Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ2004
Fréttir DV
Síminn
braut lög
Landssími fslands hef-
ur brotið samkeppnislög
með slagorðinu
„Allt saman hjá
Símanum" og
ber að afturkalia
slagorðið og
áskriftartilboðið
sem það vísar til.
Og Vodafone
kvartaði til Sam-
keppnisstofnun-
ar 4. júní vegna
misnotkunar
Landssímans á markaðs-
ráðandi stöðu sinni á fjar-
skiptamarkaði. Fyrirtækið
býður upp á ýmsa afslætti
að því tilskyldu að við-
skiptavinir kaupi bæði tal-
símaþjónustu, farsíma-
þjónustu og intemet.
Rannsóknin heldur áfram.
Rigning á
leiðinni
Að mati veðurfræöinga
var besti dagur ársins í
gær þegar litið er til alls
landsins. En það eru blik-
ur á loftí og ljóst að ekki
verður íranihald á blíð-
unni í þeim rnæli sem
hún birtíst landsmönnum
í gær: „Það fer að dropa úr
lofti eftír hádegi í dag og
þá sérstaklega á suðvest-
urhominu," segir Sigurð-
ur Þ. Ragnarsson veður-
fræðingur. „En fólk ætti
ekki að láta það stöðva sig
í ferðalögum því það birtir
upp með köflum og verð-
ur þrátt fyrir allt bærileg-
asta veður og rúmleg það.
Líka á mánudaginn."
Á forsetinn að
neitaafturað
skrifa undir
fíölmiðla-
frumvarpið?
Kristján Þorvaldsson
ritstjóri.
„Það á ekki að vera á færi eins
manns að vísa slíku máli til
þjóðarinnar. Þetta er vont
prófmál I því sambandi. Ég
vona bara að skrlpaleikurinn
taki enda. Aftur á móti þurfa
menn aö koma sérsaman um
jafnmikilvæg mál og starfsemi
fjölmiðla og eignarhald á
þeim."
Hann segir / Hún segir
„Já, vegna þess að þetta er
nánastsama frumvarpið og
búið að vlsa þvl til þjóðarinnar
sem hefur rétt á að tjá sig um
máiið. Hafi forsetinn hafnað
frumvarpinu hlýtur hann að
hafna þessu til að vera sam-
kvæmur sjálfum sér."
Katrfn Jakobsdóttir
varaformaður Vinstri grænna.
Emmy Becker, amma barns sem kúrdískur tengdasonur hennar fékk flutt til Nor-
egs á grundvelli Haag-samkomulagsins, kveðst ekki skilja hvernig Hæstiréttur gat
úrskurðað Snæfríði Baldvinsdóttur í hag. Hún telur að um sé að ræða klíkuskap.
Þerna íékk ekki sömn
meöferð og sendiherra
Emmy Becker, mdðir konu sem stdð í sömu fdtsporum og Snæ-
fríður Baldvinsddttir, segir að Jdn Baldvin Hannibalsson hljdti
sérmeðferð fyrir Hæstarétti. Barnsfaðir Snæfríðar Baldvinsddtt-
ur hefur ítrekað en árangurslaust reynt að fá ddttur sína aftur til
Mexíkd eftir dlöglegt brottnám hennar. En fyrrum tengdasonur
Emmy fékk bamið til sín á gmndvelli Haag-samkomulagsins.
„Mig langaði að gráta þegar ég las
þetta," segir Emmy, um að dóttir
Jóns Baldvins Ilannibalssonar skyldi
vinna mál gegn erlendum bamsföð-
ur sínum, Marco Brancaccia, þrátt
fyrir að hafa numið bam þeirra ólög-
lega á brott. í báðum málum em
barnsfeðurnir sakaðir um ofbeldi,
en ofbeldið hefur þótt ósannað. „Við
emm ennþá hrædd. Barnið er úti hjá
honum núna í sumarfríi, og við
erum logandi hræddar," segir hún.
Dóttír hennar kynntist kúrdísk-
um manni í Stavangri í Noregi þegar
hún starfaði sem herbergisþerna
árið 1997. Eftir eins árs sambúð byrj-
aði ofbeldi, samkvæmt frásögn
þeirra, sem fékk hana til að vilja yfir-
gefa hann. „Hann er kúrdi, upp-
runalega frá íran. Ég ætla ekki að
segja hvað hann var sjarmerandi. Ég
hef aldrei séð aðra eins persónu-
breytingu um ævina og ég var einu
sinni að vinna upp á geðdeild. Meira
að segja göngulagið breyttist," segir
Emmy. Hún segir að eftir fæðingu
barnsins hafi allt breyst, sambúðin
hafi breyst í ofbeldi. Dóttir hennar
hafi ekki fengið að hitta annað fólk
nema með hans leyfi, enda kallaði
hann hana hóm af minnsta tilefni.
„Hans þjóðflokkur hafi gengið út og
inn á heimilinu," segir í dómi
Hæstaréttar, en þær mæðgur segja
að hún hafi verið í miðju litlu samfé-
lagi kúrda og að maðurinn hafi verið
meðlimur í aðskilnaðarhreyfingu
kúrda, PKK.
Fyrir dómi lagði faðirinn fram yf-
irlýsingu sjö manns um að frásögn
móðurinnar af ofbeldi væri alröng.
Niðurstaða dómsins var að ofbeldið
væri ekki sannað: „Ekkert er komið
fram í málinu, sem rennir stoðum
undir þessa fullyrðingu gerðarþola,
þó svo að heimilishættir gerðarbeið-
„Við erum ekki rík, við
höfum ekkimikið. Við
virðumst fá aðra með-
ferð en Jón Baldvin"
anda kunni að þykja óvenjulegir og
framandi miðað við íslenskar að-
stæður," og var niðurstaðan enn-
fremur sú að skila bæri barninu aft-
ur til Noregs, á gmndvelli Haag-
samkomulagsins. Samkvæmt sam-
komulaginu má foreldri ekki fara
með barn úr landi án heimildar hins
foreldrisins. Dóttír Emmyar reyndi
að fá heimild barnsföður síns, líkt og
hún lýstí fýrir dómi: „Hann hafi
bmgðist ókvæða við, rifið skjalið og
hótað henni öllu illu, bæri hún aftur
upp erindi af þessu tagi. Kvaðst hún
ekki hafa séð aðra leið en þá að fara
með barnið úr landi án samráðs við
gerðarbeiðanda."
I máli Marco Brancaccia hefur
héraðsdómur komist tvisvar að
annarri niðurstöðu og Hæstiréttur
einu sinni. Marco hefur lýst því yfir
að hann telji að Jón Baldvin og dótt-
ir hans vinni málin í íslenska réttar-
kerfinu vegna pólitískra áhrifa.
Emmy, sem er öryrki en starfar í
vaktavinnu í umönnun aldraðra, er
á sama máli. „Við vorum með blaða-
greinar frá Noregi þar sem fólk sem
hann var búinn að hóta óttaðist um
líf sitt. Fólk sem honum var illa við.
Þetta fólk var skíthrætt við hann. En
það virtíst ekki skipta neinu máli út
af þessu Haag-samkomulagi. Það
var alveg sama hvað við lögðum
fram. Það er það sem særir mig, af
því nú þarf allt í einu ekld að virða
það. Þetta er þvert gegn því sem þeir
eru búnir að gera öðrum. Við erum
ekki rík, við höfum ekki mikið, en
þetta er spurning um réttlætí. Við
virðumst fá aðra meðferð en Jón
Baldvin," segir hún.
Svo fór að dóttir Emmyar flutti til
Noregs, samkvæmt dómi Hæstarétt-
ar. Barnsfaðir hennar lamdi hana í
einni heimsókninni að sækja dóttur
þeirra og eftir það hlaut hún fullt
forræði. Niðurstaðan í máli þeirra er
að konan má búa á íslandi með
dóttur sína, en stúlkan á að fara fjór-
um sinnum á ári til föður síns. „Syst-
ir pabbans var látin giftast gömlum
frænda þegar hún var tíu ára. Nú er
barnabarnið mitt fimm ára. Ég held
að það gerist ekkert strax. En um leið
og þær byrja á blæðingum em þær
giftar í burtu, því þá geta þær byrjað
að eiga börn,“ segir Emmy.
jontrausti@dv.is
Blásið til bjargar sködduðum hundi
Þétt umferð frá Reykjavík í gær
Snyrtistofa hjálpar
Cobru Líf
„Viðbrögðin hafa verið gífurlega
góð síðan fréttin birtíst á dýrasíðu
DV á þriðjudaginn. í kjölfarið tók ég
eftir því að þetta er komið á allar
hundaspjallsíður. Snyrtistofan
Hundaspa ætlar að gefa 20% af öllu
sem kemur inn í næstu viku hjá
þeim og Dýrheimar gefa sjampó og
hárnæringu," segir Karen Tómas-
dóttir hundaræktandi í samtali við
DV. Hún og Sólveig Pálmadóttír,
hárgreiðslumeistari og eigandi
Cobm Lífs, standa fyrir stuðnings-
söfnun í dag til að safha fyrir læknis-
kostnaði vegna Cobm sem lenti
undir bíl og þarf að fara í rándýra
aðgerð til að lifa. Karen mun baða og
blása alla ferfætlinga og eftír hádegi
býður Sólveig upp á klippingar fyrir
tvífætlinga. „Verðinu er stillt í hóf og
kostar áðeins 1.000 krónur fyrir
snyrtingu dýra og 1.500 krónur fyrir
klippingu á fólki. Söfnunin er haldin
að Þorláksgeisla 96 í dag, laugardag
og verður boðið upp á kaffi, vöfflur
og góða stemningú."
Straumurinn
Óhætt er að segja að Reykvíkingar
hafi í einni halarófu haldið af stað út
á land í bh'ðunrú í gær. Mikið er að
gerast um helgina og ber þar hæst
Landsmót UMFÍ á Sauðárkróki sem
og írskir dagar á Akranesi. Um fimm-
leytíð í gær var umferðin að þyngjast
jafnt og þétt og fóm flestir bflar um
Kjalarnes. Einnig var töluverð
umferð um Hellisheiði, Reykjanes-
braut og Sandskeið. Sex þúsund bflar
höfðu farið í gegnum Hvalfjarðar-
göngin klukkan hálf sex í gærdag og
var mikið um fjölskyldufólk á leið
upp á Skaga og á Sauðárkrók að sögn
starfsmanna Hvalljarðarganganna.
Rakel Óskarsdóttir, einn skipu-
leggjenda írskra daga á Akranesi,
sagði hátíðina hafa gengið afskaplega
vel í bh'ðunni og um fjögur þúsund
manns vera í bænum. Landsmótíð á
Sauðárkróki minntí á strandblakmót
á Benidorm. „Hér er himnesk sæla og
liggur norður
Mikil umferð Straumurinn var mikill út úr
bænum seinnipartinn ígær. Sex þúsund bilar
höfðu farið um Hvalfjarðargöngin um kvöld-
matarleytið.
frábær stemning. Þetta er best
heppnaða landsmót fyrr og síðar og
er mikill straumur af fólki hingað á
Krókinn," sagði Páll Guðmundsson
kynningarfulltrúi UMFÍ. Páll sagði
um fimmtán þúsund gestí vera á
svæðinu og það ættí eftir að aukast
þegar hði á daginn. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Vínbúðinni á Sauðár-
króki var htíð að gera. bœki@dv.is