á Skólabrú, þriggja rétta veisla að hætti hússins fyrir tvo Miðar á Lou Reed tónleikana og ýmsa aðra viðburði sem eru á næstunni Aðalvinningur, dreginn út síðasta föstudag i júlí og ágúst Þriggja mánaða einkaþjálfun með nuddi, snyrtifræðingi og öllu tilheyrandi í Sporthúsinu Mojo/monroe sjá um hárið á vinningshafanum og maka Sterling gæðagrill frá Bílanaust Matarveisla frá Meistaravörum, itölsk sælkeraveisla fyrir alla fjölskylduna Meistarakokkurinn Daniio kemur heim og eldar með fjölskyldunni, grillar og sýnir hvernig á að halda ítalska matarveislu Tosteria del Corso gæðakaffið frá lítilii og ungri kaffibrennslu á Italfu er þegar farið að vinna til alþjóölegra verðlauna. Þetta kaffi er framleitt af sannri Italskri ástrfðu sem skilar sér alla leiö í bollann. Tosteria kaffið hefur veriö notaö af heimsmeisturunum í Formulu 1 auk þess sem það var borið fram í krýningarafmæli bresku drottningarinnar. Þetta er því kaffi fyrir fólk sem kýs aðeins það besta. Askriftarsími 550 5000 Tryggðu þér áskrift - þú gætir unnið SPQRTHUSIP Hárgreiðsla og lítun frá mqjQ/monroe STERUNGl Gæðagrill frá Bílanaust Líkamsrækt í Sporthúsinu Ut aó borða fyrir tvo á Skólabrú Ekta frönsk-ítölsk sælkerakarfa mojo/monroe

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.