Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 10.JÚLÍ2004 Helgarblaö DV Fyrrum tengdasonur Jóns Baldvins Hannibalssonar hefur ákveðið að leysa frá skjóðunni um samskipti sín við Qölskylduna. Marco Brancaccia bjó með Snæfríði Baldvinsdóttur í 13 ár áður en hún stakk af með dóttur þeirra. Hann hefur kært Jón Baldvin og Snæfríði í þremur löndum. Hér ræðir hann um reynslu sína af Qölskyldu eins frægasta stjórnmálamanns íslandssögunnar. Tengdasonnp Jóns Baldvins leysir irá skjóðunni „Fyrirhonum varþetta gott, þetta var eðlilegt og ásættan- legt. Að st/órnmá/afíokkarnir kreistu... auðmennina tiI að fjármagna stjórnmálamenn“ Italski fréttamaðurinn Marco Brancaccia missti tengslin við dóttur sína 15. maí í fyrra. Snæfríður Baldvinsdóttir, barns- móðir hans, braut lög í Mexíkó með því að stinga af úr landi með barnið. Hún fékk hjálp föður síns, Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra, til að útvega bráðabirgðavegabréf fyrir stúlkuna án undirskriftar föðurins. Marco fékk loks að hitta dóttur sína, hina átta ára gömlu Mörtu, á miðvikudaginn en hann kom til ís- lands síðastliðinn sunnudag og hafði beðið síðan þá. Marco mætir í við- talið með Mörtu, á öðrum degi þeirra saman síðan í ágúst í fyrra. Hún litar og kubbar í næsta herbergi meðan viðtalið fer fram, því Marco vill ekki að hún heyri það sem hann hefur að segja um Jón Baldvin og Snæfríði. Marta talar fjögur tungumál; ís- lensku, ítölsku, spænsku og ensku. Sagðist þekkja áhrifamikið fólk Marco hefur sex lögfræðinga í þremur löndum í vinnu við að end- urheimta réttirm til að hitta dóttur sína. Hann vill draga Jón Baldvin fyr- ir dómstóla fyrir að misnota aðstöðu sína sem sendiherra. „Ég elska dóttur mína en ég myndi aldrei gera það sem Jón Bald- vin gerði. Ég myndi aldrei misnota valdastöðu mína. Ég myndi ekki deila og nota hatursyrði eða búa til falskar ásakanir. Ef ég væri hann myndi ég í staðinn reyna að nota alla visku meira en 60 ára gamallar manneskju til að freista þess að lagfæra og sam- eina. Hann hefur ekki gert það. Hann hefur hótað mér því að ég fái ekki að sjá dóttur mína í langan tíma ef ég gef ekki eftir forræði dóttur minnar." -Afhverju? „Spurðu hann. Hann sagði þetta við mig í símtali frá Finnlandi í fyrra. Hann sagðist þekkja mikið af álirifa- miklu fólki á Islandi og að það væri betra fyrir mig að gefa Snæfríði eftir forræðið yfir Mörtu. Annars myndi ég ekki sjá dóttur mína í langan tíma. Og það er nákvæmlega það sem ger- ist hér.“ Réttarkerfi eins og í Mið-Am- eríku Marco er yfirmaður fréttaþjónust- unnar ANSA í Mið-Ameríku, en hún er fjórða stærsta fréttaþjónusta heims á eftir Reuters, Associated Press og Júnni frönsku AFP. Hann segir réttarfar á íslandi vera eins og í Mið-Ameríku. „Fyrir mig er ómögulegt að beijast við Jón Baldvin á þessum grundvelli. Því miður hélt ég í öllu þessu máli að íslenska dómskerfið byggi yfir einhverju mesta jafméttí og réttlætí í heiminum. En sú ímynd hefur breyst algerlega fyrir mér. Nú held ég að það sé svipað og í hverju öðru landi í Mið- Ameríku eða Afríku. Valdamikil manneskja sem berst gegn útlend- ingi vinnur alltaf, þrátt fyrir það sem málskjöl segja. Fram að þessu hafa fimm dómarar úrskurðað í máli Mörtu. Það hafa verið þrír úrskurðir, þar af einn í Hæstarétti. Þessir þrír úrskurðir hafa verið álitnir skömm fyrir allt íslenska kerfið af virtum lög- fræðingum í Mexíkó og á ítah'u, en þeir hafa álitíð hann týpískt tilfelli þess að dómarar láta stýrast af póli- tí'skum áhrifum." Spilltur vinur Jóns Baldvins Marco var tengdasonur Jóns Baldvins og Bryndísar Schram, nú- verandi sendiherrahjóna í Finnlandi, í 13 ár. Hann dregur upp bréf frá Bryndísi frá árinu 1999 þar sem Bryn- dís lýsir yfir ánægju sinni með „aug- ljósa" ást hans og Snæfríðar. „Við höfðum mjög gaman af heimsókn þinni og viljum ekki missa þig,“ segir hún í bréfinu sem hún undirritar sjálf. Um sambandið við Jón Baldvin segir Marco að ágætt hafi verið að setjast niður með honum og skiptast á skoðunum. Marco er afar minnis- stæð vinátta Jóns Baidvins og Gi- annis De Michelis, fyrrum utamíkis- ráðherra ftalíu fyrir Sósíalistaflokk- inn. „Jón Baldvin og hann voru mjög góðir vinir. De Michelis var þekktast- ur fyrir bók um diskótek. Hann fór út með mismunandi stúlkum, var síð- hærður og taldi sig nútímasósíalista, líklega eins og Jón Baldvin. Það fór þó þannig að De Michelis var dæmdur í stóru spillingarmáli árið 1993. Sósí- alistaflokkurinn var nánast leystur upp eftír að stjómmálamenn höfðu verið fundnir sekir um að taka við persónulegum peningagjöfum frá auðmönnum. Bettino Craxi, þáver- andi forsætísráðherra, flúði meðal annars í útlegð til Túnis," segir Marco. Eðlilega ræddi Marco við Jón Baldvin um spillingarmál félaga hans. Jón Baldvin sýndi De Michelis mikinn skilning, að matí Marcos. „Samkvæmt Jóni Baldvini var þetta eitthvað sem gerðist út um allan heim, að pólitíkusar tækju við pen- ingum frá ríku fólki. Fyrir honum var þetta gott mál, þetta var eðlilegt og ásættanlegt. Að stjómmálaflokkarnir kreistu, ég man að hann notaði orðið „kreista" [squeeze], auðmennina til að fjármagna stjómmálamenn," seg- ir hann. Aðspurður segist Marco ekki hafa kynnst tengdaföður sínum að störf- um. „Ég tók aldrei viðtal við hann, enda hefði það verið örlítið erfitt. Hann var oftast í fríi þegar ég hittí hann og þá oftast fullur." Mál fyrir dómara „Þessi fjölskylda hugsar mjög mikið um ímyndina, hvemig hún lít- ur út í blöðum og þannig lagað. Jón Baldvin og Bryndís em ódýra útgáfan af Clinton-hjónunum. En bak við ímyndina em Utlar til- finningar," staðhæfir Marco. Hann kynntíst Snæfríði í París árið 1990. Hún starfaði sem fyrirsæta, en hann fréttamaður hjá ANSA. „Ég bjó í 13 ár með Snæfríði. Jón Baldvin hefur sannarlega ekki alltaf verið góður faðir. Honum var alltaf sama um hvað hún gerði í útlöndum. Þeg- ar Marta fæddist í Róm hringdu hvorki Jón Baidvin né Bryndís í okkur og þau komu ekki í heimsókn. Ég man Uka þegar elsta dóttir þeirra áttí í vandræðum og var á sjúkrahúsi í þónokkurn tíma. Jón Baldvin og Bryndís vom þá í Washington. Hún áttí nokkurra ára dóttur. Jón Baldvin og Bryndís komu ekki tíl íslands, en í staðinn var litla dóttirin lögð í hend- ur félagslega kerfisins og síðan sá vin- kona um hana," segir Marco. Þannig svarar Marco fullum hálsi ásökunum þeim sem hann hefúr orðið fyrir um að hann hafi reynst dóttur sinni slæmu faðir. Honum er augljóslega mikið niðri fyrir vegna þess. Og hann gengur lengra: „Ég veit hvemig elskulegur faðir Jón Baldvin er. Ég get ekki sagt frá því, en hann ættí að vita að ég veit." Framhjáhald með íslenskum leikara Marco fluttí með Snæfríði tíl Mexikó árið 2001. Á þeim tíma vom þau að byrja nýtt ævintýri. Skömmu áður ákvað Snæfríður að ljóstra upp um gamalt leyndarmál sem hafði plagað hana og vildi hún byrja upp á nýtt. „Núna, eftir að hún tók Mörtu, sakar hún mig um að hafa verið henni ótrúr. Fyrst núna. Því það get- ur hjálpað henni í forræðismálinu. En hún var mér ótrú. Hún áttí í kyn-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.